Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 38

Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 38
38 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er einn í þessu og mér gengur bara andskoti vel,“ segir Krist- mundur Axel Kristmundsson, betur þekktur sem MC Krizz, 15 ára gam- all rappari úr Grafarvogi sem vakið hefur athygli að undanförnu. Þótt Kristmundur hafi ekki enn sent frá sér sína fyrstu plötu nýtur My- Space-síða hans mikilla vinsælda, enda semur hann beinskeyttar rím- ur á íslensku. „Ég hef verið að skrifa texta í rúm tvö ár, og á það til að semja ljóð líka. Vinur minn semur svo lög sem ég nota, þótt ég semji þau stundum sjálfur líka,“ útskýrir rapparinn. Engin ástarsorg Kristmundur bar sigur úr býtum í söngvakeppni Grafarvogs í lok jan- úar og tók í kjölfarið þátt í Söng- keppni Samfés sem fram fór í Laug- ardalshöll, en þar keppti hann fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Engyn. „Þar spilaði ég fyrir framan 5.000 manns og það gekk bara vel þótt ég hafi ekki unnið. Dómararnir voru nefnilega að leita að söngvurum en ekki röppurum,“ segir Kristmundur í léttum dúr. Aðspurður segist hann semja texta um allt milli himins og jarðar. „Það fer eftir því í hvernig stuði ég er, það getur bæði verið eitthvað slæmt og gott. Ég er til dæmis nýbú- inn að semja lag um ástand þjóð- félagsins í dag,“ segir Kristmundur sem semur einnig rímur um mjög persónuleg málefni. „Ég er til dæm- is að gera lag um pabba minn. En þetta fer alveg eftir því í hvernig stuði ég er. Ef ég er til dæmis í ást- arsorg, sem hefur reyndar aldrei gerst, þá sem ég ástarlag um hvern- ig mér líður. Ég tjái mig með orð- um.“ Er að vinna Kristmundur hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum að und- anförnu, og segist vera farinn að njóta töluverðra vinsælda, þá sér- staklega hjá stelpum. „Ég er orðinn frekar þekktur á meðal unglinga. Ég var til dæmis að gefa út nýtt lag sem heitir „Grafarvogur“ og eftir viku eru svona 6.000 manns búnir að hlusta á það á MySpace. Þannig að mér gengur bara mjög vel,“ segir Kristmundur og bætir því við að miklu máli skipti að vera í þessu á réttum forsendum. „Ég geri þetta af því að mér finnst þetta gaman, og er einn af fáum sem eru í þessu út af því. Margir gera þetta nefnilega út af einhverri vinsældakeppni. En þótt ég sé ekki að því held ég nú að ég sé að vinna í þeirri keppni.“ Kristmundur er greinilega fullur sjálfstrausts og segist stefna mjög langt í tónlistinni. Hann er kominn vel á veg með sína fyrstu plötu sem hann vonast til að geta gefið út sem fyrst. „Það eru margir að bíða eftir henni og margir sem segja mér að ég verði að drífa í henni. Ætli hún komi ekki bara út í byrjun ágúst. Ég er að leita að styrktaraðilum en ég veit að það eru margir sem ætla að styrkja mig. En ég er að vísu ekki kominn með útgefanda ennþá,“ segir hann og hlær. Engin vinsældakeppni Morgunblaðið/Kristinn Ákveðinn „Ég geri þetta af því að mér finnst þetta gaman, og er einn af fáum sem eru í þessu út af því,“ segir Grafarvogs-rapparinn MC Krizz.  MC Krizz semur texta um persónuleg málefni og ástandið í þjóðfélaginu  Tekur ekki þátt í neinni vinsældakeppni þótt hann myndi vinna slíka keppni myspace.com/krizzmc vinnu við sveit- ina,“ segir Ragn- heiður. „Það er búið að bóka túr- inn þeirra og það var gert fyrir áramót og þeir bæta engu við. Það er ástæðan fyrir því að þeir koma ekki. Mér fannst ekki rétt að taka þá inn eins og staðan er í dag og þeir hafa okkur í huga í næstu ferð sem verður eftir tvö ár.“ Róbert Heimir Halldórsson, for- svarsmaður „þrýstihópsins“ á Fa- cebook, segir það rétt hjá Ragn- heiði að fullseint hafi verið í rassinn gripið. En það sé ekki svo að það sé verið að ginna fólk til fjárútláta á vafasömum forsendum. „Við erum brött og þetta er bara orðið að lengra verkefni,“ segir hann. „Við höfum ekki tekið við pen- ingum frá neinum þar sem málin voru einfaldlega ekki komin á það stig. Við erum sömuleiðis í tengslum við fólk í innsta hring U2 og það veit af þessari vinnu okkar. Hér er allt uppi á borðum og við munum halda áfram að vinna í því að fá sveitina til landsins í góðu samstarfi við fagaðila. Við getum vel beðið í tvö ár enn.“ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINS og sagt hefur verið frá var Facebook-síða stofnuð fyrir stuttu með það að markmiði að koma U2 til Íslands. Þúsundir hafa skráð sig með því vilyrði að kaupa miða í for- sölu. Þá verða U2-heiðrunartón- leikar haldnir á NASA nú á laug- ardaginn, m.a. til að afla fjár fyrir þessum innflutningi. Ragnheiður Hanson tónleika- haldari segir það miður að þessi starfsemi sé kominn svona langt á veg þar sem það sé útilokað að sveitin komi hingað til lands í bráð. „Ég er í mikilli og góðri sam- U2 kemur ekki strax! Reuters Bono „Krakkar … slakiði á. Þetta er ekkert að fara að gerast. Voruð þið ekki að hefja hvalveiðar á nýjan leik?“ Jæja, bíðum í tvö ár enn… Ragnheiður Hanson segir Íslandstónleika á villigötum Ragnheiður Hanson Fólk Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Stuttmyndahátíðin Northern Film Festival sem stóð yfir í Samkomuhúsi Grundarfjarðar um síðustu helgi lauk á sunndag með því að tilkynnt var um úrslit í samkeppni um bestu stuttmyndina sem og besta tónlistar- myndbandið. Verðlaunamyndirnar voru síðan sýndar fyrir fullum sal áhorfenda. Dómnefnd stuttmyndahátíðarinnar var skipuð Bertrand Mandico, Hilmari Erni Hilmarssyni og Kristínu Jóhannesdóttur og komst að þeirri niðurstöðu að besta stuttmyndin væri myndin „Smáfuglar“ eft- ir Rúnar Rúnarsson en í öðru sæti hafnaði mynd- in „The Wedding“ eftir Maciek Salomon frá Pól- landi. Í flokki tónlistarmyndbanda varð myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékk- landi. Við lok stuttmyndahátíðarinnar greindi skipuleggjandinn og hvatamaður hátíðarinnar Dögg Mósesdóttir frá því að Menningarráð Vest- urlands hefði úthlutað styrk til hátíðar að ári svo stuttmyndahátíðin í Grundarfirðir væri greini- lega komin til að vera. Alls bárust um 90 stutt- myndir og tónlistarmyndbönd í keppnina að þessu sinni en af þeim voru 50 valdar til sýninga á hátíðinni. Gjörninga og listahópurinn The Weird Girls vakti nokkra athygli á laugardag þegar þær frömdu gjörning sinn Episode 7 í snæviþöktu umhverfi á svæði hesteigendafélags Grundafjarðar og festu jafnharðan á filmu gjörninginn og komu þessara 20 stúlkna á kvik- myndahátíðina. Smáfuglar Rúnars sigruðu á Northern Wave Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Gjörningur Listahópurinn The Weird Girls sést hér við gjörning sinn við Grundarfjörð.  „Ég veit þú kemur í kvöld til mín,“ segir í frægum Vestmanna- eyjaóð Ása í bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Og kannski var það alltaf vitað að leiðir Gylfa Ægissonar og Papanna, tveggja stórstjarna úr Vestmannaeyjum, myndu á endanum liggja saman. Á morgun verður nefnilega laginu „Jibbý Jei“ eftir áð- urnefnda hetju hafsins ýtt úr út- varpsvör í flutningi hina ástsælu Papa. Að sögn Páls Eyjólfssonar (Palla Papa) ætlar sveitin að snúa aftur með bravúr og verður heil plata með lögum Gylfa í fartesk- inu. Til liðs við sveitina eru nú gengnir þeir Gunnlaugur Helga- son bassaleikari og Matthías Stef- ánsson, fiðluleikari með meiru. Papar eru ekki óvanir því að véla um lög og texta annarra, Jónas Árnason og sjálfur Bubbi Morth- ens hafa verið dregnir á land að því leytinu til og nutu plötur þær mikilla vinsælda. Síðasta plata Papa var annars Papar á balli, en hún kom út 2006. Papar taka upp lög Gylfa Ægissonar  DV sagði frá því í gær að kepp- endum Idol-Stjörnuleitar hefði ver- ið gert að loka Facebook-síðum sín- um í samræmi við það fjölmiðla- bann sem keppendur gengust undir. Ástæðan fyrir fjölmiðlabann- inu er víst sú að með því vilji fram- leiðendur tryggja að allir kepp- endur fái jafna umfjöllun í fjöl- miðlum og þar með jafna mögu- leika á sigri. Eða hvað? Ekki er langt síðan stúlknasveitin Elektra fór með himinskautum vikurnar fyrir úrslitakvöld Söngvakeppn- innar og voru fjölmiðlarnir margir hverjir, búnir að spá þeim sigri fyr- ir úrslitakvöldið. Allt kom fyrir ekki og landsmenn beittu skynsem- inni og/eða eigin smekk í stað þess að gleypa við áróðrinum. Getur verið að fjölmiðlabannið sé ónauð- synlegt í ljósi þessa eða búa kannski aðrar ástæður að baki? Ónauðsynlegt fjölmiðlabann? Hvað er að frétta? Hvað er að frétta-kallinn? Ekkert að frétta? Svo ég næ í Fréttablaðið Spekka-fallið! Hvað er að ger- ast? hérna? Það er komin kreppa en ekki kreppa þessa hnefa! Því ef að peningar stjórna Ís- landi þá vil ég ekki vera hérna! tjékka! Þið sjáið mig upp á sviði-heitan! þið viljið meira Emmsjééé Krizzz! þetta er snilldin eina Ég lifi áhyggjulaus, lífið mitt er ævintýri Svo hugsiði, og virkilega pælið í því hvernig væri mitt líf ef ég væri alltaf í leiðindum (Úr laginu „Hvað er að frétta?“) Hvað er að frétta?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.