Morgunblaðið - 07.03.2009, Qupperneq 24
24 Daglegt lífVIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
K
jartan Ragnarsson leik-
stjóri leikstýrir í Borg-
arleikhúsinu hinu
þekkta verki Millj-
arðamærin snýr aftur. Í
Borgarfirði rekur hann Landnáms-
setrið ásamt eiginkonu sinni, Sigríði
Margréti Guðmundsdóttur, og þar
er boðið upp á afþreyingu og
skemmtun sem tengist landnámi Ís-
lands og ekki síst Egils sögu. Þar
var á dögunum frumsýning á Sturl-
ungu í flutningi Einars Kárasonar.
Þjáningin var sjálfskaparvíti
Listir og menning hafa fylgt
Kjartani frá því hann var barn en
faðir hans var Ragnar Kjartansson
myndhöggvari. „Fyrsti skóli manns
í lífinu er umhverfið hjá foreldrum
manns. Það er öruggt mál að sá
listaheimur sem var í kringum
pabba hafði mótandi áhrif á mig og
ekki síst pabbi sjálfur,“ segir Kjart-
an. „Verkstæðið hans pabba, Glit,
var kannski aðaluppeldisstöðin en
þar höfðu margir helstu myndlist-
armenn landsins aðstöðu.
Pabbi var afar sterkur persónu-
leiki. Hann var mani depressívur og
sjúkdómur hans ágerðist með ár-
unum. Þegar ég var unglingur lá
pabbi í heilt ár í rúminu og ég held
að það langa þunglyndistímabil hafi
ekki síst stafað af því að hann var
ósáttur við að hafa ekki gefið sig all-
an í listina en hann hafði stundað
kennslu og var lengi skólastjóri
Myndlistarskólans í Reykjavík. Á
þessu erfiða ári hrundi efnahagur
fjölskyldunnar. Mamma fór þá út á
vinnumarkaðinn og blómstraði sem
aldrei fyrr. Í kjölfarið urðu merki-
leg umskipti á heimilinu og breyt-
ingar á persónuleika pabba og
mömmu. Pabba hafði alltaf fundist
að hann væri með fjölskylduna á
herðunum en á þessum tíma var það
mamma sem bjargaði fjölskyldunni.
Eftir það má segja að pabbi hafi
verið meira á framfæri mömmu en
hún á hans framfæri. Pabbi reis úr
rekkju og helgaði sig list sinni al-
gjörlega seinasta hluta ævinnar.
Það má segja að á þessu tímabili,
þegar styrkur mömmu kom svo vel í
ljós, hafi ég orðið femínisti.“
Hvað lærðirðu af þessari reynslu
föður þíns?
„Ég lærði aðallega að það er
hægt að þjást í listinni. Þjáningin
var sjálfskaparvítið sem kynslóð
pabba bjó sér til. Þessari bóhem-
kynslóð eftirstríðsáranna fannst að
það tilheyrði lífsstíl listamanna að
festa sig í þjáningu og fylliríum og
tæta svo hver annan í sig. Þegar
mér varð þetta ljóst hét ég því að ég
skyldi aldrei í lífinu verða myndlist-
armaður. Sonur minn og alnafni
pabba er myndlistarmaður og þar
gilda allt önnur lögmál en hjá eftir-
stríðsáralistamönnunum. Sonur
minn og vinir hans faðmast öllum
stundum enda er þetta fólk kallað
krúttkynslóðin. Það er ekki eins og
þetta sé sama manntegundin og á
tímum pabba. En þrátt fyrir allt
hans stríð þótti mér alltaf vænt um
karlinn hann pabba.“
Krafa frá Bríet
Ákvaðstu snemma að verða leik-
húsmaður?
„Ég beit það snemma í mig að ég
vildi verða leikhúskarl. Mér fannst
leikhúsið vera undraheimur ofar
öllu. Þegar ég var níu ára gamall
kom ég til mömmu minnar eftir að
hafa verið á tali við ömmu gömlu
sem leit listamenn tortryggnum
augum. Ég sagði við mömmu:
Mamma mín, framtíð mín lítur ekki
vel út. Ég verð örugglega alkóhól-
isti.“ „Af hverju? spurði hún.
„Amma segir að ég verði það af því
það eina sem ég get hugsað mér að
verða er tónlistarmaður eða leikari.
Hún segir að þeir verði alltaf alkó-
hólistar.“
En af hverju fórstu í leikstjórn en
varðst ekki leikari?
