Morgunblaðið - 26.03.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 26.03.2009, Síða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 ÁRATUGIRNIR tveir frá árinu 1991 eru eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í ís- lenskri nútímasögu. Á þessu tímabili ríkti mik- ill uppgangur í efna- hagsmálum þjóð- arinnar. Áhrifanna gætti hvarvetna í sam- félaginu. Þjóðarframleiðslan náði hærri hæðum en nokkru sinni fyrr. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækk- aði til að mynda frá 1995 til 2008 um 40% og hagvöxtur um 75%. Á sama tímabili nam hagvöxtur á evrusvæð- inu aðeins 23%. Á þessum árum komust Íslend- ingar í raðir efnuðustu þjóða heims. Á Íslandi ríkti mikil og almenn velmeg- un og því fylgdu margvíslegar já- kvæðar breytingar í þjóðlífinu. Þar á meðal á sviði mennta, vísinda og lista sem blómstruðu sem aldrei fyrr. Fleiri Íslendingar sóttu lang- skólanám en nokkru sinni áður og aldrei lögðu jafnmargir stund á end- urmenntun og starfsnám. Nýbygg- ingar voru reistar og eldri hús voru endurbyggð. Íslendingar voru á þess- um árum stórhuga og stolt þjóð og framfarir urðu miklar. Ástæða þessara miklu framfara má fyrst og fremst rekja til forystu Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjórn sem beitti sér fyrir margvíslegum grund- vallarbreytingum í efnahags- og at- vinnumálum. Skattkerfið var einfald- að, skattar lækkaðir eða felldir niður. Rekstrarumhverfi sjávarútvegsins var tryggt, hlutabréfamarkaði var komið á fót, fjármagnstekjuskatti var haldið hóflegum svo hann kæmi ekki í veg fyrir umbreytingu og kyn- slóðaskipti í fyrirtækjum. Viðskipta- samningar um fríverslun voru gerðir við erlend ríki þ.á m. EES-samning- urinn. Fjölmörg fyrirtæki sem verið höfðu í ríkiseign voru einkavædd. Við þessa umbreytingu á íslensku efna- hagslífi leystist úr læðingi mikill sköpunarkraftur sem leiddi til hag- kvæmni og nýsköpunar í íslensku at- vinnulífi og vaxandi velmegunar alls almennings. Afturkippur Þegar leið undir lok þessa nærri tuttugu ára góðæristímabils eða síðla árs 2007 og í ársbyrjun 2008 var ís- lenskur þjóðarbúskapur í leit að nýju jafnvægi eftir hin miklu uppgangs- og þensluár þar á undan. Þó samdrætti væri spáð töldu margir að enn mætti vænta mjúkrar lendingar í hagkerf- inu. Allt þetta breyttist um haustið. Íslenska bankakerfið hrundi í heild sinni og um leið dýpkaði alþjóðlega fjármálakreppan enn frekar og varð að alheimskreppu. Afleiðingin var meiri samdráttur í þjóðarframleiðslu en sést hefur um áratuga skeið. En samdrátturinn nú mun þó aðeins færa þjóðarframleiðsluna aftur til ársins 2005 en ekki aftur um 18 ár eins og sumir hafa látið í veðri vaka, sbr. meðfylgjandi mynd. En hvað var það sem gerðist síð- astliðið haust? Enn er stutt um liðið frá hruninu og svör ekki komin við þeim fjölmörgu spurningum sem brenna á þjóðinni. Langur tími mun líða áður en öll kurl verða komin til grafar. Sumir hafa sagt að kenna megi um kerfisvillu sem náð hafði að grafa um sig í íslensku efnahagslífi og rekja megi til veikrar löggjafar á sviði samkeppnismála, fjármála og fjöl- miðlunar, eða vankunnáttu og úr- ræðaleysis í beitingu löggjafar þar um. Eftir að hafa starfað með end- urreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins og fengið tækifæri til að skoða þessi mál þá er það skoðun undirritaðra að hrun bankakerfisins sé fyrst og fremst sök stjórnenda bankanna. Stjórnendur íslensku bankanna sýndu mikla vankunnáttu í banka- fræðum, m.a. í útlána- og áhættustýr- ingu bankanna. Bankarnir