Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 ✝ Katrín ValgerðurÁsgrímsdóttir fæddist á Seyðisfirði 14. desember 1931. Hún lést á Landspít- alanum 23. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ásgrímur Jónsson út- gerðarmaður, f. á Borgarfirði eystri 10.8. 1904, d. 19.3. 1982, og Margrét Gróa Sigurðardóttir húsmóðir frá Borg- arfirði eystri, f. 8.12. 1896, d. 6.6. 1996. Bræður Katrínar eru Oddur Arnþór, f. 11.9. 1927 og Páll, f. 1.8. 1934, d. 7.7. 1995. Katrín giftist 20.10. 1956 Jörundi Ármanni Guðlaugssyni, f. á Húsa- vík 20.10. 1932, d. 8.11. 1996. For- eldrar hans voru Guðlaugur Jóns- son, verkamaður frá Húsavík, f. 3.6. 1906, d. 12.9. 1982, og Gra- tíana Sigríður Jörundsdóttir, f. á Flateyri 29.6. 1905, d. 28.4. 1972. Börn Katrínar og Jörundar eru: 1) hársnyrtir, f. 5.3. 1986, sambýlis- maður Davíð Freyr Jónsson nemi, f. 22.1. 1982, c) Sigríður Dynja nemi, f. 23.2. 1989, unnusti Leon- ard Jóhannsson nemi, f. 20.8. 1988. 3) Sunneva kennarif. 20.1. 1964, gift Jakob Sæmundssyni sölumanni, f. 10.11. 1958. Börn þeirra Hrund, f. 27.12. 1985, Ár- mann, f. 26.2. 1996, og Sæmundur Emil, f. 4.11. 1997. 4) Sigríður Vala stuðningsfulltrúi, f. 14.9. 1967, gift Bessa Húnfjörð Jóhann- essyni lyfjafræðingi, f. 16.1. 1967. Börn þeirra Nína Margrét, f. 22.7. 1990, Tómas Daði Bessason, f. 19.10. 1992, og Fríða Katrín, f. 12.5. 1998. Katrín og Jörundur ólu upp elsta barnabarn sitt, 5) Jósep Val, son Guðlaugs. Katrín hóf ung að árum störf hjá Landssímanum á Seyðisfirði. Eftir að hún fluttist til Reykjavík- ur um tvítugt starfaði hún m.a. við verslunarstörf og hjá Hreyfli. Eftir að Katrín giftist og eign- aðist börnin vann hún lengst af hjá Landssímanum við Austurvöll. Árið 1982 hóf hún störf hjá Póst- gíróstofunni við Ármúla við bók- hald og starfaði þar til ársins 1997. Útför Katrínar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ásgrímur Grétar, áfengis- og vímu- efnaráðgjafi, f. 30.3. 1957. Sonur hans og Valgerðar Bjargar Ólafsdóttur, f. 28.2. 1956, er Jörundur Ármann, f. 26.8. 1979. Fósturdóttir Ásgríms er Andrea Bóel Bæringsdóttir, f. 24.11. 1979, móðir hennar er Ólöf Val- gerður Bóasdóttir, f. 28.3. 1960. Ásgrímur er kvæntur Ósk Mar- íu Ólafsdóttur, f. 27.12. 1968, börn þeirra eru Markús Máni og Sig- urrós Sól, f. 26.11. 2002. 2) Guð- laugur múrari, f. 15.7. 1959. Sonur hans og Andreu Maríu Heiðberg, f. 18.2. 1960, er Jósep Valur tölv- unarfræðingur, f. 15.2. 1978. Börn Guðlaugs og Rannveigar Möller, f. 25.10. 1962, eru: a) Oddur Þór múrari, f. 4.10. 1982, sonur hans og Þóru Andrésdóttur er Andrés Blær, f. 20.2. 2003, b) Katrín Ósk Elsku mamma mín. Þegar ég sest niður og reyni að skrifa eitthvað fal- legt um elsku mömmu mína finn ég fyrir vanmætti. Ég gæti allt eins reynt að mála þá sólargeisla sem vermdu manninum eftir að hafa synt í ísköldum sjónum. Eða gengið á svið með vinnukonugripin í farteskinu og opnað fyrir nýjar víddir fagurhljóma hjá tónleikagestum. Eftir að fiðlu- snillingurinn hafði tekið alla með sér í ferð upp tónstigann sem náði alla leið til himna og aftur til baka á svo nhátt. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég hlýt að hafa fundið ylinn strax og þú náðir mér í fang þér, eftir að hafa komið mér í heiminn. Þennan yl hef ég fengið að bera alla tíð síðan. Án ylsins hefði ég kannski ekki komist í gegnum hremmingar lífs míns. Eða vermt þann sem mér þykir vænst um. Mamma, þakka þér fyrir allar gjafirnar sem þú laumaðir á mig. Án ástarinnar hefði ég aldrei feng- ið þær gjafir sem ég gef. Án seiglunnar hefði ég aldrei náð landi. Án uppgjafar hefði ég aldrei látið af. Án æðruleysis hefði ég aldrei stað- ið upp aftur. Án gleðinnar hefði ég aldrei getað upplifað og notið þess sem mætti mér á hverjum degi. Án kærleikans hefði ég aldrei get- að fangað það litla sem alltaf var og séð það stækka. Eða vaðið inn í myrkrið á eftir því sem að mér þykir vænt um og skiptir mestu máli. Mamma, þakka þér fyrir allt. Þú varst svo sjálfsögð. Maðurinn sem er litli drengurinn hennar, situr við ána. Fangaður af blóminu sem flýtur til sjávar. Þegar hann fór í stríð, var hún þar. Þegar hann var ástfanginn, var hún þar. Þegar hann grét, var hún þar. Þegar hann var glaður, var hún búin að bíða eftir honum. Þegar hann sigraði, uppskar hún sigur. Hann var aldrei einn. Hann sá hana ekki fyrr en eftir að hún fór. Guðlaugur Jörundsson. Þú liggur í sjúkrarúminu með súr- efnisgrímu. Þú opnar augun, ég halla mér yfir þig, kyssi þig á kinnina og segi: „Allt í lagi, elsku amma mín, hvíldu þig bara.“ Þú hefur eitthvað að segja, reynir eins og þú getur, svo sé ég uppgjöf og máttleysi í augunum á þér. Þú hallar þér aftur. Ég lít heim til þín, Sunneva og fjöl- skylda eru þarna, þið syngið afmæl- issönginn. Þú brosir og kaupir köku í tilefni dagsins. Þegar ég segi frá kvöldinu áður og afmælisdansinum grípa þau inn í og segja að þú sért þegar búin að lýsa því fyrir þeim af ákafa og við hlæjum saman. Þú hringir og vekur mig 7.50 skv. áætlun. „Ég er að fara að koma, amma, svaf aðeins yfir mig.“ Ég mæti 8.30. Þú kemur út, sæt og krúttleg. „Falleg kápa, svona hipp og lífleg.“ Þú brosir. „Finnst þér það?“ Og á meðan þú ert í blóðrannsóknunum kaupi ég kjallarabollu. Ég hringi í þig á sunnudags- morgni. Þú ert búin að borða graut en vilt endilega sjá mig svo þú segir já þegar ég sting upp á skonsu. Við spjöllum og borðum, þú býður mér svo restina af þinni. Ég segi að ég ætli að fara með þig á tónleika á laugardeginum og langi að koma þér að óvart. Þú kveikir strax að þetta eru Frostrósir en þykist ekkert vita. Síðar talarðu um hvað Eivör hafi verið stórkostleg. Þú hringir í mig. Þarft að fara í búð því það er ekkert til af mat og það eru þrjár vikur síðan við fórum síðast. Ég kem eftir vinnu. Þú ert búin að skrifa innkaupalistann aftan á bréfaumslag til að flýta fyrir. Við förum í nýju Krónuna og göngum hringinn okkar. Þú velur þér lambakjötssneiðar og býður mér svo að borða hjá þér. Ég segist bara geta stoppað stutt núna, þigg kannski smá gos. Það er slak- andi að fara með þér að versla. Ég set tangó tónlist í spilarann í þrítugsafmælinu mínu. Þú gengur til mín og við stígum nokkur spor og á meðan horfirðu á mig brosandi. Síðar spyrðu hvort ég sé ekki ánægður með bréfið frá systrunum. Ég kem á fimmtudagskvöldi með fisk. Þú setur upp grjón og varst búin að hita ofninn. Við borðum saman. Þú talar um hvað nýr fiskur sé góður og svo horfum við á sjónvarpið. Þú