Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 30

Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 30
30 UmræðanALÞINGISKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fram á Al- þingi frumvarp til breyt- inga á stjórnarskránni og fengið í lið með sér for- mann Frjálslynda flokks- ins og varaformann Framsóknarflokksins. Frumvarpið og aðdrag- andi málsins allur er með afar óvenjulegum hætti miðað við fyrri breytingar á stjórn- arskrá og má í því sambandi nefna nokkur atriði. Í fyrsta lagi er frumvarpið unnið af þröngum ráðgjafahópi ríkisstjórn- arinnar en ekki í samstarfi allra flokka eins og ávallt hefur verið gert undanfarna hálfa öld að minnsta kosti. Í öðru lagi á frumvarpið sér miklu skemmri aðdraganda en venja er um mál af þessu tagi og í þriðja lagi er þinginu ætlaður mjög skamm- ur tími til að afgreiða það. Þegar stjórnarskrárbreytingar hafa verið gerðar á undanförnum árum og ára- tugum hefur þinginu jafnan verið gefinn rúmur tími til málsmeðferðar, enda hér um að ræða grundvall- arreglur samfélagsins, þau lög sem önnur lög verða að byggja á. Það er því alveg sérstaklega mikilvægt að vandað sé til verka og að afgreiðsla fari ekki fram í óðagoti. Öll þessi málsmeðferð vekur furðu og kallar á hörð viðbrögð af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur verið tilbúinn að breyta ýmsum ákvæðum stjórnarskrár- innar og tók af fullum heilindum þátt í starfi stjórnarskrárnefndar 2005-2007 með það að markmiði að fram færi heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það eru hins vegar ekki boðleg vinnu- brögð að handvelja út nokkur til- tekin atriði og koma með þau inn í þingið án samráðs þegar örstutt er til kosninga. Um efnisatriði tillagna ríkisstjórn- arinnar mun ég fjalla síðar. Ég verð þó að vekja athygli á þeirri óskilj- anlegu mótsögn sem felst í því að rík- isstjórnin skuli leggja fram marg- víslegar tillögur um efnisbreytingar á stjórnarskránni, sem hún vill af- greiða fyrir vorið, en leggi samhliða fram tillögu um stjórnlagaþing, sem á að hefja störf í haust og hafa það hlutverk að endurskoða stjórn- arskrána í heild. Ég væri þakklátur ef einhver forystumaður ríkisstjórn- arinnar gæti skýrt þetta atriði fyrir mér. Furðuleg mótsögn Eftir Birgi Ármannsson Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Í DAG, 7. mars, velja framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi frambjóðendur í 1.-5. sæti framboðslista flokksins sem boðinn verð- ur fram við alþingiskosningarnar sem fram- undan eru. Ég vil hvetja alla framsókn- armenn í kjördæminu til þess að mæta á kjörstað, Digranesveg 12 í Kópavogi, milli kl. 9 og 18. Íslendingar ganga nú í gegnum miklar hremmingar og það er komið að endurreisn íslensks samfélags. Þessir tímar efnahags- þrenginga sem við nú lifum eru mörgum mjög erfiðir, þar sem atvinnuleysi og afleiddir þættir hafa slæm áhrif á fólk – mörgum líður illa. Margir samverkandi þættir hafa leitt þjóðina í þessar þrengingar, aukin þensla á öllum sviðum og kapphlaupið um að græða. Aldrei áður hefur eins há upphæð verið greidd í bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði eða, til 14.000 manna, alls um 2 milljarðar króna. Við verðum að horfa á þessar neikvæðu þrengingar á jákvæðan hátt. Við þurfum að flytja okkur úr gömlu, úr- eltu kerfi yfir í nýtt. Til að ná árangri þarf að breyta undirliggjandi gildum, hugsunarhætti fólks, forgangsröðun með áherslu á aukinn jöfnuð, bætt viðskiptasiðferði og sjálfsrækt. Hin nýju gildi þurfa bæði að snúa að ein- staklingnum og að atvinnulífinu og þjóðfélag- inu í heild. Efla þarf atvinnu með nýjum at- vinnutækifærum og nýrri hugsun. Á meðan landsmenn eru að komast yfir erfiðasta hjall- ann í átt að aukinni atvinnu og breyttum gild- um þá liggur á að efla það fólk sem misst hefur atvinnuna og einnig þá sem eru í vinnu. For- senda þess að hægt sé að yfirvinna erfiðleik- ana er