Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 27

Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 27
www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Komdu á rétta sporið í ræktinni! l Tveggja vikna námskeið í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi l Tilvalið að mæta með vinkonunum – hámark 5 í hóp l Leiðbeiningar um mataræði l Mæling og vigtun í byrjun og enda námskeiðs Tímar alla virka daga nema föstudaga 7:15, 12:00, 17:00 og18:00 Laugardagar: 10:30 og 11:30 Innritun stendur yfir í síma 581 3730 Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Stutt og strangt S&S stutt ogstrangt Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Verzlunarskólanemar sýnanú á Brodway frumsaminnsöngleik, Stardust, sembyggist á plötu Davids Bowies, The rise and fall of Ziggy Stardust. Þar segir frá tveimur jarð- arbúum sem vakna á plánetunni Sarasín og lenda í ýmsu óvæntu. „Þetta hefur verið rosalega mikil vinna, en svakalega skemmtilegt. Við byrjuðum strax í vor að undirbúa og höfum æft stíft frá því í október. Sjö manna hljómsveit skipuð nemendum úr Verzló er á sviðinu allan tímann sem og tólf manna kór. Fjölmargir dansarar taka þátt í sýningunni og nemendur skólans hafa séð um að gera alla búninga. Svo þarf að búa til sviðsmyndina og farða og greiða leikurunum, þannig að fjöldi nem- enda kemur að sýningunni,“ segir Ír- is Tanja Ívarsdóttir sem er í nefnd- inni sem sér um að setja upp sýninguna. „Ólafur S.K. Þorvaldz er leikstjóri en hann samdi líka hand- ritið og íslensku textana við lögin. Okkur leist mjög vel á hugmynd hans um að gera söngleik sem byggðist meðal annars á því sem Major Tom lendir í eftir að laginu Space Oddity lýkur. Space Oddity er semsagt upphafsatriði sýningarinnar og svo verða gestir að koma á sýn- inguna til að sjá hvað gerist eftir það.“ Eyjastelpan Barbara Þorvalds- dóttir leikur hina illu Stardust sem ríkir á Sarasín. „Það er mikið kikk að leika Stardust, ég hélt ég gæti það ekki, af því ég er mjög ljúf inni í mér,“ segir hún og skellihlær. „Amma mín sagði eftir að hafa séð sýninguna, að hún vissi ekki að ég gæti verið svona ákveðin og ströng. En Stardust er grimmur harðstjóri sem heilaþvær þegna sína,“ segir Barbara sem er ekki að stíga í fyrsta sinn á leiksvið, því hún var í götuleikhúsi þegar hún var yngri og einnig í leikfélagi Vest- mannaeyja. Kjartan Ottósson leikur Comm- ander Kurt Russel og segir að það sé frábært hvað sýningin höfði til breiðs aldurshóps. „Þetta er ævintýri og mikið sjónarspil með litagleði sem krakkar hafa gaman af og svo kemur eldri kynslóðin sem þekkir vel tónlist- ina, en hún er ekki aðeins frá David Bowie, heldur líka Queen, Prince og fleirum. Védís Hervör tónlistarstjóri samdi líka eitt lagið.“ Kjartan lýsir Russel sem frekar æstum persónuleika. „Hann er eig- inlega gúmmítöffari inn við beinið, þó stundum komi eitthvað annað upp á yfirborðið. Íbúar plánetunnar hafa beðið eftir okkur Major Tom í tvö þúsund ár, og líta á okkur sem bjarg- vætti en við tveir erum frekar lost þarna.“ Fótboltinn á allan hug Arn- þórs Inga Kristinssonar sem leikur Major Tom. „Major Tom eflist eftir því sem líður á sýninguna, hann er skemmtilegur og ber ábyrgð á kæru- lausa vini sínum, Russel.“ Hann seg- ir bæði ögrandi og skemmtilegt að taka þátt í sýningunni. „Þetta er líka svo góður hópur og það myndast allt- af mjög skemmtileg stemning niðri í búningsherbergjum fyrir sýningar.