Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Í tilefni af nýrri úthlutun Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2009
verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 20. mars
frá kl. 15 - 18. Kynntar verða áherslur í starfsemi sjóðsins auk
þess sem haldin verður sýning á nokkrum verkefnum sem
hlotið hafa styrk úr sjóðnum.
Ný úthlutun 2009
Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. mars
Dagskrá
15:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setur dagskrána
15:10 Guðrún Nordal, prófessor og formaður stjórnar Rannsóknasjóðs, kynnir nýja
úthlutun fyrir styrkárið 2009 og áherslur í starfsemi sjóðsins
15:30 Hannes Jónsson, prófessor, Reiknisetur fyrir hönnun efna og íhluta
(nýtt öndvegisverkefni 2009)
15:45 Vilmundur Guðnason, prófessor, Breytingar í stærð og samsetningu skella
í hálsæðavegg og tengsl orsakaþátta - Langsniðsrannsókn
(nýtt öndvegisverkefni 2009)
16:00 Sýning á nokkrum verkefnum sem njóta stuðning Rannsóknasjóðs
(opin til kl. 18:00)
Almenningur er hvattur til að kynna sér starfsemi Rannsóknasjóðs og opinberan
stuðning við rannsóknir.
Rannsóknasjóður
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
YFIRLÝSINGAR er að vænta í dag
eða á morgun frá Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra um hvort
hún gefur kost á sér sem formaður
Samfylkingarinnar í stað Ingibjarg-
ar Sólrúnar. Rúm vika er þar til
landsfundur fer fram og margir
flokksmenn orðnir óþreyjufullir eftir
svari frá Jóhönnu. „Biðin er orðin
óbærileg,“ sagði einn flokksbundinn
samfylkingarmaður við blaðið í gær.
Varla er sá flokksmaður til sem með
einum eða öðrum hætti hefur ekki
biðlað til Jóhönnu að taka formanns-
embættið að sér; með bænaskjali,
samtölum, símhringingum, tölvu-
póstum og skoðanakönnunum.
Sem kunnugt er fékk Jóhanna yf-
irburðakosningu í fyrsta sæti Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík í próf-
kjöri síðustu helgar, eða 78%
greiddra atkvæða.
Margir reiknuðu með að strax í kjöl-
far svo afgerandi niðurstöðu kæmi
yfirlýsing frá Jóhönnu. Sterkur orð-
rómur þess efnis var innan flokksins
fram á sunnudagskvöld. Fjórum dög-
um síðar er slík yfirlýsing ekki enn
komin og viðmælendum blaðsins ber
ekki alveg saman um hvað veldur.
Prófkjörið ýtti við henni
Flestir þeirra sem rætt var við í
gær telja að niðurstaða prófkjörsins
hafi ýtt við Jóhönnu og hún muni á
endanum gefa sig, eins og það var
orðað. Fyrir prófkjörið hafði hún
sagt opinberlega að hún væri að
íhuga málið en hún hefði aldrei ætlað
sér að verða formaður Samfylking-
arinnar. Eftir prófkjörið hafa lík-
urnar því aukist verulega á að hún
gefi kost á sér. Hún líti svo á að ekk-
ert liggi á þó að stutt sé til lands-
fundar. Engir aðrir séu um hituna. Á
móti er bent á að með því að draga að
tilkynna ákvörðun minnki hún svig-
rúm annarra líklegra formanns- og
varaformannsefna til að vekja á sér
athygli og kynna sig.
Varaformannsefnin bíða
Einn samstarfsmanna Jóhönnu
sagði það stórmál fyrir hana að
breyta um afstöðu til formannsins.
Hún tæki þá stöðu alvarlega og
hugnaðist ekki að taka við embætt-
inu tímabundið til einhverra mála-
mynda. Það væri ekki til í hennar
orðabók. Annaðhvort tæki hún að sér
verkefnin af fullri alvöru, eða alls
ekki.
Meðal þeirra sem enn bíða eftir
ákvörðun Jóhönnu eru Dagur B.
Eggertsson og Árni Páll Árnason.
Báðir höfðu þeir lýst yfir áhuga á
varaformannsembættinu. Eftir próf-
kjörssigur í Suðvesturkjördæmi hef-
ur Árni Páll styrkt stöðu sína og
spurning hvaða áhrif það hefur á
stöðu Dags að vera ekki í framboði til
þings. Hann hefur farið víða um land
að undanförnu og er greinilega að
undirbúa sig fyrir landsfundinn.
Lúðvík Geirsson var lengi vel orð-
aður við formannsframboð en vænt-
anlega er sá möguleiki úr sögunni
eftir að hann hafnaði í 3. sæti í Suð-
vesturkjördæmi. Verði samfylking-
arfólki ekki að ósk sinni með Jó-
hönnu gætu fleiri nöfn skotið upp
kollinum en svo skammur tími er til
stefnu að erfitt verður fyrir aðra að
sanna sig.
