Morgunblaðið - 26.03.2009, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Gylfi Arn-björnsson,forseti Al-
þýðusambands Ís-
lands, hitti naglann
á höfuðið þegar
hann sagði í ræðu sinni á auka-
ársfundi ASÍ að trúverðugleiki
lífeyrissjóðanna hefði beðið
hnekki.
Allir lífeyrissjóðir hafa tapað
peningum að undanförnu, rétt
eins og aðrir stórir fjárfestar.
Það er út af fyrir sig óhjá-
kvæmilegt í kjölfar banka-
hrunsins, þegar hlutabréf,
skuldabréf eða aðrir pappírar
hafa lækkað í verði eða orðið
verðlaus.
Engu að síður spyrja margir
spurninga um fjárfesting-
arstefnu sjóðanna; til dæmis
hvort þeir hafi verið orðnir of
áhættusæknir.
Sömuleiðis eru margir al-
mennir sjóðfélagar með óbragð
í munni vegna þess að einhverjir
stjórnendur og stjórnarmenn í
lífeyrissjóðunum hafa hagað sér
eins og félagar í auðmannaelít-
unni; setið í stjórnum hinna
föllnu útrásarrisa, þegið boð
bankanna um utanlands- og lax-
veiðiferðir með ríkulegum við-
urgerningi og ákveðið sjálfum
sér rífleg laun. Almennir laun-
þegar spyrja hvort þeir hafi tek-
ið ákvarðanir um fjárfestingar
með hagsmuni þeirra, eigenda
peninga lífeyrissjóðanna, í huga
eða út frá öðrum hagsmunum.
Það er gott að forysta Al-
þýðusambandsins áttar sig á
þessu. Gylfi Arnbjörnsson orð-
aði það svo að „siðferðilegur og
fjárhagslegur trúverðugleiki“
sjóðanna skipti sköpum fyrir
vöxt og viðgang lífeyriskerf-
isins. Fyrir aukaársfundi ASÍ
liggja tillögur um
reglur, sem eiga að
auka gegnsæi, sið-
ferði og trúverð-
ugleika í starfi
þeirra. „Slíkar regl-
ur þurfa að ná jafnt til fjárfest-
ingarstefnu og daglegrar starf-
semi sjóðanna, þ.m.t. til
starfskjara, gjafa, risnu og
ferðalaga,“ sagði forseti ASÍ.
Athyglisvert var hins vegar
að hann nefndi ekki í ræðu sinni
þá kröfu, sem nú er vaxandi inn-
an ASÍ, að sjóðfélagar kjósi
sjálfir stjórn lífeyrissjóðanna.
Hann sagði aðeins: „Lífeyr-
issjóðirnir eru hluti af umsömd-
um og kjarasamningsbundnum
réttindum og það er þess vegna
sem stjórnir þeirra eru kjörnar
af stéttarfélögum og atvinnu-
rekendum að jöfnu.“
Þessi rök halda ekki vatni.
Launþegar eiga lífeyrissjóðina
og eiga að ráða því hvernig þeim
er stjórnað. Hluti af „siðferði-
legum trúverðugleika“ þeirra er
að sjóðfélagarnir kjósi stjórn
þeirra, í stað þess að verkalýðs-
foringjar og atvinnurekendur
skipi sjálfa sig í þær og treysti
þannig eigin völd, áhrif og fjár-
hag.
Morgunblaðið birtir í dag og
næstu daga fréttaskýringar um
stöðu lífeyrissjóðanna, þar sem
m.a. verður farið yfir tap þeirra
og raunverulega eignastöðu.
Jafnframt hefur blaðið óskað
eftir ýtarlegri upplýsingum frá
stærstu lífeyrissjóðunum um
boðsferðir og sporzlur stjórn-
enda þeirra.
Eigandi lífeyrissjóðanna, al-
menningur í landinu, hefur enn
ekki fengið nógu skýra mynd af
því hvernig þeir standa og
hvernig þeim er stjórnað.
Margir almennir
sjóðfélagar eru með
óbragð í munni}
Siðvæðing sjóðanna
Ríkisstjórninhefur ákveðið
að fjölga fastráðn-
um starfsmönnum
embættis sérstaks
saksóknara vegna bankahruns-
ins og er það vonum seinna.
Mikilvægt er að þau mál, sem
koma til kasta embættisins,
verði upplýst fljótt og vel.
Nú starfa fimm manns hjá
embættinu og fyrri áætlanir
gerðu ráð fyrir að þeir yrðu
orðnir níu um næstu áramót,
auk erlendra sérfræðinga. Þótt
embættið sé enn varla farið að
láta til sín taka var orðið ljóst að
sá mannafli hrykki hvergi til.
Norski sérfræðingurinn Eva
Joly lýsti því yfir í heimsókn
sinni hingað til lands í byrjun
mánaðarins að ekki væri hægt
að rannsaka hrun bankanna
með færri en 20 manns. Ragna
Árnadóttir dómsmálaráðherra
sagði þá strax að hún teldi
brýnt að hlusta á það sem sér-
fræðingurinn segði. Hún lét
ekki sitja við orðin tóm og
ákvörðun um fjölgun í starfsliði
saksóknarans er
fagnaðarefni.