“ Atriði úr sýningunni verða sýnd í dag í Smáralind á Smáralindardeginum. Á plánetunni Sarasín Morgunblaðið/Heiddi Aðalleikarar Arnþór og Kjartan fíflast í Barböru rétt fyrir sýningu. www.stardustshow.is AUKIN hreyfing eftir fimmtugt eykur lífslíkur karlmanna jafn- mikið og það að hætta að reykja, samkvæmt rannsókn sem birt var á vefsíðu læknatímaritsins British Medical Journal í gær. Rannsóknin bendir til þess að karlmenn sem byrja að hreyfa sig reglulega eftir fimmtugt séu með sömu lífslíkur tíu árum síðar og karlmenn sem hafa alltaf hreyft sig mikið eða stundað æfingar reglu- lega. Karlarnir þurfa að stunda æfing- ar reglulega í 5-10 ár til að þessi já- kvæðu áhrif komi fram. Rannsóknin var gerð við Upp- sala-háskóla í Svíþjóð og náði til 2.205 karlmanna sem voru fimm- tugir þegar rannsóknin hófst árið 1970. bogi@mbl.is Aldrei of seint að taka sig á Aukið umferðaröryggi Nú er lokið við að setja upp 34 götuljósastaura við Byggðaveg sem er nýr vegur sem liggur fyrir ofan byggðina í Sandgerði. Vegurinn tengist inn á fjögur íbúða- hverfi. Þessi ágæti vegur er lagður samkvæmt nútíma hönnun. Hann er allur í hlykkjum og beygjum sem gerir það að verkum að vegfar- endur verða að stilla ökuhraða í hóf en vegurinn hefur létt mikið á umferð framhjá Grunnskóla Sandgerðis og eftir Ásabraut. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hengja jólaskreytingar á ljósa- stauranna.    Sekt í pósti Á síðasta sumri setti Vegagerðin upp tvær hraðamyndavélar á veginn milli Sand- gerðis og Keflavíkur. Þessar vélar hafa heldur betur malað gull fyrir ríkið frá því þær voru teknar í notkun. Yfir 1600 ökumenn hafa fengið í pósti sekt fyrir of hraðan akstur á beinum og breiðum vegi. Það hafa vaknað spurningar hvort þessar vélar ættu ekki meira erindi nær byggð- inni þar sem skóli og íþróttasvæði eru sitt hvor- um megin við veginn. Allir Sandgerðingar eru meðvitaðir um þessar blessuðu vélar og aka samkvæmt umferðarlögum allavega fyrir framan vélarnar.    Lögregluvarðstofa hefur nú verið opnuð í hús- næði við hlið Slökkvistöðvarinar að Strandgötu 18 í Sandgerði. Mun varðstofan eiga að sinna löggæslustörfum í Sandgerði og Garði. Inn- réttuð hefur verið glæsileg aðstaða í húsnæðinu sem áður hýsti Björgunarsveitina Sigurvon. Þetta mun vera önnur Lögregluvarðstofan sem opnuð er í Sandgerði, en á árunum 1965 var sett upp varðstofa í gamla sjúkraskýlinu með tilheyr- andi rammgerðum fangaklefum. Var hún í notk- un þar til löggæsla á Suðurnesjum var sam- einuð.    Söfn og sjávarföng er nafn á safnahelgi sem haldin verður á Suðurnesjum um næstu helgi, 14.-15. mars. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í öllum bæjarfélögunum. Þema daganna er sjórinn og það sem tengist sjónum. Veitinga- staðir bjóða upp á sjávarrétti. Fyrirlestrar verða um forna útvegsþætti. Boðið verður upp á fjöl- breytta tónlistardagskrá, málverkasýningar tengdar hafinu ásamt ljósmyndasýningum, auk fjölda annarra viðburða. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskránni. Suð- urnesjamenn bjóða íbúa höfuðborgarsvæðisins velkomna á safnahelgina til að njóta og skoða. Svo má benda á að tröllskessan í Svartahelli, með öll sín búkhljóð, verður í sólskinsskapi og tekur á móti öllum, jafnt börnum sem full- orðnum, sem leggja leið sína í hellinn hennar við Duus-hverfið í Reykjanesbæ. Þess má geta að frítt er inn á öll söfn. Ókeypis Frítt er inn á öll söfn um helgina. SANDGERÐI Reynir Sveinsson fréttaritari ÚR BÆJARLÍFINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.