Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 38
38 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Sudoku
Frumstig
2 1 4 3
5 6
2
8 7 1 6
9 2 4 5 8
7 4 9 6
5 7 9
1 8
1 8 9 3
5
8 3 1
7
2 4
5 9 8 1 7
1 8 6
7 3
2 6 5
9 3 7
1
1 9
4 5
1 7
7 8 2 9
4
9 8 2 4
2 3 6
4 7 6 5 8 2 3 1 9
1 5 3 9 6 4 7 8 2
8 9 2 7 3 1 6 5 4
2 6 5 3 9 8 1 4 7
7 3 4 1 2 6 8 9 5
9 8 1 4 7 5 2 3 6
6 1 9 8 5 7 4 2 3
3 2 8 6 4 9 5 7 1
5 4 7 2 1 3 9 6 8
4 1 7 8 5 6 2 9 3
9 8 6 1 3 2 7 4 5
3 5 2 9 7 4 8 6 1
1 2 4 5 8 3 9 7 6
7 9 3 2 6 1 5 8 4
8 6 5 7 4 9 1 3 2
6 7 8 3 1 5 4 2 9
5 4 9 6 2 8 3 1 7
2 3 1 4 9 7 6 5 8
1 6 5 8 9 7 2 3 4
7 4 2 1 5 3 6 9 8
3 8 9 6 2 4 5 7 1
6 9 3 2 1 8 4 5 7
5 2 4 9 7 6 1 8 3
8 7 1 3 4 5 9 2 6
2 5 8 7 6 1 3 4 9
9 1 7 4 3 2 8 6 5
4 3 6 5 8 9 7 1 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Í dag er fimmtudagur 19. mars, 78. dag-
ur ársins 2009
Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik
en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyr-
ir vini sína. (Jh. 15, 13.)
Víkverji veltir dálítið fyrir sérkynjahlutverkum og -titlum. Til
dæmis er til karlmaður og kvenmað-
ur. Bæði eru menn. Konur eru menn
í Morgunblaðinu sagði eitt sinn karl-
maður starfandi á Morgunblaðinu
við Víkverja, sem getur ekki annað
en verið sammála, hvort sem talað er
um viðkomandi konur/menn á Morg-
unblaðinu eða annars staðar.
Einn titill sem rætt hefur verið
nokkuð um er ráðherra. Sumum
konum hefur þótt titillinn of eins-
leitur og tillögur hafa komið fram
um breytingu á honum. Þar sem
konur eru menn þykir Víkverja
óþarfi að vera nokkuð að hræra í
þessum gamla titli og er fullsáttur
við að kvenmenn séu ráðherrar. Og
ef Víkverji lítur sér nær væri fárán-
legt ef yfirmaður á ritstjórn væri rit-
stýra. Ritstjóri er fullkomlega nægi-
lega gott orð hvort sem viðkomandi
er karlmaður eða kvenmaður.
x x x
Annað orð sem gegnsýrt er karl-mennsku er bóndi. Sumum
þykir kona ekki geta verið bóndi.
Bóndakona virðist svo bundin við
það að vera eiginkona bóndans og
um leið bundin heima í matarvafstri.
Getur kvenmaður verið bóndi? Já,
segir Víkverji, því kona er maður og
titillinn bóndi segir ekkert til um
hvort maðurinn er kvenkyns eða
karlkyns.
Kannski nokkuð þvælt, en Vík-
verji getur einhvern veginn ekki fall-
ist á að þvinga þurfi fram breytingu
á hugsun gagnvart konum eða í átt
til jafnréttis með því að breyta göml-
um titlum svo fram komi hvers kyns
viðkomandi maður er. Og þykir það
meira að segja skref aftur á bak ef
þvinga þarf fram jafnrétti með því að
skeyta kvenkyns titli aftan við eða
framan við til að koma því til skila að
einhver stjórnandi sé kona. Það á
ekki að skipta máli hvort það er kona
eða maður sem er við stjórnvölinn.
x x x
Og í lokin er vert að geta þess aðVíkverji dagsins er maður.
Annaðhvort kvenmaður eða karl-
maður. Hvort sem er skiptir ná-
kvæmlega engu máli. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 stafsetning-
arvillan, 8 tuskan, 9
rotnunarskán, 10 úr-
skurð, 11 steinn, 12 hinn,
15 rabb, 18 saurgaði, 21
rekistefna, 22 lina þján-
ingar, 23 gamli, 24 rit-
leiknin.
