Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 27

Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 AÐ UND- ANFÖRNU hefur töluvert borið á um- ræðu um að skera þurfi niður í þjónustu við börn og ungmenni vegna efnahags- ástandsins. Hafa áform eins og fjölgun nemenda í bekkjum, fækkun kennslustunda og niðurskurður á sér- fræðiþjónustu við börn verið til um- fjöllunar. Hlutverk umboðsmanns barna er m.a. að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna á öllum sviðum samfélagsins, t.d. við ákvarðanatöku og skipulagningu ým- issa samfélagsmála er snerta börn og ungmenni. Börn eru ekki þrýstihópur í stjórnmálalegu tilliti og sú stað- reynd liggur fyrir að sjónarmið þeirra gleymast oft og tíðum í heimi hinna fullorðnu. Sem opinber tals- maður allra barna á Íslandi vill um- boðsmaður barna leggja áherslu á að hlustað verði á raddir barna í þeirri umræðu sem nú fer fram um end- urskipulagningu ýmissa málefna er varða samfélags- og velferðarmál og hvernig þeim skuli forgangsraða. Í ljósi þess efnahagsástands sem nú ríkir standa stjórnvöld og aðrir frammi fyrri því að þurfa að end- urskipuleggja starfsemi sína, hag- ræða og forgangsraða verkefnum upp á nýtt. Í slíku ferli er mikilvægt að huga að þörfum barna og ung- menna sem og velferð þeirra. Börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélags- hópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Við þurfum sterkt velferðarnet um börn og ungmenni þegar atvinnuleysi og veruleg tekju- skerðing er í mörgum fjölskyldum. Fjöldamargar rannsóknir sýna það með óyggjandi hætti að skýr tengsl eru milli félagslegrar og efnahags- legrar stöðu foreldra við heilsu og sérstaklega líðan barnanna. Íslenska ríkið svo og sveitarfélög bera ríkar skyldur er kemur að mál- efnum barna og eru skyldur þessar svo og réttur barna tíunduð í ýmsum lögum svo og í barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Fyrir liggur að ríki og sveitarfélög þurfa að taka ákvarðanir um hagræð- ingu í rekstri og má vænta að þær ákvarðanir snerti daglegt líf barna og ungmenna. Í því ferli er mikilvægt að horft verði til framtíðaráhrifa og af- leiðinga þess að draga úr þjónustu við börn og ungmenni. Þeir sem taka ákvarðanir þurfa því í enn ríkari mæli en áður á öllum stigum ákvarð- anatöku að fara yfir hvaða afleiðingar niðurskurður hefur, þegar til lengri tíma er litið. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur komið fram að þær sparnaðar- aðgerðir sem gripið var til í efnahagsþreng- ingum sem þeir urðu fyrir upp úr árunum 1990 höfðu neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir börn og ungmenni. Ekki var litið nægilega til framtíðaráhrifa nið- urskurðarins og í sum- um tilfellum leiddi hann til meiri kostnaðar þegar upp var staðið. Mik- ilvægt er að læra af reynslu nágrannaríkja okkar og reyna eftir fremsta megni að forðast þau mistök sem frændur okkar gerðu á sínum tíma. Umboðsmaður barna vill benda á nokkur sjónarmið sem mikilvægt er að hafa í huga við þá endurskoðun og forgangsröðun sem nú fer fram hjá ríki og sveitarfélögum. Mikilvægt er að reyna að hlífa málaflokkum sem varða börn og ungmenni eins og frek- ast er unnt og halda uppi öflugu vel- ferðarneti fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í ljósi reynslu nágrannaþjóða okkar þarf að horfa til þess hvaða af- leiðingar niðurskurður á þjónustu hefur á börn og ungmenni, bæði til skemmri og lengri tíma, áður en ákvörðun er tekin. Leggja þarf áherslu á að styrkja og styðja for- eldra og þá sem annast börn í sínum hlutverkum. Þá ber að hlusta á raddir barna og ungmenna og nýta þekk- ingu þeirra. Þau eru sérfræðingar í sínu lífi. Nota má til dæmis vettvang ungmennaráða sem starfandi eru hjá sveitarfélögum víðsvegar