Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 43

Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 43
Velvakandi 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER GAMAN AÐ HORFA Á FISKA SÉRSTAKLEGA ÞEGAR VERIÐ ER AÐ STEIKJA ÞÁ Á PÖNNU ÉG BÝST VIÐ ÞVÍ AÐ HÚN HAFI FARIÐ MEÐ HANN INN Í ELDHÚS ALLAR VERUR Á JÖRÐINNI BÚA YFIR LÖNGUNINNI TIL AÐ SPARKA BOLTA SJÁÐU ÞETTA! FINNST ÞÉR ÞETTA EKKI VERA ÆÐISLEG TEIKNING? FINNST ÞÉR EKKI ÓTRÚLEGT AÐ KENNARINN MINN HAFI SAGT AÐ MYNDIN SÉ EKKI NÓGU ALVARLEG?!? EF ÞETTA ER EKKI ALVÖRU- GEFIÐ LISTAVERK, ÞÁ VEIT ÉG EKKI HVAÐ! HVAÐ GERIR KENNARANN MINN SVONA KLÁRAN AÐ HANN GETUR GAGNRÝNT LIST Á VIÐ ÞESSA? ÞETTA ER FALLEGT OG DJÚPT LISTAVERK! ÞETTA ER RISAEÐLA Í GEIMSKIPI, EKKI SATT? SJÁÐU! MEIRA AÐ SEGJA ÞÚ SÉRÐ ÞAÐ! JÆJA, NJÓSNARI... HVAÐ GETUR ÞÚ SAGT OKKUR? HVER VALDI ÞENNAN MANN SEM NJÓSNARA? HEILU BORGIRNAR HAFA VERIÐ LAGÐAR Í RÚST! STRÍÐIÐ ER ALLS STAÐAR! ÓTTINN HEFUR YFIRTEKIÐ ALLT! SESAR, ÉG ER MEÐ ROSALEGA GÓÐA HUGMYND... VIÐ LÆKKUM SKATTANA EN BÆTUM SÍÐAN VIÐ HELLING AF ÞJÓNUSTUGJÖLDUM Í STAÐINN HVAR ER MAMMA ÞÍN? HÚN ER AÐ TAKA HÚSIÐ OKKAR Í GEGN SVO VIÐ SÓUM EKKI RAFMAGNI ÉG VEIT AÐ HÚN FER Í TAUGARNAR Á ÞÉR, EN ÉG DÁIST AF KRAFTINUM Í HENNI HÚN Á EFTIR AÐ SETJA ALLT Á HVOLF OG LÁTA SIG SÍÐAN HVERFA SEM HLJÓMAR EKKI SVO ILLA ÉG NEYDDIST TIL AÐ RÍFA ÚT GÖMLU EINANGRUNINA... FYRST JAMESON BÝÐUR VERÐLAUN FYRIR AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVER ÉG ER... ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ SKIPTA UM FÖT ÁÐUR EN ÉG FER HEIM HÆ, ELSKAN! HVAÐ ER AÐ? Ó, PETER... FRAMLEIÐEND- URNIR SKIPTU UM SKOÐUN ÞEIR ÆTLA EKKI AÐ GERA FRAMHALDSMYND UM „MARVELLU“ SEINNA... VEL hefur viðrað til gönguferða undanfarna daga þó að frost hafi verið töluvert í höfuðborginni, en veður hefur verið stillt og þurrt. Á myndinni má sjá fólk á röskri göngu úti við Sundin blá síðla dags í vikunni. Morgunblaðið/Golli Á göngu síðla dags Kvörtun/ábending til Strætó ÉG vona að þessar ófar- ir mínar kalli fram bros á andliti þeirra sem finnst það „ömurlegt að þurfa að hanga í bílnum í umferðinni á morgn- ana“. A.m.k. þurfið þið ekki að taka strætó! Ég var á leiðinni í sexuna eftir síðasta tíma dags- ins á föstudegi kl. 15 og ég þurfti að komast fljótt heim. Ég var á góðum tíma til að ná honum en þegar ég kom auga á strætóskýlið við Hringbraut sá ég að strætóinn var kominn og fólkið stóð í röð til að kom- ast inn í hann. Ég byrjaði að hlaupa og kallaði á fólkið til að biðja strætóbílstjórann um að bíða eftir mér. Mér fannst það skammarlegt en hvað um það, ann- aðhvort heyrði bílstjórinn ekki í mér eða hann skeytti ekki um það (í ljósi framvindu sögunnar finnst mér síðari kosturinn líklegri). Dyrnar lokuðust og strætó lagði hægt af stað og ég tók þá ákvörðun að hlaupa á eftir honum ef vera skyldi að ég næði honum á rauðu ljósi, þá þyrfti ég a.m.k. ekki að taka leigubíl. Ég hljóp og hljóp og strætóinn stoppaði á rauðu ljósi svo ég hélt í vonina. Eftir að hafa hlaupið tæpan hálfan kílómetra með töskurnar og þá skömm að vera að hlaupa á umferð- areyju eins og hálfviti varð ljósið grænt. Ég gaf upp vonina, en fékk hana aftur þegar ég sá að strætóinn náði ekki að komast yfir gatnamótin út af umferðinni svo hann lenti aftur á sama rauða ljósinu. Ég gaf í og náði að komast að farþegahurðinni á góð- um tíma. Ég bankaði á hurðina, strætóinn var fullur og bílstjórinn sem ég síðar komst að að heitir Svan- ur hristi bara höfuðið. Ég stóð og bankaði á dyrnar í yfir hálfa mínútu á meðan ljósið var rautt, ég gerði ekk- ert annað en að banka. Strætóinn var fullur og allir farþegarnir störðu á mig, þetta var mjög neyðarlegt en ég gafst ekki upp því vegna ákveðinna að- stæðna þurfti ég að komast heim. Ég var að hugsa um að færa mig fyrir fram- an strætóinn og banka þar þegar kurteis mað- ur í umferðinni opnaði dyrnar hjá sér og bauð mér far. Hann sagði mér að þetta hefði verið mjög neyðarlegt og í raun pínlegt að þurfa að horfa upp á þetta ger- ast. Hann gat samt ekki keyrt mig alla leið heim svo ég neyddist til þess að fara út hjá strætó- skýli þar sem ég tæki sexuna aftur þar sem við fórum fram úr henni. Þar sagði ég Svani okkar mjög heiðarlega og eins kurteislega og ég gat í þessari aðstöðu að ég héldi að það væri ekki allt í lagi með hann. Þá tilkynnti Svanur mér að þetta væru vinnu- reglur Strætó og ekki mætti hleypa fólki inn í umferðinni. Ég sagði Svani að þetta væri ekki það síðasta sem hann myndi heyra frá mér og þess vegna sit ég hér og ætla að skrifa nið- ur þrjá punkta sem ég vona innilega að Svanur íhugi. 1. Hversu bókstaflega þarf að taka vinnureglur Strætó ef þú kýst frekar að skilja manneskju eftir í umferðinni heldur en að hleypa henni upp í strætóinn þar sem þú ert sjálfur stopp á rauðu ljósi? 2. Af hverju heldurðu að ég hafi verið að hlaupa á eftir strætóinum? Heldurðu að mér finnist það gaman? Ég þarf að komast heim til að sinna mínu námi. Ég vinn með námi og hef takmarkaðan tíma til að bíða eftir strætó. 3. Af hverju ætti ég að vilja taka strætó þegar viðmótið sem ég fæ er svona? Það er ekki skrýtið að fólk kjósi fólksbílinn fram yfir strætó ef Svanur og hans líkar eru við stýrið. Virðingarfyllst, Hafsteinn Einarsson.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Farið verður í ferðalag fimmtud. 26. mars. Farið frá Bólstaðarhlíð kl. 13 og ekinn Skálholts- hringurinn og farið í kaffi á Gömlu Borg í Grímsnesi. Áætlað heimkoma um kl. 16.30. Skráning og greiðsla á skrifstofunni fyrir þriðjud. 24. mars. Upplýsingar í síma 535-2760. Félag kennara á eftirlaunum | Árshá- tíðin verður á Grand hóteli föstudaginn 13. mars. Húsið opnað kl. 18.30. Félagsheimilið Gjábakki | Fræðslu- kvöld Glóðar verður 10. mars kl. 20. Þar mun Sigmundur Guðbjarnason, prófessor emeritus og fyrrv. háskóla- rektor, flytja erindi er hann nefnir „Hvers vegna er grænmeti hollt?“ Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Sam- verustund á Góu þriðjudaginn 10. mars kl. 14. Jóna Rán Pétursdóttir og Guðmundur Guðmundsson sýna suð- urameríska dansa og Eldri Fóstbræður syngja nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar, við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Félagsstarf Gerðubergi | Alla virka daga kl. 9-16.30 er dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Mánud. kl. 10.50 og mið- vikud. kl. 9.50 er sund og vatnsleikfimi í Breiðholtslug. Miðvikud. kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi, umsj. Sigurður R. Guðmundsson íþróttakennari. Allar uppl. á staðnum og í síma 575-7720. Hraunsel | Sparidagar á Hótel Örk 8.- 13. mars. Dansleikur verður 20. mars kl. 20.30-24, Þorvaldur Halldórsson leikur, aðgangur 1.000 kr. Sjá febh.is Hæðargarður 31 | Gengið „Út í blá- inn“ alla laugardaga kl. 10. Nýtt spænskunámskeið byrjar hjá frú Mín- ervu á mánudag kl. 13. Dagskrá í til- efni „Baunadagsins“ verður föstudag- inn 13. mars kl. 15, Soffíuhópur Hæðargarðs og Tungubrjótar Dal- brautar flytja. Upplýsingar í síma 411- 2790.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.