Biðin eftir Jóhönnu á enda
Morgunblaðið/Kristinn
Jóhanna Verður hún næsti formaður Samfylkingarinnar? Það gæti skýrst í dag en hún hefur legið undir feldi.
Samfylkingarfólk vonast enn til þess að Jóhanna Sigurðardóttir láti undan þrýstingi um að verða for-
maður Afgerandi niðurstöður prófkjörsins hreyfðu við henni Svars að vænta í dag eða á morgun
Eftir er að ganga endanlega frá
lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík vegna þingkosninga.
Jóhanna Sigurðardóttir var sú
eina sem hlaut bindandi kosn-
ingu í efstu sæti í prófkjörinu
og því gæti röð frambjóðenda
átt eftir að breytast. Hún breyt-
ist a.m.k. í neðri sætum þar sem
Jón Baldvin Hannibalsson hefur
lýst því yfir að hann taki ekki
sæti á listanum en hann endaði
í 13. sæti í prófkjörinu. Að sögn
Þorbjörns Guðmundssonar, for-
manns fulltrúaráðs Samfylking-
arinnar í Reykjavík, verður
gengið frá listanum öðru hvoru
megin við landsfund, sem hald-
inn verður í Smáranum í Kópa-
vogi 27.-29. mars nk. Meðal
þess sem fulltrúaráðið bíður
eftir er ákvörðun Jóhönnu.
Röðin gæti breyst
VÍSINDATÍMARITIÐ Science hef-
ur birt grein eftir fjóra vís-
indamenn þar sem þeir komast að
þeirri niðurstöðu að fulltrúar þró-
unarlanda kunni í reynd að vinna
gegn hagsmunum landa sinna með
því að styðja þá afstöðu hval-
veiðiþjóða að endurheimta megi of-
veidda fiskistofna og auka þannig
afla með því að grisja hvalastofna.
„Hvalveiðar gagnast ekki á bein-
an hátt fiskveiðum, sem þessar
þjóðir eru mjög háðar, en gætu
stuðlað að eyðingu stofna sem
skipta máli fyrir heildarjafnvægið í
vistkerfum á fiskimiðum þeirra,“
segir meðal annars í greininni.
Vísindamennirnir þróuðu líkön
af vistkerfum til að kanna hugs-
anlega aukningu, sem fást myndi á
lífmassa verðmætra matfiska við
Norðvestur-Afríku og í Karíbahafi
ef hvölum yrði fækkað þar.
Ofveiði rót vandans
„Margvíslegar forsendur, sem
varða fjölda hvala, fæðumagn
þeirra og lífmassa fiskistofna á
þessum hitabeltissvæðum, benda til
þess að jafnvel þótt skíðishvölum
væri með öllu útrýmt þar myndi líf-
massi þeirra nytjafiska, sem þar
eru veiddir, ekki aukast svo nokkru
næmi. Á hinn bóginn gæti jafnvel
óverulegur samdráttur í sókn fiski-
skipa í þessa stofna aukið lífmassa
fiskanna verulega. Athuganir okk-
ar leiddu í ljós að hvalir sækja ekki
svo neinu næmi í sömu fiskistofna
og fiskimenn, auk þess sem útgerð-
in sækir í sjó mun meiri lífmassa af
fiski en hvalirnir éta. Við þetta bæt-
ist að sumir fiskar, sem hvalir éta,
eru í samkeppni við nytjafiska um
átu og aðra bráð neðarlega í fæðu-
keðjunum. Fækkun hvala í vistkerf-
unum gæti því orðið til þess að
minni afli yrði eftir handa útgerð-
inni.“
Vísindamennirnir segja að flestir
stofnar fiska og margir hvalastofn-
ar hafi dregist verulega saman og
megnið af þeirri vitneskju, sem fyr-
ir liggi, bendi til þess að ofveiði af
manna völdum sé rót vandans.
„Þegar yfirvöld þróunarlanda í
hitabelti eru hvött til að beina spjót-
um sínum að „hvalur-étur-fisk“-
vandanum er hætt við að það verði
til þess að þau leiði hjá sér mesta
vandann, sem útgerð þeirra stend-
ur frammi fyrir, fiskiskip frá fjar-
lægum löndum sem ofnýta sjáv-
arauðlindir þeirra.“
Höfundar greinarinnar eru Leah
R. Gerber við Arizona State Uni-
versity í Bandaríkjunum, Lyne
Morrissette við Institut des
Sciences de la Mer de Rimouski í
Kanada, Kristin Kaschner við Al-
bert-Ludwigs-Universität í Frei-
burg í Þýskalandi og Daniel Pauly
við University of British Columbia í
Vancouver í Kanada.
Grisjun hvala yki ekki
fiskafla þróunarlanda
Morgunblaðið/RAX
Afli Vísindamenn segja hvalveiðar
geta stuðlað að eyðingu fiskistofna.