Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 20

Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ SteingrímurJ. Sigfússonfjármála- ráðherra hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp sem hefur það að markmiði að færa skattyfirvöldum hér á landi aukin völd til skattlagn- ingar og upplýsingaöflunar. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær verður félögum sem eru skattskyld hérlendis skylt að veita upp- lýsingar um viðskipti við dótturfélög og útibú sem þau eiga erlendis. Þeir sem starfa við alþjóðlega skattaráðgjöf á Íslandi eiga að halda lista yfir viðskiptavini sína. Öll þagn- ar- eða trúnaðarskyldu- ákvæði víkja fyrir þessari upplýsingaskyldu. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að lögfest verði ákvæði um skattlagningu að- ila sem eiga beina eða óbeina eignaraðild að félögum, sjóð- um eða stofnunum sem eru heimilisföst í lágskattaríkj- um. Markmið slíkrar lög- gjafar er að hamla gegn skattasniðgöngu sem fram fer með þeim hætti að inn- lendir aðilar leyna eignum sínum og flytja tekjur úr landi í félög sem þeir stofn- setja í lágskattaríkjum án þess að hafa í reynd nokkra starfsemi þar. Morgunblaðið hefur undan- farnar vikur fjallað ítarlega um umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi. Ljóst er að í ein- hverjum tilvikum var tilgangur með stofnun slíkra félaga að leyna eignarhaldi eða komast hjá eðlilegum skattgreiðslum. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að í mörgum til- vikum voru einstaklingar og fyrirtæki að leita leiða til að lágmarka skattgreiðslur á löglegan hátt. Þrátt fyrir ákveðið um- burðarlyndi gagnvart auknu stjórnlyndi hér á landi má fólk ekki gleyma því að val- kostir eins og þeir að flytja fjármagn milli landa veita ríkisstjórnum ákveðið aðhald. Það takmarkar vald stjórn- valda til skattlagningar og hvetur frekar til almennra skattalækkana. Skattasamræming milli ríkja er leið stjórnmálamanna til að útrýma samkeppni um fjármagn. Það færir ríkinu aukið vald yfir þegnunum því flóttaleiðum er lokað. Aukin völd til skatt- yfirvalda hér á landi eiga að færa okkur betri skatt- framkvæmd. Það er sann- girnismál á þessum erfiðu tímum að allir greiði sinn eðlilega skatt. Verum samt á varðbergi. Fórnum ekki frels- inu fyrir stundarfrið og aukið stjórnlyndi. Það er sanngirnis- mál að allir greiði sinn eðlilega skatt} Betri skattframkvæmd Undanfarnarvikur hafa tvisvar borist fréttir af bar- smíðum í skólum, fyrst á Selfossi og nú í Sandgerði. Í báðum tilvikum hafa yfirvöld í viðkomandi skólum reynt að gera lítið úr atvikunum í stað þess að nota tækifærið til þess að fordæma slíka hegð- un. Ástæðan kann að vera sú að þeir vilji vernda orðspor skólanna, en það hlýtur hins vegar að valda bæði nem- endum og foreldrum þeirra ugg ef ekki er tekið hart á því þegar nemendur verða fyrir barsmíðum og jafnvel líkams- árás á skólagöngunum. Árásin í Grunnskóla Sand- gerðis fyrir helgi er nú til at- hugunar hjá bæði yfirvöldum í skólanum og barnavernd- arnefnd. Sérstakt áhyggju- efni er að annar árásarmann- anna æfir hnefaleika. Það gekk ekki lítið á þegar hnefa- leikar voru leyfðir á Íslandi og voru helstu rök andstæð- inga þess að leyfa íþróttina þau að varanlegur skaði gæti hlotist af barsmíð- unum, sem eiga sér stað í hringn- um. Fórnarlamb árásarmannanna í Sandgerði var ekki einu sinni varið eins og þeir, sem keppa í hnefaleikum, þegar gengið var í skrokk á því. Dreng- urinn, sem aðeins er fjórtán ára, hlaut heilahristing, missti tímabundið heyrn og nokkrar tennur losnuðu. Það hlýtur að teljast mesta mildi að ekki skyldi fara verr. Það er ástæða til að hrósa Hnefaleikafélagi Reykjaness fyrir að harma í yfirlýsingu að félagi í því skyldi lenda í áflogum. Hins vegar hljóta hnefaleikafélög á Íslandi gera