Morgunblaðið - 07.03.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ALDREI hafa jafnmargir leitað til
Stígamóta vegna hópnauðgana, lyfja-
nauðgana, vændis eða kláms og árið
2008. Þar að auki hafa aldrei jafn-
margir gert tilraunir til sjálfsvígs.
Þetta er meðal þess sem kemur fram
í ársskýrslu Stígamóta 2008 sem
kynnt var í gær.
„Við höfum engar útskýringar á
þessari fjölgun hópnauðgana,“ segir
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga-
móta, en af þeim sem leituðu til
Stígamóta í fyrra höfðu 15 orðið fyrir
hópnauðgun en voru sjö árið áður. Al-
gengast var að 2-3 gerendur væru
saman en flestir voru þeir fjórir.
„Vert er að geta þess að þegar fólk
leitar til Stígamóta vegna kynferðis-
ofbeldis getur verið um að ræða at-
burði sem gerðust nokkrum árum áð-
ur.“
Samkvæmt tölum frá Neyð-
armóttöku nauðgana hefur dregið úr
hópnauðgunum, en þar voru skráð 15
tilfelli í fyrra samanborið við 23 árið
áður.
Sterk tengsl við fíkn
Heildarfjöldi nýrra mála hjá Stíga-
mótum í fyrra var 273 en í tuttugu
málanna voru það ekki þolendurnir
sjálfir heldur ættingjar þeirra sem
leituðu til Stígamóta. Hins vegar er
heildarfjöldi ofbeldismanna skráður
420. „Okkur finnst alltaf merkilegt að
ofbeldismennirnir teljast fleiri en
brotaþolar,“ segir Guðrún og bætir
við að í fyrra hafi starfsfólk Stíga-
móta eytt yfir 2.000 klst. í að taka við-
töl við fólk sem leitaði sér hjálpar. Al-
gengustu ástæður þess að leitað var
til Stígamóta voru sifjaspell, nauðg-
anir, andlegt og líkamlegt ofbeldi,
kynferðisleg áreitni og nauðg-
unartilraunir en að sögn Guðrúnar er
yfirleitt um mörg ofbeldisform að
ræða í hverju tilfelli fyrir sig. „And-
legt og líkamlegt ofbeldi er notað í
bland við annað ofbeldi og í raun er
engin leið að aðskilja öll formin.“
Sú nýbreytni var tekin upp í fyrra
að athuga tengsl milli kynferðisof-
beldis og fíknar en Guðrún segir
marga brotaþola viðurkenna að þeir
séu haldnir einhverri fíkn. Skýrslan
leiðir í ljós að rúmur helmingur
þeirra sem leituðu til Stígamóta sagð-
ist haldinn fíkn í áfengi, vímuefni,
mat, kynlíf eða klám. Í sumum til-
fellum glíma þolendur við fleiri en
eina fíkn.
Aukning í sjálfsvígstilraunum
Í skýrslunni er einnig greint frá
því að mál tengd klámi hafa nánast
tvöfaldast milli ára, farið úr ellefu
málum í 21. Þá hafa 22 konur og einn
karlmaður nýtt sér viðtalsþjónustu
Stígamóta vegna vændis. Sjálfsvígs-
tilraunum hefur einnig fjölgað milli
ára. Tæpur fjórðungur brotaþola við-
urkenndi að hafa gert tilraun til
sjálfsvígs og að sögn Guðrúnar er það
mun hærra hlutfall en hefur verið
undanfarin ár. „Talan almennt í sam-
félaginu er 4,1% svo þarna erum við
með sexfalda tölu miðað við íslenskt
samfélag og það er æpandi.“
Hvað varðar fjölda ofbeldismanna
fyrir hvern brotaþola sýnir skýrslan
að í þriðjungi tilfella er um að ræða
tvo eða fleiri ofbeldismenn. „Það eru
til dæmi um manneskjur sem voru
beittar ofbeldi af átta ofbeldis-
mönnum, þó ekki endilega á sama
tíma,“ segir Guðrún. Þá var kannað
hvort ofbeldismenn hefðu verið undir
áhrifum vímuefna og reyndist svo
vera í tæpum 43% tilfella þegar um
nauðgun var að ræða en í innan við
10% tilvika þegar sifjaspell var ann-
ars vegar.
