Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 32

Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 ✝ Lilja Margrét Kar-lesdóttir fæddist á Akureyri 29. ágúst 1943. Hún lést á Land- spítalanum við Hring- braut 8. mars sl. For- eldrar hennar voru hjónin Karles F. Tryggvason frá Jór- unnarstöðum í Eyja- fjarðarsveit, f. 15. október 1909, d. 13. janúar 1991, og Lilja Jónasdóttir frá Leyningi í Eyjafjarð- arsveit, f. 22. sept- ember 1917, d. 22. janúar 1993. Systkini Lilju Margrétar eru; 1) Hreinn, f. 12. apríl 1945, 2) Ævar, f. 25. júlí 1946, 3) Karl Jóhann, f. 15. ánssyni, f. 26. desember 1971, sonur þeirra Stefán Aðalgeir, börn Erlu eru Daníel Kristinsson og Rakel Kristinsdóttir, börn Stefáns eru Baldur og Hugrún Helga. 2) Karl Arnar, f. 9. febrúar 1967, kvæntur Sigríði Gísladóttur, f. 28. apríl 1968, dóttir þeirra Valgerður Lilja, sonur Arnars Davíð og sonur Sigríðar er Garðar Svansson. 3) Freyr, f. 17. apríl 1971, í sambúð með Pálínu S. Sigurðardóttur, f. 2. janúar 1973, börn þeirra Sara og Óðinn Arnar. Lilja ólst upp á Akureyri. Hún tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskól- anum á Akureyri og gekk í Hús- mæðraskólann á Laugalandi 1961- 1962. Lilja og Aðalgeir hófu búskap á Akureyri 1962 í Helgamagra- stræti en fluttu fljótlega í Langholt 24 sem þau byggðu og bjuggu þar til 1994 en þá fluttu þau suður, byggðu í Kópavogi og bjó hún þar til æviloka. Lilja verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju í dag, 19. mars, og hefst athöfnin kl. 13. ágúst 1947, 4) Tryggvi, f. 31. desem- ber 1949, 5) Jónas Vignir, f. 13. ágúst 1951, og 6) Frímann, f. 23. apríl 1954. Hinn 1. júlí 1962 giftist Lilja Aðalgeiri Gísla Finnssyni, bygg- ingameistara, f. 28. ágúst 1938. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Finnur Björnsson, f. 16. sept. 1895, d. 29. maí 1986, og Mundína Freydís Þorláksdóttir frá Ytri-Á í Ólafsfirði, f. 8. apríl 1899, d. 5. des. 1985. Börn Lilju og Aðalgeirs eru: 1) Erla Hrönn, f. 23. janúar 1964, gift Stefáni H. Stef- Elsku mamma. Við kveðjum þig í dag með miklum söknuði, þér eigum við allt að þakka. Þú varst okkur sú stoð og stytta sem öllum er svo mik- ilvægt að hafa í æsku. Umfram allt eigum við nú hlýjar og góðar minn- ingar frá uppeldinu á Akureyri og samveru okkar síðustu ár, minningar sem einkennast af ást og hlýju. Við vorum uppátækjasöm yfir meðallagi og vildum reyna margt. Takk fyrir að leyfa okkur það og treysta, fyrir það erum við óendanlega þakklát. Það var oft erilsamt á heimilinu, mikill gestagangur, ferðalög, krakkar að koma og fara, heimilið stóð ávallt öllum opið sem þangað vildu sækja. Við skiljum það betur núna hve mikil vinna og álag getur fylgt slíku heimili en það varst þú sem vannst þetta óeig- ingjarna starf af slíkri alúð að eftir var tekið. Síðustu ár hafa verið þér ströng. Þú kvartaðir aldrei, tókst á við veik- indin af æðruleysi, hélst þér til hlés því þú vildir umfram allt að allir aðrir héldu sínu striki, þannig varst þú. Við kveðjum þig með ljóði frá uppáhalds- skáldi þínu, Davíð Stefánssyni: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mín- um. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur, Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. Þó blási kalt og dagar verði að árum, þá veit ég að þú villist rétta leið og verður mín – í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku mamma, minninguna um þig varðveitum við í hjörtum okkar um alla eilífð. Hvíl þú í friði. Erla, Arnar og Freyr. Ég kynntist Lillu, tengdamömmu minni, fyrir tæplega sex árum þegar ég og Erla fórum að vera saman. Lilla var ákveðin kona og sterk, stolt af sínu fólki – sinni fjölskyldu; börnunum og barnabörnunum og fylgdist vel með þeim. Hún hafði beittan húmor, stundum kaldan. Hafði gaman af fólki, tók vel á móti gestum og vissi hvernig hún vildi hafa hlutina. Mér ákaflega vel tekið í Fjallalind- inni og ekki síður Baldri og Hugrúnu Helgu sem mér fylgdu inn í fjölskyld- una. Það ferli var mjög einfalt, Lilla og Geiri tóku þau um leið í hóp barna- barnanna, stolt af því að stækka hóp- inn um tvo. Það reyndist krökkunum að sama skapi auðvelt, um það bil tveggja mínútna umhugsunarfrestur í annað skiptið sem þau hittust og þá voru þau orðin amma Lilla og afi Geiri. Öllum krökkunum var auðvitað alltaf mjög vel tekið, þeim leið líka vel og fannst gott og gaman að koma í Fjallalindina eða vera í nálægð við ömmu og afa. Stefán Aðalgeir naut þess auðvitað sérstaklega í okkar hópi að vera yngstur og kunni gott lag bæði á ömmu sinni og afa og fylgdi eðlilega oftast með í heimsókn. Því meira fjör var í Fjallalindinni sem fleiri úr fjölskyldunni voru mætt- ir. Hvort sem var í kaffi, grjónagraut eða laufabrauðsgerð fyrir jólin. Að fara í grjónagrautinn í hádeginu á laugardögum var í sérstöku uppá- haldi hjá krökkunum – og raunar eitt af áhyggjuefnunum hjá þeim hvernig það verður nú þegar amma er farin. En við hin sem eftir stöndum verðum að leysa úr því. Það gat og getur verið mikið um að vera í stóru fjölskyldunni hjá okkur Erlu. Þá kom oft fyrir að við fengjum góðar sendingar frá ömmu Lillu; soðið slátur og graut eða nýjar fiskibollur með því sem tilheyrði. Yfirleitt borða krakkarnir vel og alltaf af sendingun- um úr Fjallalindinni sem þau fögnuðu. Lilla tókst á við sitt mein af yfirveg- un og var raunar ótrúlega sterk í þeirri baráttu. Kallið kom fyrr en við væntum og hefðum viljað. Við erum auðvitað þakklát fyrir góðar stundir sem við höfum átt. En það er komið að kveðjustund og hlutirnir og mynstrið í fjölskyldunni mun breyt- ast. Eitt kvöldið þegar við vorum ræða þessa hinstu kveðju samdi Bald- ur þessar línur, sem ég læt fljóta með: „Ó elsku amma mín, þú varst alltaf svo ljúf og fín. Við munum þér aldrei gleyma og minningu þína alltaf geyma“ – og þannig verður það auð- vitað. Stefán. Komið er að kveðjustund elsku systir. Ég á þér svo margt að þakka, mest fyrir að vera góður vinur. Þú varst elst okkar sjö systkinanna og eina stúlkan og mæddi því mikið á þér. Þú varst leiðtoginn og fyrir- myndin. Til þín var leitað við hin ýmsu tilefni, hvort sem eitthvað bját- aði á eða halda skyldi veislu. Þú varst sagnabrunnur enda dugleg að ferðast bæði til sjós og lands, þú áttir ógrynni af bókum sem alltaf hafa verið þér kærar, þú varst dugleg að vera úti í náttúrunni, til dæmis eftir að þú flutt- ir suður fórstu ein út í Viðey og eyddir þar degi og á sunnudögum