Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 37

Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fim 5/3 kl. 20:00 U Fös 6/3 kl. 20:00 U Fös 13/3 kl. 20:00 frums. U Fim 19/3 kl. 20:00 2.sýn. Ö Fös 20/3 kl. 20:00 3.sýn. Lau 7/3 kl. 13:00 U Lau 7/3 kl. 14:30 Lau 14/3 kl. 13:00 Ö Mán16/3 kl. 21:00 fors. Ö Þri 17/3 kl. 20:00 fors. Ö Lau 14/3 kl. 20:00 aukas. U Mið 18/3 kl. 20:00 U Fim 26/3 kl. 20:00 4.sýn. Fös 27/3 kl. 20:00 5.sýn. Ö Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn. Lau 14/3 kl. 14.30 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 14:30 Fim 19/3 kl. 21:00 fors. Ö Fös 20/4 kl. 21:00 frums. U Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Ö Mið 1/4 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Lau 28/3 kl. 13:00 U Lau 28/3 kl. 14:30 Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu Aukasýningar í sölu, sýningum lýkur í apríl Í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ Fim 26/3 kl. 21:00 Fös 27/3 kl. 21:00 Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 18/4 kl. 14:00 U Lau 18/4 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Lau 7/3 kl. 14:00 U Lau 7/3 kl. 17:00 U Sun 8/3 kl. 14:00 U Sun 8/3 kl. 17:00 U Lau 14/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 17:00 U Lau 21/3 kl. 14:00 U Lau 21/3 kl. 17:00 U Sun 22/3 kl. 14:00 U Sun 22/3 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00U U Sun 10/5 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Lau 7/3 kl. 19:00 Lau 14/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 19.00 Lau 04/04 kl. 19.00 Fim 17/04 kl 19.00 Yfir 140 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Sun 8/3 kl. 20.00 Fim 12/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Síðasta sýning 15. mars. . Fös 6/3 kl. 19.00 Fös 6/3 kl. 22.00 Fös 13/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 22.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 22.00 Lau 21/3 kl. 19.00 Lau 21/3 kl. 22.00 Fös 27/3 kl. 19.00 (Stóra sviðið) Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Lau 21/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 20.00 Sun 15/3 kl. 20.00 (síð.sýn.) Lau 28/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 22.00 Mið 1/4 kl. 20.00 Fim 2/4 kl. 20.00 Mið 4/3 kl. 20.00 aukas Fim5/3 kl. 20.00 3kort Fös 6/3 kl. 20.00 4kort Mið 11/3 kl. 20.00 5kort Fim 12/3 kl. 20.00 6kort Sun 15/3 kl. 20.00 7kort Fim 19/3 kl. 20.00 8kort Fös 20/3 kl. 20.00 9kort Fim 26/3 kl. 20.00 10kort Sun. 29/3 kl. 20.00 Fim. 2/4 kl. 20.00 Fös. 3/4 kl. 19.00 Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið) Æðisgengið leikrit um græðgi, hatur og ást. Fim 5/3 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 20.00 Lau 7/3 kl. 20.00 Óskar og bleikklædda konan (Litla sviðið) Mið 04/3 kl. 20.00 fors Fim 05/3 kl. 20.00 frums Sun 08/3 kl. 20.00 2. kort Mið 11/3 kl. 20.00 3. kort Fim 12/3 kl. 20.00 4. kort Sun 15/3 kl. 20.00 5. kort Fös 20/3 kl. 19.00 Fim 26/3 kl. 20.00 Fös 27/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 19:00 aukas. Fös 13/3 kl. 22:00 aukas. Rústað eftir Söru Kane –  JVJ, DV Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Falið fylgi Lau 7/3 kl. 19:00 Aukas Sala í fullum gangi Fúlar á móti Fim 5/3 kl. 20:00 Aukas Fös 13/3 kl. 19:00 10.kort Lau 21/3 kl. 19:00 Sýning Fös 6/3 kl. 19:00 7.kortas Fös 13/3 kl. 21:30 Aukas Lau 21/3 kl. 21:30 Aukas Fös 6/3 kl. 21:30 Aukas Sun 15/3 kl. 20:00 11.kort Fös 27/3 kl. 20:00 Sýning Lau 7/3 kl. 20:00 8.kortas Fim 19/3 kl. 20:00 Sýning Fim 12/3 kl. 20:00 9.kortas Fös 20/3 kl. 19:00 Sýning Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is EYÐUN finnst mér einna mestur kóloristi færeyskra listamanna í dag. Hann hefur ótrúlega mikið vald á litum.“ Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræð- ingur er að tala um færeyska list- málarann Eyðun av Reyni, en fyr- ir skemmstu kom út í Færeyjum falleg bók sem Aðalsteinn ritaði um listamanninn og Listasafn Færeyja gefur út. „Eyðun er á sömu slóðum og margir kollegar hans, er að vinna með ákveðin Færeyjaminni. Það eru land, sjór og himinn, þessi þrískipt- ing myndflatarins sem hann vinnur alla tíð með, en hann nær út úr þess- um tiltölulega einföldu forsendum ótrúlega stórbrotnum og lýrískum myndskáldskap.“ Aðalsteinn segir að í Færeyjum hafi þróast ótrúlega frjó málaralist, sem byggist mikið á þessum tengslum við landið og þorpið við hafið. „Í öðrum löndum, og jafnvel hér heima, hefur maður heyrt að mönn- um finnist þetta gamaldags mynd- list, að hún byggist á gamaldags for- sendum og að Færeyingar ættu að drífa sig í að verða meira móderne,“ segir hann. „ En þetta er myndlist sem er sönn og hentar þeim. Ef þú kemur á venjulegt heimili í Fær- eyjum, þá er allt betrekkt með verk- um eftir þessa listamenn. Þeir eiga sér mjög sterk bakland. Þessi mynd- list nægir þeim og er mjög fín.“ Kynntist listamönnunum Aðalsteinn ritaði fyrir nokkrum árum textann í mikla bók um S.J. Mikines, sem kallaður er faðir fær- eyskrar málarahefðar. Hann segist hafa komið reglulega til Færeyja á síðustu þremur áratugum en það var ekki fyrr en hann vann að bók- inni um Mikines sem hann kynntist færeyskum listamönnum fyrir al- vöru. „Þá var ég langdvölum í Fær- eyjum, tók þar tveggja, þriggja vikna tarnir á eins og hálfs árs tíma- bili, við vinnuna að því verkefni. Þá kynntist ég öllum þessum lista- mönnum og upp úr því varð vin- skapur við þá marga, meðal annars Bárð Jákupsson, Helga Fossádal forstöðumann Listasafns Færeyja, og Eyðun av Reyni. Ég mat Eyðun strax mikils, útaf hans mannkostum og list.“ Þá þekkti Aðalsteinn einnig Ingálv, föður Eyðuns sem var einn kunnasti listamaður eyjanna. Hann lést árið 2005. „Eftir að Mikines kom út hafði Helgi Fossádal samband og bað mig að gera þessa bók um Eyðun,“ segir Aðalsteinn, sem tók verkefninu fagnandi. Í bókinni eru auk skrifa Aðalsteins á níunda tug málverka eftir Eyðun. Einn mesti kóloristinn  Aðalsteinn Ingólfsson hefur ritað bók um færeyska lista- manninn Eyðun av Reyni  „Þetta er myndlist sem er sönn“ Aðalsteinn Ingólfsson Málari litanna Færeyski listamaðurinn Eyðun av Reyni á vinnustofunni. SÝNINGIN „Nokkrir vinir“ í Listasafni Íslands er sú fyrsta af einungis fjórum sýningum sem eru á dagskrá safnsins í ár. Fæð sýninga á árinu tengist líklega fjárskorti safnsins í kjölfar krepp- unnar, en fyrir vikið mun hver sýning hafa meira vægi en ella. Þema sýningarinnar hverfist um svissneska listamanninn Dieter Roth og SÚM hópinn en það þema virðist nokkuð ofnotað nú hin síð- ari ár. Kannski verið aðgengilegt að grípa til með litlum fyrirvara þegar ekki voru lengur forsendur til að setja upp fyrirhugaða sýn- ingu með verkum mexíkósku lista- konunnar Frídu Kahlo. Titillinn „Nokkrir vinir“ er svo- lítið írónískur og útskýrir á ber- söglan hátt á hvaða forsendum listakreðsur verða til og leggur áherslu á mikilvægi