Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
!"
"
##
#
"
"
$
#!#
"
"#
!%#
!#
!"#
"%
!"
#$
%#
"
#"
Þetta helst ...
● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á
Íslandi lækkaði um 0,4% í gær og er
lokagildi hennar 820 stig. Mest lækkun
varð á hlutabréfum Icelandair Group,
eða 3,9%. Þá lækkuðu bréf Össurar um
2,0%. Bréf Marels hækkuðu mest af fé-
lögum í úrvalsvísitölunni, eða um 2,3%.
Bréf Eimskipafélagsins hækkuðu
hins vegar um heil 50,0% í gær úr 0,50
í 0,75 krónur á hlut, en félagið er ekki í
úrvalsvísitölunni. gretar@mbl.is
Lækkun í Kauphöllinni
● Landsbankinn
og Straumur-
Burðarás fjárfest-
ingarbanki hafa
samið um uppgjör
krafna á milli
bankanna, þar
með taldar kröfur
vegna pen-
ingamarkaðslína,
lána, afleiðustaða, skuldabréfa og
ábyrgða, samkvæmt tilkynningu frá
Straumi.
Uppgjörið felur sér í skuldajöfnun
og yfirfærslur eigna frá Straumi til
Landsbankans. Samningurinn hefur
ekki efnisleg áhrif á rekstrarreikning
Straums samkvæmt tilkynningunni og
engin áhrif á lausafjárstöðu bankans.
Hins vegar minnka heildareignir
Straums um u.þ.b. 200 milljónir evra.
gretar@mbl.is
Semja um kröfur
● BINDANDI tilboðum í Senu, dótt-
urfélag Íslenskrar afþreyingar (ÍA), var
skilað inn í gær. Stjórn ÍA fjallaði um til-
boðin á fundi í gær og mun gera það
aftur í dag. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun niðurstaða lík-
lega liggja fyrir fyrir hádegi í dag, en
ekki fengust upplýsingar um hve mörg
tilboð bárust í fyrirtækið.
Íslensk afþreying hét áður 365 hf.,
en Sena er umboðs- og dreifingaraðili
fyrir erlenda tónlist og tölvuleiki, útgef-
andi að íslenskri tónlist auk þess sem
félagið á fjögur kvikmyndahús.
bjarni@mbl.is
Framtíð Senu ræðst
væntanlega í dag
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
MP banki er eini kröfuhafi Hansa
ehf., eiganda enska knattspyrnu-
félagsins West Ham, sem er mót-
fallinn því að félagið fái framleng-
ingu á greiðslustöðvun sinni. Þetta
kom fram á fundi með kröfuhöfum á
mánudagsmorgun, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Greiðslustöðvun Hansa rennur út
á föstudag og þegar liggur fyrir að
forsvarsmenn félagsins muni sækj-
ast eftir framlengingu á henni.
Flestir kröfuhafa Hansa, sem er í
eigu Björgólfs Guðmundssonar, eru
önnur félög í eigu hans sjálfs. Eina
eign Hansa er enska knattspyrnu-
félagið West Ham United.
Ásgeir Friðgeirsson, varaformað-
ur stjórnar West Ham, segir að
þrátt fyrir erfiðleika á alþjóðamörk-
uðum þá sé vaxandi áhugi á West
Ham. „Það er áhugi hjá mörgum
fjárfestum og það væri öllum kröfu-
höfum til hagsbóta ef það væri hægt
að fylgja því ferli eftir með sölu á
West Ham United. Það er erfitt að
segja til um verðmæti félagsins,
enda er þetta markaðsvara. En fyr-
ir síðustu viðskipti með enskt úr-
valdsdeildarfélag, sem var Man-
chester City í ágústmánuði, fengust
230 milljónir punda. En veröldin
hefur breyst mikið síðan þá og við
erum ekki með væntingar í þá
veru.“
MP Banki enn mótfallinn
greiðslustöðvun Hansa
Í HNOTSKURN
»Björgólfur Guðmundssonkeypti West Ham ásamt
Eggerti Magnússyni á 85 millj-
ónir punda í nóvember 2006.
