Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 MEIRA en tugur grímuklæddra og vel vopnaðra manna lét í gær skothríðina dynja á fólksflutn- ingabíl sem var að flytja landslið Srí Lanka í krikket til borgarinnar Lahore í Pakistan. Þykir árásin minna um margt á hryðjuverkin í Mumbai á Indlandi í nóvember. Fimm lögreglumenn, sem fylgdu bílnum, féllu í árásinni og einnig ökumaður fólksflutningabílsins. Sjö leikmenn og aðstoðarþjálfari særðust. Krikketliðinu frá Srí Lanka var boðið til Pakist- ans eftir að Indverjar höfðu afþakkað sama boð af öryggisástæðum. David Morgan, forseti Alþjóða- krikketráðsins, sagði í gær að ljóst væri að ekkert yrði um landsleiki eða önnur alþjóðleg krikketmót í Pakistan í töluverðan tíma. Árásarmennirnir, 10 eða 12 að tölu, réðust á bíl- inn og lögreglumennina á hringtorgi, svokölluðu Frelsistorgi, í miðborg Lahore. Virtust þeir vel þjálfaðir og er haft eftir pakistönskum yfirvöldum að árásin hafi borið mörg einkenni Lashkar-e-Ta- ibar, hryðjuverkasamtakanna sem eru talin hafa staðið að baki morðárásunum í Mumbai. Árásar- mennirnir komust allir undan og er þeirra leitað. Pakistan meginmiðstöð hryðjuverka Pakistanstjórn og stjórnvöld á Srí Lanka for- dæma árásina harðlega en í yfirlýsingu Indlands- stjórnar sagði að pakistanska stjórnin yrði að upp- ræta hryðjuverkasamtök í landinu. Þau væru ógn við allan heim. Talsmaður Kongressflokksins á Indlandi sagði að Pakistan væri nú „meginmiðstöð hryðjuverkastarfsemi í heiminum“. Pakistanskur ráðherra sagði að árásarmennirn- ir hefðu komið frá Indlandi til að hefna morðanna í Mumbai. Indverjar væru því í raun að lýsa yfir stríði gegn Pakistönum. Hafa viðbrögð Pakistana stundum verið í þessum dúr. svs@mbl.is Skotárás á krikketlandslið AP Hermdarverk Sérfræðingur vinnur að því að gera sprengju óvirka á árásarstað. Þriggja er saknað eftir að skjalasafn borgarinnar Köln- ar í Þýskalandi hrundi til grunna í gær. Byggingin tók hluta af aðliggjandi íbúðarhúsi með sér í fallinu. Hús skjalasafnsins var rýmt nokkru áður en það hrundi og mun öllum hafa tekist að forða sér þaðan en talið er að níu manns hafi enn verið í íbúðarhúsinu þegar það hrundi. Ekki er vitað um tildrög þess að húsið hrundi, en að sögn starfsmanna safnsins höfðu sprungur byrjað að myndast í húsinu á liðnum vikum. Talið er að hrunið geti hafa stafað af framkvæmdum við neðanjarð- arbraut í grenndinni en engar framkvæmdir hafa þó far- ið fram beint undir húsinu. jmv@mbl.is AP Þriggja enn saknað í Köln FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRN Baracks Obama Banda- ríkjaforseta vill fá Rússa til að taka þátt í slagnum gegn klerkastjórninni í Teheran sem grunuð er um að ætla að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Skömmu eftir að Obama tók við völdum sendi hann Dímítrí Medve- dev Rússlandsforseta bréf þar sem hann gaf í skyn að Bandaríkin myndu hætta við að koma upp gagn- flaugakerfi í Póllandi og Tékklandi ef Rússar beittu sér með vesturveld- unum gegn Írönum. Rússar hafa lengi fordæmt gagn- flaugahugmyndir Bandaríkjamanna og sagt þær beinast gegn sér. En þeir halda nú spilunum þétt að sér enda mikið í húfi. Medvedev hefur sagt að hann álíti að stjórn Obama vilji semja um gagnflaugakerfið og vonandi muni Bandaríkjamenn setja fram skýrar tillögur. En hann sagði í gær af og frá að einhvers konar hrossakaup kæmu til greina. Markmið Obama mun vera að fá Rússa til að taka þátt í hertum við- skiptalegum refsiaðgerðum til að þvinga Írana, fá þá til að stöðva til- raunirnar. Lækkandi olíuverð á heimsmarkaði hefur grafið undan stöðu Írana og einnig er ljóst að þeir gætu lent í miklum vanda ef sett yrði bann við innflutningi á bensíni og dísilolíu til landsins. Þrátt fyrir olíu- auðinn er þegar skortur á þessum vörum vegna þess að olíuhreinsi- stöðvar Írana er fáar og úreltar. Rússar eru í lykilstöðu. Þeir reistu tilraunakjarnorkuver Írana í Bushehr og hafa ásamt Kínverjum lagt sig fram um að útvatna sam- þykktir í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hefur gagnrýnt Írana fyrir meint brot á alþjóðasamn- ingum gegn útbreiðslu kjarnavopna. Nú bíða margir spenntir eftir fundi utanríkisráðherranna Hillary Clinton og Sergeis Lavrovs í Genf á föstudag en Rússar segja að þar megi vænta tíðinda. Obama hefur sagt að hann vilji reyna að semja beint við Írana en fyrstu viðbrögð þeirra hafa verið neikvæð. Og Clin- ton efast um að samningatilraunin beri árangur. „Við gerum