Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
mbl.is/moggaklubburinn
Hugtakið „djúsí steik“ öðlast nýja, dýpri og einkar
skemmtilega merkingu á Argentínu steikhúsi. Allir
kjöt- og fiskréttir á Argentínu steikhúsi eru glóðarsteiktir
yfir viðarkolum sem gefur einstakt og ljúffengt bragð.
Fyrirmynd eldamennskunnar kemur frá Argentínu og
hefur notið geysilegra vinsælda hér á Fróni.
Dagana 9., 10. og 11. mars gefstMoggaklúbbfélögum
gullið tækifæri til að kynnast matreiðslunni á Argentínu
steikhúsi af eigin raun því þeim býðst 2 fyrir 1 tilboð
þessa daga.
Pantið tímanlega í síma 551 9555 eftir kl. 14.00
– meira fyrir áskrifendurFáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122
2 fyrir 1
á Argentínu
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
ÝMSAR fréttir um
viðskipti mín við Kaup-
þing einkennast fremur
af hugarburði en stað-
reyndum. Dæmi um
slíkt eru fullyrðingar í
Kastljósi Ríkissjón-
varpsins um að ég hafi
fengið 1,6 milljarða
punda (280 milljarða
króna) lánaða frá Kaupþingi síðustu
tólf mánuðina sem bankinn starfaði.
Þetta er ekki rétt. Síð-
ustu tólf mánuðina fyrir
fall Kaupþings veitti
bankinn félögum mér
tengdum eingöngu lán
til þess að verja stöðu
þessara félaga vegna
tiltekinna hlutafjár-
kaupa og til að verja
stöðu bankans sem lán-
veitanda í þessum við-
skiptum. Það kann að
hafa ruglað fréttamann-
inn eða heimildamann
hans að haustið 2007
setti Kaupþing öll lán sem bankinn
hafði veitt félögum tengdum mér
saman í eitt lán, eða réttara sagt, veð-
tryggða lánalínu (sem Morgunblaðið
kallar „yfirdrátt“). Þarna var því ekki
um nýjar lánveitingar að ræða. Full-
yrðingar um að félög tengd mér
hefðu því fengið sérstaka fyr-
irgreiðslu á meðan íslensk fyrirtæki
hefðu ekki fengið neina fyrirgreiðslu í
Kaupþingi eiga því ekki við rök að
styðjast og eru algerlega ósannar.
Skiptasamningar
og Jómfrúaeyjar
Stór hluti af viðskiptum fyrirtækja
tengdum mér við Kaupþing var í
formi endurhverfra samninga og
skiptasamninga þar sem Kaupþing
var milliliður á milli félaga tengdum
mér og annarra banka sem fjármögn-
uðu tiltekin hlutafjárkaup. Þetta
kann að hafa ruglað þá sem fjallað
hafa ranglega um umfang viðskipta
minna við Kaupþing. Þessi form við-
skipta eru hins vegar alþekkt í Bret-
landi.
Gefið hefur verið í skyn í íslenskum
fjölmiðlum að miklir fjármunir hafi
runnið frá Kaupþingi til Bresku Jóm-
frúaeyja á reikninga í eigu félaga sem
þar eru skráð og tengjast mér. Þetta
er ekki rétt. Það er viðtekin venja í
bresku fjármálaheimi að nota eign-
arhaldsfélög stofnuð á Bresku Jóm-
frúaeyjum í alþjóðaviðskiptum en
notkun þeirra byggist á miklum
sveigjanleika, sambærilegu lagaum-
hverfi og langri reynslu bresks fjár-
málalífs af þeim. Þótt sum þeirra fé-
laga sem tengjast mér og voru í
viðskiptum við Kaupþing hafi verið
lögformlega stofnuð á Bresku Jóm-
frúaeyjum, eins og svo mörg önnur
félög tengd öðrum Bretum sem
stunda alþjóðaviðskipti, þá eru hvorki
ég né félög tengd mér með þarlenda
bankareikninga. Engir peningar hafa
nokkurn tímann farið frá Kaupþingi
til félaga tengdum mér á Bresku
Jómfrúaeyjum. Staðreyndin er sú að
þeir fjármunir sem Kaupþing lánaði
félögum tengdum mér, og voru úti-
standandi þegar bankinn féll, voru í
formi veðtryggðra lánalína sem veitt
voru vegna viðskipta í Evrópu og
greidd inn á reikninga hjá evrópskum
fjármálafyrirtækjum til að styðja við
eignarhald í evrópskum félögum.
Engir peningar voru nokkurn tímann
lánaðir eða greiddir utan Evrópu eða
til mín persónulega eða mér til hags-
bóta.
Mér skilst jafnframt að félög í eigu
sjóðs fjölskyldu minnar (e. family
trust) á Bresku Jómfrúaeyjum hafi
verið gerð tortryggileg í íslenskum
fjölmiðlum og tilgangur fyrir tilvist
þeirra sagður vera sá að leyna eign-
arhaldi. Leyndin er þó ekki meiri en
svo að öll félög tengd mér, sem og
eiganda þeirra, fjölskyldusjóðsins,
sem stundað hafa viðskipti við Kaup-
þing hafa farið í gegnum ítarlega at-
hugun vegna varna gegn pen-
ingaþvætti hjá Kaupþingi þar sem
eignarhald félaganna kom mjög skýrt
fram. Þá hefur eignarhaldið, mér til
mikillar furðu, einnig komið fram í ís-
lenskum fjölmiðlum en þær upplýs-
ingar eru væntanlega fengnar úr
trúnaðargögnum sem geymd eru hjá
Kaupþingi.
Stefna í Reykjavík
Mér bárust þær fregnir frá Íslandi
að félag sem eitt sinn var í eigu fjöl-
skyldusjóðsins, Oscatello Invest-
ments, hafi verið stefnt af skilanefnd
Kaupþings. Mér voru ekki tilkynnt
þessi málaferli og satt best að segja
snerta þau mig ekki þar sem skila-
nefnd Kaupþings var búin að taka yf-
ir félagið í desember síðastliðnum og
skipa nýja menn í stjórn þess. Furðu
sætir hins vegar að einkamál sem
þetta sé blásið upp í fjölmiðlum, fyrst
á Íslandi og svo í framhaldinu á Bret-
landi.
Viðskipti mín við Kaupþing hófust
árið 2003 og okkar samstarf stóð yfir
þar til bankinn féll. Ég trúði því stað-
fastlega að gæfa mín væri sam-
tvinnuð íslensku bönkunum og Ís-
landi í heild. Og það reyndist rétt.
Líkt og margir aðrir fjárfestar hefur
fjölskyldusjóðurinn sem og ég sjálfur
tapað miklum fjármunum vegna
kreppunnar á Íslandi og á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum. Það eru
mér mikli vonbrigði og mér þykir það
virkilega leitt að Kaupþing kunni að
tapa hluta þeirra lána sem bankinn
hafði veitt félögum tengdum mér.
Robert Tchenguiz
segir frá viðskipt-
um sínum við
Kaupþing
Robert Tchenguiz
» Vegna alvarlegra
ásakana um við-
skipti fyrirtækja
tengdra mér við Kaup-
þing í fjölmiðlum finn ég
mig knúinn til að leið-
rétta helstu rang-
færslur.
Höfundur er alþjóðlegur fjárfestir.
Viðskipti mín við Kaupþing
@Fréttirá SMS