Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 34
✝ Áslaug Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. apríl 1958. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Skóg-
arbæ 11. mars sl.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Steindórsson, f. 6.
ágúst 1911, d. 14.
apríl 1992, og Þur-
íður Kristín Hjálm-
týsdóttir, f. 5. októ-
ber 1920, d. 22.
ágúst 2001. Systkini
Áslaugar eru Guðmundur, f. 9.
júlí 1955, Guðbjörg, f. 15. janúar
1957, Elín, f. 22. október 1959, og
Ólöf, f. 18. október 1961. Hálf-
systkini hennar samfeðra eru
Anna, f. 16. janúar 1948, Stein-
dór, f. 21. mars 1949, og Guðrún,
f. 5. júlí 1950.
Hinn 15. október 1977 giftist
Áslaug Sigurði Halldóri Ein-
arssyni, f. 10. maí 1956. Þau
skildu. Foreldrar Sigurðar eru
Einar Þorbjörn Jónsson, f. 3. des-
ember 1928, og Hall-
dóra Halldórsdóttir,
f. 25. október 1925,
d. 14. apríl 2005.
Börn Áslaugar og
Sigurðar eru: 1)
Þuríður Kristín, f. 6.
ágúst 1974, gift Ara
Friðfinnssyni, f. 14.
júní 1975, börn
þeirra eru Helga
Sóley, f. 13. júní
1996, Karen Birna,
f. 23. apríl 1998, og
Einar Bjarki, f. 15.
janúar 2004. 2) Jón,
f. 3. ágúst 1977, kvæntur Evu
Dögg Júlíusdóttur, f. 8. maí 1975,
dóttir þeirra er Maren Karitas, f.
13. desember 2003. 3) Halldóra
Sigrún, f. 29. júní 1981, í sambúð
með Robert Vincent Ryan, f. 28.
mars 1973, dóttir þeirra er Ás-
laug Emma, f. 21. ágúst 2007.
Lengst af vann Áslaug sem
matráður og við ræstingar.
Útför Áslaugar verður gerð frá
Langholtskirkju í dag, 19. mars,
og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku mamma mín, ég trúi ekki að
þú sért farin frá okkur. Mér finnst
þetta allt svo óraunverulegt. Finnst
eins og þú sért hér enn og bíðir eftir
að við komum í heimsókn. Þú varst
alltaf svo mikil félagsvera, naust þín
best innan um margt fólk, eins og
þær fjölmörgu stundir sem við áttum
saman uppi í bústað sýna fram á. Þar
varstu í essinu þínu. Fullt af gestum,
Nonni glamrandi á gítarinn, allir
syngjandi hver í kapp við annan og
þú, húsfreyjan, sást til þess að allir
hefðu nóg af öllu. Þú hafðir svo margt
til að bera, varst svo falleg og góð
kona. Algjör gersemi. Ég man að sem
lítil dama fannst mér mamma mín
vera fallegasta kona í heimi, starði á
þig með stórum augum og miklu
stolti í brjósti. Þú varst það svo sann-
arlega mamma mín og ert enn. Þú
hefur alltaf verið stórglæsileg kona
með stórt hjarta. Fljót að rétta fram
hjálparhönd ef einhver þurfti þess
með. Það var alltaf hægt að treysta á
þig.
En elsku mamma mín, þetta er svo
erfitt, það er svo margt sem við áttum
eftir að upplifa saman. Ég sakna þín
svo mikið, sakna þess að sjá þig brosa
þegar við komum í heimsókn eða
ánægjuna sem skein úr augum þínum
þegar við færðum þér góðgæti, hvað
einn konfektmoli gat glatt þig mikið.
Börnunum fannst það mjög mikil-
vægt að gefa ömmu sinni góðgæti líkt
og hún gaf þeim þegar þau voru
yngri. Ég er svo ánægð og þakklát
fyrir að þau fengu að kynnast þér.
Fengu að upplifa þinn yndislega
húmor og góðvild.
Nú eru mikil og erfið veikindi að
baki og það eina sem huggar mann á
þessari stund er sú vitneskja að þú
sért laus úr hlekkjum veikindanna.
Elsku mamma mín, ég kveð með tár í
augum og miklum söknuði og vona að
þú sért komin á betri stað. Ég veit að
þú vakir yfir okkur og verndar. Minn-
ing þín lifir áfram, minning um bestu
mömmu í heimi.