Góðu fréttirnar eru að fleiri mál
voru kærð árið 2008 en árið á undan
eða tæp 14%. „Ég hef ekki séð svo-
leiðis tölur síðan ég byrjaði hér á
Stígamótum fyrir tíu árum,“ segir
Guðrún.
Stígamót Fjöldi nýrra mála árið 2008 var svipaður og árið áður. Í fyrra var í fyrsta sinn ráðist í að senda ráðgjafa
vítt og breitt um landið og „fara síðan burtu með leyndarmálin“, eins og Guðrún Jónsdóttir orðaði það í gær.
Hópnauðganir og sjálfsvígstilraunir
273 ný mál komu
á borð Stígamóta
á síðasta ári
FÉLAGS- og tryggingamálaráðu-
neytið varði alls rúmlega 56 millj-
ónum króna í aðkeypta þjóustu og
verktakagreiðslur á tímabilinu frá
1. júní 2007 til og með 31. janúar
2009. Þetta kemur fram í svari frá
ráðuneytinu við fyrirspurnum fjöl-
miðla.
Stærsti kostnaðarliðurinn er
„Önnur sérfræðiþjónusta“ á aðal-
skrifstofu ráðuneytisins, eða tæpar
13 milljónir kr. Kostnaðinn má
m.a. skýra með tilfærslu málefna
aldraðra og almannatrygginga frá
heilbrigðisráðuneytinu til félags-
og tryggingamálaráðuneytis. Unn-
ið var að þessum breytingum árin
2007 og 2008 og var samanlagður
kostnaður til kaupa á sérfræði-
þjónustu í því skyni um 6,5 millj-
ónir. Þá voru Háskóla Íslands, Há-
skólanum í Reykjavík og Hagstofu
Íslands greiddar samtals 5 millj-
ónir kr. fyrir rannsóknir, gagna-
öflun og sérfræðiráðgjöf árið 2008.
Lögfræðikostnaður nam 3 millj-
ónum kr. og skýrist af þremur
megintilefnum, þ.e. aðkeyptri ráð-
gjöf vegna fyrirspurna frá ESA,
vegna starfshópa um launajafn-
rétti og ráðgjöf vegna breytinga á
lögum um almannatryggingar.
una@mbl.is
Ríflega 56 millj-
ónir til ráðgjafa
Í HNOTSKURN
»Áður hefur komið framað kostnaður heilbrigð-
isráðuneytisins vegna að-
keyptrar ráðgjafar nam 24
milljónum á tímabilinu.
»Fjármálaráðuneytiðgreiddi 146 milljónir, ut-
anríkisráðuneyti tæpar 30
milljónir, viðskiptaráðu-
neytið 12,3 milljónir og
menntamálaráðuneyti 9,2
milljónir.
Í SKÝRSLUNNI er listað hvar fólk
hefur annars vegar leitað aðstoðar
og hinsvegar rætt um kynferðisof-
beldið annars staðar en á Stígamót-
um, t.d. á lögreglustöð, í Barnahúsi,
Neyðarmóttöku vegna nauðgana,
Kvennaathvarfinu eða við aðila á
borð við prest, sálfræðing, geð-
lækni eða félagsráðgjafa. Á fyrr-
nefndu stöðunum er algengara að
rætt sé um ofbeldið um leið og að-
stoðar er leitað. „Þegar við komum
að hinum hefðbundnu fagstéttum,
t.d. prestum, skólum, félagsþjón-
ustu og geðlæknum, þá leitar fólkið
okkar til þessara aðila en ofbeldið
er ekki á dagskrá nema í minna
mæli en við myndum óska. Til að
fólkið okkar tali um málin sín þarf
að bæta hlustunarskilyrðin sem eru
fyrir hendi,“ segir Guðrún.