„Þegar ég kom innan við tvítugt
inn í leikhúsið urðum við Bríet Héð-
insdóttir miklir mátar. Hún ákvað
fljótlega að ég ætti að verða leik-
stjóri og skrifa fyrir leikhús. „Þú
hugsar alltaf svo heildstætt, þú hef-
ur áhuga á allri sýningunni þannig
að leikstjórn er þitt fag,“ sagði hún.
Það liðu tíu ár þar til ég fékk mitt
fyrsta tækifæri í leikstjórn og fyrir
þann tíma lék ég aðalhlutverk í
gamanleikritum og barnaleikritum.
Það er ekki vafi að þessi endalausa
hvatning og krafa frá Bríeti um að
ég færi að sinna leikstjórn og skrift-
um hafði mikil áhrif á mig.
Karl Guðmundsson gaf mér
fyrsta tækifærið. Hann var búinn að
þýða Morðið í dómkirkjunni eftir
T.S. Eliot, kom með handritið til
Vigdísar Finnbogadóttur og sagði
að hann vildi ég leikstýrði því. Það
var mín leið inn í leikstjórnina. Síð-
an ætlaði Vigdís að fela mér leik-
stjórn á leikriti eftir Aristofanes en
mál æxluðustu þannig að þýðingin
var ekki tilbúin á réttum tíma og ég
skrifaði þá Saumastofuna út úr
neyð. Þá var ég kominn í vinnu við
að skrifa texta fyrir svið og leik-
stýra.“
Þú leikstýrir núna í Borgarleik-
húsinu frægu og merkilegu leikriti
eftir Dürrenmatt, Milljónamærin
snýr aftur. Þar er verið að fjalla um
siðferði einstaklinga og umbreyt-
ingar sem verða á þeim við vissar
aðstæður. Hver er niðurstaðan,
finnst þér?
„Boðskapurinn er ansi svartur.
Dürrenmatt er að segja: Passið
ykkur á græðginni, ef sérstakar að-
stæður skapast breytumst við í villi-
dýr og drepum til að lifa af.“
Ertu sammála því?
„Ég er vægur við sjálfan mig,
eins og við erum öll. Ég er lullandi
húmanisti sem vonar að heimurinn
sé að verða betri. Manneskjur eins
og ég og þú höfum aldrei lent í að-
stæðum sem kalla á eitthvað annað
en að við séum þægilegheitamann-
eskjur. Ég er nokkuð mótaður af
mönnum eins og Shakespeare og
Chekhov sem eru efahyggjumenn
um mannlegt eðli og telja að mann-
eskjan sé í eðli sínu þverstæða sem
aldrei verður komið heim og saman.
Við erum hópdýr og líka einfarar.
Við erum skynsemisverur og reyn-
um að móta okkar samferð á þann
hátt að það sé sem þægilegast og
farsælast fyrir okkur og sam-
ferðamennina. En ég óttast að það
versta geti komið fram í okkur öll-
um við vissar aðstæður.“
Virðulegi gamli karlinn
Þú og kona þín rekið Landnáms-
setrið í Borgarfirði. Hvernig fædd-
ist hugmyndin?
„Hún kom ekki af himnum ofan. Í
tuttugu ár var ég fararstjóri á hest-
baki inni á háfjöllum sem er stór-
kostleg aðferð við að upplifa Ísland
með útlendum ferðamönnum. Smám
saman tók ég eftir því hvað ég sem
fararstjóri fékk mikið þakklæti fyrir
að þekkja gamlar sögur sem tengj-
ast hverjum stað. Ég hafði ekki haft
neinn áhuga á Íslendingasögunum
áður og hefði getað tekið undir orð
Laxness um að þær sögur væru eins
og títuprjónn, maður tæki upp einn
títuprjón og síðan annan sem væri
alveg eins og þannig koll af kolli. En
þetta var náttúrlega bara rugl sem
Laxness sagði 27 ára gamall og
hann skipti snarlega um skoðun
þegar hann varð eldri.
Íslendingasögurnar eru stórkost-
legar í staðháttafræði sinni. Þegar
maður er búinn að ríða ofan úr
Fljótsdal, gegnum Hrafnkelsdal og
upp í Kárahnjúka þá verður Hrafn-
kels saga Freysgoða allt í einu gríð-
arlega flott bókmenntaverk af því
að hún er þarna lifandi í landslag-
inu. Sama má segja um Egils sögu
og Borgarfjörð. Ég uppgötvaði að
K j a r t a n R a g n a r s s o n l e i k s t j ó r i
Morgunblaðið/Kristinn
Leikstjórinn „Auðvitað er ég atvinnumaður en ég er orðinn virðulegi gamli karlinn sem kemur aftur.“
Lullandi húmanisti