Lóðrétt | 2 vinnan, 3
finna að, 4 klatti, 5 skyn-
færin, 6 má til, 7 at, 12
spil, 14 óþrif, 15 þunnur
drykkur, 16 innheimti,
17 fell, 18 bleytunnar, 19
mannsnafn, 20 dugleg.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kátur, 4 tæpur, 7 nefnt, 8 liðug, 9 töf, 11 drag,
13 árar, 14 askur, 15 vigt, 17 spik, 20 val, 22 gutla, 23
Jótar, 24 renna, 25 neita.
Lóðrétt: 1 kennd, 2 tyfta, 3 rétt, 4 tólf, 5 púður, 6 ragur,
10 öskra, 12 gat, 13 árs, 15 vígur, 16 gætin, 18 patti, 19
kerra, 20 vaka, 21 ljón.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3
O-O 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8
12. a4 h6 13. d5 Rb8 14. c4 c6 15. axb5
axb5 16. Hxa8 Bxa8 17. cxb5 cxd5 18.
exd5 Rxd5 19. Re4 Rf6 20. Rxf6+ Dxf6
21. He3 e4 22. Bd2 d5 23. Bc3 Dd8 24.
Re5 Bc5 25. Hg3 Df6 26. Rg4 Df4 27.
Rf6+ Kf8
Staðan kom upp fyrir skömmu í
efstu deild þýsku deildarkeppninnar.
Rússneski stórmeistarinn Peter Svid-
ler (2.723) hafði hvítt gegn hollenska
alþjóðlega meistaranum Ruud Janssen
(2.525). 28. Hxg7! Dxf2+ 29. Kh1 Hd8
30. Rxe4! og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Að segja eða þegja.
Norður
♠D
♥–
♦Á973
♣ÁG1086532
Vestur Austur
♠Á874 ♠KG10932
♥DG765 ♥K109
♦6 ♦D8
♣KD4 ♣97
Suður
♠65
♥Á8432
♦KG10542
♣–
Suður spilar 6♦.
Á að koma strax inn í sagnir eða bíða
eftir hentugra tækifæri? Heilræða-
spekingar BOLS eru mjög ósammála í
þessu efni: sumir vilja lúra á sínu, á
meðan aðrir kjósa að koma rakleitt inn
af fullum krafti. Jón Baldursson er í
síðari flokknum, en heilræði hans
hljóðar svo: „Ekki sitja og bíða – meld-
aðu við fyrsta tækifæri.“ Jón nefnir
spil frá 8-liða úrslitum HM 1991. Í leik
Íslands og Bandaríkjanna sagði Jón
3♦ í suður við opnun austurs á 2♠.
Vestur sagði 4♠ og Aðalsteinn Jörg-
ensen í norður 6♦. Tólf léttir slagir. Á
hinu borðinu passaði suður opnun aust-
urs á multi 2♦ og fyrir vikið týndist
tígullinn. Suður reyndi að vísu að
melda tígulinn síðar, en norður treysti
ekki litargæðunum og stýrði sögnum í
laufslemmu. Einn niður (hjarta út) og
17 stig til Íslands.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Reyndu að halda haus og missa
ekki sjónar á takmarki þínu því það er
það eina sem skiptir máli í augnablikinu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Fjölskylduframtak færir heppni, ef
nautið heldur sínu striki. Taktu málin í
þínar hendur og byrjaðu að framkvæma.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú gætir orðið skotin/n í ein-
hverjum sem er töluvert eldri eða yngri
en þú í dag. En þér er alveg sama um
það.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er gaman að láta glepjast af
tískufyrirbrigðum, svo fremi sem maður
missir ekki sjónar á sjálfum sér. Haltu
ró þinni.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Óvissa í sambandi getur vakið ótta
en þarf ekki að gera það. Vertu samt
viss um að þú sért með allar upplýs-
ingar. Litlu góðu verkin ýta þér í rétta
átt að áfangastað.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Maður er manns gaman og það
getur verið reglulega ánægjulegt að
eyða dagstund í góðra vina hópi. Vertu
opin/n fyrir slíku tækifæri láti það á sér
kræla.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Maður getur lesið sér til um fjármál
til þess að firra sig vandræðum og fylgt
ráðum leiðbeinenda hvað varðar ný at-
vinnutækifæri.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú verður að sýna gætni því
annars áttu það á hættu að eitthvað
hendi þig. Taktu þér tak og hristu af þér
slenið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú færð að reyna sitthvað
nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt.