drógu svo aðra með sér í hruninu með þeim skelfilegu afleiðingum sem við blasa. Svo geta menn spurt hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að afstýra þessu mikla falli. Hefði öflugri löggjöf eða regluverk um atvinnulífið breytt hér einhverju? Sjálfsagt og eðlilegt er að menn velti því nú fyrir sér, það er nauðsynlegur hluti í þeirri greiningu sem nú fer fram. Fullyrða má að jafn- vel þó einhver slík úrræði hefðu verið fyrir hendi sé engin leið að segja til um hvort forða hefði mátt bönkunum frá falli. Í besta falli hefði e.t.v. verið hægt að minnka skaðann. Gjaldþrot bankanna hafði svo skelfilegar hlið- arverkanir fyrir fjölda fólks. Hvað er til ráða? Nauðsynlegt er að við Íslendingar náum að læra af mistökunum en forð- umst að gera enn stærri mistök með því að hlusta á lýðskrumara, menn með gervilausnir, sem eru svo, þegar grannt er skoðað, gamlar úreltar lausnir. Slíkt mun aðeins dýpka og lengja enn frekar þá efnahagslægð sem hér ríkir. Það eru ekki raunveru- legar, uppbyggilegar, efnahags- lausnir að hækka skatta á fólki sem nú er reiðubúið að leggja á sig mikla vinnu í viðleitni sinni við að end- urheimta glataðan sparnað. Lausnir í efnahagsþrengingum Íslands felast ekki í úreltum kenningum sósíalista. Eða með því að stöðva uppbyggingu nýrra fyrirtækja og atvinnugreina. Helsta von Íslendinga til að vinna þjóðina farsællega út úr efnahags- þrengingunum er að treysta því nýja fólki sem nú býður sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins um allt land fyrir uppbyggingarstarfinu. Sjálfstæð- isflokkurinn er reynslunni ríkari og hefur lært af mistökum fortíðarinnar en engu gleymt um þau átján ár sem flokkurinn var við völd og einkennd- ust fyrst og fremst af miklu góðæri og efnahagslegum framförum. Að- eins með Sjálfstæðisflokkinn í forystu koma þau ár fljótt aftur. Um sautján góðár og eitt slæmt Stefán S. Guð- jónsson og Skafti Harðarson skrifa um efnahagsmál »Nauðsynlegt er að við Íslendingar náum að læra af mistök- unum... Stefán S. Guðjónsson Höfundar eru þátttakendur í starfi end- urreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Skafti Harðarson Í DAG göngum við sjálfstæðismenn til landsfundar sem verður einhver sá mikilvægasti í sögu flokksins. Aðstæður í íslensku þjóðlífi eru erfiðar og miklu skiptir upp á framtíð- ina að á næstu mán- uðum og árum verði fylgt stefnu er byggist trú á ís- lenskt atvinnulíf og varðstöðu um íslenskar fjölskyldur. Það skelfilegasta er getur hent íslenskt samfélag er ef atvinnu- leysi næði að festa sig í sessi. Gegn því verður að berjast af öllu afli. Það mun hins vegar ekki tak- ast nema með markvissri upp- byggingu íslensks atvinnulífs. Sú stjórn sem nú er við völd og stefnir á að starfa áfram að lokn- um kosningum stefnir hins vegar í þveröfuga átt. Þegar liggur fyrir að haft verður að leiðarljósi að hækka skatta stórfellt á launafólk og fyrirtæki. Sú nýja tíund sem Vinstri grænir boðuðu á lands- fundi sínum um síðust helgi mun leggjast af fullum þunga á íslenskt millitekjufólk og fjölskyldur sem þegar eiga um sárt að binda vegna hækkunar lána og kjaraskerð- ingar. Sú stefna ríkisafskipta og ein- angrunar sem boðuð er mun valda íslensku atvinnulífi miklum búsifj- um. Það virðist ekki hafa síast inn hjá vinstristjórninni að fólkið í landinu vinnur hjá fyrirtækjunum í landinu. Hagsmunir þeirra eru samtvinnaðir. Störf og verðmæti verða ekki sköpuð með sköttum heldur dugnaði og framtaks- semi. Við sjálfstæðismenn munum um helgina marka stefnu er bygg- ist því að gengið verð- ur hreint til verks við uppbyggingu íslensks samfélags þar sem hagsmunir fjölskyldna og fyrirtækja verða leiðarljósið inn í fram- tíðina. Það er sérstakt ánægjuefni að um fimmta hundrað konur muni sitja landsfund að þessu sinni. Þó að ég hefði viljað sjá þær miklu fleiri verðum við konur á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins fleiri en allir þeir sem sátu landsfund vinstri grænna um síðustu helgi, er var þó sá fjölmennasti í sögu þess flokks. Við konur á landsfundi ætlum að koma saman á Grand Hótel klukk- an hálffimm í dag, sýna styrk okk- ar og ganga síðan í sameiningu að Laugardalshöllinni fyrir setningu landsfundarins. Ég hvet allar sjálfstæðiskonur til að fjölmenna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hvetur konur til að mæta á landsfund Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir »… miklu skiptir upp á framtíðina að á næstu mánuðum og árum verði fylgt stefnu er byggist á trú á íslenskt atvinnulíf og varðstöðu um íslenskar fjölskyldur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæð- isflokksins. Göngum hreint til verks FÁAR þjóðir finna jafnmiklar umbreyt- ingar vegna fjár- málakreppunnar og Ís- lendingar. Fé, orðspor og traust hefur horfið og efasemdir blossa upp um hvort þjóð- félagsgerðin hafi í grunninn verið röng. Þetta er ekkert einsdæmi um þessar mundir. Ríkið er víða um lönd álitið lausnarinn mikli sem útvegar fjár- magn. En þegar grannt er skoðað eru skuldavandamál leyst með nýrri skuldasúpu. Bandarísk og evrópsk stjórnvöld gefa nú út billjónir og trilljónir með skuldabréfum og freista þess að kaupa vondar skuldir af gaddfreðnum fjár- málamörkuðum. Þegar svona árar er gott lag fyrir stjórnmálamenn að koma ár sinni fyrir borð. Ríkið er kallað til að leysa til sín skuldir bankanna og ríkið skuldsetur sig enn frek- ar til að „skapa störf“ eins og það er orðað. Skuldir ríkisins eru eins og allir vita skattar morgundagsins og næstu kynslóða. En þegar á móti blæs gleymast þessi sannindi um stund. Ríkið hefur reynst misvel sem atvinnuskapari eins og öldin sem leið sannar. Mið- stýring atvinnuveganna leit vel út um stund en á endanum minnkaði fram- leiðnin og sósíalísk lönd drógust alls staðar aftur úr. Það er freistandi nú þegar fjármálakreppan kaffærir heilu atvinnuvegina að kasta burt frjálsum viðskiptaháttum og taka upp ráðstjórn og haftastefnu í meira eða minna mæli. Viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir eru að langmestu í umsjá og eigu ríkisins og nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „end- urskipulagningu þjóðhagslegra mik- ilvægra atvinnufyrirtækja“ eins og það er orðað. Frelsi fylgir ábyrgð Bankarnir voru seldir en því miður varð ábyrgð ríkisins eftir. Eitthvað fór hér úrskeiðis. Í raun uxu bank- arnir í skjóli ríkisins og á ábyrgð þess þrátt fyrir sölu á hlutbréfum ríkisins. Þegar allt fór á versta veg þurfti ríkið að taka á sig tjón og bæta stórfelldan skaða sem lendir nú á almenningi með gjaldmiðilskreppu og stjórn- málaóvissu ofan á annað. Staðan í dag er sú að Ísland er lokað land þegar kemur að milliríkjaviðskiptum. En var frelsið þá vandinn? Svarið við þessu er nei. Það sem klárlega fór úr- skeiðis var það misræmi sem var á frelsi og ábyrgð. Frelsi án ábyrgðar er stjórnleysi og þá tekur græðgin völdin. En þótt margt hafi farið úr- skeiðis er gríðarlega mikilvægt að við hverfum ekki aftur til fortíðar hafta og innilokunar. Slíkt væri enn verra fyrir allan almenning en það sem við höfum