ert hætt að treysta þér í að keyra. Þú spyrð hvort ég vilji ekki kaupa bílinn þinn. Hann sé rosalega góður. Þegar ég ákveð að kaupa hann tekurðu sérstaklega fram að ef ég sjái annan sem mér lítist betur á ætti ég að fá mér hann frekar. Ég man hvað þú varst ánægð með hann þegar þú fékkst hann og við höfum oft talað um það hvað hann sé fínn. Þú sýnir mér nýju græjuna, ryk- suguvélmenni. Þú ert rosalega áhugasöm, fékkst hana á góðu verði, segir mér oft hvernig hún vinnur og talar um hana eins og persónu. Um kvöld seturðu vatn og sápu í skúringarfötu og réttir mér út á sval- ir, ég þvæ gluggana í rólegheitum og þú þurrkar gluggasyllurnar á meðan. Þú ert mjög þakklát þó að ég hafi ver- ið lengi á leiðinni. ------ Þú tókst mig að þér þegar ég var lítið barn og stóðst með mér alltaf. Ég á yndislegar minningar með þér sem ég met óendanlega mikils. Takk, elsku mamma mín. Þinn, elsku drengurinn hennar ömmu. Jósep Valur. Elsku besta Katrín. Ég sá þig fyrst uppi í Gunnarshólma, er þú mættir á svæðið ásamt Siggu Völu og Sunnevu í sól og blíðu til að skoða hugsanlega tilvonandi tengdadóttur, þar sem við vorum að vasast í hrossum. Þar var mikil hrossalykt og ryk sem þú lést ekki stöðva þig í því að hitta okkur. Elsku Katrín þakka þér fyrir stuðninginn og móttökurnar. Það að hafa fengið að kynnast þér er ynd- islegt og hefur gert mikið fyrir mig. Missirinn fyrir fjölskylduna er stór. Þú varst svo gefandi, kærleiks- rík, réttlát og vildir öllum vel. Þú viss- ir alltaf hvað við vorum að gera og fara og fylgdist með okkur á ferða- lögum fjölskyldunnar. Þú hélst utan um okkur öll, enda höfuð fjölskyldunnar, falleg, góð og alltaf til staðar sama hvað! Okkur leið vel í návist þinni, Sól og Máni spyrja mikið um þig og er erfitt að svara spurningum eins og: Hvern á pabbi þá að heimsækja? og Hver á núna að Katrín Valgerður Ásgrímsdóttir ✝ Ása RagnheiðurÁsmundsdóttir fæddist á Eskifirði hinn 18. ágúst 1932. Hún lést á heimili sínu á Karlagötu 21 hinn 19. febrúar 2009. Ása var dóttir Ás- mundar Guðmunds- sonar og Unnar Bjarnadóttur Jensen en blóðforeldrar Unn- ar voru þau Vilhelm Jensen og Rósa Kon- ráðsdóttir Kemp. Ása ólst upp á Eskifirði ásamt hálfbróður sínum Bjarna Heiðari Sigurðssyni, heima hjá kjör- foreldrum móður sinnar þeim Ragn- heiði Björnsdóttur og Bjarna Eiríks- syni búfræðingi. Móðir Ásu og stjúpfaðir Sigurður Hans Johanssen áttu auk Bjarna börnin Helenu Ólavíu, Öldu Sigurrós, Sigurð Nik- urlás, Jónínu Valgerði og Guðna ar skoðanir og dáði Rússland, þá sér í lagi Sankti Pétursborg. Eftir fráfall eiginmanns síns og einka- dóttur bjó Ása á Karlagötu 21 með dótturdóttur sinni og tengdasyni, þeim Ásu Hlín Benediktsdóttur og Benedikt Harðarsyni, allt til hinsta dags. Síðasta hluta ævi sinnar helgaði Ása dótturdóttur sinni Ásu Hlín, las fyrir hana og kenndi henni að meta stórskáld Íslend- inga, ljóð, söngva og heims- bókmenntir, t.d. kviður Hómers og Kóraninn. Ása hafði gaman af því að lesa fyrir aðra og láta lesa fyrir sig, hún kynnti sér alla sína fjöl- mörgu áfangastaði heimsins af kostgæfni þar á meðal Ítalíu, Grikkland, Egyptaland, Mónakó, Bandaríkin, Frakkland, Spán, Þýskaland, Holland, Norðurlöndin og er þá ekki nándar nærri allt upp