Morgunblaðið - 19.03.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 19.03.2009, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Fasteignabólan Þrátt fyrir mikla erfiðleika á fasteignamarkaði mun hann ná sér á strik, þó síðar verði. Íslendingum hefur fjölgað ár frá ári og þeir munu áfram þurfa þak yfir höfuðið. Það þarf þó að grípa til róttækra aðgerða og byrja að afskrifa skuldir, segir Björn Þorri Viktorsson, hrl. og fast- eignasali.                                            !   "#$   %& '         (             ! " #  $ % ""             & ) *   Móðir og barn Í Helgafelli hefur verið skipulögð umfangsmikil byggð. Þar er nú unnið hörðum höndum að uppbyggingu. Margar tómar lóðir eru þó á svæðinu. Þ ó offjárfestingar í fasteignum séu aug- ljósar á höfuðborgarsvæðinu er fast- eignamarkaðurinn ekki dauður. Hann mun standa af sér hremmingar hvað sem verðsveiflum og hugsanlegum gjald- þrotum líður. Þar ræður mestu sú staðreynd að fólk þarf þak yfir höfuðið. Eftirspurn eftir húsnæði verður alltaf fyrir hendi þó aðstæður til fast- eignaviðskipta séu ekki góðar sem stendur. Mikil óvissa gerir þeim sem vilja kaupa hús- næði erfitt fyrir auk þess sem takmarkað að- gengi að lánsfé gerir stöðuna verri en ella. Ekkert vegur þó þyngra en almenn óvissa um stöðu efnahags- og atvinnumála í landinu. Þessi staða hræðir marga kaupendur frá því að taka skuldbindandi ákvarðnir um kaup á hús- næði. Á meðan Íslendingum fjölgar á hverju ári, um eitt prósent í fyrra, þá verður eftirspurn eftir fasteignum fyrir hendi. Björn Þorri Vikt- orsson, hrl. og einn eigandi fasteignasölunnar Miðborgar, segir óvissu fæla fólk frá fasteigna- kaupum. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hverfi sem hafa verið byggð upp á síðustu ár- um munu að lokum fyllast af fólki. Spurningin er einungis á hversu löngum tíma það verður. Ég er hins vegar hræddur um að það geti verið svolítið langt tímabil, ef til þess kemur að fólk flytur úr landi vegna efnahagsniðursveifl- unnar,“ segir Björn Þorri. Hann hefur efa- semdir um að stjórnvöld átti sig nægilega vel á þeim vandamálum sem hér kunna að skapast ef ekki tekst að sporna við auknu atvinnuleysi og niðursveiflu. „Ég tel að það þurfi að ráðast í róttækar aðgerðir til að vernda eignir lands- manna. Afskriftir skulda eru eina mögulega leiðin að mínu mati. Eftir eignabólu eins og hér hefur myndast og svo hrun alls bankakerfisins, þá þarf hugrakkar, róttækar ákvarðanir til að koma hjólunum af stað á nýjan leik. Staðan er einfaldlega verri en svo að það dugi að lengja í lánum og hjálpa fólki yfir næstu afborgun. Ég finn fyrir því í mínum lögmannsstörfum að það er verið að ganga hart að fólki í innheimtuað- gerðum, þó aðstæður í landinu bjóði alls ekki upp á það. Á meðan það er gert verður hætt- unni á kerfishruni ekki afstýrt,“ segir Björn Þorri. Hálfkláraðar byggingar? Í versta falli munu byggingafyrirtæki sem unnið hafa að uppbyggingu fasteigna síðustu ár lenda í miklum rekstrarvandræðum vegna niðursveiflunnar í kjölfar bankahrunsins. Þeg- ar hafa margir minni verktakar þurft að hætta starfsemi og segja upp starfsfólki, auk þess sem stór byggingafyrirtæki, eins og BYGG og Íslenskir aðalverktakar, hafa dregið verulega úr starfsemi. Íslenskir aðalverktakar hafa átt í rekstrarerfiðleikum, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu, en Nýi Kaupþing banki vinnur að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtæksins með stjórnendum þessa dagana. Erfiðleikar stærstu verktakanna geta haft umtalsverð áhrif á hversu lengi hverfi verða að Fasteignamarkaðurinn 1,22 milljarðar var heildarvelta á fasteignamarkaði í síð- ustu viku. 9,48 milljarðar var heildarvelta á fasteignamarkaði á viku um mitt ár 2007, þegar hún var mest. 5.687 óseldar íbúðir, íbúða- grunnar og auðar lóðir voru á höfuðborgarsvæðinu um mitt síðasta ár. 588 auðar lóðir voru í Helgafelli í landi Mosfellsbæjar um mitt ár í fyrra. 337,6 er staða vísitölu íbúð- arverðs nú. 357,3 var staða vísitölunnar þeg- ar hún var hæst, í byrjun síðasta árs. 0,27 milljarðar er minnsta heild- arvelta sem verið hefur á fasteignamarkaði, milli jóla og nýárs í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.