Morgunblaðið - 07.03.2009, Page 26

Morgunblaðið - 07.03.2009, Page 26
26 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Jórunn, hjörtu sem AndreaRóberts hóf framleiðslu áfyrir skemmstu, hafa svosannarlega fallið í frjóan jarðveg. Hjörtun, sem eru hand- gerð, hvert með sínu lagi úr endur- unnum efnum, hafa selst upp trekk í trekk og jafnvel myndast biðlistar. Nú er raunar svo komið að öll fjöl- skyldan tekur þátt í hjartagerðinni. Nágrannar hafa einnig komið að framleiðslunni og gerði einn þeirra, Örn Viðar Erlendsson, sér lítið fyrir og hannaði vörumerki fyrir Andreu. „Hjörtun eru virðingarvottur við Jórunni Brynjólfsdóttur sem rak Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur á horni Skólavörðustígs og Klappar- stígs,“ segir Andrea. Jórunn, sem lést undir lok síðasta árs, þá 98 ára gömul, starfaði í verslun sinni allt fram á það ár. „Mig langaði að sýna Jórunni þá virðingu sem hún á skil- ið. Það er ekki of mikið gert af því að minnast hversdagshetja á borð við Jórunni.“ Í kjölfarið hafi hún hins vegar heyrt margar sögur af Jórunni, enda sé hún kona sem ekki gleymist auðveldlega. Hugmyndin að hjartagerðinni kviknaði þegar sonur hennar fékk, í nafnaveislu sinni síðasta haust, eitt þeirra hjarta sem Jórunn lét gjarn- an fylgja með í kaupbæti. „Ég átti gardínuefni sem var farið að leiðast í kassa og fékk þá þessa hugmynd að fara að framleiða hjörtu úr efn- inu. Að þessum hjartalaga trún- aðarvini, Jórunni, getur þú hvíslað leyndarmálum, markmiðum, áhyggjum og vonum þínum. Jórunn er ávallt til staðar og sér til þess að allt fari vel.“ Í gleði jafnt sem sorg Hugmyndina segir hún hafa fallið í góðan jarðveg hjá dóttur Jórunnar og barnabarni. Hjartað táknaði kærleika í huga Jórunnar og hafa Jórunnarhjörtun nú verið gefin og notuð við fjölmörg tilefni, t.d. í nafnaveislur og við staðfestingu samvistar. „Hjörtun henta við margskonar ólík tækifæri og eigi við bæði í gleði og sorg. Á þeim tímum sem gildin eru að breytast og fólk er að reyna að vera fallegt að innan og utan eiga þau vel við. Það hringdi til dæmis kona í mig um daginn. Hún hafði fundið mömmu sína í Banda- ríkjunum, var að fara að hitta hana í annað sinn og vildi gefa henni eitt hjarta.“ Andrea er líka ánægð með hversu jákvæðar viðtökur verslana á borð við Epal, Kraum og Börn náttúr- unnar hafa verið. „Jórunnarhjörtun eru til sölu í þessum verslunum og á meðan svo margir eru að gera skap- andi hluti í þessu ástandi er ánægju- legt að finna hve áhugasamir versl- unareigendur í þessum verslunum er. Viðbrögðin frá þeim og við- skiptavinum hafa verið mér mikil hvatning,“ segir Andrea sem er bú- in að fá inni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hyggst setja enn meiri kraft í hjartagerðina. Í minningu hversdagshetju Morgunblaðið/RAX Fjölskylduverk Kærasti Andreu, Jón Þór Eyþórsson, skellir vörumerkinu á umbúðirnar. „Framleiðsla og hönnun er í mínum höndum en mamma hefur verið að keyra út fyrir mig, konan hans pabba aðstoðað við vélasauminn, pabbi að klippa út hjörtu á meðan tengdó passar Dreka,“ segir Andrea, hér ásamt Jóni Þór og og syninum Dreka. Jórunnarhjörtun Ekkert þeirra er eins, hvert með sínu sérkenni. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þ etta verður fyrst og fremst skemmtilegt. Að koma saman með börnin og gera eitthvað skap- andi,“ segir Charlotte Böving sem ætlar að fara af stað með námskeið í Kramhúsinu fyrir mæður í fæðingarorlofi. Námskeiðið hefst næsta mánudag, 9. mars, og þemað verður móðurhlutverkið. „Ég ætla að draga fram allt það sem býr innra með mömmum ungra barna. Þessar konur sem eru heima í fæðingarorlofi með ungana sína, þær lifa og hrærast í ákveðnum heimi sem því tilheyrir. Og þær eiga að koma með börnin með sér á námskeiðið, því ég vil að þau séu þátttakendur. Þetta námskeið er hugsað til að gera eitthvað mikil- vægt fyrir okkur mæður sem mann- eskjur. Mömmur eiga ekki að fest- ast inni í heimi barnanna og það er líka mikilvægt að börn sjái mömmu- na gera eitthvað sem er mikilvægt fyrir hana.“ Tíu ára gömul hugmynd Á námskeiðinu hjá Charlotte verður meðal annars unnið út frá spuna og kannski koma einhverjar sögur út úr því. „Allar þessar mömmupælingar mínar, að vera sjálf mamma og eiga mömmu, vera dóttir og eiga ömmu og allt það, fóru af stað fyrir tíu árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Þetta fékk fyrst útrás í leikritinu mammamamma sem ég leikstýrði í Hafnarfjarðarleikhús- inu,“ segir Charlotte sem sjálf á þrjár dætur, eina níu ára og tvær sjö mánaða tvíburastelpur. Hún þekkir því á eigin skinni hvernig er að vera heima þar sem allur tími og orka fer í þá vinnu sem fylgir því að vera með lítil börn. Gjöf til þeirra sem hafa þörfina „Það er mikil vinna að vera heima með barn eða börn, en mömmur þurfa líka að gera eitt- hvað skapandi, þær þurfa að hreyfa sig, dansa, fá orkuflæðið af stað og vekja andann. Þess vegna ætla ég líka að vera með markvissa hreyfingu á þessu námskeiði. Ég ætla ekki aðeins að fá mömmurnar til að segja frá eigin reynslu, held- ur líka reynslu sem þær þekkja annars staðar frá og kannski skálda svolítið í leiðinni.“ Charlotte langar meðal annars til að fá þær konur sem koma á námskeiðið til að gera sína eigin vögguvísu. „Þetta verður spuni sem vonandi talar líka til annarra, vísar út fyrir einkaheiminn. Það er svo ótrúlega mikið efni í þessum mæðraheimi. Það er svo margt sem breytist þegar lítið barn kemur inn í líf fólks. Þessi hugmynd mín er gjöf sem ég ætla að gefa þeim sem hafa þessa þörf til að leika og spinna með orðum.“ Vatn og stuttmyndahátíð María Pálsdóttir leikkona ætlar að aðstoða Charlotte á námskeið- inu. „Við ætlum að hafa námskeiðið þétt, svo konurnar tapi ekki niður flæðinu. Þær koma tvisvar í viku og eiga líka að gramsa heima fyrir, spyrja kannski mömmu sína: Hvernig var fæðingin mín? Þannig geta þær speglað sig í mæðrum sínum. Þetta er risastórt svæði og það kemur svo mikið ef það er opn- að inn á þennan heim.“ Charlotte situr ekki auðum höndum þó næg sé vinnan við að sinna tvíburasystrunum ungu, þeim Brynju og Freyju, og það þarf líka að sinna stóru systur. „Ég er núna að vinna að verkefni um vatn fyrir skólakrakka og full- orðna og svo fer ég í vikunni til Katalóníu á stuttmyndahátíð, en þar verður sýnd myndin „Takk fyrir hjálpið“ sem Benedikt Erl- ingsson, maðurinn minn, gerði, en ég leik í henni útlending, eins og titillinn gefur til kynna. Hver veit nema ég komi heim með einhver verðlaun.“ Leikið og spunnið með orðum Hún ætlar að virkja mæð- ur í fæðingarorlofi. Hvetja þær til sköpunar, vinna út frá spuna og liðka skrokkinn í leiðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mæðgur Charlotte með dætur sínar Brynju og Freyju, sem voru svolítið þreyttar þegar ljósmyndara bar að garði. „Mömmur eiga ekki að festast inni í heimi barn- anna og það er líka mik- ilvægt að börn sjái mömm- una gera eitthvað sem er mikilvægt fyrir hana.“ Skráning í s. 551-5103 eða á slóðinni: www.kramhusid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.