Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 42
42 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
Sudoku
Frumstig
4 2
1 3 8
7 3 9
6 5 3
8
2 8 5
6 9
1 6
4 8 7 3
9 1
5 2 8
6
2 3
9 8
6 5 7
7 8
8 6 1 3 2
1 3 5
7 1 4
2 8
7 1 5 6
3 2 8
4 8
5 9 3
5 6 9
8 5
2 4
4 5 2 8 9 1 3 7 6
6 7 8 4 3 5 1 9 2
9 3 1 6 2 7 5 8 4
8 4 5 9 1 6 7 2 3
2 9 3 7 5 4 6 1 8
1 6 7 3 8 2 9 4 5
5 1 4 2 7 3 8 6 9
3 8 6 1 4 9 2 5 7
7 2 9 5 6 8 4 3 1
7 8 5 3 2 9 4 1 6
6 3 9 1 8 4 7 2 5
2 1 4 6 5 7 8 3 9
8 2 1 5 9 6 3 4 7
4 5 7 2 1 3 6 9 8
3 9 6 7 4 8 2 5 1
9 4 2 8 6 5 1 7 3
1 6 3 9 7 2 5 8 4
5 7 8 4 3 1 9 6 2
5 2 7 6 8 1 4 9 3
4 8 9 7 5 3 1 6 2
1 6 3 4 2 9 5 7 8
7 1 6 2 3 8 9 4 5
9 3 4 1 7 5 8 2 6
8 5 2 9 6 4 7 3 1
2 9 5 3 1 7 6 8 4
6 4 8 5 9 2 3 1 7
3 7 1 8 4 6 2 5 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að
fylla út í reitina þannig
að í hverjum 3x3-reit
birtist tölurnar 1-9. Það
verður að gerast þann-
ig að hver níu reita lína
bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9
og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 7. mars, 66. dagur
ársins 2009
Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa
öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir
hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.
Kor. 8, 2.)
Víkverja finnst stundum að ekk-ert sé nýtt undir sólinni. Hon-
um finnst ekki ólíklegt að það þannig
sé það raunar. Ekkert sé nýtt undir
sólinni. Mögulega sé það þess vegna
sem til er málsháttur sem heldur því
sama fram.
x x x
Víkverji veit það af afspurn aðhressilegur efnahags-
samdráttur var í landinu á fyrri
hluta tíunda áratugarins. Á þeim
tíma hafði hann reyndar mestan
áhuga á geimflaugum og drátt-
arvélum og fylgdist því ekki með
þróun hagvísa. En í byrjun þeirrar
kreppu, árið 1993, skrifaði Þorvald-
ur Gylfason hagfræðiprófessor bók-
ina Hagkvæmni og réttlæti. Í kafla
um ábyrgðarleysi kom fyrir kunn-
uglegt stef, erlend skuldsetning.
x x x
Mig langar að biðja lesandann aðvelta þessu fyrir sér í stutta
stund: „Þessi ellefu ár, 1980-91, tók-
um við næstum 400.000 krónur að
láni á hvert mannsbarn í landinu, en
tekjur okkar jukust samt aðeins um
rösklega 100.000 krónur á mann all-
an þennan tíma. Þessar tölur fela
það í sér, að án þessarar ofboðslegu
skuldasöfnunar í útlöndum þennan
tíma og án róttækrar stefnubreyt-
ingar í efnahagsmálum hefðu ráð-
stöfunartekjur þjóðarinnar minnkað
verulega að öðru jöfnu síðastliðin ell-
efu ár þrátt fyrir hagstæð ytri skil-
yrði yfirleitt. Lífskjör almennings
hefðu hríðversnað.
Hvað þýðir þetta? Við höfum tekið
batnandi lífskjör að láni í útlöndum
öll þessi ár. Hagvöxturinn hefur ver-
ið minni en enginn í raun og veru.
Stjórnvöld hafa slegið nauðsyn-
legum umbótum á frest von úr viti í
skjóli skuldasöfnunar. Börnin okkar
eiga eftir að borga reikninginn –
verði þau ekki farin úr landi, þegar
þar að kemur.“
x x x
Hagfræðingar búa við þann mun-að að hitti orð þeirra ekki í
mark undir eins er það í góðu lagi,
því þau gera það þá bara einhvern
tímann seinna. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 fer illum orð-
um um, 8 þyrla, 9 festa
lauslega, 10 glöð, 11
skífa, 13 sárum, 15 vind,
18 margnugga, 21 grein-
ir, 22 barið, 23 rándýr,
24 tarfur.