nú orðið fyrir. Auðlindir þjóð- arinnar, ungur aldur og lífeyriskerfið eru allt atriði sem við höfum enn og getum byggt endurreisn Íslands á. Nýsköpun sem byggist á auðlindum okkar svo sem orkutengd hátækni og græn stóriðja eru dæmi um þá vaxt- arbrodda sem geta fleytt okkur inn í nýtt hagvaxtarskeið. Gleymum því ekki að það tók okkur margar aldir að endurheimta verslunarfrelsið sem við fengum árið 1855 fyrir tilstilli manna á borð við Jón Sigurðsson. Það er þörf áminning að rifja upp orð Jóns Sigurðssonar á þessum óvissutímum þar sem hann minnir okkur á mik- ilvægi verslunarfrelsisins: „Þegar verzlanin var frjáls í forn- öld, þá var landið í mestum blóma. Verzlunarfrelsið ætti að vera sem mest. Atvinnuvegir landsins dafna svo bezt, að verzlanin sé sem frjáls- ust, og með þeim hætti einum geta kaupstaðir komizt á fót svo í lagi fari“. Er ríkisvaldið lausnin og frelsið vandinn? Eyþór Arnalds skrifar um fjár- málakreppu og verslunarfrelsi »Hér var misræmi á frelsi og ábyrgð. Þótt margt hafi farið úr- skeiðis er mjög mik- ilvægt að við hverfum ekki aftur til fortíðar hafta og innilokunar. Eyþór Arnalds Höfundur er framkvæmdastjóri. SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKURINN er á tímamótum eftir ný- afstaðin prófkjör. Breytingar urðu á röð- un frambjóðenda á lista, en í raun minni en við var að búast. Til furðu hélt varaformað- urinn sjó, þrátt fyrir eitt skref niður. Þessi eldskarpa kona hefði betur dregið sig í hlé næstu fjögur árin meðan flokkurinn sleikir sárin eftir skellinn við bankahrun. Að fjórum árum liðnum verða vonandi öll kurl komin til grafar um hver brást og hvenær. Þörf er á nýjum andlit- um og fersku blóði sem ekki mega vera tengd skipan síðustu rík- isstjórna. Ítreka verður að taka þarf almennings- álitið og kröfu um breytingar fram yfir persónulegan metnað í stjórnmálum. Ég trúi á gildi Sjálfstæðisflokks- ins. Einstaklingar innan hans brugðust, ekki stefnan né það fólk sem hefur kosið hann í trúnaði og trausti í mörg ár. Ég kýs frjáls- hyggju en ekki miðstýringu. Ég vil einstaklingsframtak en ekki rík- isvæðingu. Ég vil virkt eftirlit en ekki yfirtökur. Ég hræðist ekki skammir Steingríms. Ég vil frelsi en ekki þá ríkis- og haftavæðingu sem hann boðar. Hugsjónirnar brugðust ekki heldur voru það sof- andi eftirlitsstofnanir, meðvirkir stjórnmálamenn, slappir fjölmiðla- menn og siðgæðisbrestur útrás- arvíkinga. Innan raða Sjálfstæð- isflokksins er mikið af efnilegu fólki. Þetta er fólk sem hingað til hefur tjáð (ó)ánægju og skoðanir sínar af krafti og hikar ekki við gagnrýna hugsun. Það játar ábyrgð en hefur leyft stirðu stjórnsýslukerfi að draga úr mætti sínum. Það er ein- mitt þetta fólk sem við nauðsynlega þurfum á að halda núna til að blása lífi í hinn almenna kjósanda flokks- ins. Þetta er fólk sem alltaf hefur staðið við sannfæringu sína og er óhrætt við að skipta skapi. Þetta er fólk sem lætur sér annt um mál- efnin en ekki eigin vinsældir. Þetta eru ljón. Ljón sem geta öskrað og breytt umhverfi sínu með krafti og fengið aðra til að fylgja sér. Þetta eru leiðtogar sem þurfa að stíga betur fram og hvetja til að ólíkar skoðanir séu tjáðar. Við eigum og verðum að takast á. Nú verða ljónin að vakna og láta í sér heyra! Vekjum ljónin Karen Elísabet Halldórsdóttir skrifar um pólitík »Ég kýs frjálshyggju en ekki miðstýringu. Ég vil einstaklings- framtak en ekki rík- isvæðingu. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er skrifstofustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.