eitt árið fórstu í hinar ýmsu kirkjur á svæðinu og skoðaðir þær og hlýddir á messu. Þú áttir þér mörg áhugamál og varst óhrædd við að takast á við ný verk- efni. Þú varst liðtæk í spilum, veiðum, leiðsögumaður góður og rakst stórt heimili sem alltaf stóð opið og annálað fyrir myndarskap. Svo lagðir þú á ráðin um prakkarastrikin, alltaf varstu fyrst út á dansgólfið, dembdir þér í fallhlífarstökk, sigldir með kaf- báti og þú sagðir okkur til syndanna en alltaf sýndir þú ást og vináttu. Þú áttir stóra fjölskyldu þar sem eigin- maðurinn, börn og barnabörn voru í fyrirrúmi, þú áttir ekki síður stóra tengdafjölskyldu og vinirnir voru ófá- ir. Því er ljóst að margir eiga um sárt að binda við alltof ótímabæra för þína. En sagt er að það sem grætir þig sé það sama og hefur glatt þig. Dökkur skuggi á daginn fellur, dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur, kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda, aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa, komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson) Hafðu þökk fyrir allt. Tryggvi. Það var glæsileg og glaðleg kona sem tók á móti mér þegar ég kom fyrst sem ungur maður í heimsókn á fallegt heimili Lillu og Geira í Lang- holtið á Akureyri. Frá fyrstu stundu var mér tekið einstaklega vel og ég verð þeim hjónum ævinlega þakklát- ur fyrir þá ástúð og stuðning sem þau hafa sýnt mér alla tíð síðan. Lilla stjórnaði heimilinu ætíð af myndarskap og röggsemi og lagði mikinn metnað í að gera það vel. Lilla var með stórt hjarta, tók sig aldrei há- tíðlega og gat verið mjög stríðin. Hún bjó einnig yfir þeirri náðargáfu að geta sagt skemmtilega frá og var iðu- lega hrókur alls fagnaðar í góðum hópi og oftar en ekki með sögum af eigin óförum eða prakkarastrikum. Lilla hafði yndi af ferðalögum og þau urðu einnig uppspretta margra skemmtilegra frásagna. Lilla var mikill bókaormur og alltaf með eitthvert áhugavert lesefni af ýmsu tagi á náttborðinu; íslenskar eða erlendar bókmenntir, spennusög- ur, ljóð, sannar frásagnir og síðast en ekki síst bækur um ýmis andleg efni. Þótt kveðjustundina hafi borið allt of brátt að hefur Lilla örugglega verið búin að undirbúa síðasta ferðalagið af kostgæfni eins og hún var vön. Öllu pakkað snyrtilega niður og hún, hraust og falleg, tilbúin að leggja af stað og segja sögur á áfangastað. Geiri, missir þinn er mikill og ég sendi þér og fjölskyldunni mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristinn Arnarson. Það er erfitt að kveðja vinkonu mína, hana Lilju Karelsdóttur. Við er- um búnar að þekkjast lengi eða frá því að við byggðum húsin okkar úti í Langholti í Glerárþorpinu á Akureyri á sama tíma eða upp úr 1963. Þá varð til einstæður vinskapur okkar Trausta og þeirra Lillu og Geira, vinskapur sem m.a. stóð af sér 19 ára erlenda bú- setu okkar hjóna. Á þeim tímum voru skrifuð bréf og var Lilla einstaklega skemmtilegur bréfritari þar sem hún sagði fréttir af daglegu lífi sínu, af sam- eiginlegum vinum og skemmtilegum uppátækjum. Við fluttum heim aftur og það varð mikil eftirsjá hjá okkur þegar þau hjónin fluttu suður og engin Lilla og Geiri á hæðinni. En það hafði ekki áhrif á vinskapinn þótt við hitt- umst