Vinnufélagarnir eru samstarfsfúsir og
þeim er hlýtt til þín.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Hjartasorgir fortíðarinnar eru
besti efniviðurinn í fallega listsköpun.
Kannski á viðkomandi það líka skilið.
Láttu ekki neikvæðni annarra og óþol-
inmæði hafa áhrif á þig.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú finnur löngun hjá þér til að
gera eitthvað nýtt og gætir fengið tæki-
færi til þess fyrr en síðar. Mundu að
einn góðan veðurdag ert þú í þeim spor-
um að vilja tala fólk til.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Fiskurinn kemst hugsanlega á
snoðir um forvitnileg leyndarmál í dag.
Rannsóknir ganga einstaklega vel.
Stjörnuspá
19. mars 1908
Kona tók í fyrsta sinn til máls
á bæjarstjórnarfundi í Reykja-
vík. Það var Bríet Bjarnhéð-
insdóttir sem lagði til að fé
yrði veitt til sundkennslu fyrir
stúlkur. Tillagan var sam-
þykkt.
19. mars 1952
Gefin var út reglugerð um
verndun fiskimiða landsins. Á
forsíðu Morgunblaðsins stóð:
„Ákvörðun tekin í landhelg-
ismálinu. Flóum og fjörðum
lokað. Markalínan fjórar mílur
frá ystu annesjum. Sjálfsvörn
smáþjóðar byggð á lögum og
rétti.“
19. mars 1984
Sextán pólskar nunnur komu
til landsins til að setjast að í
Karmelklaustrinu í Hafn-
arfirði. Nunnur sem höfðu
dvalið í klaustrinu í áratugi
fóru til Hollands árið áður.
19. mars 1995
Snjóflóð féll á verksmiðju
Vestdalsmjöls á Seyðisfirði.
Ellefu starfsmenn sluppu
naumlega. Verksmiðjan
skemmdist mikið og mjöl-
skemma sópaðist út í sjó.
19. mars 1995
Við Skeiðsfoss í Fljótum í
Skagafirði mældist snjódýpt
279 sentimetrar. „Snjódýpt
hefur aldrei fyrr mælst svo
mikil á íslenskri veðurathug-
unarstöð,“ sagði í Veðrátt-
unni.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„PABBI og mamma ætla að gera sér ferð í bæinn í
tilefni af afmælinu mínu en þau búa í Grundar-
firði. Öll fjölskyldan ætlar út að borða saman og á
eftir skála ég vonandi við einhverja vini mína,“
segir Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona.
Hún segist iðulega halda upp á afmælið sitt með
pomp og prakt en hins vegar hafi hún lítinn áhuga
á gjöfum. „Mig vantar hreinlega ekki nokkurn
skapaðan hlut. Ég á ekkert og vantar ekkert.
Þetta fer dálítið í taugarnar á vinum og vanda-
mönnum sem vilja vita hvað eigi að gefa mér fal-
legt og nytsamlegt.“ Dögg bjó fimm ár í Barcelona
og á þeim árum var hún iðulega á Kanaríeyjum í heimsókn hjá for-
eldrum á afmælisdaginn. „Það voru góðir afmælisdagar með hópi
eldri borgara frá Grundarfirði. Ein eftirminnilegasta afmælisveisla
mín var þegar ég varð 25 ára. Þá bjó ég með fjölda manns af marg-
víslegu þjóðerni í Barcelona. Tveimur dögum eftir afmælið kom ég
heim úr eldriborgaraferðinni til Kanarí. Það var undarlega hljótt
heima hjá mér en í einni svipan stökk sambýlisfólk mitt út úr öllum
skúmaskotum. Svolítið eins og atriði úr bíómynd. Svo var haldin mikil
matarveisla.“
Dögg Mósesdóttir er 30 ára í dag
Á ekkert og vantar ekkert
Nýirborgarar
Reykjavík Dögun fæddist
4 desember kl. 7.33. Hún
vó 3.715 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Ella Björg Rögnvalds-
dóttir og Oddur Grétar
Dúason.
Reykjavík Sveinn fæddist
31. desember kl. 8.18.
Hann vó 4.240 g og var 55
cm langur. Foreldrar
hans eru Tinna Garð-
arsdóttir og Konráð
Ragnar Sveinsson.
Akranes Emilía Dögg
fæddist 13. ágúst kl. 9.44.
Hún vó 4.235 g og var 53
cm löng. Foreldrar henn-
ar eru María Guðfinna
Davíðsdóttir og Kári
Gunndórsson.