Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 32

Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 HÚN hefur varla far- ið fram hjá nokkrum manni sú ósanngjarna umfjöllun sem Davíð Oddsson, formaður bankaráðs Seðlabank- ans, hefur fengið síðustu misseri. Þetta hefur meðal annars kristallast í þeirri herferð núverandi ríkisstjórnar þar sem helsta verkefni í því að „slá skjaldborg um heimilin“ er að koma Davíð úr Seðlabankanum og hefur Jó- hanna Sigurðardóttir verið send út af örkinni af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur til að framfylgja þeim lang- þráða draumi hennar að koma höggi á Davíð. Fólkið og heimilin í landinu skipta litlu máli og þurfa að bíða betri tíma þar sem öll orka Samfylkingarinnar fer í þetta „verkefni“ – enda búið að slíta heilli ríkisstjórn og mynda stjórnmálakreppu ofan í fjár- málakreppu til að fylgja þessu eftir. Samfylkingin hefur í þessu verkefni sínu notið stuðnings margra og það er ekkert launungarmál að vissir fjöl- miðlar, fjölmiðlamenn og pistlahöf- undar hafa haft Davíð á heilanum ár- um saman og eftir að viðskiptabankarnir hrundu hefur afar mörgum hentað vel að beina reiði og æsingi annarra að Seðlabankanum. Frá bankahruni endurtóku menn í fjölmiðlum dag eftir dag að seðla- bankinn hefði „ekki varað stjórnvöld við“ og auk þess „brugðist eftirlits- hlutverki sínu“ að ógleymdum þeim ásökunum að Davíð, sem með sitt lög- fræðipróf og yfir 20 ára hagstjórn- arreynslu, væri með öllu óhæfur í starf seðlabankastjóra þar sem hann starfaði við hlið hagfræðinga með yfir 50 ára reynslu. Það var þó ekki fyrr en seðla- bankastjóri ávarpaði Viðskiptaráð um miðjan nóvember sem landsmenn fengu að heyra að bankinn hafði held- ur betur varað stjórnvöld við – og vak- in var athygli á því að eftirlitshlutverk bankans hafði nær áratug áður verið fært til fjármálaeftirlits- ins. Hendur Seðlabank- ans voru því bundnar hvað það varðar. Þeir sem hæst höfðu gagnrýnt bankann þögnuðu í hálfan dag en tóku svo þá línu að óeðlilegt væri að seðla- banki svaraði fyrir sig með þessum hætti! Eftir fyrrnefndan fund Viðskiptaráðs tók sami söngurinn við: Bankinn brást, hann varaði ekki við. Seðlabankastjóri stýrði ríkisstjórn þegar bankarnir voru seldir á sínum tíma, þetta hlýtur, nei þetta verður að vera honum að kenna. Þá vekur einnig athygli að Rík- issjónvarpið lætur gjarnan systur for- stjóra eins stærsta fjármálafyrirtækis landsins segja fréttir af stjórnmála- umræðum um seðlabankann og við- skiptalífið og einhvern veginn virðist henni flest benda til þess að ábyrgðin á stöðu fyrirtækja sé annars staðar en hjá stjórnendum þeirra. Hér er ekki ætlunin að gera lítið úr viðkomandi fréttamanni heldur einungis benda á þá staðreynd að vensl og hags- munatengsl ná út fyrir fjármálastofn- anir og endurskoðunarskrifstofur. Stjórnendur umræðuþátta halda sjálfir úti harðskeyttum heimasíðum þar sem seðlabankanum og banka- stjóra hans eru send skeytin dag eftir dag. Þess á milli fara síðuhaldarar svo og stjórna umræðuþáttum um þjóð- mál og velja þangað þá sem þeim líkar til að þylja þulur sínar. Margir einkafjölmiðlar landsins eru enn undir sömu stjórn og