Auk þess tóku þeir yfir um 22
milljónir punda af skuldum.
»Síðast var enska félagiðManchester City keypt í
ágúst 2008, áður en alþjóðlega
fjármálakreppan skall á.
»Kaupverðið á ManchesterCity var 230 milljónir
punda og kaupandinn var fjár-
festingafélag í eigu konungs-
fjölskyldunnar í Abu Dhabi.
Að sögn breskra fjölmiðla er
talið að hún eigi um 500 millj-
arða punda, um 81 þúsund
milljarða íslenskra króna.
Reuters
Til sölu Björgólfur keypti Eggert Magnússon út úr West Ham á sínum tíma.
Í kjölfar bankahrunsins var hlutur Björgólfs settur í sölumeðferð.
KYNNING Baugs Group fyrir
smærri kröfuhafa á föstudaginn í síð-
ustu viku um stöðu félagsins var lítið
upplýsandi. Það er mat fulltrúa
þriggja kröfuhafa sem sátu fundinn,
sem Gunnar Sigurðsson, forstjóri
Baugs, og Stefán Hilmarsson stýrðu.
Á fundinum var miðað við stöðu
Baugs um síðustu áramót. Síðan þá
hafa stjórnendur félagsins misst úr
aski sínum BG Holding í Bretlandi,
M. Holding í Danmörku og nú síðast
Mosaic Fashion. Sú kynning sem
sýnd var kröfuhöfum var því villandi
að mati viðmælenda sem eru ósáttir.
Gögnin voru lítið sundurliðuð og erf-
itt að átta sig á raunverulegri stöðu
félagsins.
Smærri fjármálafyrirtæki hafa
sent skilanefnd Landsbankans bréf
þar sem óskað er formlega eftir að
hún falli frá greiðslustöðvun BG
Holding í Bretlandi. Því hefur verið
hafnað af Landsbankanum.
Beiðni Baugs um áframhaldandi
greiðslustöðvun í þrjá mánuði verður
tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur
í dag. Líklegra er að beiðnin verði
samþykkt. bjorgvin@mbl.is
Baugskynn-
ing villandi
Smærri kröfuhafar fá
gamlar upplýsingar
HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR í
helstu kauphöllum Asíu lækkuðu í
gær og einnig í Evrópu. Reyndar
hækkuðu vísitölurnar víða í Evrópu
við opnun markaða en það seig á
ógæfuhliðina er leið á daginn og
lækkuðu vísitölurnar almennt mik-
ið annan daginn í röð.
Í Bandaríkjunum hækkuðu hluta-
bréfavísitölur almennt við opnun
markaða í gær eftir gríðarlega
miklar lækkanir í fyrradag. Þá fór
Dow Jones-vísitalan til að mynda í
fyrsta skipti undir sjö þúsund stig í
tólf ár. gretar@mbl.is
Miklar lækk-
anir á mörk-
uðum í Evrópu
ÞINGLÝSTIR kaupsamningar á höf-
uðborgarsvæðinu í febrúarmánuði
síðastliðnum voru 25% fleiri en í jan-
úarmánuði. Veltan jókst um liðlega
23% á milli þessara mánaða. Þetta
kemur fram í samantekt Fast-
eignaskrár Íslands.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu í febrúar 2009
var 145 og heildarveltan nam 4,3
milljörðum króna samanborið við 116
kaupsamninga í janúar og veltu upp
á 3,5 milljarða. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var um 30 milljónir
króna í janúar og febrúar.
Breytingin á fjölda kaupsamninga milli ára er mikil því í febrúar 2008
var þinglýst samtals 426 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu. Veltan
nam þá 15,1 milljarði króna. Kaupsamningum fækkaði því um 66% og velt-
an dróst saman um 72%. Meðalfjárhæð á kaupsamning í febrúar í fyrra var
rúmlega 35 milljónir króna. gretar@mbl.is
Kaupsamningum fjölgar
lítillega milli mánaða
Samdráttur Viðskipti eru lítil.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ERLENDAR eignir Milestone voru
seldar á um 25 milljarða íslenskra
króna en voru metnar á um 80 millj-
arða í lok september síðastliðins,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins.