að unnið sé að bættri andlegri og lík- amlegri líðan fólks, með aukinni hreyfingu, hollu mataræði og aukinni geðrækt. Ég hef áhuga á því að starfa með Framsóknarflokkn- um að þessum mikilvægu breytingum, innleiðingu nýrra gilda og markvissri sjálfsrækt hvers og eins og því býð ég mig fram í 2. sæti. Ég óska eftir stuðningi ykkar. Framsóknarmenn – mætið og veljið í prófkjörinu Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur Una María Óskarsdóttir Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. EITT brýnasta verkefni stjórnmálamanna um þessar mundir er að sjá til þess að fólk hafi atvinnu. Það má ekki láta þjóðina festast í gildru atvinnuleysis og því er nauðsynlegt að bregðast við hratt og skynsamlega. Við stöndum frammi því fyrir því verkefni að skapa ný störf, einnig á nýjum sviðum. Til að nýta krafta þeirra fjölmörgu sem misst hafa vinnuna undanfarna mánuði verðum við að fara í opinberar og mannaflsfrekar fram- kvæmdir, aðstoða einstaklinga með góðar hugmyndir við að stofna fyrirtæki, þróa nýjar afurðir í matvælaframleiðslu með áherslu á gæði og hollustu, efla ferðaþjónustu sem byggist á nátt- úru, menningu og hreinni orku, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Það þarf að efla enn frekar rannsóknir og þróun, sem leiða til framleiðslu nýrrar vöru og þjónustu. Við eigum að horfa með opnum hug til annarra landa í leit að hugmyndum og samstarfsaðilum og auka útflutning á sérhæfðri þekkingu okkar á ýmsum sviðum. Þannig styrkjum við sjálfsmynd okkar og ímynd þjóðarinnar er- lendis. Það eru mörg sóknarfæri en þau eiga flest sam- merkt að byggjast á rannsóknum, þróun- arstarfi og menntuðu starfsfólki. Reynslan undanfarin ár hefur kennt mér að sveitarfélög njóta góðs af því að vera innan Evrópusambandsins, því þangað geta þau sótt þekkingu og fjármagn til að mennta fólk til nýrra starfa, stofna fyrirtæki og efla rann- sóknir og nýsköpun. Að auki búa þau við stöð- ugleika sem er frumskilyrði þess að hægt sé að byggja upp mannvænt samfélag. Ég vil vinna að því af fullum krafti að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Það er kallað eft- ir nýju fólki til forystu og starfa á Alþingi og mörg krefjandi verkefni bíða okkar. Með bjartsýni og kjark að vopni mun okkur Íslend- ingum takast að byggja upp nýtt og betra samfélag. Ég vil leggja fram þekkingu mína og reynslu til þess að tak- ast á við uppbygginguna og hef ákveðið að bjóða mig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar, sem fram fer 5.-7. mars nk. Með bjartsýni og kjark að vopni Eftir Önnu Margréti Guðjónsdóttur Anna Margrét Guðjónsdóttir Höfundur starfar fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga í Brussel og býður sig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. www.annamargret.is AÐ MÖRGU leyti hefur árið 2008 borið með sér mikinn árangur í innflytjenda- og flóttamannamálum. En árið 2008 hefur líka undirstrikað hve mikil vinna sé framundan í innflytjenda- og flóttamannamálum, meðal annars: Ég bendi fyrst og fremst á íslenskunám fyrir útlendinga – sérstaklega í ljós þeirra nýju krafna frá ríkistjórninni, að þeir sem sækja um ríkisborgararétt gangist undir próf í íslensku. Ég vil að þessi námskeið verði ókeypis, og felldar inn í vinnutíma þegar hægt er. Í öðru lagi undirstrikar mál Pauls Ramses hve mikið á skortir í flóttamannalögum. Þess vegna töldum og telj- um við í Vinstri grænum það sanngjarnt og skynsamlegt að maður sem hefur verið skipað að fara úr landi eigi rétt á að leita úrlausnar dómstóla, og dvelja í landinu meðan málið er til meðferðar. Það var lagabreyting sem við lögðum til í vor, sem fyrrverandi ríkistjórn því miður hafnaði. Það er mikil vinna framundan í innflytj- enda- og flóttamannamálum, að sjálfsögu. En ég er bjartsýnn og sannfærður um að flestir Íslendingar fagna sanngirni og réttlæti í okk- ar fjölmenningarsamfélagi. 