Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 16
Upp hamarinn Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is L andsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag í Laugardalshöll og lýk- ur á sunnudag, hinn 29. mars. Segja má að sama gildi um Sjálf- stæðisflokkinn og Samfylkinguna, flokkarnir ganga til landsfunda sinna og hefja fjögurra vikna kosningabaráttu í skugga mik- illar óvissu; báðir flokkar eru að kjósa sér nýja forystu; báðir flokkar hafa nýverið gengið í gegnum prófkjör um land allt þar sem nið- urstaðan varð sú að ekki varð um þá endurnýj- un á framboðslistum að ræða sem menn höfðu gert sér í hugarlund að yrði í kjölfar geysilegs óróa, óánægju almennings og beinlínis kröfu um mikla endurnýjun. Það eru þó aðeins þeir gagn- rýnustu sem halda þessu fram – aðrir benda á að vissulega hafi mikil endurnýjun átt sé stað. Það er mikið í húfi fyrir báða flokka að vel takist til með landsfundi flokkanna, um það eru allir viðmælendur sammála. Segja má að sjálfstæðismenn sem þátt tóku í prófkjörum flokksins hafi tekið sína eigin ákvörðun um vissa endurnýjun í forystu flokks- ins því þeir frambjóðendur sem voru ráðherrar flokksins í ríkisstjórn Geirs H. Haarde og sótt- ust eftir að leiða lista lentu allir í öðru sæti. Fyrst voru það Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir til þess að hljóta þau örlög og um síðustu helgi varð Einar K. Guðfinnsson í öðru sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi. Geir H. Haarde, Björn Bjarnason og Árni Mathisen ákváðu allir að hætta stjórnmálaþátttöku, af ólíkum ástæðum sem þegar eru kunnar. Hlutur kvenna heldur rýr Almennir sjálfstæðismenn, þ.e. þeir sem starfa í hverfafélögum á höfuðborgarsvæðinu og í sjálf- stæðisfélögum á landsbyggðinni, virðast þokka- lega sáttir við niðurstöður prófkjöranna. Það sem einna helst er gagnrýnt í Reykjavík er hversu konur komu illa út úr prófkjörinu þar því ein- ungis þrjár konur lentu í átta efstu sætunum. Ólöf Nordal er í raun eina konan sem tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem getur vel við unað. Hún hlaut fjórða sætið. Ásta Möller bauð sig fram í þriðja sætið en hafnaði í sjöunda sæti eins og fyrir tveimur árum og Erla Ósk Ásgeirsdóttir hlaut það áttunda. Margir viðmælendur hafa fagnað því að Illugi Gunnarsson skuli hafa náð fyrsta sætinu, sem hann náði með glæsibrag, því hann hlaut 4.232 atkvæði í fyrsta sætið eða 54% greiddra at- kvæða. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í öðru sæti með 2.868 atkvæði í 1.-2. sæti, hlaut 36,5% at- kvæða. Sigur Illuga var mjög afgerandi því Guðlaugur Þór hlaut aðeins 2.115 atkvæði í fyrsta sæti, eða 27% atkvæða. Góð útkoma Péturs Blöndal í þriðja sæti listans í Reykjavík, með 3.395 atkvæði eða 43% atkvæða í 1.-3. sæti, þykir sýna sterka stöðu þessa þingmanns sem oft hefur farið eigin leiðir í pólitíkinni og sjálfstæðisfólk er sagt hafa verið að launa honum sjálfstæðið. Flokksmenn almennt virðast mjög ánægðir með að Ragnheiður Elín Árnadóttir sigraði glæsilega í prófkjöri flokksins á Suðurlandi, ekki síst sjálfstæðismenn á Suðurlandi. Hún hlaut 2.192 atkvæði í fyrsta sæti og Árni Johnsen varð í öðru sæti, með 1.576 atkvæði í 1.