Takk fyrir allt elsku mamma mín.
Þín
Þuríður Kristín.
Heimsins besta mamma.
Jæja, elsku mamma, núna er fjög-
urra ára hetjulegri en jafnframt erf-
iðri baráttu þinni við þennan illvíga
vágest lokið. Þú tókst þessum veik-
indum af miklu æðruleysi, kvartaðir
ekki eða lést þetta áfall slá þig út af
laginu, heldur tókstu þessu með stó-
ískri ró og yfirvegun.
Þú varst styrkur, þú varst von
þú varst ljósið sem lýsti leið
ljósið sem aldrei vék mér frá
þú af þér gafst og bættir manna raun
sýndir styrk og lést ei á þér sjá.
Núna ertu laus úr viðjum þessa
erfiða sjúkdóms og komin á betri stað
með góðu fólki. Ég efa ekki að þú sért
nú þegar byrjuð að vekja gífurlega
lukku á nýjum stað, enda leiddist þér
aldrei að vera fremst á meðal fólks í
góðum félagsskap. Þú og Bóbó eruð
væntanlega byrjuð að gæða ykkur á
Gæðakleinum og þú, Þurí amma og
Dóra amma farnar að skiptast á góm-
sætum sögum um lífið og tilveruna.
Ég horfi til himins og hugsa um þig,
verkin þín öll skilj’ eftir sig,
hugurinn reikar, sækir á mig,
ég horfi til himins og hugsa um þig.
Svífðu nú engill himninum á,
vefðu nú örmum svo á megi sjá,
eins og bjarg í sænum, þú lést ei á þig fá,
þú mætir mér móti þegar banka ég á.
Höggið er stórt og djúpt sár í hjart-
að sem ekki verður fyllt á þessari lífs-
leið og sú staðreynd að sjá þig aldrei
framar, geta ekki knúsað þig eða bara
allt yfir höfuð fyllir mig skelfingu og
kallar fram tár. En vegna hlýlegs,
sjarmerandi og yndislegs persónu-
leika þíns þá eru góðu minningarnar í
gegnum árin fjölmargar sem maður
getur hugsað um og huggað sig við.
Hef misst styrkinn minn og stoð
lífið mitt og von.
Allt sem áður var, horfið er á braut
inn í tímans skaut.
Sé öldur bera á land
ganga lífsins veg.
Minn hugur reikar burt,
vantar hlýja hönd
á fylgd um ókunn lönd.
Ég hef ekki gengið þessa leið
sem í fyrstu virtist bein og greið.
Ég sé þig birtast í sólinni
ég sé þig birtast í sólinni.
Með tár í augum sé þig þar
reyni að kalla en fæ ekkert svar.
Ég sé þig birtast í sólinni.
Það er sárt og tekur mikið á
það reynist mér um megn.
Að sjá á eftir þér, hverfa burt frá mér
það sem eftir er.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, elskuleg móðir mín, langt
fyrir aldur fram og þakka fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og mína fjöl-
skyldu á lífsleiðinni. Þú kenndir mér
að ganga, kenndir mér að tala og
gerðir mig að þeim manni sem ég er í
dag og fyrir það er ég þér eilíflega
þakklátur. Ég var, er og mun ávallt
verða stoltur af að hafa átt þig sem
móður.
Hvíl í friði og gakktu á Guðs vegi.
Þinn sonur
Jón Sigurðsson.
Elsku besta mamma mín, ég á svo
erfitt með að trúa því að ég sé að
skrifa minningarorð til þín. Það er
rosalega erfitt að sætta sig við þetta
allt saman enda mikill missir fyrir
okkur fjölskylduna. En maður reynir
að hugga sig við allar yndislegu minn-
ingarnar sem maður er ríkur af og að
þú þjáist ekki lengur af erfiðum sjúk-
dómi. Þú varst svo einstök, elsku
mamma, þú tókst öllu með svo miklu
jafnaðargeði og varst svo lífsglöð. Þú
varst mikil félagsvera og leið þér best
með fullt hús af fólki. Í þínum miklu
veikindum kvartaðir þú aldrei þrátt
fyrir að mikið væri á þig lagt, þú barð-
ist hetjulega og veit ég að í lokin
varstu að berjast fyrir okkur því þú
varst orðin svo þreytt. Ég er svo lán-
söm að hafa fengið þig sem mömmu
því betri mömmu er ekki hægt að
óska sér, þú varst líka mín besta vin-
kona. Við höfum alltaf verið mjög
samrýndar mæðgur og aldrei verið
aðskildar lengi. Lengsti tíminn sem
við vorum aðskildar var þegar ég bjó
erlendis í hálft ár og þá urðum við nú
alltaf að tala saman 2-3svar í viku
bara til að heyra hvor í annarri. Svo
þegar ég loksins flutti að heiman
flutti ég nú bara í 5 mínúta fjarlægð
frá þér. Þú varst líka þessi skemmti-
lega mamma, ég man hvað vinkonum
mínum fannst þú alltaf mikil dúlla,
enda varstu það.