sjaldnar. Á kveðjustund sem þessari sækja minningarnar á og þó svo að ég fengi að skrifa frá forsíðu að baksíðu Morgunblaðsins mundi það ekki nægja. Minningarnar eru svo margar og ná yfir svo mörg ár. Hvar ætti ég að byrja, hverju ætti ég ekki að segja frá? Ég man „næturvaktirnar“ okkar Lillu en það voru okkar sameiginlegu stundir kallaðar af fjölskyldum okkar, stundum sátu aðrar konur með okkur en aðallega við tvær, fjallaferðirnar, veiðitúrana og ferðirnar í Vaglaskóg með þeim hjónum eða vinahópnum þar sem Lilla var hrókur alls fagn- aðar. En fyrst og fremst man ég góða vinkonu, atorkusama og uppátækja- sama konu, ég man hláturinn hennar og ég man hana segja frá. Eitt stend- ur þó upp úr en það er sunnudags- kvöldið 16. september 1979. Þá höfðu fjórir skátar á aldrinum 14-17 ára far- ið inn í Lamba í botni Glerárdals en ekki skilað sér til byggða á umsömd- um tíma. Gestur, yngsti sonur okkar, var í þessum hópi. Það var hafin leit en veður svo slæmt að leitarmenn urðu að halda kyrru fyrir. Ég var þá ein heima því Trausti var staddur í Kenýa. Það kvöld og nótt sat vinkona mín hjá mér, taldi í mig kjark og fór ekki fyrr en þær fréttir bárust að drengirnir væru fundnir heilir á húfi. Þá fann ég hvað ég átti trausta og góða vinkonu í Lillu. Elsku Geiri minn, missir þinn er mikill. Við Trausti sendum þér, Erlu, Arnari og Frey og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásdís Ólafsdóttir. Elsku Lilla frænka mín er fallin frá langt fyrir aldur fram. Við ólumst upp í sama húsi fyrstu æviár okkar við Lundargötu á Akureyri. Hún var elst í stórum systkinahópi og ég elst af mínum systkinum. Hún var einu ári eldri en ég og við litum á okkur sem systur lengi vel. Við vorum alltaf sam- an á þessum tíma og þegar ég flutti upp á brekku saknaði ég hennar mik- ið og sótti mikið til hennar. Lilla var mjög skemmtileg, alltaf kát og hress en jafnframt ákveðin. Lengst af var langt á milli okkar, hún bjó fyrir norð- an en ég flutti suður. Samt sem áður héldum við alltaf góðu sambandi og heimsóttum hvor aðra ásamt fjöl- skyldum okkar. Það var alltaf yndis- legt að heimsækja þau hjón. Þau voru mjög gestrisin og vinmörg. Lilla var mjög smekkleg og myndarleg og bar heimilið þess glöggt merki. Við dvöld- um með þeim í Vaglaskógi eitt sinn en þau áttu þar hjólhýsi sem þau notuðu mikið. Eftir að þau Geiri fluttu suður var ég svo heppin að fá að vinna með henni um tíma í Skútunni. Þrátt fyrir að síðustu ár hafi verið Lillu erfið vegna veikinda var alltaf stutt í glens og grín hjá henni. Að lok- um vil ég þakka henni samfylgdina og votta Geira og börnum innilega sam- úð mína. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Eygló Sigurliðadóttir. Í góðri bók stendur að sælla sé að gefa en þiggja. Þegar ég nú kveð þig, elsku Lilla, finnst mér einmitt sem þetta hafi verið þín einkunnarorð gegnum lífið. Ég man vel eftir því þegar ég var ung- lingur stödd á Akureyri og varð þess aðnjótandi að verða ein af fjölskyldu þinni. Inn á heimili þitt kom ég og dvaldi þar yfir sumartímann. Heimili þitt var svo glæsilegt og alltaf líf í kringum þig. Erla nafna mín var rétt 3ja ára, þú ófrísk að Arnari og mikil var tilhlökkunin hjá þér. Síðan