talið. Hún tók þátt í umræðum og stofupólitík af hita alla ævi. Ása var sjálfstæð kona, mikill snyrti- pinni, trú sínum og höfðingi heim að sækja. Útför Ásu verður frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin kl. 15. Svan. Ása fluttist ung til Reykjavíkur. Þar leigði hún sér her- bergi og starfaði við fiskvinnslu og síðar hjá Alþýðubankanum. Ása giftist Birni Sigurðssyni, f. 13. september 1926, d. 30. júlí 1984. Einka- dóttir þeirra var Guð- rún Björnsdóttir, f. 28. mars 1959, d. 3. janúar 1988. Ása var alla tíð mikill vinstrisinni og var með fyrstu Íslendingunum til að fara í skoðunarferð um Sov- étríkin með lest. Ása var mikil heimskona og ferðaðist víða alla sína ævi, til að byrja með í fylgd með vinkonum sínum og samstarfs- fólki en síðar með eiginmanni sín- um, dóttur og tengdasyni. Ása var víðlesin og fróð kona, hélt fast í sín- Elsku besta amma mín. Mér þykir svo vænt um þig og nú ertu farin. Við sátum svo oft saman á kvöldin og sungum eða þú sagðir mér sögur. Ég veit ekki hve oft við lásum Sálminn um blómið, Selinn Snorra og Bróður minn Ljónshjarta, þá sér í lagi ljóðið um dúfuna. Ég held að við höfum báðar upplifað okkur sem dúfu hvor annarrar. Ef dey ég í langferð, mín ljúfa, langt fjarri sýn, flýgur heim drifhvít dúfa að dyrum til þín. Sefast lát sorg og trega, mín sál það er sem fegin vill friðast mega í fangi þér. Mér er það alltaf minnisstætt hvað þú varðst ánægð þegar ég svaraði skólaverkefni þar sem spurningin snerist um hvað væri best með orð- unum; að kúra í spikinu hennar ömmu. Ég var alltaf örugg ef þú varst ná- læg enda barðist þú alltaf eins og ljón ef einhver dirfðist að setja út á ungann. Þú gekkst mér í móðurstað og betri einstakling, eða sjálfstæðari og öflugri fyrirmynd, hefði ég ekki getað hugsað mér. Þér datt ekki í hug að láta neina karla ráðsmennsk- ast með þig, sast ekki þögul undir einu eða neinu, gast alltaf séð fyrir þér sjálf og höfðingjasleikjuháttur og helgislepja voru þér fjarri. Ég kynntist afa og mömmu lítið svo þú varst mér allt í öllu. Við trúðum hvorugar á líf eftir dauðann svo nú verður þú bráðum hluti af hinni íslensku náttúru sem þú unnir svo mjög. Í hvert skipti sem ég sé falleg tré, iðagræn tún eða blóm í haga mun ég hugsa til þín. Ég mun halda áfram baráttuni við álver- in og íhaldið, ég lofa. Hvað get ég sagt? Þetta virðist svo léttvægt í samanburði við allt sem þú gafst mér. Ég mun þekkja ykkur mömmu í burknanum þegar hann blómstrar úti í garði í sumar og að vetri í stóru snjókornunum sem breiddu yfir dán- ardaginn þinn. Hér fylgir ljóðið Saga sem ég skrifaði handa þér um okkur og mömmu, nú er ég ein eftir. Saga þeirra er saga mín, saga þessi er engri lík. Saga mín er saga þín, saga um ömmu og barn sem búa í Reykjavík. Sorgir áttu saman þær, sögðu ei frá þeirri sorg. Syrgðu saman tvær og tvær, sorgmæddar á göngu heim frá Grænuborg. Sungu saman nótt sem dag, svefninn og á kvæðin sín. Sungu ávalt sama brag, spurðu hvar er mamma? Hvar er dóttir mín? Sumir aldrei svörin fá, spurningin er þvíumlík. Sumir aldrei fá að sjá, sorgina hjá ömmu og barni í Reykjavík. Ég man svo vel þegar við löbbuð- um saman heim frá leikskólanum Grænuborg og þú keyptir handa mér snúð sem við