Morgunblaðið - 07.03.2009, Page 46

Morgunblaðið - 07.03.2009, Page 46
46 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HELGI HRAFN Jónsson þótti efni- legur básúnuleikari, en örlögin höfðu ætlað honum annað; vegna meiðsla á öxl varð hann að leggja at- vinnumennskuna á hilluna á þessu sviði en tók þá upp gítarinn og tók til við að semja lög og syngja. Hann er þó enn að spila á „lúðurinn“ eins og hann kallar svo, hefur til að mynda farið um heiminn með Sigur Rós, Teiti hinum færeyska og dönsku söngkonunni Tinu Dico – lék á 130 tónleikum á síðasta ári víða um heim og er enn að, því rétt náðist í skottið á honum áður en hann hélt til Bandaríkjanna aftur að spila meira með Dico. Helgi Hrafn segir að þessi miklu ferðalög nýtist honum vel til að kynna eigin músík, því það er yf- irleitt liður í ráðningu hans að hann sjái um upphitun á hverjum tón- leikum og leikur hann þá eigið efni. Við það bætist svo að undanfarið hefur hann líka farið tónleikaferðir upp á eigin spýtur. Öll þessi ferðalög taka á og Helgi Hrafn viðurkennir það fúslega, en segir líka að það sé ótrúlega skemmtilegt að fá tækifæri til að spila eigin tónlist fyrir nýja áheyr- endur á hverju kvöldi. „Það versta er þó hvað öll þessi fjarvera hefur leiðinleg áhrif á lífið,“ segir hann og á þá við það líf sem tekur við að lok- inni tónleikaferð. Ekkert nema tónlist Segja má að Helgi Hrafn hafi ekki fengist við annað en tónlist um æv- ina, eða í það minnsta frá því hann hóf að spila með hljómsveit í Tónlist- arskólanum á Seltjarnarnesi um 1990, en síðar fór hann í framhalds- nám í tónlist til Austurríkis og bjó þar um tíma, en fluttist aftur heim til Íslands fyrir tveimur árum. Ytra setti Helgi Hrafn saman sína fyrstu plötu, Glóandi, sem kom út fyrir fjórum árum og fór hann víða með sveit sinni Beefólk til að kynna plötuna. Fyrir hálfu öðru ári fór hann svo að setja saman lög og vinna hug- myndir sem urðu að plötunni For the Rest of My Childhood sem kom út á dögunum. Að sögn Helga Hrafns urðu fyrstu drög að For the Rest of My Childho- od til í Austurríki, þar sem hann vann meðal annars með fyrrverandi félögum sínum úr Beefólk, en hann lauk svo við plötuna hér heima smám saman, greip í verkið eftir því sem færi gafst frá spilamennsku fyr- ir aðra. Það gefur augaleið að annir Helga Hrafns við spilamennsku með öðrum setja honum nokkrar skorður við tónlistariðkan hér heima, en hann ætlar að bæta úr því áður en langt um líður. „Það er í raun fyndið að ég skuli ekki enn hafa haldið almenni- lega tónleika hér heima eftir að hafa verið að spila út um allan heim, bæði einn og með öðrum, en ég stefni á út- gáfutónleika í byrjun apríl,“ segir Helgi og fram kemur í spjalli okkar að hann er þegar búinn að setja sam- an hljómsveit fyrir slíka tónleika. „Ég fékk til liðs við mig einn af mínum bestu vinum og fyrrverandi samstarfsmann í Bossanova band- inu, Þorvald Þór Þorvaldsson trommuleikara sem hefur verið í námi í Bandaríkjunum undanfarin ár. Síðan ætlar Davíð Friðrik Böðv- arsson að spila með okkur, frábær gítarleikari en ég fékk hann til að spila á bassa,“ segir Helgi Hrafn og kímir. „þÞð verður gaman að heyra hvernig það kemur út.“ Helgi Hrafn hinn víðförli  Tónlist hefur verið helsta iðja Helga Hrafns Jónssonar allt frá barnsaldri  Lék á 130 tónleikum með ýmsu tónlistarfólki víða um heim á síðasta ári Morgunblaðið/Heiðar Kristjánsson Víðförull Helgi Hrafn Jónsson stefnir á útgáfutónleika í byrjun apríl. BRESKIR fjölmiðlar hafa fylgst grannt með kvikmyndinni The Young Victoria sem væntanleg er í kvikmyndahús þar ytra í þess- um mánuði. Kvikmyndin segir sögu Viktoríu Englandsdrottn- ingu á yngri árum hennar en það hefur ekki vakið minni athygli að ein af aukaleikkonum mynd- arinnar er Beatrice, prinsessa af Jórvík, elsta dóttir Andrésar Bretaprins. Aðalleikkona mynd- arinnar, þ.e.a.s. sú sem túlkar hina ungu Viktoríu er leikkonan Emily Blunt sem einhverjir muna eftir úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada. Nútímalegur í háttum Í viðtali við BBC á dögunum ræddi Blunt um kvikmyndaferlið sem mun hafa reynt töluvert á líkamann vegna allra þeirra kjóla, korsiletta og annarra fylgihluta sem hún þurfti að klæðast á hverjum degi en þá mun það ekki síður hafa valdið henni óþæg- indum að þurfa að leika drottn- ingu með alvöru prinsessu sér við hlið. Fyrrnefnd Beatrice leikur eina af þernum drottningarinnar í myndinni. Eitt af því sem leik- stjórinn, hinn kanadíski Jean- Marc Vallée, gerði til að bæta andrúmsloftið í kvikmyndaver- unum var að spila tónlist. „Meðan á tökum stóð spilaði hann tónlist eftir íslenska hljóm- sveit sem hann heldur mikið upp á en hún kallast Sigur Rós,“ sagði Blunt í viðtali við BBC. „Hann er mjög nútímalegur í háttum og auk þess að vera frá Kanada en ekki Englandi tókst honum að vekja hjá okkur leik- urunum hugarfar sem ég held að hafi verið hollt.“ hoskuldur@mbl.is Spilaði Sigur Rós á settinu Drottningin Emily Blunt hlustaði á Sigur Rós við tökur á myndinni. Hljómsveitin hafði góð áhrif á leikara The Young Victoria Helgi Hrafn Jónsson var bás- únuleikari í Bossanova-bandinu sem varð til í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi um 1990. Hann fór í framhaldsnám í tónlist til Austurríkis og lauk þar meistaragráðu í tónlist frá Universität für Musik und Dar- stellende Kunst í Graz. Hann er með útgáfusamning við Playground-útgáfuna og einnig með samning við tón- leikahaldarann Live Nation, en tónleikaferð hans fyrir stuttu var á vegum Live Nation. Byrjaði í Bossanova  Smekkleysubúðin nýja að Lauga- vegi 28 hefur víst gengið vonum framar og segir kjaftasagan að búðin sé ein af örfáum plötubúðum í Reykjavík sem stendur almenni- lega undir sér. Nú er í bígerð að flytja lager plötufyrirtækisins frá Laugavegi 49 (Kjörgarði) þar sem búðin var til húsa áður, en í leiðinni var sú ákvörðun tekin að hreinsa til í birgðageymslunni. Mun þar hafa safnast saman í gegnum árin fjöld- inn allur af óseldum eintökum platna á borð við Lúxus-plötu Björns Jörundar og Stóra hvell Dr. Gunna. Perlur fyrir svín hefði ein- hver sagt! Ódauðleg listaverk á haugana Tónleikar Þjóðmenningarhúsinu 8. mars kl. 17:00 Hlín Pétursd. sópran, Bryndís Pálsd. Greta Guðnad. og Hildigunnur Halldórsd. fiðlur, Herdís Anna Jónsd. víóla, Bryndís Björgvinsd. selló, Anna Guðný Guðmundsd. og Ingunn Hildur Hauksd. píanó, Helga Björg Arnard. klarinetta, Þuríður Jónsd. flauta og Eydís Franzd. enskt horn Aðgangseyrir 1500 kr. en 750 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn Konur og kammermúsík  Þrátt fyrir ungan aldur virðist söngkonan Jóhanna Guðrún vera eldri en tvævetur þegar kemur að markaðsmálum. Eins og alþjóð trú- lega veit verður Jóhanna fulltrúi Ís- lands í Evróvisjón í Moskvu í maí, en síðan hún var valin hefur hún notið mikilla vinsælda hér á landi. Þannig vermir hún til dæmis efsta sæti lagalistans hér í Morg- unblaðinu með vinsælasta lagi landsins, „Is It True“. Jóhanna hef- ur greinilega ákveðið að hamra járnið meðan það er heitt því nú auglýsir hún grimmt plötu sína, Butterflies and Elvis, sem kom út um mitt síðasta ár. Í auglýsingunni er platan hins vegar sögð ný, sem er greinilega teygjanlegt hugtak. Jóhanna hamrar járnið meðan það er heitt Fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.