Morgunblaðið - 04.03.2009, Qupperneq 34
34 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Sudoku
Frumstig
5 1 3 7 6
7 5
4 3 7 1
1 8 2 4
2 6 3
5 6 7
8 9 5 1
2
4 8 6
4 2 5 8
8 9 1
2 5
1 6 3 4
8 5
5 1 7 2
7 8
2 1 8
9 8 3 5
9
4 5 2 7
7 3 5
5 4 1 8
8 7 6
4 6 1 9
3 7 8
1 9 3 7
2
3 7 5 2 6 1 8 9 4
6 1 8 5 4 9 2 3 7
9 2 4 7 3 8 1 5 6
1 5 3 6 7 2 4 8 9
4 6 7 9 8 3 5 2 1
8 9 2 1 5 4 7 6 3
5 8 6 4 9 7 3 1 2
7 3 1 8 2 6 9 4 5
2 4 9 3 1 5 6 7 8
9 1 4 2 3 6 5 8 7
7 6 3 9 5 8 2 1 4
8 5 2 7 4 1 3 6 9
2 3 8 6 1 4 9 7 5
6 4 9 8 7 5 1 2 3
5 7 1 3 2 9 8 4 6
1 8 5 4 6 3 7 9 2
4 9 7 5 8 2 6 3 1
3 2 6 1 9 7 4 5 8
3 7 6 9 8 1 4 5 2
9 4 8 2 7 5 1 3 6
2 1 5 6 3 4 8 9 7
7 5 9 1 6 8 3 2 4
4 3 1 5 2 9 6 7 8
6 8 2 3 4 7 9 1 5
8 9 3 7 5 6 2 4 1
5 2 4 8 1 3 7 6 9
1 6 7 4 9 2 5 8 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist töl-
urnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 4. mars, 63. dag-
ur ársins 2009
Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og
sjá góða daga, haldi tungu sinni frá
vondu og vörum sínum frá að mæla
svik. (1Pt. 3, 10.)
Víkverji rak upp stór augu við aðsjá að biskupinn væri farinn að
ryðja sér til rúms á Facebook, fés-
bókinni á netinu. Þegar svo er komið
hefur öllum hindrunum verið rutt
brott. Fésbókin og skyld fyrirbæri
eru að breyta samskiptum fólks, en
hversu miklir vinir eru vinirnir á
netinu? Í grein í tímaritinu Der
Spiegel í þessari viku eru þeir kall-
aðir ókunnugir vinir og í mörgum til-
vikum er það lóðið.
x x x
Ánetinu opinbera milljónirmanna einkalíf sitt með hætti,
sem þeim dytti ekki í hug að gera á
öðrum vettvangi. Þar setur fólk til
dæmis myndir af sjálfu sér, sem það
myndi aldrei hengja upp heima hjá
sér. Það er eins og fólk sé gjör-
samlega laust við tortryggni og virð-
ingu fyrir eigin einkalífi á netinu og
tilbúið að birta hvað sem er.
x x x
ÍBandaríkjunum notar um helm-ingur þeirra, sem aðgang hefur
að netinu einhvern hinna félagslegu
vefja og meirihluti þeirra daglega.
Sömu tilhneigingar mun gæta í Evr-
ópu. Rúmlega 175 milljónir manna
hafa skráð sig á Facebook frá því að
fyrirbærið var stofnað fyrir fimm ár-
um. Tekjumöguleikarnir á þessum
vefjum felast ekki í auglýsingum,
heldur upplýsingum. Upplýsing-
arnar, sem þar er að finna, eru gull-
náma fyrir markaðssetningarmenn
og einstaklingarnir hafa sjálfir kast-
að persónuverndinni frá sér. Sem
dæmi má nefna að á Facebook eru
notendur beðnir að geta hjóna-
bandsstöðu (á Bretlandi breytti kona
ein hjónabandsstöðu sinni úr „gift“ í
„einhleyp“ og þegar maðurinn henn-
ar komst að því trylltist hann og
stakk hana á hol) og setja inn upp-
lýsingar um menntun. Í kaupbæti
fylgja oft upplýsingar um áhugamál
og neysluvenjur. Vefurinn er ekki
bara áhugaverður fyrir markaðs-
menn. Fræðimenn geta einnig kom-
ist að ýmsu með því að slóðadraga
félagslegu vefina, til dæmis til þess
að rannsaka hvernig straumar og
stefnur breiðast út. Á netinu er ekk-
ert einkalíf. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hrærð, 4 getið
um, 7 dans, 8 sló, 9 ar-
inn, 11 renningur, 13
skrifa, 14 þáttur, 15
hanga, 17 tréílát, 20
kyrrsævi, 22 kveif, 23
viðurkennir, 24 rétta
við, 25 þvo.