borðuðum úti þegar veðrið var gott. Þá var mamma nýdá- in og þú alltaf að reyna að létta mér lund þrátt fyrir að ég væri erfið og þú í sorg. Elsku besta amma Ása mín, takk fyrir allt og allt. Ég ætla að enda þetta á lokaorðunum úr laginu sem þú söngst alltaf fyrir mig meðan þú hélst utan um mig, þegar ég var lítil, og ég man ekki lengur hvað heitir. Hjartað í mér er, eins og bráðið smjer. Ef ég missi þig, úti er um mig. Þú ert mín eina lífsins kóngarós, ljúfasta drós. (Höf. ók.) Þín elskandi dótturdóttir Ása „litla“ Hlín Benediktsdóttir. Kæra systir, það eru ófáar minn- ingarnar sem koma upp í hugann þegar komið er að kveðjustund. Við áttum margar góðar stundir, bæði á ferðum um sveitirnar og bara upp í Heiðmörk í sendiferðabílnum hans Bjössa með nesti og teppi. Eins þeg- ar þú komst til Reykjavíkur og leigð- ir þér herbergi á Hringbrautinni og varst að gera mig fína og setja í mig rúllur og svo löbbuðum við niður í bæ á sunnudögum. Þú varst ótrúlega sterk, þú sem misstir svo mikið, bæði einkadóttur þína svo unga og einnig manninn þinn, hann Bjössa. En ljósið fannst þú samt í barnabarninu þínu, henni Ásu Hlín sem þú elskaðir svo heitt. Nú er komið að leiðarlokum, þín verður sárt saknað. Blessuð sé minning þín. Hvert andartak verður að ári, hvert einasta hugsun að sári, hver tilfinning að tári. Nú hefur stefnumótsstundin stolist í eilífðarblundinn. Valgerður systir.Í dag verður til moldar borin Ása, tengdamóðir son- ar okkar Benedikts, og amma barna- barns okkar Ásu Hlínar, hún var vin- ur og ein af fjölskyldunni. Við höfum ferðast mikið með Ásu, bæði innan- lands og utan, hún var frábær ferða- félagi og kynnti sér ávallt vel sögu landsins sem við heimsóttum. Ása bar mikinn harm, hún missti bæði Björn, eiginmann sinn, og dóttur sína Guðrúnu langt fyrir aldur fram fyrir rúmum tveimur áratugum. Sól- argeislinn í lífi Ásu var eina barna- barn hennar og nafna, Ása Hlín, og reyndust þær hvor annarri frábær- lega vel. Við erum ákaflega stolt af þér, elsku Ása Hlín okkar, bæði hvað þú ert dugleg í námi, nýútskrifaður bókmenntafræðingur og svo varstu alltaf svo góð við Ásu ömmu þína og okkur, við skynjum svo vel missi þinn. Að lokum viljum við þakka Ásu fyrir samfylgdina og margar góðar stundir í gegnum tíðina. Hvíldu í friði, elsku Ása okkar. Hugur okkar er hjá Benedikt og Ásu Hlín, missir ykkar er mikill. Hjördís og Hörður. Í dag kveð ég þig, elsku Ása, með miklum söknuði, þú reyndist mér ávallt vel og hugur minn reikar aftur í tímann. Ég var átta ára gömul og komið er á fjórða áratug síðan kynni okkar hófust í gegnum elsta bróður minn Benedikt en hann giftist Guð- rúnu heitinni sem var einkadóttir þín og Björns heitins. Ég man eftir mörgum gleðistundum í ykkar litlu fjölskyldu og farsælt vinasamband hófst á milli fjölskyldna okkar og skemmtileg ferðalög að ógleymdum alþýðubandalagsferðalögunum varðveitast í minningunni. Ég man að ég sagði við pabba að það væri gott að þið væruð til vinstri í pólitík eins og við og pabbi svaraði um hæl að ekki hefði nú verið gott ef þið hefðuð tilheyrt íhaldinu. Ása var fróð um stjórnmál og mjög pólitísk, í raun kommi og lá aldrei á skoðunum Ása R. Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.