Söluverðið á þessum erlendu eign-
um, sem eru sænsk fjármála- og
tryggingafélög, var mun lægra en
skilanefnd Glitnis, sem er langstærsti
kröfuhafi Milestone, hafði gert sér
vonir um að fá fyrir þær. Skilanefnd-
in hafði boðist til að setja allt að 20
milljarða króna inn í Moderna, hið
sænska dótturfélag Milestone sem
hýsti allar eignir félagins, til að halda
yfirráðum yfir eignum þess. Sænska
fjármálaeftirlitið (FI) fór hins vegar
fram á að enn meira fjármagn yrði
flutt inn í félagið ef endurskipulagn-
ingaráformin ættu að verða að veru-
leika. Þær kröfur þóttu óraunhæfar
og því voru sænsku eignirnar settar í
söluferli. Fleiri hugmyndum um end-
urskipulagningu var einnig varpað
fram. Til dæmis var athugað hvort
boðlegt þætti að Moderna yrði í
beinni eigu stórra kröfuhafa skila-
nefndar Glitnis á borð við Deutsche
Bank.
Guðmundur Ólason, fram-
kvæmdastjóri Milestone, segir að sal-
an feli í sér talsvert fjárhagslegt áfall.
„Þessi ákvörðun er hins vegar tekin í
sameiningu af lánardrottnum, stjórn-
endum og eigendum félagsins. Þetta
er upplýst ákvörðum og örlög Mile-
stone eru eftir sem áður í höndum
lánardrottna.“
Íslenskar eignir Milestone – Sjóvá,
Askar Capital og Avant, munu verða
færðar til Íslands en ekki liggur fyrir
hvernig eignarhaldi þeirra verður
háttað.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir alveg ljóst að
Glitnir verði mjög ráðandi í því hvað
verði um þessar íslenskar eignir
Milestone. „Það er ekki stefna okkar
að eiga þær til lengri tíma. En fyrri
eigendur munu ekki eiga þær áfram.
Það er alveg klárt.“
Sænsk yfirvöld vildu að of mikið af fjármagni yrði flutt út
Eignir Milestone
seldar á útsölu
Morgunblaðið/Frikki
Farið Karl Wernersson var ásamt
bróður sínum eigandi Milestone.
● Endurskoðendafyrirtækið Deloitte
mun stýra Mosaic Fashions á greiðslu-
stöðvunartíma. Fimm fyrirtæki í eigu
Mosaic Fashions; Warehouse, Karen
Millen, Oasis, Coast, Anoushka G og
eignarhlutir í Karen Millen utan Bret-
lands hafa verið seld til nýs fyrirtækis,
Aurora Fashions, sem skilanefnd
Kaupþings stýrir. Haft er eftir Phil Bow-
ers hjá Deloitte í Financial Times að
salan tryggi framtíð þessara vöru-
merkja. „Endurskipulagningin þýðir að
8.700 störfum í þessum fyrirtækjum
hefur verið bjargað af Aurora Fas-
hions,“ segir Bowers. thorbjorn@mbl.is
Deloitte stýrir Mosaic
TOYOTA, sem er stærsti bílafram-
leiðandi heims, er að íhuga að stytta
vinnuviku starfsmanna sinna í Evr-
ópu niður í þrjá daga. Ástæðan er sú
að útlit er fyrir mesta samdrátt í
bílasölu í 35 ár.
Árlega bílasýningin í Genf í Sviss
hófst í gær og helstu stjórnendur
Toyota, sem þar eru staddir, spá því
að sala muni dragast saman um 30%
á þessu ári og aðeins 15 milljónir bif-
reiða muni seljast hjá fyrirtækinu.
Þeir spá því jafnframt að það muni
taka markaðinn þrjú til fjögur ár að
jafna sig, að því er fram kemur á vef
breska blaðsins Guardian.
Um 22 þúsund starfsmenn vinna
hjá Toyota-bílaframleiðandanum í
Evrópu. thorbjorn@mbl.is
Þriggja daga vinnuvika
til skoðunar hjá Toyota
Reuters
Í Sviss Toyota á sýningunni í Genf.