Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Traust er afskornumskammti
þessa dagana. Það
vantar upp á
traust á stjórn-
málunum, viðskiptalífinu og
stjórnsýslunni.
Ein ástæðan fyrir því að
traustið er lítið er hið þétt-
riðna tengslanet okkar litla
þjóðfélags. Margvísleg eigna-
og hagsmunatengsl draga úr
trúverðugleika. Það eykur
hins vegar traust, ef öll slík
tengsl eru opinber og uppi á
borðinu. Það er til að mynda
ástæðan fyrir því að nú eru til
samþykktar á Alþingi reglur
um að þingmenn geri grein
fyrir hagsmunatengslum sín-
um og sambærilegar reglur
eru í smíðum fyrir embætt-
ismenn stjórnsýslunnar.
Nýlega fór eitt um-
svifamesta fyrirtæki lands-
ins, Baugur Group, í gjald-
þrot. Héraðsdómur
Reykjavíkur skipaði sem
skiptastjóra búsins lögmann
á stórri lögmannsstofu, sem
hefur starfað fyrir Baug. Í
umfjöllun Morgunblaðsins
um málið undanfarna daga
hefur komið fram að ekki hef-
ur stofan eingöngu unnið fyr-
ir fyrirtækið, heldur tengjast
eigendur hennar og starfs-
menn bæði eigendum Baugs
og kröfuhöfum í búið marg-
víslegum böndum.
Með því að draga þessar
upplýsingar fram í dagsljósið
vakir að sjálfsögðu ekki fyrir
blaðinu að varpa
nokkurri rýrð á
heiðarleika eða
faglega hæfni
skiptastjórans
eða samstarfs-
manna hans og meðeigenda.
Hins vegar hljóta menn að
spyrja, í ljósi hinna marg-
víslegu tengsla, hvort það sé
trúverðugt að fyrirtækið taki
að sér að stýra skiptum í
þrotabúinu. Gjaldþrotið verð-
ur væntanlega eitt það
stærsta í Íslandssögunni og
hagsmunir kröfuhafanna eft-
ir því. Það er einmitt til-
gangur vanhæfisreglna í lög-
um að auka traust
almennings á stjórnsýslunni;
að tryggja að fólk geti treyst
því að tengsl hafi ekki áhrif á
niðurstöðu mála.
Sú spurning vaknar jafn-
framt, hvernig dómstólar
standa að vali skiptastjóra í
þrotabúum. Í máli Helga I.
Jónssonar, dómstjóra Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, í
Morgunblaðinu í gær kemur
fram að dómari hafi innt lög-
manninn eftir því hvort ein-
hverjir annmarkar væru á
skipun hans, sem gætu leitt
til vanhæfis, en hann hafi lýst
því yfir að svo væri ekki.
Þarf dómstóllinn ekki að
leggja á sig meiri vinnu en
þetta til að ganga úr skugga
um að skipan skiptastjóra sé
hafin yfir vafa um að hæf-
isreglum sé fylgt – ekki sízt í
ljósi þess hversu stórt og eld-
fimt málið er?
Tilgangur van-
hæfisreglna er að
auka traust}
Tengsl og traust
Íslenskir drengirað tvítugu taka
nærri helmingi
meira af lyfjum en
stúlkur. Í sumum
tilvikum er munurinn auð-
skýrður, en í öðrum vakna
ýmsar spurningar.
Sjúkratryggingar sundur-
liðuðu lyfjanotkun kynjanna,
að beiðni Morgunblaðsins, og
niðurstöðurnar birtust í
blaðinu í gær.
Drengir fá þrefalt meira af
lyfjum við ofvirkni og athyglis-
bresti en stúlkur. Sú stað-
reynd kemur læknum ekki á
óvart. Haft er eftir Ólafi Ó.
Guðmundssyni, yfirlækni á
BUGL, að strákar séu líklegri
til að sýna einkenni sem trufla
aðra. Því sé líklegra að þeim sé
vísað til greiningar og athug-
unar. Stelpur sýni fremur ein-
kenni athyglisbrests og hvat-
vísi en ofvirkni og það fari
frekar framhjá fólki.
Vegna þessa segir Ólafur
ekki hægt að útiloka að vandi
stúlkna greinist síðar en
drengja.
Orð læknisins
eru umhugsunar-
verð, en vandséð
er hvernig leysa á
vanda þeirra
stúlkna, sem svo er ástatt um,
ef þeim er ekki vísað til grein-
ingar og athugunar. Foreldrar
og þeir sem starfa með börn-
um þurfa greinilega að átta sig
á þessum mun á milli
kynjanna.
Þá kom fram, að mikill mun-
ur er á lyfjagjöf til kynjanna á
fyrstu árunum. Niðurgreiðsla
lyfja til drengja á fyrsta ald-
ursári var tvöfalt meiri en til
stúlkna í fyrra. Á aldrinum 1-4
ára voru lyf fyrir 32 milljónir
niðurgreidd fyrir drengi, en 20
milljónir fyrir stúlkur.