Lóðrétt | 1 málmur, 2
fiskum, 3 ístra, 4 sögn í
spilum, 5 fól, 6 sjúga, 10
seinka, 12 keyra, 13 bók,
15 slátrar, 16 snjói, 18
nagdýrs, 19 súta, 20
bein, 21 tóbak.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 teprulegt, 8 málum, 9 gemsa, 10 jag, 11 narra,
13 seigt, 15 hvarf, 18 hrasa, 21 lár, 22 feita, 23 akrar, 24
tungutaki.
Lóðrétt: 2 eflir, 3 rymja, 4 leggs, 5 gumsi, 6 smán, 7
fatt, 12 rýr, 14 eir, 15 hafi, 16 atinu, 17 flagg, 18 hratt,
19 afrek, 20 aurs.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O
5. Rge2 d5 6. a3 Be7 7. cxd5 exd5 8. b4
c6 9. Rg3 He8 10. Bd3 Rbd7 11. O-O
Rb6 12. f3 a5 13. Hb1 axb4 14. axb4
Be6 15. Rge2 g6 16. Kh1 Rh5 17. Dc2
Bd6 18. e4 dxe4 19. fxe4 Dh4 20. e5 Be7
21. Be4 Bc4 22. Kg1 Rg7 23. Bd2 Dg4
24. Hf3 Rd5 25. h3 Dd7 26. Bxd5 Bxd5
27. Rxd5 Dxd5 28. Hbf1 f6 29. Bc3 fxe5
30. dxe5 Ha2 31. Bb2 Bxb4 32. Kh1
Re6 33. Hf6 Dd2 34. Dc4 Hxb2 35.
Hxe6 Hxe6 36. Dxe6+ Kg7 37. Df6+
Kh6 38. Rf4 Bc5 39. Dh4+ Kg7
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Gíbraltar.
Svissneski stórmeistarinn Vadim Mi-
lov (2669) hafði hvítt gegn spænska
kollega sínum Salvador del Rio (2532).
40. Rh5+! og svartur gafst upp enda
óverjandi mát eftir 40… gxh5 41. Df6+
Kg8 42. Df7+ Kh8 43. De8+.
Hvítur á leik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarsonc | ritstjorn@mbl.is
Máttur fjöldans.
Norður
♠D1082
♥KG7
♦74
♣ÁG85
Vestur Austur
♠7 ♠9543
♥9865 ♥Á4
♦D1092 ♦K853
♣9764 ♣KD3
Suður
♠ÁKG6
♥D1032
♦ÁG6
♣102
Suður spilar 4♠.
Það kemur á óvart, en 4♠ fóru alls
staðar niður í þessu spili Reykjavík-
urmótsins. Ástæðan er fjórlitur aust-
urs í trompi, sem þvælist illa fyrir
sagnhafa. Vill lesandinn spreyta sig
með ♦10 út?
Freistingin er sú að taka ♦K með ás
og spila trompi tvisvar. En þá er samn-
ingurinn farinn fjandans til. Hjartaás-
inn þarf að brjóta út og austur getur
sótt sér stungu á litinn með því að spila
hjarta um hæl á meðan samgangur er í
tíglinum. Betri byrjun er að dúkka ♦K
í fyrsta slag. En björninn er ekki unn-
inn við það eitt. Austur spilar aftur tígli
og nú er fátt eðlilegra en að taka tvisv-
ar tromp. Það má hins vegar ekki.
Samgangurinn er of þungur til að gera
allt sem gera þarf. Eina vinningsleiðin
er að dúkka tígul, taka í mesta lagi eitt
tromp og sækja svo ♥Á.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert öruggur með sjálfan þig
og það hefur þau áhrif á aðra að þeir fela
þér glaðir þá forustu sem þú vilt.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Sýndu maka þínum eða góðum vini
sérstaka tillitssemi í dag. Svona eins og
ef hún/hann væri gestur í eigin brúð-
kaupi.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Nú er kominn tími til að eyða
minna en þú hefur gert undanfarið. Arf-
leifðin hjálpar þér við vinnuna, en þú
þarft samt að leggja þitt af mörkum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þetta ætti að verða skemmtilegur
dagur. Ræddu við einhvern þér eldri og
vitrari því það getur komið sér vel.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það gengur ekki að ræða ekki málin
við þá sem þú þarft að eiga samstarf við.
Best er að láta neikvæðar hugsanir
hverfa úr huga sér.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Einhver reynir að gera þér lífið
leitt svo nú reynir verulega á þolinmæð-
ina. Sjáðu broslegu hliðarnar og haltu
þínu striki.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þótt rétt sé að gefa sér tíma til að
kanna málavöxtu kemur alltaf að því að
það verður að taka ákvörðun. Sýndu var-
kárni í rómantíkinni, sama hversu
spenntir báðir aðilar eru.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Stundum brenna á þér
spurningar sem þú færð engin svör við.