2008 og 2009: Innflytjenda- og flóttamannamál, þá og nú Eftir Paul F Nikolov Paul F. Nikolov Höfundur gefur kost á sér í 1.-3. sæti hjá Vinstri grænum í Reykjavíkurkjördæmi og er 1. varaþing- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í KJÖLFAR efna- hagshrunsins hefur far- ið fram þörf umræða um Evrópusambandsaðild, stöðu íslensku krón- unnar og hagkerfisins í heild. Flestum ætti að vera ljóst að ekki geng- ur lengur að haga um- ræðum um hugsanlega aðild að ESB á þann hátt sem gert hefur ver- ið undanfarin ár. Menn hafa annars vegar fullyrt að við fáum ekki að halda sjálfstæði okkar gagnvart fiskimiðunum og nýtingu þeirra,og þar af leiðandi sé málið ekki á dag- skrá. Á móti hefur því svo verið haldið fram að allt sé opið, og við þurfum ekki að breyta neinu nema að taka upp evru í stað krónu. Við þessa öfgakenndu umræðu, með eða á móti, verður ekki lengur unað. Við verðum að ákveða að fara í viðræður við ESB og sjá hvort ekki finnist við- eigandi lausnir á þeim málum sem strandað hefur á í umræðunni hér heima. Einungis þegar allar stað- reyndir liggja á borðinu, sér í lagi varðandi sjávarútveginn og orku- auðlindir, er hægt að mynda sér ábyrga skoðun á því hvort ganga eigi í ESB eða ekki. Aðildarviðræður eru ekki léttvægt skref, en í þeim hafa iðulega fundist lausnir sem sætt hafa stríðandi fylkingar í um- sóknarríkjum. Auk þess er ljóst að afstaða til ESB skiptir miklu í umræðu um að íslenska efnahagskerfið sameinist stærra mynt- svæði sem er orðið mjög aðkallandi mál. Tökum upplýsta ákvörðun Ákvörðunarferli og regluverk er þungt hjá ESB að ógleymdum kostnaðinum sem því fylgir. Jafnframt er fiskveiðistjórn ESB verulega ábótavant. Viljum við gefa frá okkur endanlegan ákvörð- unarrétt fiskveiða eða gætum við fundið varanlega, ásættanlega lausn varðandi miðin okkar? Við þurfum að ganga til viðræðna við ESB til þess að fá svör við einföldum spurn- ingum sem þessum. Það er illa kom- ið fyrir okkur Íslendingum og við verðum að leita allra ráða til að kom- ast út úr ólgusjó kreppunnar. Al- menningur verður að fá aðgengileg- ar og hlutlægar upplýsingar til að geta tekið ábyrga afstöðu. Fáum botn í Evrópuumræðuna Eftir Jón Rúnar Halldórsson Jón Rúnar Halldórsson Höfundur er atvinnurekandi og sæk- ist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í SV-kjördæmi. EKKI er langt síðan margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í ís- lensku þjóðfélagi. Ann- að kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleið- ingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, og umönnunarstörf. Á þessum tíma var leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Aldraðir eiga það eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. En hópurinn sem við köll- um eldri borgara er ekki eins- leitur hópur. Þótt líkur á heilsu- bresti aukist með aldrinum er stór hluti eldri borgara við ágæta heilsu. Félagslegar aðstæður þeirra eru þó nokkuð mismun- andi. Fjárhagur og fjárhags- aðstæður er eðlilega stór áhrifa- þáttur í lífi eldri borgara. Þó má leiða líkur að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjár- hagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börn sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélags- ins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórn þjóð- arskútunnar að helst enginn, hvort sem það eru ungir eða aldn- ir, fylli hóp þeirra sem líða skort. Það væri æskilegt að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnu- markaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku eldri borgara í at- vinnulífinu geta þeir miðlað til okkar hinna þroskuðum við- horfum og dýrmætum menningar- arfi. Slík arfleifð skilar sér best í munnlegum samskiptum. Tenging kynslóða er mikill ávinningur fyr- ir samfélagið. Staða eldri borgara í dag Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali , ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.