Ræða ekki um
ofbeldi við alla
Í ÁRSSKÝRSLUNNI var í fyrsta
sinn skoðað sérstaklega þjóðerni
þolendanna og ofbeldismannanna.
„Við vorum oft
spurðar beint
hvort það væru
ekki frekar út-
lendingar sem
nauðguðu en Ís-
lendingar,“ segir
Guðrún en í ljós
kom að svo var
ekki. „Við höfum
enga innistæðu
fyrir því að út-
lendingar nauðgi frekar og beiti
kynferðisofbeldi á Íslandi frekar en
Íslendingar. Meginþorri vinnuveit-
enda Stígamóta eru íslenskir karl-
ar.“
Hvað erlenda brotaþola varðar
voru þeir 3,8% þolendanna en Guð-
rún segir að skv. Hagstofu Íslands
séu útlendingar rúm 8% af íslensku
samfélagi. „Við náum verr til er-
lendra kvenna og karla en til Íslend-
inga. Við höfum lengi vitað þetta og
það eru margar skýringar, t.d. að út-
lendingar vita síður af okkur. Þar að
auki get ég ímyndað mér að útlend-
ingar á Íslandi eigi fullt í fangi með
að aðlagast samfélaginu og lifa af
hér og hafa því ekki orku og tíma til
að taka á ofbeldinu.“ Stígamót hafa
brugðist við þessu með því að gefa út
ítarlegan kynningarbækling á ensku
og annan minni á pólsku, spænsku,
rússnesku, taílensku og ensku.
Brotin greind
eftir þjóðerni
Guðrún Jónsdóttir
SPÆNSKI herinn hefur tilkynnt
að hann muni ekki sinna loftrým-
iseftirliti hér við land í sum-
arbyrjun líkt og samið hafði verið
um. Ástæðan er sú að Spánverjar
treystu sér ekki, í ljósi efnahags-
þrenginganna, til að axla þann
kostnað sem af eftirlitinu hlýst,
samkvæmt upplýsingum frá utan-
ríkisráðuneytinu.
Urður Gunnarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi ráðuneytisins, segir að
málið sé nú í höndum hermála-
stjórnar Atlantshafsbandalagsins
og verið sé að vinna að því að fá
aðra aðildarþjóð til að hlaupa í
skarðið fyrir Spánverja. Vænt-
anlega verði tilkynnt um miðjan
mánuðinn hvaða þjóð það verður.
Í ár munu þrjár þjóðir skiptast
á að koma hingað í þeim tilgangi
að fylgjast með loftrýminu. Dönsk
flugsveit er nú stödd hér á landi í
þessum tilgangi og von er á
Bandaríkjamönnum síðar á árinu.
runarp@mbl.is
Hættu við
gæslu vegna
kreppunnar
Aðeins tæp 40% þeirra sem
leituðu til Stígamóta í fyrra
sögðust ekki vera haldin neinni
fíkn. Rúmur fjórðungur sagðist
stríða við fíkn í áfengi, tæpur
fimmtungur sagðist fíkinn í mat
og rúm 16% sögðust vera hald-
in vímuefnafíkn.
Að sögn Ludvigs Guðmunds-
sonar, yfirlæknis næringar- og
offitusviðs á Reykjalundi, er al-
gengt að fólk sem kemur á
Reykjalund og glímir við mat-
arfíkn hafi lent í áföllum í lífinu,
t.a.m. kynferðisofbeldi. Þór-
arinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, segir að gerð hafi verið ná-
kvæm könnun meðal kvenna
sem leituðu meðferðar á Vogi
og í ljós kom að 60% þeirra
höfðu lent í kynferðisofbeldi,
ýmist meðan þær voru í neyslu
eða áður en hún hófst.
Fjöldi haldinn fíkn
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Sæluvika í
Svartaskógi
Innifalið: Flug til Basel með sköttum og öðrum greiðslum, akstur
til og frá flugvelli, gisting á 4* Hotel Bären með fullu fæði allan
tímann og íslensk fararstjórn.
139.900kr.
Verð á mann í tvíbýli
22.–29. ágúst
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir