Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 2

Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 2
HÉR á landi eru staddir breskir kvikmyndagerðar- menn til að taka viðtöl við Íslendinga vegna krepp- unnar. Ætlunin er að nota upptökurnar í heimildar- myndina There and back again en í henni verður rakin saga uppgangsins í íslensku efnahagslífi og loks falls- ins. Reynt verður að finna ástæður hrunsins og mun myndin að miklu leyti byggjast á viðtölum við Íslend- inga en sjónum verður aðallega beint að þeim jákvæðu breytingum sem hrunið hafði í för með sér. Upptökur fóru m.a. fram á Hótel Nordica í gær og var rætt við Hauk Vagnsson frá Bolungarvík um áhrif á ferðaþjónustuna í landinu. Morgunblaðið/Kristinn Bretar mynda íslensku kreppuna 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „FRJÁLSI fjárfestingarbankinn býður í eignir á uppboði og yfirleitt verjum við okkar kröfu, erum yfirleitt á fyrsta veðrétti,“ segir Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingarbankans, sem hefur stofnað félag, Leiguhlíð, í kringum íbúðirnar sem hann leysir til sín og í gegnum það eru íbúðirnar leigðar út á almennum markaði. Í gegnum félagið eru um 20 íbúðir í út- leigu sem hafa verið teknar í nauð- ungarsölu. Jafnframt upplýsir Krist- inn að eitthvað sé um að fólk komi að máli við bankann, ef það hefur frétt af því að ákveðin eign hafi verið keypt á uppboði, og falist eftir því að kaupa viðkomandi eign. Í slíkum tilfellum gengur bankinn frá sölu á eigninni. „Ef við eignumst eignina tekur ákveðinn tíma að fá hana, yfirleitt 2-4 mánuði. Þegar við erum búin að taka hana, standsetja hana og setja í út- leigu, er eignin yfirleitt seld í dótt- urfélag bankans, sem er sér leigu- félag utan um fasteignir,“ segir Kristinn. Leiguhlíð yfirtekur leigu- samninginn og innheimtir leigu. Kristinn segir bankann almennt ekki reyna að selja eignirnar, mjög lítið sé um það. „Markaðurinn er það þunnur og við höfum ekki viljað koma með of- framboð á eignum á markaðinn, sem við erum að taka á uppboði,“ segir hann og bætir því við að séð verði til með sölu þegar markaður fer að glæðast eftir tvö til þrjú ár. Þær eignir sem bankinn hefur látið verða af að selja hafa yfirleitt farið á nokkrar fasteignasölur en ekki í einkasölu. Þó hefur fólk í einhverjum tilvikum leitað til bankans „… og hef- ur heyrt að við séum með einhverja eign og óskað eftir að kaupa. Þá höf- um við selt eignina beint sjálfir,“ seg- ir Kristinn. Hann segir aukningu hafa orðið á því að bankinn eigi fasteignir. „Þó höfum við leitað allra leiða til að fólk geti verið áfram í sínum eignum. Í sambandi við þær eignir sem við er- um að taka núna erum við að tala um tólf til sextán mánaða vanskil,“ segir Kristinn og bætir við að ekki sé farið að reyna á vanskilin í tengslum við bankakreppuna. Samkvæmt útreikn- ingum er Frjálsi fjárfestingarbank- inn með um 3,5% hlutdeild í fast- eignalánamarkaðinum. „Þetta eru þannig kannski tvær til þrjár íbúðir á mánuði sem við erum að ganga að,“ segir hann og upplýsir að bankinn kaupi jafnframt eignir af verktökum sem hafa verið í viðskiptum við bank- ann þó að það sé ekki í gegnum nauð- ungarsölu. „Þá jafnvel heilu fjölbýlis- húsin. Þær íbúðir höfum við sömuleiðis sett í útleigu.“ Kristinn segir að menn sjái merki um að leigumarkaðurinn sé að breyt- ast, stöðugt verði algengara að fólk sem er að hefja búskap byrji á því að leigja. „Margir eru komnir með ógeð á að skulda og eiga eignir. Þannig að við munum kannski sjá sömu þróun og hefur verið erlendis að æ fleiri munu byrja á að leigja. Markaðurinn þroskast og ég held að það sé bara af hinu góða.“ Kristinn bendir á að þessi leið bankans hafi verið farin frá upphafi árs 2008, þ.e. að taka íbúðir á nauð- ungarsölu, standsetja þær og leigja á almennum markaði. „Það kemur fyrir að fyrrverandi eigendur óski eftir að leigja íbúðina og þá auðvitað skoðum við það, en það er mjög sjaldgæft.“  Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur stofnað leigufélag í kringum íbúðir sem bankinn kaupir á nauðungar- sölu  Hefur selt íbúðir beinni sölu  Fjölbýlishús keypt í heilu lagi af verktökum og íbúðirnar leigðar út Banki í fasteignaviðskiptum? Leiguhlíð Leigir út 20 íbúðir sem hafa verið teknar í nauðungarsölu. ÁSGERÐUR Jóna Flosadóttir, varaformaður Frjálslynda flokksins, mun skipa 1. sæti á lista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Greint var frá þessu á vef Frjálslynda flokksins í gær- kvöldi. Ásgerður var á síðasta landsþingi flokks- ins kosin varafor- maður en Magnús Þór Hafsteinsson var áður í þeirri stöðu. Karl V. Matt- híasson, sem ný- lega gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni, mun leiða lista hans í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri verður í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. magnush@mbl.is Leiða í borginni Sturla Jónsson einnig á meðal efstu manna Ásgerður Jóna Flosadóttir Karl V. Matthíasson Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is FORSTJÓRI HB Granda fundar með formanni Eflingar stéttarfélags um þá óánægju sem risið hefur vegna tillögu stjórnar fyrirtækisins um að greiða út 8% arð til hluthafa á sama tíma og launahækkunum starfsfólks hefur verið frestað. Miðstjórn ASÍ staðhæfir að í árs- reikningum HB Granda séu óefnislegar eignir metn- ar langt umfram raunverulegt verð- mæti til að eignastaða fyrirtækisins líti út fyrir að vera betri en hún er. Fundur Eggerts B. Guðmunds- sonar, forstjóra HB Granda, og for- manns Eflingar verður á morgun. „Ég vil svosem ekkert segja hvað kemur út úr því en það hlýtur að vera aðferðin til að leysa slík mál,“ segir Eggert. Inntur eftir því hvort ekki væri réttara að nýta hagnað fyrirtækisins í að greiða starfsfólki umsamdar launahækkanir segir Eggert fyr- irtækið þurfa að standa á ýmsum greiðslum, m.a. til starfsfólks. „Við höfum staðið við allar greiðslur sem hafa verið hluti af samningum með þeim breytingum sem hafa orðið á þessu ári og þar erum við í samfloti með öllum öðrum.“ SA verða að axla ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir framferði stjórnar HB Granda siðlaust. „Það ber vott um að verið sé að nota sömu aðferð við að skrúfa upp eignir á mjög óraunverulegan hátt, til að leggja grunn að því að geta slitið arð út úr fyrirtækjunum.“ Hann segir ekki koma til greina af hálfu ASÍ að taka þátt í endurreisn atvinnulífsins á slíkum forsendum. „Við munum ekki sætta okkur við að fyrirtækin verði þurrkuð upp af fé til að eigendur þeirra geti haft það svo- lítið betra og okkar félagsmenn sitji úti annað hvort atvinnulausir eða án launahækkana. [...] Það er alveg á hreinu að SA verða að axla ábyrgð í því að stoppa þetta.“ Ræða við Eflingu um arðinn ASÍ segir eignir fyr- irtækisins blásnar út Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, gagnrýndi Samfylkinguna harkalega á fundi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica hóteli í gær- kvöldi. Hann sagði Samfylkinguna „loft- bóluflokk“ en sagði Vinstri græn traustari og heiðarlegri í viðræðum. „Vinstri græn mega eiga það að ég hef aldrei staðið þau að öðru en að segja satt og það stendur allt sem þau segja, þó ég sé ekki sammála öllu sem þau segja […] Samfylkingin er flokkur sem varð til við upphaf „loftbóluhagkerfisins“ þar sem allt fór að ganga út á ímynd og að hanna atburðarás og umræðu. Stundum finnst mér eins og Samfylkingin sé afsprengi þessa tímabils og sé hálf- gerður loftbóluflokkur,“ sagði Sig- mundur Davíð. Hann sagði Samfylk- inguna ekki hafa lagt nógu mikla áherslu á lausnir og „raunverulega pólitík“. Flokksmönnum gafst tæki- færi til þess að spyrja Sigmund Dav- íð um hin ýmsu mál eftir að hann hafði flutt stutt inngangserindi á fundinum. Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, spurði hvenær for- maðurinn sæi fyrir sér að aðild- arviðræður við Evrópusambandið gætu hafist, í takt við vilja flokks- þings framsóknarmanna, og þá einn- ig hver myndi leiða þær viðræður fyrir hönd flokksins. Sigmundur Davíð sagðist sjá fyrir sér að það yrði verkefni nýrrar rík- isstjórnar að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. „Þú, Gísli, ert kannski bara ágætlega til þess fall- inn að leiða þær viðræður,“ sagði Sigmundur Davíð svo í gam- ansömum tón. Hann upplýsti flokksmenn einnig um að undirbúningur fyrir kosning- arnar 25. apríl væri kominn á fullt. Einblínt yrði á málefni og lausnir á vandamálum. Samfylkingin „loftbóluflokkur“ Formaður Framsóknarflokksins gagnrýndi Samfylkinguna harðlega á fundi Morgunblaðið/Kristinn Heilsað Sigmundur Davíð sést hér heilsa framsóknarmönnum á fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.