Láttu réttlætiskennd þína leiða þig og
þú munt koma öllum málum farsællega í
höfn.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Vertu ekki að streða við hlut-
ina einn í þínu horni því nú er það hóp-
starfið sem gildir. Hlustaðu á innsæi þitt
og gefðu þér tíma til að finna bestu
lausnina.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er eitthvað að brjótast um
í þér sem þú getur ekki alveg fest fingur
á. Skoðaðu stöðuna vandlega áður en þú
ákveður að breyta til.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það getur verið notalegt að
láta hugann reika. Ef þér finnst þú ekki
hafa neitt merkilegt að ræða um hringir
þú ekki í fólk.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það gengur ekki að drottna einn
yfir öllu þegar um samstarf við aðra er
að ræða. Sýndu dirfsku í samskiptum
þínum við aðra.
Stjörnuspá
4. mars 1213
Hrafn Sveinbjarnarson, goð-
orðsmaður á Eyri við Arn-
arfjörð, var veginn, um 47 ára.
Hann var annálaðasti læknir á
þjóðveldisöld.
4. mars 1957
Kvikmyndin „Rock around the
clock“ var frumsýnd í Stjörnu-
bíói. „Unga fólkið virtist
skemmta sér prýðilega, vagg-
aði og klappaði lófunum í takt
við hljómfallið í hinum æsandi
rokklögum Bill Haleys, rokk-
kóngsins fræga.“ Löng biðröð
hafði myndast þegar miðasala
hófst og keyptu sumir meira
en tuttugu miða. Myndin var
sýnd þrisvar á dag í rúmar
þrjár vikur.
4. mars 1964
Fimm íslenskar hljómsveitir
léku í Háskólabíói. Mesta
hrifningu vöktu Hljómar.
Þetta hafa verið taldir fyrstu
bítlatónleikarnir hér á landi.
4. mars 1971
Upp-
stoppaður
geirfugl
var sleg-
inn Ís-
lend-
ingum á
uppboði í
London,
en safnað
var fyrir
honum um land allt áður en
uppboðið fór fram. Fuglinn er
nú á Náttúrufræðistofnun.
4. mars 1998
Rithöfundasamband Íslands
efndi til minningarstundar við
bautastein Sigurðar Breið-
fjörð í kirkjugarðinum við
Suðurgötu í Reykjavík en
þennan dag voru 200 ár frá
fæðingu hans.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
JÓN Ingi Jónsson, flugumferðarstjóri á Keflavík-
urflugvelli, er 26 ára og sér fram á notalegan af-
mælisdag. „Það vill nú þannig til að ég á frí af því
ég er í vaktavinnu, svo við höfðum hugsað okkur
að sofa eitthvað fram eftir morgni og kíkja svo út
úr bænum, kannski í sund. En það hefur nú snjóað
svo mikið núna svo mér datt í hug að eyða kannski
deginum í Bláfjöllum í staðinn,“ segir Jón Ingi sem
er sprækur á skíðum en hefur ekki reynt sig við
snjóbrettið ennþá. „Mig langar að prófa samt, ég
þarf bara að fá einhvern með mér sem er jafnmik-
ill byrjandi og ég, en flestir vinir mínir eru á
bretti.“ Hann gerir því ráð fyrir að halda sig við skíðin á afmælisdag-
inn til að vera nú örugglega í heilu lagi þegar hann fer út að borða um
kvöldið með kærustunni, Hönnu Rut Hafsteinsdóttur. „Það verður
engin veisla eða vesen því það var heljarinnar partí hjá okkur um
helgina,“ segir Jón Ingi, en á laugardaginn varð Hanna Rut einmitt 25
ára og þá héldu þau tvöfalda afmælisveislu. „Það var búningapartý,
mjög vel heppnað. Allir mættu í búning og margir lögðu mjög mikið á
sig,“ segir Jón Ingi sem er ekki frá því að þetta sé með skemmtilegri
afmælum, eða allavega það ferskasta í minningunni. una@mbl.is
Jón Ingi Jónsson flugumferðarstjóri 26 ára
Tapas með kærustunni
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
Reykjavík Hólmfríður
Eyja fæddist 24. október
kl. 19.05. Hún vó 3.520 g
og var 53 cm löng. For-
eldrar hennar eru Hilma
Hólmfr. Sigurðardóttir og
Jón Björn Ólafsson.
Reykjavík Lúkas Logi
fæddist 26. janúar kl.
17.14. Hann vó 16.5 merk-
ur og var 54 cm langur.
Foreldrar hans eru Þóra
Björk Sveinbjörnsdóttir
og Jón Snær Ragnarsson.