Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 23

Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 23
Umræðan 23KOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 RÍKISSTJÓRN Vinstri grænna og Samfylkingar stefnir að því að ríkisvæða ís- lenskt atvinnulíf að stórum hluta. Í skjóli efnahagsþrenginga ætla vinstri menn að láta gamlan draum sinn rætast og færa stóran hluta atvinnulífsins beint og óbeint undir væng rík- isins. Völdin verða færð að nýju til stjórnmálamanna. Þjóðin mun fær- ast áratugi aftur í tímann, lífskjör verða verri en ella og fyrir ungt fólk verður ekki lengur eftirsókn- arvert að búa hér á landi. Hin nýja sjálfstæðisbarátta er því hafin. Enn á ný er það Sjálf- stæðisflokkurinn sem verður að standa fremstur í fylkingarbrjósti endurreisnarinnar. En til þess verður flokkurinn að endurvinna traust landsmanna og það verður ekki gert nema með því að ræða hreinskilnislega um það sem miður hefur farið en einnig marka stefnu til framtíðar á grunni hugsjóna sjálfstæðisstefnunnar. En um leið verður flokkurinn að endurnýja forystusveitina á Alþingi með öfl- ugum talsmönnum, sem eru til- búnir til að sækja fram en um leið sýna hugmyndaauðgi og að þeir séu opnir fyrir nýjum hugmyndum og nýjum aðferðum til lausnar á vanda efnahags- lífsins. Stærsti hluti íslenska fjármálakerfisins er kom- inn í hendurnar á rík- isvaldinu. Stefna rík- isstjórnarinnar í málefnum bankanna er fálmkennd og kolröng. Afleiðingin er sú að bank- arnir eru lamaðir og á meðan blæðir fyr- irtækjum út og heimili í landinu geta litla björg sér veitt. Forsætisráðherra þegir þunnu hljóði. En um eitt er ríkisstjórnin sammála: Hún ætlar sér að þjóð- nýta þau fyrirtæki, sem talin eru „samfélagslega mikilvæg“. Ef ekki tekst að spyrna fótunum fast við og koma í veg fyrir áform ríkisstjórnarinnar getum við hætt að láta okkur dreyma um að byggja aftur upp öflugt velferð- arþjóðfélag. Valið í komandi alþingiskosn- ingum er því skýrt. Ríkisvæðing vinstri flokkanna eða opið og frjálst samfélag þar sem sköpunarkraftur og dugnaður einstaklinganna er virkjaður. Hin nýja sjálfstæðisbar- átta snýst um hvort við gefumst upp eða sækjum fram undir merkj- um frjálsræðis og opins samfélags. Hin nýja sjálfstæðis- barátta er hafin Eftir Óla Björn Kárason Óli Björn Kárason Höfundur er blaðamaður og sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í SV-kjördæmi. HIN DÝRKEYPTA lexía bankahruns og kreppu blasir við lands- mönnum. Hagkerfi sem byggist á takmarka- lausri þenslu, græðgi og auðlindanýtingu er ekki lífvænlegt. Framtíð okkar býr í græna hag- kerfinu, jöfnum hag- vexti og sjálfbærum lausnum í efnahags- og atvinnumálum sem hafa hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi. Innleiðing græna hagkerfisins krefst viðsnúnings í aðferðafræði og nýrra verkfæra – áherslu á fjöl- breytt atvinnulíf, fyrirhyggju, sann- girni og jöfnuð. Nauðsyn en ekki daumsýn Sá misskilningur virðist sums staðar ríkja að græna hagkerfið sé draumsýn, ávísun á efnahagslega stöðnun og lakari lífsgæði almenn- ings. Staðreyndin er sú að í efna- hagslífi okkar er fjölmarga græna sprota að finna og í dag eru þeir öll- um öðrum sprotum lífvænlegri. Hér er að finna fyrirtæki sem vinna að því að þróa hreinni orkugjafa