okkur engar gyllivonir,“ sagði hún á fundi með utanríkisráðherra Sameinuðu furstadæmanna á mánudag. Rætt um hrossakaup Obama vill að Rússar hætti stuðningi við Írana gegn því að tillögur um gagnflaugakerfi í A-Evrópu verði lagðar á hilluna UM 120 nýir eða breyttir bílar verða sýndir á bílasýningunni í Genf, sem hefst á morgun, og margir þeirra endurspegla efnahagsástandið í heim- inum því við hönnun þeirra var lögð áhersla á sparneytni. Á meðal þeirra er iChange, rafknúinn hugmyndabíll sem svissneski hönnuðurinn Frank Rinderknecht hannaði. Bíllinn er eins sætis sportbíll sem hægt er að breyta í þriggja sæta bíl á nokkrum sekúndum með því að ýta á hnapp. Á meðal annarra bíla á sýningunni er evrópsk gerð ódýrasta fólksbíls heims, Nano, sem indverska bílafyrirtækið Tata framleiðir. Hann mun kosta 5.000 evrur, eða um 725.000 krónur. bogi@mbl.is Svissneski bílaframleiðandinn Rinspeed sýnir hugmyndabílinn iChange í fyrsta skipti á bílasýningunni í Genf sem hefst á morgun, fimmtudag. Athyglisverðasti eiginleiki bílsins felst í því að hann getur breytt um lögun eftir því hversu margir farþegarnir eru. Heimild: Rinspeed * Þrír liþíum-jóna rafgeymar notaðir BÍLL SEM BREYTIR UM LÖGUN ÞYNGD 1.050 kg AFKÖST HÁMARKSHRAÐI 220 km/klst* HRÖÐUN 0-100 KM/KLST 4,2 s* VÉL Siemens-rafmótor, 6-hraða Subaru-gírkassi VÉLARAFL 150 kW, um 200 bhö SNÚNINGSVÆGI 370 nm DRÆGI 90 km* HLEÐSLUTÍMI 3 klst ÚTBLÁSTUR Enginn Undirvagn: ál, stál Bílskrokkur: Trefjablanda klædd með sólarpanel Rafknúið þak, búið sólarrafhlöðum, færist fram til að farþegar geti stigið inn í bílinn Bíllinn er opnaður með iPhone 100 mm Pirelli-hjólbarðar Hugmyndabíllnn iChange 1,8 metrar 4,28 metrar Eins sætis bíll Lítið loftviðnám Lögunin, sem minnir á tárdropa, dregur úr loft- viðnáminu og eykur því sparneytnina Allt að tveir farþegar Loftviðnámið eykst Þegar ýtt er á hnapp lyftist afturend þaksins á nokkrum sekúndum til að tveir farþegar komist fyrirSéð inn í bílinn að ofan iPhone ræsir bílinn, stjórnar hljóðkerfi bílsins Klæddur að innan með hreinni ull og leðri LCD-skjár, leiðsögukerfi Áhersla lögð á sparneytniVilja Rússar semja um málið?Líklegt er að þeir séu samningafús- ari nú en áður. Þeir eiga við sama vanda að stríða og Íranar, lægri út- flutningstekjur vegna fallandi olíu- verðs. Þegar er farið að bera á óró- leika innanlands. Medvedev og Vladímír Pútín forsætisráðherra gætu sagt sem svo að nú væri rétti tíminn til að bæta samskiptin við vesturveldin með því að fórna Íran. Eru gagnflaugarnar mikilvægar? Obama hefur sagt að hann geti að- eins stutt hugmyndina ef flaug- arnar virki. Margir efast um að það verði reyndin. Tæknin sem þurfi til að skjóta niður eldflaug með ann- arri flaug sé einfaldlega ekki orðin nógu fullkomin. Fórnin er því ekki endilega mikil af hálfu stjórnvalda í Washington ef samið verður við Rússa. S&S STJÓRNVÖLD í Kína hafa á prjón- unum að gera 59 uppistöðulón, sem taka skuli við leysingavatni frá jökl- um. Þeir rýrna með ári hverju vegna loftslagsbreytinga og að sama skapi vex óttinn við yfirvofandi vatnsskort í þessu fjölmennasta ríki heims. Lónin verða flest í Xinjiang-héraði en þar eru flest hæstu fjöll í Kína og mestu jöklarnir. 80% þeirra hafa minnkað og sumir um 20%. Í borg- unum í héraðinu hafa vatnsbirgðir heldur aukist á síðustu árum en vís- indamenn segja, að það sé vegna aukinnar bráðnunar og því í raun að- eins stundarfyrirbrigði. Mestar áhyggj- ur hafa menn þó af jöklabúskapn- um í Tíbet, í Him- alajafjöllum, en haldi þeir áfram að rýrna er mikil vá fyrir dyrum, ekki aðeins í Kína, heldur á stórum svæðum í Suðaustur-Asíu, Indlandi og Bangladesh. Vatns- skortur í þessum heimshluta getur haft alvarleg áhrif á afkomu mörg hundruð millj. manna. svs@mbl.is Kínverjar búa sig undir vatnsskort Jöklar eru upp- spretta fljótanna. Í GÆR var alþjóðlegi kvaðratrót- ardagurinn en í þeim dögum, sem fá það heiti, eru tölurnar fyrir dag og mánuð kvaðratrót af síðasta eða síðustu tölustöfum í ártalinu. Í gær var 3.3.09 og þrír eru kvaðratrót af níu. Síðasti kvaðr- atrótardagur var 2.2. 04 en sá næsti verður ekki fyrr en 4.4. 2016. Það var áhugamaður um tölur og stærðfræði í Kaliforníu, ökukenn- arinn Ron Gordon, sem tók fyrst eftir þessu og síðan hefur hann safnað um sig hópi annarra áhuga- samra um leyndardóma talnanna. Eiga þeir sinn vettvang á Facebook eða Vinamótinu. svs@mbl.is Kvaðratrót- ardagurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.