hinna per- sónulegra tengsla innan listheims- ins þá ekki síður en nú. Eins og áður í mótun listasafnanna á ís- lenskrar listasögu er passað upp á að „óviðkomandi“ eða „óverðugir“ komist ekki inn í kreðsuna sem í þessu sérstaka tilfelli á að end- urspegla framsækna samtímalist á Íslandi. Á vef Listasafns Íslands má lesa fróðlegan texta þar sem listamenn sýningarinnar og verk þeirra eru tengd við mikilvægar listastefnur og sett í alþjóðlegt samhengi en það eru tengingar sem hingað til hefur þótt hið mesta hrós sem hægt er að segja um íslenska list. Það er hins vegar engin sýningarskrá á sýningunni sjálfri, ekki svo mikið sem einblöð- ungur sem er nánast óverjandi þrátt fyrir efnahagsástandið. Upp- lýsingar um einstaka listamenn eða verk á plöstuðum spjöldum sem hægt er að nálgast við inn- ganga salann bæta þar lítið um. Sýningin stendur fyrir um leið og hún geldur fyrir kreppulegt andrúmsloftið í Listasafninu. Lok- uð kaffistofan og upplýsingaskort- ur um sýninguna stuðla að því, ásamt ákveðnu skeytingarleysi um sjálfa myndlistina með því að stilla jafnvel upp stólum í sýningarrým- inu á opnunartíma vegna útleigu sala safnsins fyrir tónleika að kveldi. Þrátt fyrir þetta nöldur er und- irrituð alls ekki að halda því fram að sýningin sjálf sé ómerkileg að neinu leyti. Hún er í heildina áhugaverður þverskurður af list viðkomandi listamanna og er fal- lega hengd upp í sýningarsölum safnsins. Sum verkanna eru sjald- séðari en önnur og fengur í því að fá tækifæri til að skoða þau. Þar mætti t.d. nefna poplistaverk Arn- ars Herbertssonar og Sigurjóns Jóhannssonar sem gerðu háðs- legar klippmyndir af neyslu- samfélaginu þar sem konur voru hluti af neysluvörunum. Síðasta vinnustofuruslaverk Dieters Roth sem hann vann á Seyðisfirði með fjölskyldu sinni tekur sig vel út í anddyrinu og kvikmynd Hilmars Oddsonar um listamanninn er varpað á vegg í hliðarsal. Þegar upp er staðið er sýningin áhugaverður og ánægjulegur við- burður sem óhætt er að mæla með. Þjóðbúningur Rúríar, hnífa- skrímsli Jóns Gunnars, gjörn- ingar Magnúsar Pálssonar, lím- bandsverk Harðar Ágústssonar ásamt verkum allra hinna eru til þess fallin að lyfta upp geðinu í takt við hækkandi sól. Ekki hefði þó spillt fyrir að sjá pólitísk vef- verk eftir Hildi Hákonardóttur í þessu samhengi, listaverk sem margir hafa lesið um og jafnvel séð myndir af en fæstir barið augum á sýningum. Nú er kom- inn tími og rými til skoðunar og endurskoðunar á íslenskri mynd- listararfleifð. Slík skoðun er nú þegar orðin auðveldari en áður með aðgengi gesta Listasafns Ís- lands að öllum verkum safnsins í tölvutæku formi í kjallara safns- ins. Listasafn Íslands samsýning bbbnn Arnar Herbertsson, Björn Roth, Dieter Roth, Erró, Hreinn Friðfinnsson, Hörður Ágústsson, Jóhann Eyfells, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Magn- ús Pálsson, Magnús Tómasson, Róska, Rúrí, Sigurð Guðmundsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórður Ben Sveinsson. Auk þess verður kvikmynd Hilmars Oddsonar um Dieter Roth sýnd í tengslum við sýninguna. Sýningar- stjórar: Björn Roth, Halldór Björn Run- ólfsson og Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Hönnun sýningar: Ívar ValgarðssonSýn- ingin stendur til 3. maí 2009. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Vinirnir í listasafninu Poplist Ein klippimynda Sigurjóns Jóhannssonar á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.