Þótt astmi sé lítið eitt al-
gengari meðal drengja en
stúlkna, þá skýrir það ekki
muninn, eins og Ásgeir Har-
aldsson, yfirlæknir á Barna-
spítalanum, bendir á.
Þetta er hins vegar verðugt
rannsóknarefni. Þarna hljóta
að finnast læknisfræðilegar
skýringar. Hverjar eru þær?
Ýmsar spurningar
um lyfjagjöf vakna}Drengir, stúlkur og lyf
V
ið þurfum þingmenn sem við get-
um örugglega treyst, ekki síst
núna þegar við vitum að beita þarf
afli til að upplýsa hrunið, kljást
við harðvítuga peningamenn.
Einu sinni var spurt af hverju kvótaeigendur á
Alþingi sæju ekki sóma sinn í að víkja sæti
þegar greidd væru atkvæði um kvótalög. At-
kvæði um milljarðahagsmuni sem að vísu voru
oft á huldu; eignarhaldið var stundum flókið.
Kunnuglegt? Einn höfðinginn svaraði með
þjósti að hann léti alltaf almannahagsmuni
ráða. Að gefa annað í skyn væri dónaskapur og
rógur.
Þetta var þá. Allir þurfa aðhald og í öllum
bænum, hlífið mér við því að fá svipuð aulasvör
við því sem hér fer á eftir. Eða engin svör.
Byggja verður upp traust sem hefur hrunið
til grunna, ekki síður en bankarnir sem óreiðugemsarnir,
með Tortólin sín, átu allt innan úr. Við þurfum þess vegna
stjórnmálaleiðtoga sem vilja leyfa okkur að hnýsast í það
sem alla jafna ætti að vera einkamál fólks: persónulegar
fjárreiður.
Fjármál þingmanna verða (vonandi) uppi á borði frá 1.
maí en hvað með fortíðina? Nýir leiðtogar þurfa að gefa
strax réttan tón. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ill-
ugi Gunnarsson eru efnilegt forystufólk, þau munu á
næstu árum verða meðal þeirra sem stýra okkur. Ég held
að fáir nema pólitískir hatursmenn gruni þau í reynd um
að hafa gert eitthvað saknæmt, í mesta lagi að þau hafi
verið óvarkár og sinnulaus. En Þorgerður og eiginmaður
hennar, með 20 milljónir á mánuði hjá Kaup-
þingi, tóku fullan þátt í bólubraskinu síðustu
árin. Hún gæti lagt spilin á borðið, sagt okkur
nákvæmlega hvað þau eiga og skulda. Þetta
getur ekki verið svo eldfimt leyndarmál.
Illugi sat í stjórn Sjóðs níu hjá Glitni, pen-
ingamarkaðssjóði sem tapaði miklu, m.a.
vegna þess að hann var misnotaður gróflega
af stærstu eigendum. En Illugi segir að
stjórnin skipti sér ekki af daglegum ákvörð-
unum, hún fylgist bara með því að sjóðurinn
fjárfesti í samræmi við yfirlýsta, varfærna
stefnu bankans. Sem sjóðurinn gerði ekki.
Við erum mannleg, allir geta sofnað á verð-
inum og gott að þingmenn séu mannlegir eins
og við. En Illugi þarf að segja okkur núna
hvað hann hafi fengið í laun fyrir setuna, hvort
um verktakavinnu hafi verið að ræða og
hvernig hann sé staddur núna. Hvort bankinn hafi bara
viljað gefa Sjóði níu flottara yfirbragð með því að hafa
virtan þingmann í stjórninni.
Þau verða að sætta sig við að heimtaðar séu meiri upp-
lýsingar en áður, við viljum einlægni og engan orðheng-
ilshátt. Annars getur farið svo að það verði ekki eingöngu
flokkurinn sem gangi óbundinn til kosninga í apríl.
Óbreyttir liðsmenn, sauðtryggir liðsmenn sem hafa kosið
hann í nærri tvo áratugi, eins og sumir, gætu líka gengið
óbundnir til kosninga þó að hinir kostirnir, t.d. Baugsvin-
irnir í Samfylkingunni, séu ekki freistandi. Sjálfstæð-
ismenn þurfa að lofta almennilega út og gera það fyrir
kosningar, ekki eftir þær. kjon@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Loftið út, Þorgerður K. og Illugi!
Breyting á lögum
gerði brot refsilaus
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
V
egna breytinga sem
gerðar voru á lögum um
starfsemi lífeyrissjóða
skömmu fyrir síðustu
jól er óvíst að meint
brot sem eru hluti af rannsókn sér-
staks saksóknara á starfsemi fimm
lífeyrissjóða séu enn refsiverð. Til-
gangurinn með lagabreytingunni
var að koma til móts við afleiðingar
bankahrunsins en hún gæti leitt til
þess að mönnum verði ekki gerð
refsing fyrir brot, jafnvel þó brotin
hafi verið framin löngu fyrir hrunið.