áður, og þeir áhrifamestu enn í eigu sömu aðila og fóru mikinn í útrás og banka- rekstri. Allir sjá hvaða hagsmuni þeir hafa af því að athygli og reiði beinist að opinberum aðilum en ekki annað. Og við þessar aðstæður eru svo gerðar skoðanakannanir um traust á einstaklingum. Á stjórnmálamönnum sem geta svarað fyrir sig á hverjum degi og svo þessum embættismanni, sem undir samfelldum árásum mán- uðum saman hefur haldið eina ræðu og skrifað eitt bréf sem fæstir hafa heyrt eða séð í heild, og hvorugt var víst við hæfi að mati álitsgjafanna. Gamlir samherjar hans á þingi skjálfa og nötra af hræðslu. Alveg er það nú magnað, að sama fólkið og bölvar nú útrásarvíking- unum í sand og ösku, heldur sam- viskusamlega áfram að bergmála sönginn sem fjölmiðlar og pistlahöf- undar í eigu sömu útrásarvíkinga reyndu að innræta landsmönnum ár- um saman. Það merkilegasta í þessu er að fáir virðast tilbúnir að fjalla um peninga- málastefnuna og þau lög sem Seðla- bankinn fylgir. Nú er flokksskrifstofa Samfylkingarinnar farin að skrifa lagafrumvörp fyrir þingflokkinn og mun eitt þeirra, svokallað Seðla- bankafrumvarp, verða afgreitt í vik- unni. Það frumvarp snýst að mestu leyti um að víkja núverandi banka- stjórnum úr starfi, gera Seðlabank- ann að pólitískri stofnun, svipta hann nánast öllu sjálfstæði. Höfundur frumvarpsins tekur lítið á peninga- málastefnunni, enda virðist hún al- gjört aukaatriði í stríðinu. Auðvitað er peningamálastefnan sem slík, og þá Seðlabankinn í heild, ekki hafin yfir gagnrýni og í raun má efast um einkarétt hins opinbera á því að prenta peninga. En það er ekki það sem andófsmenn Davíðs hafa í huga þegar kveikt er á sjónvarpsmyndavél- unum og Samfylkingin, fjölmiðla- menn, pistlahöfundar og sérvaldir prófessorar eru ekki með hana í huga þegar þeir engjast af geðshræringu og reyta hár sitt af reiði – heldur ein- göngu Davíð. Og í þessu stríði virðast heimilin í landinu skipta litlu máli. Þráhyggjan um Davíð Gísli Freyr Valdórs- son skrifar um Dav- íð Oddsson og and- ófsmenn hans » Stjórnendur um- ræðuþátta halda sjálfir úti harðskeyttum heimasíðum þar sem Seðlabankanum og bankastjóra hans eru send skeytin dag eftir dag. Gísli Freyr Valdórsson Höfundur er stjórnmálafræðinemi og blaðamaður. ALDREI hefur tek- ist að slá neinu föstu um orsakir geð- sjúkdóma. Þeim fjölgar stöðugt sem stríða við geðheilsubrest. Um- ræðan hefur opnast og fólk leitar sér aðstoðar í meiri mæli. Tegundum geðlyfja, bæði þung- lyndis- og geðrofslyfja, fjölgar og þau verða dýrari. Notkun lyfjanna eykst, geðlæknum og heilbrigðisstarfs- mönnum fjölgar og öryrkjum fjölgar. Ný geðrofslyf (sturlunarlyf) komu á markaðinn fyrir tæpum þremur ára- tugum. Birtingarmyndir verkana og aukaverkana þeirra lyfja voru aðrar en áður þekktust. Almenningur og læknar trúðu að lausn í meðferð geð- sjúkra væri loks fundin. Síðar kom í ljós að nýju lyfin hafa aðrar verkanir og afleiðingar, ekki jafn sýnilegar og af neyslu gömlu lyfjanna, sem ollu m.a. óafturkræfum taugaskemmdum. Nýju lyfin hafa áhrif á efnaskipti lík- amans, geta hækkað kólesteról í blóð- inu, valdið sykursýki og öðrum lík- amlegum truflunum sem minnka