eða orkusparnaðarkerfi, tækni fyrir matvælaiðnað, fyrirtæki í lyfjafram- leiðslu og lyfjaþróun, og framleiðslu vara sem styrkja læknis- og lífeðl- isfræðilegar rannsóknir. Menningar- og afþreying- arstarfsemi er vaxandi og skilar miklum tekjum inn í þjóðarbúið. Fjölmörg menningartengd verkefni um allt land sem eru orðin að efnahagslegum akker- um í sinni byggð. Gleym- um heldur ekki íslenskri kvikmyndaframleiðslu og vaxandi vinsældum ís- lenskra rithöfunda um all- an heim. Þekkingarsetur og náttúrustofur á lands- byggðinni eru skólabókardæmi um byggðastefnu sem skapar verðmæt störf. Þá vil ég ítreka að nátt- úruvernd og rekstur friðaðra svæða er landnýting í sjálfu sér sem getur treyst byggðir og atvinnu. Bylta þarf skattkerfi og opinberri gjald- lagningu til að virkja hagræna hvata, svo það borgi sig að breyta rétt gagnvart umhverfinu: í fram- leiðslu, innflutningi, sölu og neyslu. Verja þarf auknu opinberu fé til rannsókna, nýsköpunar og tækniþróunar. Loks er fjölbreyti- leiki atvinnustarfseminnar lyk- ilatriði. Trúin á ríkisstuddar heild- arlausnir er góðu heilli á undanhaldi. Grasrótin, hugvitið og þróttur frumkvöðlanna varða leið- ina inn í græna hagkerfið. Grænar leiðir út úr kreppunni Eftir Þórunni Svein- bjarnardóttur Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er fyrrv. umhverfisráðherra. ÞESSA dagana er til umræðu hjá Bæj- arráði Kópavogs erindi frá fyrirtæki úti í bæ um að það taki að sér í verktöku hluta af þeirri félagsþjónustu sem sveitarfélagið hefur hing- að til sinnt. Erindið barst í byrjun október, og hefur verið til umsagnar hjá félagsmála- yfirvöldum bæjarins. Málið snýst um að fela einkaaðila þjónustu við (aðallega) eldri borgara, en hér er um lög- bundna þjónustu sveitarfélags að ræða. Helstu rök fyrir því að „útvista“ þessum þjón- ustuþætti munu vera þau að einkafyrirtækið geti gert þetta betur og hagkvæmar en bær- inn. Aðferðin við að fela fyrirtækinu verkið á hins vegar að vera þannig að bærinn mun segja upp nokkrum starfs- mönnum, og einkafyrirtækið síðan ráða aðra til að vinna verkin. Reiknikúnstir við að sýna fram á hagkvæmni verksins eru svo með ólíkindum. Þar er m.a. notuð sú að- ferð að sýna fram á sparnað með minni starfsmannaveltu hjá einkafyrirtækinu, betri nýtingu starfsfólks, afkasta- meira starfsfólki o.s.frv. Með öðrum orðum er því haldið fram að núverandi starfsfólk bæjarins sé ekki nógu gott til að vinna verkin. Síðan er margfaldað fram og til baka þar til fengin er álitleg tala sem á að sýna sparnað bæj- arins. Hvergi er minnst á réttindamissi starfs- fólksins, atvinnuleysisbætur þess fólks sem missir vinnuna né þann mannauð sem bærinn tapar við að útvista verkefnum með þessum hætti. Það er með ólíkindum að á tímum þegar bærinn ætti að gera allt sem hann getur til að vernda störf, hlúa að starfsfólki og tryggja ör- yggi í þjónustu skuli vera til umræðu að fara þessa leið. Í raun má segja að verið sé að gera eldri íbúa bæjarins að markaðsvöru. Til að kór- óna allt hefur markaðsmönnunum í meirihluta bæjarstjórnar auðvitað ekki dottið í hug að bjóða út svona verkefni, eins og predikað er á tyllidögum, heldur fær eitt tiltekið fyrirtæki að koma inn í bæjarkerfið og „velja sér mola“. Það virðist vera algerlega ljóst að