-2. sæti, en hann hlaut 1.300 atkvæði í fyrsta sætið. Þá vakti það athygli í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi að tvær konur hlutu þriðja og fjórða sætið, þær Unnur Brá Konráðs- dóttir og Íris Róbertsdóttir, en þingmennirnir Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir færð- ust niður listann í fimmta og sjötta sæti. En nú eru prófkjörin að baki, listarnir liggja fyrir og landsfundur að hefjast í dag. Það virðist vera útbreidd skoðun innan Sjálf- stæðisflokksins að flokkurinn hafi á und- anförnum mánuðum og misserum átt við ákveðna forystukrísu að stríða. Strax eftir bankahrun hafi ráðaleysi flokksforystunnar orðið hróplega áberandi. Því hafi landsmenn Kristján Þór hafi í vetur verið talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn breytti um stefnu í Evr- ópusambandsmálum og opnaði á möguleikann á aðildarviðræður. Hann sjálfur hafi sagt á stórum fundi í Valhöll þegar hann tók við for- mennsku í Evrópunefndinni að hann hafi ekki gert upp hug sinn í þessum málum og m.a. lýst því yfir að hann myndi vinna af opnum hug og gera niðurstöðu nefndarinnar að sinni. Stuðningsmenn Kristjáns Þórs hafa bent á að ekki sé endilega ákjósanlegt að formaður og varaformaður séu úr sama kjördæmi, þ.e. Krag- anum, þar sem Bjarni Benediktsson og Þor- gerður Katrín skipa tvö efstu sætin á framboðs- lista flokksins. Þessa röksemd gefa margir lítið fyrir. Bent er á að það skipti miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ímynd hans og skírskotun til flokksmanna og annarra að kona sé í forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins. Það hafi varafor- mennska Þorgerðar Katrínar sýnt og engin ástæða sé til þess að hafna henni nú. Jafnframt er bent á að konur hafi almennt ekki fengið mjög gott brautargengi í próf- kjörum flokksins. Stuðningsmenn Illuga Gunn- arssonar segja að þetta sé aðalástæða þess að Illugi hefur þvertekið fyrir það að bjóða sig fram gegn Þorgerði Katrínu en ýmsir hafa reif- að þá hugmynd við hann eftir að niðurstöður prófkjörsins í Reykjavík lágu fyrir. Flestir telja að aðalmál landsfundarins muni verða efnahagsmál því sú krafa sé gerð til Sjálf- stæðisflokksins að hann geri skýra grein fyrir því hvaða leiðir hann leggi til að farnar verði til þess að styðja heimilin í landinu og hvaða úr- lausnir hann sjái fyrir fyrirtækin í landinu. Landsfundarfulltrúar og þeir sem starfa í málefnahópum til undirbúnings landsfundi segjast gera sér fulla grein fyrir því að nú dugi ekkert „almennt snakk“ heldur sé krafan sú að Sjálfstæðisflokkurinn kynni „útfærðar tillögur“. Niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og útfærðar tillögur um hvernig koma eigi til móts við heimilin í landinu verði svo það veganesti sem Sjálfstæðisflokk- urinn leggi upp með í kosningabaráttu. Evrópusambandsmál í brennidepli Eðli málsins samkvæmt eiga menn von á því að umræða um Evrópusambandið og mögu- legar aðildarviðræður muni taka mikinn tíma á landsfundinum og að mestu átökin verði um það mál. Þó gera menn sér í hugarlund að hægt verði að ná fram ákveðinni málamiðlun á milli þeirra sem eru því andvígir með öllu að sótt verði um aðild og þeirra sem eru því fylgjandi. Málamiðlunin gæti falist í því að stefna að að- ildarviðræðum við Evrópusambandið þar sem sú krafa verði skilyrðislaus og ófrávíkjanleg að auðlindir landsins verði ávallt í eigu og undir stjórn Íslendinga. Margir sjálfstæðismenn sem rætt var við telja að með því að skilyrða við- ræður með þessum hætti ætti að geta náðst samstaða um að láta á það reyna hvort samn- ingar við ESB gætu náðst um aðild Íslands. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað sam- kvæmt skoðanakönnunum og mældist flokk- urinn næststærsti flokkurinn hjá Capacent Gallup fyrir viku, með 26,5% fylgi, 0,9% stærri en VG og tæpum 5% minni en Samfylkingin. Ljóst er að sjálfstæðismenn eiga á brattann að sækja og þeir gera sér fyllilega grein fyrir því. Þó er ekki að heyra á viðmælendum að von- leysi og uppgjöf hafi tekið völdin, þvert á móti er bent á að aldrei hafi verið brýnna en einmitt nú að taka sig saman í andlitinu, þjappa fólki saman, snúa bökum saman og halda landsfund sem stappi stálinu í menn og blási þeim bar- áttuþreki í brjóst. „Við ætlum beint upp ham- arinn,“ segir baráttuglaður sjálfstæðismaður. Fundurinn verði ugglaust átakafundur þar sem bæði verður tekist á um menn og málefni. En landsfundur við þessar aðstæður eigi að vera átakafundur. Menn þurfi að vera ófeimnir við að gera upp mál, gagnrýna það sem rangt hefur verið gert og læra af mistökunum. Starfið sem unnið hafi verið af endurreisnarnefndinni sé einmitt gott dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn sé fær um opna umræðu og sjálfsgagnrýni. Því sé engin ástæða til þess að örvænta. Ný forysta flokksins verði valin um helgina og nýir forystumenn muni í flestum tilvikum leiða lista flokksins og þeir ásamt nýrri forystu muni leiða flokkinn í gegnum snarpa fjögurra vikna kosn- ingabaráttu.  Flestir telja að Bjarni Benediktsson verði kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins  Líklegt er talið að aðalmál landsfundar Sjálfstæðisflokksins muni verða efnahagsmál  Sjálfsgagnrýni, umræða og innra uppgjör munu eiga upp á pallborðið á fundinum tekið eftir og því hafi flokksmenn ekki síður tek- ið eftir. Það hafi verið flokkshollusta sjálfstæð- isfólks um land allt sem réði því að gagnrýn- iraddir í garð Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns og menntamálaráðherra, og annarra sjálfstæð- isráðherra í ríkisstjórn Geirs voru ekki hávær- ari en raun bar vitni. Sjálfstæðisfólk segir að forystuleysi í flokkn- um hafi orðið algjört eftir að Geir tilkynnti um veikindi sín og að hann hygðist hætta í pólitík. Ekki hafi Þorgerður Katrín tekið við kyndlinum af formanninum og raunar enginn annar heldur. Flokkurinn hafi því miður verið eins og rekald undanfarna mánuði – það sé sorglegt en enga að síður staðreynd. Því er það að hinn almenni flokksmaður er óþreyjufullur að kjósa nýjan formann, það má glöggt heyra á kjörnum lands- fundarfulltrúum. Bjarni Benediktsson næsti formaður Margt sjálfstæðisfólk telur að góð samstaða muni myndast um að kjósa Bjarna Benedikts- son sem formann. Þó búast margir við því að Kristján Þór Júlíusson, sem ákvað sl. sunnudag að bjóða sig fram til formanns, muni fá talsvert af atkvæðum í formannskjörinu og er einkum búist við því að hann muni sækja fylgið til lands- fundarfulltrúa úr eigin kjördæmi, Norðaust- urkjördæmi, en einnig til annarra landsbyggð- arkjördæma. Almennt spá menn því þó að hann fari varla langt yfir 30% atkvæða. Það sem einkum er talið geta tryggt Kristjáni Þór nokkuð gott fylgi er afstaða hans í Evrópu- sambandsmálum en hann mun vera andvígur að- ild, en það er Bjarni Benediktsson einnig. Stuðn- ingsmenn Bjarna benda á, að Bjarni hafi alltaf sagt að hagsmunum Íslendinga væri betur borg- ið utan ESB og hann hafi aldrei sagst vilja ganga í ESB, heldur einungis talað fyrir því að virkj- aður yrði vilji þjóðarinnar til þess að komast að niðurstöðu í málinu. Hann hafi einnig ávallt sagt að sjávarútvegs- og landbúnaðarstefna ESB væri ósamrýmanleg hagsmunum Íslendinga. Bjarni hefur stundum ekki þótt tala nógu skýrt um af- stöðu sína til ESB. Gagnrýnendur hans benda t.d. á hans eigin orð, þegar hann á fundi í Valhöll sagði: „Umboð forystu flokksins þarf... að vera opið... Það verður að gera flokksforystunni kleift að taka heilshugar þátt í samningaviðræðum sem kunna að leiða til ESB aðildar á grundvelli tiltek- inna samningsmarkmiða.