Lóðrétt | 2 stela, 3 fatta,
4 valska, 5 reiðum, 6
hugur, 7 athygli, 12 guð,
14 dveljast, 15 vers, 16
snákur, 17 miðjan, 18
undin, 19 sviku, 20
svaðs.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kleif, 4 karms, 7 penni, 8 röðul, 9 tap, 11 nusa,
13 maka, 14 kalda, 15 þaka, 17 nafn, 20 err, 22 kímin, 23
ærður, 24 ataði, 25 tarfi.
Lóðrétt: 1 kæpan, 2 efnis, 3 feit, 4 karp, 5 ryðja, 6 selja,
10 aflar, 12 aka, 13 man, 15 þokka, 16 kempa, 18 arður,
19 narri, 20 enni, 21 ræst.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. c4 Rf6 4. e3 d5 5.
cxd5 Rxd5 6. a3 Bd6 7. d3 O-O 8. Rf3 f5
9. Rbd2 Rf6 10. Dc2 De8 11. Rc4 b5 12.
d4 bxc4 13. Bxc4+ Kh8 14. Bb5 Rxd4
15. Rxd4 Dg6 16. Bc6 Hb8 17. Rf3 e4
18. Re5 Bxe5 19. Bxe5 Ba6 20. O-O-O
Bd3 21. Dc3 Rg4 22. Bg3 Hb6 23. Bd5
Staðan kom upp á opnu móti í Gí-
braltar sem lauk fyrir skömmu.
Sænski stórmeistarinn Emanuel Berg
(2606) hafði svart gegn Þjóðverjanum
Peter Dittmar (2382). 23… f4! 24. exf4
svartur hefði einnig unnið eftir 24.
Bxf4 Rxf2. 24…Dd6! 25. Hxd3 exd3
26. Dxd3 Dxa3+ 27. Kd2 Hd8 28. Hd1
Hxb3 29. Dxb3 Dxb3 og hvítur gafst
upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Yfirkötturinn.
Norður
♠4
♥KG742
♦G43
♣KG109
Vestur Austur
♠Á965 ♠--
♥10 ♥ÁD98653
♦10962 ♦Á87
♣7532 ♣Á64
Suður
♠KDG108732
♥--
♦KD5
♣D8
Suður spilar 4♠ doblaða.
„Hefurðu aldrei heyrt talað um öpp-
erkött?“
Það er nauðsynlegt að rifja upp 4♠
doblaða frá því á fimmtudaginn. Aust-
ur vakti í þriðju hendi á 4♥ og suður
sagði 4♠, sem vestur doblaði. Því var
slegið fram í fimmtudagsþættinum að
4♠ stæðu sem stafur á bók, en það er
ekki alls kostar rétt. Reyndar er leikur
einn að ná í fjórða varnarslaginn á
spaðaníu með því sem enskir kalla
„uppercut“ (yfirstungu).
Út kemur hjarta, suður trompar og
sækir ♠Á. Vestur kemur austri inn á
annan láglitaásinn, fær hjarta til baka
og ♠9 uppfærist í slag. Þessi vörn
brást við borðið. Vestur skipti yfir í
lauf og austur dúkkaði til að einangra
laufið í borði. Skiljanleg vörn, enda
austur lokaður fyrir því að makker ætti
svo vesælt tromp.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Góð bók er gulli betri og nú
skaltu láta undan þeirri þrá þinni að
læra meira. Gættu þess þó að ofmetnast
ekki eða gleyma þætti þinna nánustu í
velgengni þinni.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert einstaklega afkastamikil
manneskja. Brettu upp ermarnar,
gakktu glaður til verks og þú munt sjá
laun erfiðis þíns fyrr en varir.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þér er gefið að taka eftir hlut-
um sem fara framhjá öðrum. Ruglingur
frá í gær er liðinn hjá, í dag muntu af-
kasta miklu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Krabbinn elskar hugmyndir.
Líklega er best að fá háttvísa vog í lið
með sér áður en lengra er haldið.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú bjóðast ýmsir möguleikar til að
ferðast og bæta við sig menntun.
Leiddu þessar hugsanir hjá þér því þær
eru aðeins tímabundnar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú getur lært eitthvað um sjálfa
(n) þig af þínum nánustu samböndum.
Reyndu að hugsa áður en þú talar og
vera viss um að það sem þú berst fyrir
sé þess virði.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Notaðu daginn í að tryggja framtíð
þína á hagnýtan og fjárhagslegan máta.
Taktu á honum stóra þínum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að
kynna þér nýju starfsáætlunina sem þú
átt að vinna eftir. Þú leggur þig fram
við að gera vinum þínum til hæfis.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Notaðu hvert tækifæri sem
þú færð til þess að halda fram þínum
málstað. Láttu aðra ekki draga úr þér
kjarkinn; athugasemdir þeirra eru mest
öfund.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Heimilið og fjölskyldan verða
í brennidepli hjá þér á næstu fjórum til
sex vikum. Deildu leyndarmálinu með
öðrum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Lífsgleði þín er mikils virði
og stór hluti af ástæðunni fyrir vel-
gengni þinni. Farðu vel með þig og
slakaðu á.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þið ættuð ekki að láta setja
starfi ykkar skorður sem þið eigið erfitt
með að vinna við. Hóaðu eftir liðsauka
og gefðu skýr fyrirmæli.
Stjörnuspá
7. mars 1902
Sögufélagið var stofnað til
þess að „gefa út heimildarrit
að sögu Íslands í öllum grein-
um frá því á miðöldum og síð-
an“. Fyrsti forseti þess var Jón
Þorkelsson.
7. mars 1922
Ríkisstjórn Sigurðar Eggerz
tók við völdum. Hún sat í rúm
tvö ár.
7. mars 1944
Þrír breskir togarar, sem voru
í samfloti, strönduðu milli
Veiðióss og Nýjaóss í Vestur-
Skaftafellssýslu. Fjórir menn
fórust en 39 komust til
byggða. Aðeins eitt skipanna
náðist út.
7. mars 1975
Flutningaskipið Hvassafell
strandaði við Flatey á Skjálf-
anda í hvassviðri og snjókomu.
Mannbjörg varð. Skipið náðist
af strandstað síðar og gert var
við það.
7. mars 1981
Lagið „Af litlum neista“ hlaut
flest atkvæði í fyrstu söngva-
keppninni sem Sjónvarpið
efndi til.
7. mars 1996
Séð og heyrt hóf göngu sína. Í
fyrsta tölublaði þessa vikurits
var meðal annars rætt við
biskupshjónin, fylgst með for-
setaframbjóðendum og fjallað
um hund forsætisráðherra,
sem sagður var mikið gæða-
blóð.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„ÉG er búin að bjóða vinum og fjölskyldu til há-
degishressingar í safnaðarheimili Vídalínskirkju,“
segir Anna Nilsdóttir, aðalbókari Garðabæjar, um
hvernig hún ætlar að fagna sextugsafmæli sínu í
dag. „Svo ætla ég að eyða deginum með fjölskyld-
unni en við erum með eitt nýfætt barnabarn,“ seg-
ir Anna en hún og eiginmaður hennar, sr. Friðrik
Hjartar, eiga þrjú börn og þrjú barnabörn.
Hún segist eiga erfitt með að gera upp við sig
hvaða afmælisdagur sé eftirminnilegastur. „Það
má segja að mörg af mínum afmælum séu eftir-
minnileg, bæði þegar ég var yngri og hélt alltaf
upp á afmælið með vinkonum mínum og einnig í seinni tíð. Mér er sér-
staklega minnisstætt fertugsafmælið mitt þegar ég bjó í Ólafsvík. Það
gerði stórbrjálað veður og gestir lentu í ófærð og vonskuveðri,“ segir
hún og minnist þess að veður hafi einnig oft verið slæmt á Siglufirði
þar sem hún fæddist og ólst upp sem og í Búðardal þar sem hún hefur
einnig átt heimili. „Eitt af eftirminnilegustu afmælunum mínum var
þar. Það var konukvöld í Staðarskála og ég bauð konunum heim til
mín áður. Það var vonskuveður en það var svo gaman að fólk er enn
að minnast á það.“ ylfa@mbl.is
Anna Nilsdóttir bókari á sextugsafmæli í dag
Oft átt afmæli í vonskuveðri
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is