sjálfstæðismenn og meðreið- arsveinar þeirra í bæjarstjórn Kópavogs hafa ekkert lært af atburðum undanfarinna mánaða. Hugmyndafræðin um „allt á markað“ og „einkavinavæðingu“ lifir góðu lífi í Kópavogi. Starfsmenn bæjarins og bæjarbúar allir eiga betra skil- ið. Vinstri græn munu áfram berjast af krafti gegn niður- rifsöflum velferðarkerfisins, það er hagur allra bæjarbúa. Einkavæðing félagsþjónustu í Kópavogi Eftir Ólaf Þór Gunnarsson Ólafur Þór Gunnarsson Höfundur er öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. NÚ ER það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn standi vörð um grunngildin því harkalega er sótt að þeirri lífsskoðun að athafna- og einstaklingsfrelsi skuli liggja þjóðskipulaginu til grundavallar. Í endurreisn íslensks samfélags verðum við að byggja á grunngildum okkar, fylgja mann- úðlegri markaðshyggju samhliða öflugu fjöl- skyldu-, velferðar- og menntakerfi. Forsenda kjörorðsins um „stétt með stétt“, sem gleymdist í hrunadansinum mikla, bygg- ist á því að öllum sé tryggður jafn réttur til menntunar og starfa og skilyrði til að þroska og fá notið hæfileika sinna. Þess vegna skiptir mannauð- urinn okkur mestu í þeirri uppbyggingu sem framundan er, stöndum vörð um grunngildin okkar, sjálfstæð- ismenn, og fáum fleiri til liðs við okkur því það mun skila þjóðinni árangri á öllum sviðum. Þau skilaboð til fólksins í landinu að við, sjálfstæð- ismenn, berum ekki pólitíska ábyrgð eru röng. Það skiptir afar miklu máli að við gaumgæfum það sem mið- ur fór í efnahagslífi þjóðarinnar, tökum ábyrgð á því sem er okkar, lærum af reynsl- unni því þannig munum við treysta inniviðina og öðlast trúverðugleika á ný. Kraftur okkar og áræðni í uppgjöri fortíðarinnar verður styrkur okkar í framtíðinni. Ég hef vakið athygli á ójafnvægi á milli þings og framkvæmdavalds og tel að styrkja þurfi þingræðið og koma á valdajafnvægi þings og framkvæmdavalds. Endurskoðun stjórnaskrárinnar er brýn en um þá endur- skoðun verður að ríkja sátt hjá þjóðinni, því stjórnarskráin er hennar en ekki fárra útval- inna. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og þurfum að ákveða hvaða skref verða stigin á næstu mánuðum og árum. Hvar viljum við vera í sam- félagi þjóða og hvernig ætlum við að byggja upp traust og trúnað, annars vegar á milli þjóðarinnar innbyrðis og hins vegar á alþjóðavettvangi? Ég býð fram krafta mína og áræðni í endurreisnarstarfi íslensks samfélags. Við berum pólitíska ábyrgð Eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur Ragnheiður Ríkharðsdóttir Höfundur er þingmaður og býður sig fram í 3ja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. ESB-sinnum er gjarnt að kalla eftir virku lýðræði með því að þjóðin fái að kjósa um ESB aðild. En er það svo að ESB-kosningar séu samrýmanlegar lýðræðinu eða eru þær kannski andstæða þess. Flest Evrópuríki hafa gengið inn á þá braut að hefja ESB-kosningar. Engin dæmi eru um að þar hafi verið látið staðar numið eftir fyrstu kosningar þar sem kjósendur hafna ESB. Undantekningarlaust kallar slík niðurstaða á nýjar kosningar þar til fengin er niðurstaða sem er hinu ólýðræðislega ESB-valdi að skapi. Hvort sem um er að ræða beina aðild eða einstök skref innan aðildar þá er alltaf um það að ræða að „jákvæð og rétt niðurstaða“ kosninga er þegar vald hefur verið flutt frá þjóðríkinu til ESB. Hugtakið lýðræði felur í sér að fólk hafi nokkuð um sín mál að segja og geti kosið sér þá valdhafa sem hún treystir og kosið þá af sér ef það traust er ekki lengur til staðar. Með því að fólk kýs fulltrúa sína til löggjafarsamkomu er að nokkru tryggt að ekki séu sett á almenning þau lög og þær reglur sem almenningur er al- varlega ósáttur við. Í okkar lýðræðiskerfi eru þó margir þættir sem skekkja þessa mynd og sá stærstur að milli kjósenda og fulltrúa þeirra starfa stjórnmálaflokkar með alræðisvald yfir kjörnum fulltrúum. Því fyrirkomulagi geta kjósendur breytt ef þeir beita sér í þá veru. En lýðræði er vitaskuld ekki mögulegt ef al- menningur hefur ekki tök á að koma að kosn- ingu þeirra sem setja lög og semja lög. Með yf- irfærslu löggjafarvaldsins til yfirþjóðlegra stofnana er í raun og veru bundinn endi á lýð- ræðið. Þegar við bætist fyrrnefnd regla um að þjóðir Evrópu eru látnar kjósa aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fæst er ljóst að ESB-kosningar eru andstæða lýðræðisins. Raunverulegir lýðræðissinnar hljóta að berjast gegn því að íslenska þjóðríkinu verði hent á Evrópuhraðlestina. ESB-kosningar eru andstæðar lýðræði Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali og frambjóðandi fyrir L-lista í komandi alþingiskosningum. HVER einasta veiðiferð íslenskra fiskiskipa ætti að vera hafrannsóknarleiðangur. Með því að koma upp búnaði um borð í skipunum, sem skráir upplýsingar um aflann, væntanlega hvern einasta fisk sem veiddur er, væri hægt að fá skýrari mynd af ástandi fiskistofna en nokkru sinni fyrr. Það þarf að efla traust í samfélaginu. Þetta á við um sjávarútveginn, sem hefur með réttu eða röngu legið undir því ámæli að stunda af- rán á auðlind þjóðarinnar með því að flokka verðmætasta hluta aflans frá og henda hinu í sjó- inn. Brottkasti verður að linna, það á að vera bannað í orði og á borði. Þess vegna verður að nota fiskveiðiflotann til þess að rannsaka fiski- stofnana. Atvinnugreinin á sjálf að leika mik- ilvægt hlutverk í hafrannsóknarverkefninu. Sjáv- arbyggðirnar fá þá sjálfkrafa hlut í hafrannsóknum. Aukin menntun bæði í greininni og í þeim byggðakjörnum þar sem öflugustu skólarnir verða, væri verkefninu nauðsynleg og afleiðing af því. Takist vel til, er óvíst að gera þurfi út sér- stök hafrannsóknarskip vegna fiskveiða. Kúnstin verður að vinna úr upplýsingunum. Það væri mikið hags- munamál fyrir Norðausturkjördæmi að nálgast hafrann- sóknir með þeim hætti sem hér er lýst. Ríkisútgjöldin kæmu þá til þeirra staða sem sækja sjóinn og þeirra staða þar sem úrvinnsla gagna færi fram. Það hefur skort á póli- tískan vilja til þess að taka á óvissunni um brottkast ís- lenskra fiskiskipa. Samfylkingin lætur verkin tala og mik- ilvægt er að flokkurinn fái tækifæri til þess að taka þar til hendinni og efla um leið hafrannsóknir og menntun á lands- byggðinni. Eftir Þorlák Axel Jónsson Þorlákur Axel Jónsson Höfundur er kennari við Menntaskólann á Akureyri og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófikjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi. Hafrannsóknir fiskiskipa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.