um landið til að skapa umræðu og virkja þátt- töku ungmenna í mótun nýs sam- félags. Þá ber sérstaklega að nefna mikilvægi þess að ekki verði dregið úr þjónustu við þau börn og ung- menni sem þurfa á hvað mestum stuðningi að halda, t.d. vegna fötlunar eða annarra aðstæðna. Þegar kemur að málefnum barna og ungmenna verður að vanda vel til verka og hafa í huga sérstaka stöðu þeirra í samfélaginu. Allar ákvarð- anir sem lúta að velferð barna og ungmenna þurfa að vera vel ígrund- aðar og horfa verður til framtíðar um hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanir hafa fyrir samfélagið allt því velferð barna og ungmenna í dag hefur áhrif á líf okkar allra í framtíðinni. Margrét María Sig- urðardóttir skrifar um réttindi barna »Umræða hefur verið um að skera þurfi niður í þjónustu við börn og ungmenni vegna efnahags- ástandsins. Við þurfum að tryggja velferð barna og ungmenna. Margrét M. Sigurðardóttir Höfundur er umboðsmaður barna. Velferð barna í fyrirrúmi HÓPUR starfs- manna í gömlu bönk- unum hafði tilkynnt um fæðingarorlof eða var í fæðingarorlofi þegar bankahrunið varð sl. haust. Hluti þessa hóps fékk ekki endurráðningu í nýj- um banka, þótt störfin hefðu haldið áfram þar. Gerðist þetta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýs- ingar forsvarsmanna bankanna og forystumanna ríkisstjórnar um að tekið yrði tillit til félagslegra sjón- armiða við endurráðningu starfs- manna nýju bankanna. Svo virðist sem þær yfirlýsingar hafi ekki haft mikið vægi þegar á reyndi varðandi fólk í fæðing- arorlofi. Formleg erindi hafa verið send vegna hvers og eins, bæði til skila- nefnda bankanna svo og til nýju bankanna, og þess krafist að um- ræddir einstaklingar fái notið verndar fæðing- arorlofslaga gegn upp- sögnum. Þar hefur ver- ið minnt á eftirfarandi atriði: Samkvæmt 30. gr. laga um fæð- ingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum vegna þess að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæð- ingar- eða foreldraorlofs skv. 9. eða 26. gr. eða er í fæðingar- eða for- eldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rök- stuðningur fylgja uppsögninni.  Jafnvel þótt fall bankanna og inngrip ríkisins geti talist gild ástæða fyrir uppsögn var ein- ungis hluta starfsmanna bank- anna endanlega sagt upp því stórum hluta starfsmanna bauðst starf áfram hjá nýjum banka.  Eins og málum var háttað og ekki stóð til að bjóða þessum starfsmönnum áframhaldandi starf þrátt fyrir að þeir væru í fæðingarorlofi hefði þurft að rökstyðja það atriði sérstaklega í uppsagnarbréfi. Það var ekki gert í neinu þessara tilvika.  Neyðarlögin svonefndu, lög um heimild til fjárveitingar úr rík- issjóði vegna sérstakra að- stæðna á fjármálamarkaði o.fl. nr. 125/2008, víkja ekki til hlið- ar lögum um fæðingar- og for- eldraorlof nr. 95/2000. Þessum erindum er annaðhvort ekki svarað eða þeim vísað á bug. Rök bankanna sem hafa svarað eru á þá lund að með vísan til neyðarlag- anna gildi ekki lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyr- irtækjum og því sé bönkunum ekki skylt að virða ákvæði fæðing- arorlofslaga um áframhaldandi ráðningar starfsmanna. Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn hafa verið skrifuð bréf og þess farið á leit að málin verði könnuð og spurt hvort þau félagslegu sjónarmið sem fylgja átti hafi verið virt. Engin svör hafa borist og ekki frést af við- brögðum. Minna skal á að bankarnir eru nú allir reknir af stjórnvöldum og á ábyrgð þjóðarinnar. Þeim ber að virða lög og hafa í heiðri stjórn- arskrárvarin réttindi borgaranna, þar á meðal jafnræðisreglur. Með þetta í huga þarfnast afstaða bank- anna í starfsmannamálum sér- stakrar skýringar. Lára V. Júlíusdóttir skrifar um fæðing- arorlof banka- manna