lífslíkur og lífsgæði. Mörg geðrofslyf hamla 70-90% af svokölluðum D2-taugamóttökurum sem taka upp dópamín í heila. Starf- semi framheilans mótar m.a. per- sónuleikann. Áhyggjur af framtíð, nú- tíð og fortíð stýrast þar, svo og hugmyndaflug og sjálfsvitund; hver er ég og hvað stend ég fyrir. Með því að hamla upptöku dópamíns sljóvgast vissar tilfinningar. Fyrir marga er það gott, áhyggjur og hræðsla minnk- ar og menn velta sér ekki allt of mikið upp úr liðinni eða ókominni tíð. Minnkandi upptaka dópamíns hjálpar einnig þeim sem eru of varir um sig, þeir verða ekki eins uppteknir af um- hverfinu og hættum sem þar kynnu að leynast. Næmi fyrir fjandmönnum og ofsóknarkennd helst innan vel- sæmismarka. Hömlun dópamínupp- töku hefur líka áhrif á stjórn hreyf- inga. Heilinn aðlagar sig stöðugt að breyttum aðstæðum. Hann breytist við hugsun eða iðju og við umhverf- isáreiti. Allt sem við upplifum, hvort sem er streita, áföll, ofbeldi, fall í virð- ingu, sigrar eða lærdómur, hefur áhrif á heilastarfsemina. Allt sem við setjum í okkur hefur líka áhrif, hvort sem það er fæða, vímuefni eða geðlyf. Lítil eða mikil hreyfing hefur líka áhrif á starfsemi heilans. Fólk virðist ekki vera nógu vel upplýst um alvar- legar afleiðingar þess að hætta snögglega einhverju sem heila- starfsemin hefur „búið við“ daglega. Ef t.d. efni sem hindrar upptöku dóp- amíns hætta að berast heilanum, verður upptaka dómamíns alltof hröð, með alvarlegum afleiðingum. Þar sem heilinn breytist sífellt, nægir ekki að redda málunum með því að fá gamla skammtinn aft- ur. Allir geta veikst á geði. Vegna þess að ekkert hefur verið sannað varðandi orsök geðsjúkdóma, þarf fólk að fá að vera meira með í ráðum um hvers konar aðstoð það hefur kost á. Þetta á sérstaklega við núna þegar margir eiga í erfiðleikum; eru að missa eigur sínar, hlut- verk og tilgang. Við verðum að hafa fleiri kosti en geðlyf til að þola það álag sem framundan er hjá þjóðinni. Lyfin geta hjálpað fólki að ná tökum á tilverunni og margir velja að taka lyf vitandi um verkanir þeirra bæði til skemmri og lengri tíma. Hver og einn á að fá að vega og meta hvað skiptir mestu máli í hans lífi. Frá 1950 hafa geðlyf verið aðalmeðferðin við geðheilsubresti í vestrænum samfélögum. Fleiri og fleiri rann- sóknir draga í efa langtímaárangur geðlyfja og það skiptir ekki máli hvort það eru þunglyndislyf eða geð- rofslyf. Stjórnvöld hafa lykilhlut- verki að gegna við að veita fjölbreytt- ari leiðum brautargengi. Ef aðeins er veðjað á eina leið, kemst hún í einok- unarstöðu og sé hún lyfjameðferð, hagnast eigendur lyfjafyrirtækjanna kannski mest. Geðlyf verða alltaf valkostur fyrir þá sem eiga í geðrænum erfiðleikum. En kannski verður að nota þau með meiri aðgát og varúð. Dýralæknar gefa t.d. hræddum dýrum svipuð lyf og geðrofslyf aðeins í stuttan tíma þegar dýr verða ofsahrædd og þurfa að jafna sig. Ekki viljum við nota geðrofslyfin eins og Rússar gerðu til að þagga niður í pólitískum andstæð- ingum. Ekki viljum við heldur nota geðlyf til að fólk sætti sig við óþol- andi ástand eða aðstæður. Lyf sem hafa áhrif á heilastarfsemina hafa áhrif á mennsku okkar og skiptir þá engu