Ég er svo þakklát fyrir að þú náðir
að kynnast henni Áslaugu Emmu,
nöfnu þinni, aðeins og man ég hvað þú
varst stolt að fá nöfnu. Þú lifðir fyrir
fjölskylduna þína og gerðir allt fyrir
okkur. Elsku mamma, þú varst svo
sannarlega kletturinn í lífi mínu og
lærði ég margt af þér. Ég vona að ég
verði eins góð mamma og þú varst
mér, þá verða börnin mín heppin. Ég
er svo þakklát að hafa getað verið til
staðar fyrir þig í veikindum þínum,
þú sýndir svo sannarlega styrkinn
þinn í þeim og ert hetjan mín.
Þú átt stóran stað í mínu hjarta og
minning þín mun aldrei gleymast, ég
verð dugleg að segja barnabörnunum
þínum frá þér enda er missir þeirra
einnig mikill.
Vona að þér líði vel núna, fallegust,
ég veit að fullt af góðu fólki tekur vel á
móti þér.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Hvíl í friði, elsku mamma mín,
þangað til við hittumst síðar.
Þín
Halldóra Sigrún.
Áslaug
Guðmundsdóttir
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Elsku amma mín, þú hefur allt-
af verið besta amma í heimi.
Það var svo gaman að koma til
þín í Álfaborgir og gista hjá þér.
Þú varst svo góð, þú gafst okkur
alltaf uppáhaldið okkar, ristað
brauð og kakó og svo ís í eft-
irrétt. Þú hefur alltaf verið góð
kona elsku amma mín.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur. Guð geymi þig.
Þín
Helga Sóley.
HINSTA KVEÐJA
Starmýri 2
108 Reykjavík
553 3032
ÍSLENSKAR
LÍKKISTUR
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GÍSLI ÓSKARSSON
vélstjóri,
Sóleyjargötu 3,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
fimmtudaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá
Landakirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hans eru beðnir um að láta Krabbameinsfélagið njóta
þess.
Kristín Haraldsdóttir,
Guðný Svava Gísladóttir, Sigurður Einarsson,
Sigrún Olga Gísladóttir,
Styrmir Gíslason, Hólmfríður Ása Sigurpálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KARÓLÍNA S. HALLDÓRSDÓTTIR,
áður til heimilis að Ásvallagötu 16
og Fjölnisvegi 6,
andaðist að hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
10. mars.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 23. mars kl. 15.00.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Einar B. Kristjánsson,
Gestur Guðmundsson, Kristín Ólafsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Yndislegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir,
RÓBERT BJARNASON,
Kríuási 43,
Hafnarfirði,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
fimmtudaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 23. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á framtíðarsjóð barna hans,
banki 0537-14- 403110, kt. 110295-2359.
Anna Sigríður Þorkelsdóttir,
Lilja Guðrún Róbertsdóttir,
Arnar Róbertsson,
Daði Róbertsson,
Bryndís Róbertsdóttir,
Nanna Guðrún Ásmundsdóttir, Bjarni Sævar Róbertsson,
Guðrún, Þórlaug, Kristín, Lísa og þeirra fjölskyldur.
✝
Elskuleg systir okkar og móðursystir,
GUÐBORG KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Dalsmynni,
Hringbraut 99,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 14. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík mánudaginn 23. mars kl. 13.00.
Anna S. Kristjánsdóttir,
Ella Kristjánsdóttir,
systrabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hjallatúni,
áður Víkurbraut 9,
Vík í Mýrdal,
lést mánudaginn 16. mars.
Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
28. mars og hefst athöfnin kl. 14.00.
Sigurjón Rútsson, Kristín Einarsdóttir,
Kristín Rútsdóttir, Eysteinn Helgason,
Heiðrún Rútsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.