Lára V. Júlíusdóttir » Fæðingarorlofslög voru brotin í banka- hruninu þrátt fyrir lof- orð um að félagslegra sjónarmiða yrði gætt við endurráðningu hjá nýj- um bönkum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fæðingarorlofslög brotin á bankamönnum JÓN A og Jón B fæddust báðir fyrir 55 árum. Skólaganga þeirra var sambærileg, þeir stofnuðu báðir fjölskyldu fyrir rúmlega 30 árum og í gegnum árin hafa þeir haft sam- bærileg laun. Í dag búa þeir báðir í sambærilegum húsum í sama hverfi og markaðsverð hvors húsanna er um 50 milljónir króna. Þó að margt sé svipað með Nonn- unum hafa þeir hagað fjármálum sínum mismunandi í gegnum tíðina. Jón A ákvað ungur að verða skuld- laus um fimmtugt og lagði því hart að sér að borga upp húsnæðislán sín og stofna ekki til mikilla lausa- skulda. Þegar því var lokið hóf Jón að leggja reglulega fyrir með því að kaupa skuldabréf útgefin af Íbúða- lánasjóði, sem hann hefur hugsað sér að nota sem viðbótarlífeyrissjóð þegar hann hættir að vinna. Jón B hefur verið þeirrar skoð- unar að það sé skemmtilegra að eyða peningum í sumarfrí, kaupa góða bíla og ýmislegt fleira, en hann hefur ekki séð ástæðu til þess að greiða niður lán eða leggja mikið til hliðar fyrir utan fastar greiðslur í lífeyrissjóð. Fyrir nokkrum árum þegar veðrýmið á húsinu hans Jóns B var orðið nokkuð ríflegt ákvað hann að ná sér í viðbótarlán og not- aði það til þess að kaupa lúxusjeppa og hjólhýsi og setti svo afganginn í nokkur hlutabréf, sem þá voru í tísku. Það er ekkert að því að þessir nafnar hafi kosið sér ólíkar leiðir í neyslu og sparnaði; þeir hafa hvor um sig sem frjálsir menn valið þá leið sem þeim féll betur. Í dag er staða Jóns A sú að hann á 50 millj- óna króna hús skuldlaust og skulda- bréfasafn að markaðsvirði 20 millj- ónir króna og hann keyrir um á ágætis 5 ára gömlum bíl. Staða Jóns B er hins vegar sú að þó svo að hann eigi sambærilegt hús upp á 50 milljónir króna, þá skuldar hann 45 milljónir króna í því, hlutabréfin hans eru orðin verðlaus og fíni bíll- inn sem hann keypti 2007 er enn jafn fallegur, en ekki eins verðmæt- ur. Kynnum nú til sögunnar stjórn- málamenn sem vilja að allir lands- menn sem skulda eigi að fá 20% af- slátt af höfuðstól lána sinna. Hvað felst í því? Jú, Jón B fær 9 milljónir króna gefins og skuldar þá aðeins 36 milljónir króna, þ.e.a.s. eigið fé hans í húsinu eykst um 180%. Ein- hver hlýtur að borga fyrir þessar 9 milljónir króna – ekki detta þær niður af himni ofan! Jú, það er Jón A sem fær að borga þetta að hluta, því verðmæti skuldabréfanna hans, sem hann var búinn að vinna fyrir rýrnar um 20% eða um 4 milljónir króna. Ef Jón A fær ekki reikninginn beint þá fær hann reikninginn óbeint í gegnum skattana sína eða skerta opinbera þjónustu, þ.e.a.s. allir Jónar landsins fá að borga fyr- ir lúxus jeppann hans Jóns B. Og afganginn sækja menn til líf- eyrisþega landsins í formi lægri líf- eyris þeim til handa, því það eru líf- eyrissjóðirnir sem eru stærstu eigendur verðtryggðra skuldabréfa í landinu. Væri ekki viturlegra að aðstoða þá sem þurfa verulega á aðstoð að halda með markvissari aðgerðum, fremur en að lækka allar skuldir um 20% án tillits til aðstæðna? Er það siðferðislega réttlætanlegt að veita 20% afslátt af öllum lánum landsmanna? Erlendur Magnússon 20% afsláttur af siðferði Höfundur á sæti í bankaráði NBI hf. Opinn fundur um Evrópusambandið á vegum BSRB föstudaginn 20. mars kl. 14-16 í BSRB-húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um stefnu ESB í sjávarútvegi og iðnaði Framsögu hafa Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Fundarstjóri Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal Ísland og Evrópusambandið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.