hvort lyfin eru lögleg eða ólög- leg – þau breyta starfsemi heilans. Það eru mannréttindi að fá að ráða yfir eigin líkama og hugsun. Við eig- um að nota þekkingu okkar á heila- starfseminni og taka þátt í verk- efnum sem hafa áhrif á hugsun, sjálfstraust og trú á eigin áhrifamátt. Lýðræði, tjáningarfrelsi, jafnrétti, réttlæti og þjóðfélagsgerð hefur áhrif á heilastarfsemina. Með því að fá að taka virkan þátt í endurbygg- ingu íslensks samfélags, höfum við jafnframt áhrif á eigið geð og ann- arra, og samfélagið í heild. Geðlyf við efna (hags)ójafnvægi Elín Ebba Ás- mundsdóttir skrifar um meðferð við geðsjúkdómum Ebba Ásmundsdóttir » Lýðræði, tjáning- arfrelsi, jafnrétti, réttlæti og þjóðfélags- gerð hefur áhrif á heila- starfsemina. Iðjuþjálfi/dósent við HA og þróunarstýra Hlutverkaseturs Í BYRJUN „Átjánda brumaire Lúðvíks Bónaparte“ rifjar Karl Marx upp þá skoðun heimspekingsins He- gels „að allir miklir at- burðir og persónur ver- aldarsögunnar komi með nokkrum hætti tvisvar fyrir“ og bætir síðan við: „í fyrra skiptið sem harm- leikur, í síðara skiptið sem skrípa- leikur“. Titillinn vísar til hins sögu- fræga dags 9. nóvember 1799 þegar Napóleon Bónaparte rændi völdum í Frakklandi. Marx freistar þess að sýna hvernig félagslegar og pólitísk- ar kringumstæður þar í landi hálfri öld síðar urðu til þess að bróðursyni Napóleons, Lúðvík Bónaparte, tókst að herma valdarán föðurbróður síns eftir og „gerðu afkáralegum miðl- ungsmanni fært að leika hlutverk hetjunnar.“ Davíð Oddssyni fyrrverandi for- sætisráðherra og formanni Sjálf- stæðisflokksins verður seint jafnað við Napóleon Bónaparte – til þess eru atburðir og persónur á Íslandi of smáar í hinu stóra samhengi verald- arsögunnar. Ekki verður heldur um hann sagt að honum svipi til bróð- ursonarins, þessa einfaldasta manns Frakklands sem „öðlaðist marg- brotnari þýðingu en nokkur annar“ einmitt vegna þess að „hann var ekk- ert“ og gat þannig „táknað allt annað en sjálfan sig“ svo notuð sé lýsing Marx. Þegar horft er yfir feril Davíðs Oddssonar má þó til sanns vegar færa að fyrri hluti ferilsins hafi að endingu kallað harm- leik yfir íslensku þjóð- ina og sá síðari snúist upp í skrípaleik sem varla á sér hliðstæðu. Í þessum takmarkaða skilningi virðist sögu- skoðun Hegels með fyr- irvara Marx eiga við í tilfelli Davíðs. En hvað sem veraldarsögunni líður er Davíð Oddsson óumdeilanlega stór á íslenskan mælikvarða – skarp- skyggn og slyngur valdsmaður sem sat lengur á stóli forsætisráðherra en dæmi eru um í sögu lýðveldisins. Davíð er raunar eins og tveir menn: framan af stjórnmálaferli hans geisl- uðu frá honum persónutöfrar og kímnigáfa í bland við afburða dugnað og stjórnkænsku en þegar á leið tók að bera á skapofsa og óþolinmæði uns hann þraut örendið og hætti af- skiptum af stjórnmálum. Með breyt- ingum á lögum sem endurspegluðu helmingaskiptareglu fjórflokksins hvarf hann hljóðlaust inn í Seðla- banka Íslands sem hefur löngum ver- ið athvarf fyrir uppgjafarstjórn- málamenn. Eftir að Davíð Oddsson kom í Seðlabankann þurfti hann að kljást við afleiðingar þeirrar efnahags- stefnu sem mótuð var í forsætisráð- herratíð hans: ofþenslu efnahagslífs- ins, hátt gengi, aukna verðbólgu og háskalega útþenslu bankanna. Á haustdögum 2008 hratt lausa- fjárkreppa á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum af stað alvarlegri kreppu sem hitti íslenskt fjár- málakerfi illa fyrir. Bankarnir höfðu farið offari í útþenslu sinni erlendis. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sem áttu að hafa eftirlit með þeim sofnuðu á verðinum og fjármálakerfið hrundi eins og spilaborg. Fólk þusti út á götur og torg og krafðist þess að einhver axlaði ábyrgð á hruni kerf- isins. Loks sagði einn ráðherra af sér og rak yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins í leiðinni, síðan féll ríkisstjórnin og mynduð var bráðabirgðastjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur og boðað til kosninga – en Davíð sat sem fastast þrátt fyrir að Seðlabankinn væri rúinn trausti. Þegar sitjandi forsætisráðherra sendi yfirstjórn Seðlabankans skrif- lega beiðni um að víkja svo að end- urheimta mætti trúverðugleika bank- ans svaraði Davíð Oddsson erindinu á þá leið að ekkert væri við störf hans að athuga og að hann færi hvergi. Stjórnendur stofnana og fyrirtækja bera hins vegar ábyrgð á því að þær standi undir hlutverki sínu og ræki skyldur sínar af kostgæfni. Seðla- bankinn brást þeirri frumskyldu sinni að tryggja fjármálastöðugleika í landinu með hrikalegum afleiðingum fyrir íslenskt þjóðarbú. Njörður P. Njarðvík segir eðlilegt að kallað „sé eftir ábyrgð manna sem hafa brugð- ist trúnaði og þar með skaðað aðra, þótt ekki hafi það verið ásetningur. Þeir hafa misst trúnað og þurfa ann- aðhvort að öðlast hann á ný, sem get- ur reynst erfitt, ellegar víkja fyrir öðrum“. Og Njörður heldur áfram: „Enginn er dómari í eigin sök, og fáir finna sök hjá sér, en sé dómgreind fyrir hendi, – sem ætlast er til af emb- ættis- og ráðamönnum – eiga menn að geta skilið eða skynjað ábyrgð sína og tekið afleiðingum hennar. Í því felst ábyrgð“ (Fbl., 23.11.08). Frekar en gangast við ábyrgð sinni kaus Davíð Oddsson að setja á svið skrípaleik. Eftir þrásetu í Seðla- bankanum þar sem á honum stóðu öll spjót birtist hann í Kastljósviðtali og freistaði þess að verja hendur sín- ar. Milli þess sem hann snupraði spyrilinn fyrir að vera illa und- irbúinn og spyrja rangra spurninga bar hann af sér allar sakir – þóttist ekki hafa gert neitt rangt og skildi ekkert í því að hann sætti ofsóknum. Þarna sat þessi fyrrverandi stjórn- málaskörungur sem hafði borið æg- ishjálm yfir andstæðinga sína í spor- um fórnarlambsins og virtist einangraður og veruleikafirrtur. Hetjan er fallin af stallinum en eftir stendur „afkáralegur miðlungs- maður“ sem vill ekki horfast í augu við staðreyndir og firrir sig ábyrgð. Eins og rómverski spekingurinn Se- neca sagði: Sérhver maður er sinn eigin böðull. Harmleikur eða skrípaleikur? Stefán Erlendsson skrifar um starfs- feril Davíðs Odds- sonar » Þarna sat þessi fyrr- verandi stjórn- málaskörungur sem hafði borið ægishjálm yfir andstæðinga sína í sporum fórnarlambsins og virtist einangraður og veruleikafirrtur. Stefán Erlendsson Höfundur er stjórnmálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.