félögum grein fyrir því að það sé óviðunandi og ósæmilegt að félagar þeirra noti þá tækni, sem þeir tileinka sér á æfingum, til barsmíða. Það á taka hart á ofbeldi í skólum landsins og það á að vera alveg skýrt að þeir, sem grípa til ofbeldis, stefni skóla- göngu sinni og þar með fram- tíðarmöguleikum í tvísýnu. Bregðast þarf hart við og gera ljóst að líkamsárásir verða ekki liðnar} Barsmíðar í skólum Þ að er alltaf jafn fróðlegt að horfa á þann spuna sem fer af stað þegar kosningar eru nánd. Í ár virðist hann ætla að verða kostulegri en oft áður, þar sem margir telja sig nú útvalda í ljósi ástandsins og þess að óvenjumarg- ir þingmenn ætla ekki að gefa kost á sér að nýju. Furðulegt má telja að fólk skuli hafa meiri áhuga á að tilkynna um framboð sitt og bjóða á bjórkvöld og skemmtifundi, jafnvel tónleika, framboði sínu til framdráttar, en að upplýsa al- menning um það fyrir hvað það stendur, hvaða erindi það telur sig eiga á þing og hvernig það hyggst vinna að baráttumálum sínum. Þessir frambjóðendur eru alltént ekki að upplýsa al- menning um það hvaðan þeir fá fé til að reka kosningabaráttu sína, fé til að kaupa bjórinn, fé til að leigja salinn. Það er eðlileg og sjálfsögð krafa almennings að öll fjár- mál stjórnmálanna séu uppi á borði og opinber. Þetta er ekki síst nauðsynlegt núna, þegar íslenskt stjórnkerfi hef- ur beðið alvarlegan hnekki vegna sinnuleysis eða með- virkni í aðdraganda bankakreppunnar. Það er ekkert óeðli- legt að fólk efist um hæfni þeirra sem ráða ráðum okkar eins og málum er nú komið í samfélaginu. Það ætti því ekki síður að vera þeirra sjálfra hagur að upplýsa almenning um fjárhag sinn, og hvernig þeir hyggjast standa straum af kostnaði við undirbúning þátttöku sinnar í stjórnmál- unum, prófkjöri og kosningum. Það er framfaraskref að nokkrir frambjóðendur skuli hafa opinberað yfirlit um eignir sínar og skuld- ir. En það er bara ekki nóg. Það þurfa allir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyr- um og segja sannleikann allan. Það er ekki nóg að upplýsa um eignir og allra almennustu skuldir eins og af íbúðahúsnæði. Kosningabar- átta kostar mikla peninga, og það er fyrst og fremst í henni, sem hætta getur skapast á því að efnt sé til fjárhagstengsla sem gætu gefið til- efni til hagsmunaárekstra eða óeðlilegra hags- munatengsla. Í öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi er fólk sem styður þá hugmynd að fjármál stjórnmál- anna eigi að vera opinber. Raddir þeirra hafa því miður ekki fengið nægilegan hljómgrunn ennþá. En hvað er að fela? Ef til vill ekki neitt. En á meðan fjármál stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka eru ekki að öllu leyti gegnsæ, liggja þeir undir grun um að ekki sé allt með felldu, og að ein- hverjir vilji koma í veg fyrir að almenningur viti af fjárhags- legum hagsmunatengslum. Það á heldur ekki að vera launungarmál hvaðan stjórn- málaflokkar þiggja fé og aðra fyrirgreiðslu. Það þarf að vera ljóst hvort þeir peningar koma frá hagsmunasamtökum, ein- staklingum, eða úr atvinnulífinu, og þá úr hvaða greinum at- vinnulífsins. Hvað með þá háu ríkisstyrki sem stjórn- málaflokkarnir fá? Eiga kjósendur ekki rétt á því að vita hvernig þeim fjármunum er varið? Jú. Í því felst engin ásök- un um eitt eða neitt. Þetta er spurning um traust, heiðarleika og lýðræði. begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Allt upp á borðið! FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þ að er líklega óhætt að fullyrða að flestir leggi þann skilning í orðið þingrof að það feli í sér að þegar tilkynnt hafi verið um þingrof sé þing þar með rofið, að þingið haldi ekki áfram störfum sínum. Þetta er líka sá skilningur sem kemur fram á orðinu þingrof í íslenskri orðabók. Það kom því líklega flestum á óvart þegar Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra ræddi þann möguleika á mánudag að halda áfram þing- störfum eftir þingrof. Breytingar 1991 Sá skilningur sem flestir leggja í orðið þingrof var raunar réttur allt fram til ársins 1991. Það ár var stjórnarskránni breytt lítillega og sérstaklega tekið fram að alþing- ismenn héldu umboði sínu fram að kjördegi. Fyrir þessa breytingu varð þingrof á hinn bóginn til þess að al- þingismenn gátu misst umboð sitt og þingið varð að hætta þingstörfum. Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1974 þegar Ólafur Jóhannesson, sem þá var forsætisráðherra, rauf þing og boðaði til kosninga, en með þingrofinu kom Ólafur í veg fyrir að þingmenn greiddu atkvæði um van- trauststillögu sem hefði örugglega verið samþykkt. Á vissan hátt má því segja að eftir stjórnarskrárbreytingarnar árið 1991 sé orðið þingrof villandi því þó forsætisráðherra láti rjúfa þing þýð- ir það ekki sjálfkrafa að hlé eða rof verði á þingstörfum. Til þess þarf þingið að samþykkja að fresta störfum sínum. Meirihluti þingmanna ræður þess vegna hversu lengi þingið starfar. Meiri- hluti þingmanna getur ákveðið að gera hlé á störfum sínum hvenær sem honum sýnist svo. Verða að komast í baráttuna Í ræðu sinni á Alþingi sagði Jó- hanna að í sjálfu sér kæmi til greina að halda áfram störfum til 27. mars eða jafnvel 4. apríl, en þessar dag- setningar miða við tiltekna fresti í kosningalögum, annars vegar um framlagningu kjörskrár og hins veg- ar hvenær tilkynna á um skiptingu Reykjavíkurkjördæmanna. Mjög er deilt um hvort það sé verjandi að þingstörf haldi áfram eftir að búið er að tilkynna um þing- rof. Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að í stjórnarskránni séu engin ákvæði sem banni að þingstörfum sé haldið áfram allt fram á kjördag. Á hinn bóginn hljóti að þurfa að gefa þing- mönnum, sem margir bjóði sig fram að nýju, svigrúm til að taka þátt í kosningabaráttunni. „Það samrým- ist ekki lýðræðislegum leikreglum að veita mönnum ekki hæfilegt svig- rúm til þess,“ segir hann. Þarf undirskrift forseta Forsætisráðherra hefur heimild til þingrofs en Eiríkur segir að til að hún öðlist gildi þurfi undirskrift for- seta. Eiríkur telur að ef forseti met- ur það svo, eftir könnun, að ekki sé meirihluti á þingi fyrir þingrofinu, þá sé honum ekki skylt að skrifa undir þingrofsúrskurðinn og þar með öðlist hann ekki gildi. Þegar undirskriftin sé fengin sé endanlega búið að ákveða þingrof. Meirihluti þingsins geti ekki afturkallað þing- rof, hafi forseti staðfest það, heldur verði kosningar að fara fram. Morgunblaðið/Kristinn Umboð Stjórnarskráin er ekki meitluð í stein og hún hefur tekið ýmsum breytingum undanfarin ár þó að sumar hafi farið fremur lágt. Þingrof veldur ekki rofi á þingstörfum Hversu lengi getur Alþingi starfað eftir að tilkynnt hefur verið um þingrof? Um það segir í sjálfu sér ekkert í lögum. Á reglulegu kosningaári er venjan er sú að þingi er frestað upp úr miðjum mars og kosningar eru haldnar annan laugardag í maí. Kosningar mega í síðasta lagi fara fram 45 dögum eftir að tilkynnt er um þingrof. Ef kjósa á til þings 25. apríl er í fyrsta lagi hægt að tilkynna þingrof 12. mars. Hvers vegna þykir sumum slæmt að láta þingið starfa lengur? Meðal þess sem bent hefur verið á er að ef þingið heldur áfram störfum eftir að tilkynnt hefur verið um þingrof dregur það úr möguleikum þingmanna til að taka þátt í kosningabaráttunni. Slíkt kæmi væntanlega verst við þingmenn af landsbyggðinni. Raunar má einnig segja að annir á Alþingi undanfarið geri þing- mönnum erfitt fyrir að taka þátt í prófkjörsbaráttu. Undanfarin ár hafa prófkjör jafnan verið haldin þegar lítið er um að vera á Alþingi en sú er alls ekki raunin nú. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.