Ragna hefur líka
beitt sér fyrir
auknum heimildum
saksóknarans, til að tryggja að
hann hafi aðgang að þeim gögn-
um sem hann þarf.
Þessi skref eru lofsverð, þótt
vissulega megi gagnrýna hve
langan tíma hefur tekið að taka
þau. Áður fyrr hefði vafalaust
þótt rösklega að verki staðið við
stofnun nýs embættis og ráðn-
ingu starfsmanna þess, en nú
verður að gera aðrar kröfur.
Rannsókn sérstaks saksóknara
verður líklega mjög umfangs-
mikil, en samt verður að tryggja
að hún dragist ekki úr hófi
fram. Hver dagur, hvað þá mán-
uður, sem líður frá banka-
hruninu felur í sér hættu á að
mikilvæg sönnunargögn fari
forgörðum og rannsóknin spill-
ist af þeim sökum.
Vonandi leiða auknar heim-
ildir saksóknarans og fleiri
starfsmenn til skjótra og fum-
lausra vinnubragða.
Mikilvægt er að upp-
lýsa mál fljótt og vel}Margar hendur vinna létt verk
N
ú eru Vinstri græn búin að senda
Samfylkingunni ástarbréf, á
löggiltum skjalapappír í þríriti
eins og vera ber í samskiptum
flokka. Verður hún þá ekki að
svara á sínu flokksþingi, lofa vinstristjórn ef
flokkarnir tveir fá til þess meirihluta sem allt
stefnir í? Ef hún svarar með þögn eða flótta-
legu „vonandi“, eru skilaboðin að enn séu hníf-
ar uppi í erminni á stjórnarheimilinu.
Ef Jóhanna neitar að binda sig með sama
hætti og VG fyrir kosningar hlýtur það að
verða eins og ísköld vatnsgusa í andlitið á VG-
fólki sem vildi tryggja að flokkurinn þeirra
lenti ekki á einhverjum glapstigum með sjálf-
stæðismönnum eftir kosningar. Ósvikin ást
sem ekki er endurgoldin getur breyst í hatur.
Kjósendur geta í óumræðilegri visku sinni
verið samviskulausir og flækt hlutina. Fylgi þriggja
stærstu flokkanna verður kannski á svipuðum nótum, allir
með 25-30%. Þetta merkir þrjá möguleika á tveggja flokka
stjórnarsamstarfi og allir vita að fleiri flokkar en tveir í
stjórn er ávísun á vandræði. En verður ekki vinstrimeiri-
hlutinn traustur?
Vafalaust, en gleymum ekki að Evrópudeilur vinstri-
manna eru óleystar, þeim er núna sópað undir teppið eins
og óvinsælum niðurskurði á ríkisútgjöldum. Allt á að gera
eftir kosningar. En bráðum lýkur Paradísarsælunni og
veruleikinn tekur við.
Einhvern veginn er eins og margir séu farnir að gera
því skóna að Jóhanna verði áfram forsætisráð-
herra í væntanlegri vinstristjórn, hún verði
með stærsta þingflokkinn á bak við sig. Hvers
vegna? VG gæti snúið á þá sem segja flokkinn
aldrei missa af tækifæri til að missa af tæki-
færi. VG gæti sigrað og átt kröfu á að Stein-
grímur taki við stjórnarforystunni. Hann gæti
ekki brugðist flokksmönnum með því að sætta
sig við minna. Og Samfylkingin yrði að kyngja.
Og þó, hvað ef hún segir nei og heimtar t.d.
að sótt verði undanbragðalaust um ESB-aðild?
Steingrímur getur ekki sagt já, hvað sem hon-
um nú finnst um málið innst inni. And-
stöðuhópurinn í flokknum hans er svo harð-
skeyttur, hver vill kalla yfir sig milljón hjörla
stríð? (Til skýringar þá er hjörl gömul mæli-
eining í málæði.)
Niðurstaðan gæti orðið hefðbundin: að
vinstriflokkarnir keppi eftir kosningar um ástir Sjálfstæð-
isflokksins. Steingrímur er þegar farinn að benda á að
ekki megi útiloka sjálfstæðismenn um alla eilífð. Þeir eru
bara óalandi og óferjandi fyrir þessar kosningar.
Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki fýsilegur sam-
starfsaðili núna. Dasaður, eins og boxari með heilahrist-
ing, hangir hann samt enn í köðlunum, glóðaraugu á báð-
um og sprungin vör. Það hefur bara gleymst að segja
honum að þetta sé búið, segja óvildarmenn. Aðrir húð-
skamma hann fyrir að snáfa ekki burt af sviðinu, eins og
það sé auðvelt þegar maður er hálfpartinn í roti. En hann
er ekki dauður, alls ekki dauður... kjon@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Verður ástarbréfi VG svarað?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
O
fbeldi á börnum er al-
gengara en margir
halda. Tilkynningum til
Barnaverndarstofu hef-
ur fjölgað talsvert á um-
liðnum árum og voru um 20% allra til-
kynninga á síðasta ári. Tilkynningum
um sálrænt ofbeldi hefur fjölgað hvað
mest. Félagsráðgjafi hjá Barnavernd-
arstofu segir umfang andlegs skaða
líklega meira en nokkurn geti grunað.