“ Evrópunefndin hefur ekki enn kynnt nið- urstöður sínar og eru margir sjálfstæðismenn orðnir langeygir eftir þeim. Gagnrýnendur Kristjáns Þórs benda á að andstaða hans sé nokkuð ný af nálinni og að hann hafi fyrr í vetur verið mun jákvæðari gagnvart aðildarvið- ræðum, en hann gefi sig út fyrir að vera nú. Þeir sem vilja verja breytta afstöðu Kristjáns Þórs til ESB á mjög skömmum tíma segja að menn megi ekki rugla saman formannsstörfum hans í Evrópunefndinni þar sem honum beri að samræma skoðanir og byggja brýr og komast að niðurstöðu sem flestir geti sætt sig við og hans persónulegu skoðunum. Hvað sem þessu líður benda margir á að 16 Fréttaskýring MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Bjarni Benediktsson býður sig fram til formanns á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. Formannskjör fer fram á sunnudag. Hann lýsir því hver hann telur að sé mikilvægasta niðurstaðan sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins nái til þess að leggja upp með í þá kosningabaráttu sem mun hefjast strax eftir helgi: „Það liggur fyrir að við þurfum að ljúka umræðu um atburði vetrarins og gera upp alla þá atburðarás, hvað fór úrskeiðis og hvaða mistök við sjálf gerðum. Slíku uppgjöri verður einfaldlega ekki frestað. Við þurfum auk þess að leggja línur með þeim hætti að við getum komið fram fyrir þjóðina og kynnt fyrir henni með skýrum og einföldum hætti fyrir hverju við ætlum að berjast í þessari kosningabaráttu. Síðast en ekki síst verðum við að ná því á þessum mjög svo þýðingarmikla landsfundi að berja kjark í okkar fólk. Við förum fram með stefnu sem sýnir að við ætlum að byggja á fólkinu í þessu landi í endurreisninni. Við ætlum að styðja við heimilin í mesta erfiðleika- tímabili sem við höfum gengið í gegnum. Við ætlum að styðja atvinnu- starfsemina en ekki að taka hana yfir. Við ætlum að forðast ríkisvæðingu og halda skött- um í lág- marki.“ Berja kjark í okkar fólk Kristján Þór Júlíusson býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann er formaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki upplýsa hver verður tillaga nefndarinnar í Evrópumálum. Kveðst munu gera það á landsfundinum. Aðspurður um hvað hann vilji að verði veganesti landsfundarfulltrúa út í kosn- ingabaráttuna segir Kristján Þór: „Ég vona að landsfundarfulltrúar fari út af lands- fundi með þá tilfinningu að þeir hafi sagt forystu flokksins skoðanir sínar. Sömu- leiðis vona ég að landsfundarfulltrúar telji ekki að þeim hafi verið sagt á landsfundinum að hafa einhverjar tilteknar skoðanir, heldur að þeir hafi komið til fundar, kynnt sín sjónarmið og áherslur og í framhaldi þess treyst niðurstöðum fundarins til þess að vinna út frá því, við að móta þá stefnu sem menn gengju með út til þjóðarinnar, til að vinna samkvæmt í kosningabaráttunni. Ég held að helstu áherslumálin í kosn- ingabaráttunni verði átök um leiðir með hvaða hætti stjórnvöld ætla að vinna með samfélagið næstu tvö til fjögur árin, á meðan við erum að vinna okkur í gegnum þann stabba sem bíður okkar.“ Átök um leiðir næstu 2-4 árin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.