Breytingarnar munu þó ekki hafa
áhrif á hugsanlega skaðabóta-
ábyrgð, hafi fjártjón orðið.
Töluverðar breytingar voru gerð-
ar á lögunum um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyr-
issjóða í desember 2008. Meðal ann-
ars var heimild lífeyrissjóða til að
fjárfesta í óskráðum verðbréfum
hækkuð úr 10% í 20%. Í at-
hugasemdum með frumvarpinu seg-
ir að þessi tvöföldun á hlutfallinu
skýrist „fyrst og fremst af þeirri
stöðu sem nú er uppi á innlendum
fjármálamarkaði þar sem framboð á
skráðum verðbréfum er afar tak-
markað.“ Ástandið hafi leitt til þess
að sjóðir hafi farið yfir 10% mörkin
án þess að nokkur viðskipti lægju
þar að baki.
Rýmkuðu heimildir
Með lagabreytingunni var einnig
sett inn sérstakt ákvæði um fjárfest-
ingarstefnu fyrir vörsluaðila sér-
eignarsparnaðar. Fram að því voru
lífeyrissjóðir bundnir af fyrr-
nefndum lögum en það átti ekki við
um aðra sem buðu upp á sér-
eignasparnað. Þetta þótti vera óeðli-
leg mismunun, lífeyrissjóðum í óhag.
Með lagabreytingunni voru heim-
ildir lífeyrissjóða því rýmkaðar en
heimildir annarra vörsluaðila
þrengdar. Séreignasjóðum var með
breytingunni heimilað að fjárfesta
fyrir 20% í óskráðum verðbréfum.
Samanlögð eign hverrar fjárfesting-
arleiðar „í fjármálagerningum út-
gefnum af sama aðila, tengdum að-
ilum … eða aðilum sem tilheyra
sömu samstæðunni“ skyldi ekki vera
meira en 20% af hreinni eign sjóðs-
ins en hámarkið var 10% áður.
Dæmi eftir nýrri lögum
Brot gegn lögum um starfsemi líf-
eyrissjóða varða sektum eða fangelsi
allt að einu ári. Í almennum hegn-
ingarlögum segir að engan skuli
dæma til refsingar nema refsing sé
lögð við háttseminni í lögum. Einnig
segir þar að hafi refsilöggjöf breyst
frá því verknaður var framinn og
fram að því að dómur gengur, skuli
dæma eftir nýrri lögunum.
Þetta þýðir, að öllum líkindum, að
hafi framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs
fjárfest í óskráðum verðbréfum fyrir
meira en 10% og allt að 20%, t.d. í
janúar 2008, en þá var slíkt bannað
að viðlagðri refsingu, eða fjárfest
séreignarsparnað í félögum sama
aðila umfram 10% og allt að 20%, þá
er ekki hægt að dæma hann til refs-
ingar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins snýr rannsókn sérstaks
saksóknara að því hvort farið hafi
verið yfir 10% mörkin í óskráðum
verðbréfum og 10% mörkin í fjár-
festingum félaga í eigu sama aðila.
Breytingarnar sem Alþingi gerði á
lögunum í desember 2008 gætu því
haft veruleg áhrif á rannsókn máls-
ins og það hvort hin meintu brot eru
yfirhöfuð refsiverð.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Samþykktu Fjöldi sérfræðinga kom fyrir efnahags- og skattanefnd áður en
lögin voru samþykkt á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum.
JÓN Þór Ólason,
lektor við laga-
deild Háskóla Ís-
lands og sér-
fræðingur í
refsirétti, segir
að meginreglan
sé sú að mönnum
verði ekki refsað
nema refsiheim-
ild sé fyrir því í
núgildandi lögum.
Þessi meginregla birtist í 2. grein
hegningarlaga. Í sömu grein segir
jafnframt að hafi refsiákvæði laga
fallið úr gildi af ástæðum, sem ekki
bera vitni um breytt mat löggjafans
á refsinæmi verknaðar, skal dæma
eftir lögum þeim, sem í gildi voru,
þegar brot var framið.
Jón Þór segir, með þeim fyr-
irvara að hann hafi ekki kynnt sér
umrædda lagabreytingu, að þetta
ákvæði hegningarlaganna verði að
túlka mjög þröngt. Ef menn ætli að
túlka ákvæðið þannig að það ætti
einungis við afleiðingar banka-
hrunsins þá yrði það að hafa verið
tekið mjög skýrt fram í lögunum.
Ekkert slíkt er í lögunum, þó slíkt
sé sagt í frumvarpinu.
TÚLKAÐ
ÞRÖNGT
Jón Þór Ólason