Morgunblaðið - 26.03.2009, Page 1

Morgunblaðið - 26.03.2009, Page 1
Lánakjör VBS og Saga loks upplýst VBS fjárfestingarbanki og Saga Capital greiða tvö prósent verð- tryggða vexti á 41 milljarðs króna skuld við ríkissjóð. Rekstri félag- anna eru einnig settar skorður. Viðskipti F I M M T U D A G U R 2 6. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 83. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «HJÁLMAR ERU GÓÐIR GEFA NÝTT LAG Á MBL.IS Í DAG «ÍÞRÓTTIR ÞAÐ VAR SPENNA OG DRAMATÍK Á SVELLINU segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Viðskiptaráðherra hefur ekki alltaf legið yfir fræðibókum eða sinnt kennslustörfum. Á yngri árum vann hann í vegavinnu, bar út blöð og aðstoðaði tannlækni tvö sumur. Gylfi bar út blöð og hélt við vegum ALLTAF er fjör í Skautahöllinni í Laugardal. Krakkarnir fara þangað með fjölskyldum sínum eða vinum og vinsælt er að halda afmælisboðin þar. Erf- itt getur verið að byrja á skautum og jafnvægið þá ekki alltaf öruggt. En æfingin skapar meistarann í skautaíþróttinni eins og öðrum greinum. Hér gæti verið upprennandi skautadrottning á ferð. Jafnvægislist á skautum Morgunblaðið/Kristinn Fjör í Skautahöllinni í Laugardal Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MEÐALRAUNÁVÖXTUN íslenskra lífeyrissjóða hefur verið um 1,7% á ári undanfarin fimm ár. Miðað er við að raunávöxtun verði að vera að minnsta kosti 3,5% á ári til að sjóðirnir geti staðið undir skuldbindingum sínum. Pétur H. Blöndal alþingismaður segir að sumir sjóðir muni óumflýjanlega þurfa að skerða réttindi sjóðfélaga til framtíðar. „Hugsanlega er rétt að bíða með skerðingu í stuttan tíma, eitt ár eða svo, á meðan óvissa ríkir um virði eigna.“ Pétur segir að ef ákveðnir sjóðir skerði ekki lífeyrisréttindi núna verði þeir að skerða þau síðar. „Í raun er því verið að velta vandanum yfir á komandi kyn- slóðir með því að fresta skerðingu réttinda.“ Lífeyrissjóðirnir höfðu margir fjárfest í skuldabréfum gefnum út af viðskiptabönkunum þremur og öðrum stór- fyrirtækjum, en skuldabréfin eru mörg lítils eða einskis virði nú. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyr- issjóðs, segir að sú ákvörðun íslenska ríkisins að tryggja, með setningu neyðarlaganna, innistæður í bönkum og breyta þar með eftir á kröfuröðinni hafi haft mikil áhrif á verðmæti skuldabréfa bankanna. „Ríkið kaus þannig að vernda ákveðna tegund af valfrjálsum sparnaði, meðal annars á kostnað þess lögskyldaða sparnaðar sem lífeyr- issjóðirnir eru. Athugandi er hvort ekki eigi að láta reyna á réttmæti þessara laga,“ segir hann. Lífeyrisréttindi skerðast til framtíðar vegna hrunsins  Setning neyðarlaganna kom illa við lífeyrissjóðakerfið Í HNOTSKURN »Samkvæmt bráðabirgða-tölum frá Fjármálaeftirlit- inu var raunávöxtun lífeyr- issjóða, sem ekki eru með ríkisábyrgð, neikvæð um 21,45% á síðasta ári. »Ávöxtun lífeyrissjóða hef-ur verið með betra móti undanfarin ár, en hún hefur því sem næst þurrkast út eftir bankahrunið. »Búast má við skerðinguréttinda vegna þessa.  Ávöxtun langt undir marki | Viðskipti  FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur haft mögulega markaðs- misnotkun Kaupþings, Landsbank- ans og Glitnis til skoðunar, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankarnir eru taldir hafa stuðlað að sýndarviðskiptum með því að lána mikla fjármuni til þess að kaupa bréf í bönkunum sjálfum. Veð fyrir lánunum voru oftast nær bréfin sjálf. Með þessum aðferðum eru bankarnir taldir hafa haft veru- leg áhrif á verðmyndun eigin bréfa á markaði en á sama tíma staðið sjálfir að stórum hluta af heild- arveltu með bréf sín. »Viðskipti FME Skoðar sýndarviðskipti. Markaðsmisnotkun banka til skoðunar hjá FME  ELDUR kom upp í trefjaplasts- verksmiðjunni Sólplasti í Sand- gerði í gærkvöldi. Tilkynnt var um mikinn eld rétt fyrir klukkan 11. Slökkvilið Sandgerðis og Bruna- varna Suðurnesja fóru á staðinn og var slökkvistarf hafið þegar Morgunblaðið hafði fregnir af mál- inu. Í verksmiðjunni er meðal annars byggt yfir plastbáta. Verksmiðjan er í sambyggðri húsalengju en slökkviliðin komust fyrir eldinn og stöðvuðu útbreiðslu hans. Mikill eldur í plastverksmiðju í Sandgerði SKIPTA þarf krónunni út fyrir evruna og eru tvær leiðir til þess; einhliða upp- taka eða aðild að ESB. Þetta er niðurstaða þess hóps er fjallaði um peningamál í skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem kemur út í dag. Engin niðurstaða er í sjálfri skýrslunni um hvort sækja beri um aðild að sambandinu eða ekki. Krist- ján Þór Júlíusson, formaður nefnd- arinnar, segir að bæði skýrslunni og ályktunardrögum verði dreift á lands- fundinum, sem hefst í dag. Peningamálahópurinn segir tvennt í stöðunni vilji menn halda í krónuna. Annars vegar gjaldeyrishöft, sem séu ekki réttlætanleg, og hins vegar að eignir landsins erlendis séu töluvert umfram erlendar skuldir, sem sé ekki raunhæft. Niðurstaðan er sú að taka upp evru, en hópurinn klofnar í af- stöðu til þess hvort mögulegt sé að gera það í gegnum ESB-aðild eða með einhliða upptöku. Síð- ari leiðina telur formaður hópsins engan veginn færa. Athygli vekur að for- maður og varaformaður auðlindahóps nefndarinnar telja að flokkurinn eigi að fá rúmar heimildir til að ræða við aðra flokka um hvernig standa skuli að aðildarviðræðum. Koma í niður- stöðum hópsins fram þrjú sjónarmið. Hluti hópsins telur að Ísland eigi alls ekki að ganga í ESB svo það missi ekki fullveldisrétt yfir auðlindum. Aðrir vilja eingöngu semja um aðild á þeim forsendum að Ísland haldi for- ræði yfir auðlindum. Í þriðja lagi er bent á að ekki sé nauðsynlegt að fá allsherjarundanþágu frá sjávar- útvegsstefnu ESB þar sem megin- reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi að íslenska ríkið fái úthlutun- arrétt á hérlendum kvóta. ben@mbl.is Evran komi í stað krónunnar  Sjálfstæðisflokkur | 4 og 16 Engin meginniðurstaða í skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.