Árið 2004 bárust Barnavernd-
arstofu 804 tilkynningar vegna of-
beldis gagnvart barni eða 14,5% allra
tilkynninga. Síðan hefur hlutfallið far-
ið hratt hækkandi; árið 2006 var það
16,3% og 18,9% árið 2007. Tilkynn-
ingar um sálrænt ofbeldi voru 705 ár-
ið 2007 og voru þá 8,4% allra tilkynn-
inga.
Mótast af heimilisofbeldi
Á morgunverðarfundi Lýð-
heilsustöðvar og slysavarnaráðs í
gærmorgun voru ofbeldi og slys á
börnum til umfjöllunar. Steinunn
Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barna-
verndarstofu, sagði sálrænt ofbeldi
gagnvart börnum vanmetinn þátt.
Hún sagði það áður hafa verið frekar
flokkað sem vanrækslu en fólk væri í
auknum mæli að gera sér grein fyrir
afleiðingunum.
Meðal þess sem flokkast undir sál-
rænt ofbeldi er þegar barn verður
vitni að heimilisofbeldi án þess að
verða fyrir ofbeldi sjálft. Börn sem
búa við heimilisofbeldi mótast af því
hvort sem þau verða fyrir því eða
ekki. Steinunn segir of marga grun-
lausa fyrir áhrifum sem slíkt getur
haft á börn. Þau eru t.a.m. líklegri til
að sýna af sér áhættuhegðun þegar
þau verða eldri.
68 börn í Kvennaathvarfi
Meðal þess sem fram hefur komið í
erlendum rannsóknum á þessum
þáttum er að börnum sem alast upp á
heimilum þar sem ofbeldi á sér stað er
30-60% hættara að verða fyrir mis-
beitingu en þeim sem alast upp á of-
beldislausum heimilum.
Árið 2007 komu 68 börn með
mæðrum sínum í Kvennaathvarfið.
Meðalaldur þeirra var fjögur ár – það
yngsta nokkurra vikna gamalt – og
66% voru innan við sjö ára. Þar af
höfðu tólf þeirra komið áður til dval-
ar. Sama ár hóf Barnaverndarstofa
rannsókn á ofbeldi gagnvart börnum
á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í
rannsókninni var að í um 90% tilvika
þar sem tilkynnt var ofbeldi gagnvart
barni 12 ára og yngra lék grunur á að
gerandinn væri foreldri eða for-
ráðamaður. Hjá 13 ára og eldri var
hlutfallið hins vegar um fimmtíu pró-
sent.
Vel fylgst með á bráðasviði
Í flestum tilvikum er um vægari
mál að ræða, s.s. flengingar, en það er
ekki algilt. Þess má geta að á árinu
2007 voru 170 tilkynningar til Barna-
verndarstofu frá slysa- og bráðadeild
Landspítala. Heilbrigðisstarfsmenn
sendu alls á sjötta hundrað tilkynn-
ingar.
Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á
slysa- og bráðasviði, segir ofbeldi
gegn börnum algengara en margan
gruni. Stærsta vandamálið sé hugs-
anlega að heilbrigðisstarfsmenn séu
góðhjartaðir og trúi því einfaldlega
ekki upp á nokkurn mann að leggja
hendur á barn. Hann segir að vel sé
fylgst með áverkum á börnum og sér-
staklega athugað hvort saga foreldra
komi heim og saman við áverka.
Einnig er það skoðað vel ef börn
koma oft með áverka.
Morgunblaðið/Heiddi
Börn Mörg merki um líkamlegt ofbeldi er erfitt eða ómögulegt að sjá.
Umfang sálræns
ofbeldis vanmetið
Er bannað að refsa barni
sínu með flengingu?
Hæstiréttar komst nýverið að
þeirri niðurstöðu að í barna-
verndarlögum sé ekki lagt for-
takslaust bann við því að for-
eldri eða annar maður með
samþykki þess beiti barn lík-
amlegum aðgerðum til að
bregðast við óþægð. Fyrir Al-
þingi liggur frumvarp sem tekur
af öll tvímæli.
Í frumvarpinu segir að for-
eldrum sé óheimilt að beita
barn sitt andlegu, líkamlegu eða
kynferðislegu ofbeldi eða ann-
arri vanvirðandi háttsemi, þ.m.t.
andlegum eða líkamlegum refs-
ingum. Þá feli forsjá í sér skyldu
foreldra til að vernda barn sitt
gegn ofbeldi og annarri vanvirð-
andi háttsemi.
Og hver verða viðurlögin
við slíkum refsingum?
Samkvæmt fyrirliggjandi
frumvarpi skal sá sem beitir
barn andlegum eða líkamlegum
refsingum eða annarri vanvirð-
andi háttsemi, hótunum eða
ógnunum sæta sektum eða
fangelsi allt að þremur árum.
S&S