eign- aðist ég fjölskyldu og aldrei var farið norður í land nema vera hjá þér þann tíma sem við dvöldum þar. Ég átti mitt herbergi hjá þér. Þegar ég birtist var alltaf sagt í dyrunum: herbergið þitt er alveg tilbúið. Þú fluttist suður töluvert seinna og vorum við alltaf í góðu sambandi, ég leit við og síminn var oft orðinn heldur heitur þegar hætt var að mala í hann. Í dag er mér efst í huga þakklæti fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og fyrir gleðina sem þú færðir mér inn í líf mitt. Það er huggun að vita til þess að aðskilnaður okkar er aðeins tímabundinn og að við munum hittast aftur síðar. Þangað til mun ég ylja mér yfir fögrum minningum sem ég á um þig. Elsku Geiri frændi, Erla, Arnar, Freyr og fjölskyldur, megi algóður Guð veita ykkur styrk og blessun í sorginni. Blessuð sé minning góðrar konu. Erla Kristín Bjarnadóttir. Það var árið 1963 sem foreldrar okkar fóru að byggja og ári seinna flutti fjölskyldan í nýtt hús úti í Lang- holti, götu í nýju Glerárhverfi eða úti í Þorpi eins og það var kallað á Ak- ureyri. Þá voru öll hús í Langholtinu nýbyggð eða í byggingu og fólk flutti inn í rúmlega tilbúið undir tréverk. Í öllum húsum voru börn og öll áttu þau mæður, yndislegar konur sem unnu hörðum höndum við að byggja upp heimili sín og ala upp krakkaskarann. Þessar konur ófu mynstur samstöðu, samhjálpar og vináttu sem var alveg einstök og við börnin nutum góðs af. Í þessum hópi var Lilla, ung móðir, kröftug og geislandi. Í minningu okk- ar er hún hlæjandi að segja frá skemmtilegum atvikum og uppákom- um og alltaf flott og glæsileg. Það var freistandi að liggja á hleri og hlusta þegar þær sátu með kaffibollann við borðstofuborðið heima og spjölluðu, kvöld eftir kvöld. Þetta var kallað að fara á næturvaktina. Það var greini- lega alltaf nóg að tala um. Þræðirnir sem þarna urðu til hafa haldið misvel en sá sem spannst milli Lillu og henn- ar fjölskyldu og móður okkar og hennar fjölskyldu rofnaði ekki, þvert á móti. Lilja og Aðalgeir eða Lilla og Geiri á hæðinni eins og þau heita í okkar huga og foreldrar okkar, tengdust sterkum vinaböndum sem hafa haldið í gegnum árin. Lilla og Geiri voru hluti af Lang- holtinu – æskuheimili okkar. Þau gegndu mikilvægu hlutverki í lífi okk- ar systkina þegar mamma og pabbi bjuggu erlendis í tvo áratugi þar sem þau tóku að sér ákveðið eftirlit með háttsemi okkar þegar við dvöldum við nám og störf um lengri eða skemmri tíma í Langholtinu. Þegar við systk- inin urðum eldri bundum við okkar eigin bönd á okkar forsendum við þau og börn þeirra, þau Erlu, Arnar og Frey. Seinna meir þegar komið var í heimsókn í Langholtið var innlit til Lillu og Geira sjálfsagður hlutur. Þau vildu fræðast um líf okkar, kynnast börnunum okkar, hvað við værum að gera og hvernig okkur farnaðist. Á sama hátt fengum við nýjustu fréttir af þeim og þeirra börnum og barna- börnum. Þó að undarlegt sé lágu leið- irnar sjaldnar saman eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Það var einna helst að við hittum þau fyrir norðan, í heimsóknum hjá mömmu og pabba, í stórum veislum hjá sameiginlegum Lilja Margrét Karlesdóttir                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.