Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 36
36 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Sudoku Frumstig 8 1 7 5 2 7 4 9 8 7 1 2 3 6 9 8 6 4 2 1 5 3 6 9 4 2 1 9 6 2 6 1 4 3 7 1 5 6 9 2 8 1 4 5 7 3 9 3 9 8 2 8 7 2 5 1 5 1 4 2 3 9 8 7 6 1 4 2 3 4 5 4 5 9 7 2 8 3 6 1 8 3 7 5 1 6 2 4 9 2 6 1 4 9 3 7 8 5 9 8 6 3 7 1 5 2 4 3 7 4 2 8 5 1 9 6 1 2 5 6 4 9 8 7 3 7 9 2 1 3 4 6 5 8 6 1 8 9 5 2 4 3 7 5 4 3 8 6 7 9 1 2 9 7 5 2 4 1 6 8 3 2 8 6 5 7 3 9 1 4 4 3 1 9 6 8 7 5 2 5 9 3 1 8 6 2 4 7 6 2 8 7 9 4 5 3 1 7 1 4 3 2 5 8 9 6 3 5 2 8 1 7 4 6 9 8 4 7 6 3 9 1 2 5 1 6 9 4 5 2 3 7 8 2 5 7 1 4 9 8 3 6 8 3 1 2 7 6 9 5 4 9 4 6 8 5 3 1 2 7 7 9 3 5 6 8 2 4 1 6 1 8 3 2 4 5 7 9 4 2 5 9 1 7 6 8 3 5 6 2 7 3 1 4 9 8 1 7 9 4 8 2 3 6 5 3 8 4 6 9 5 7 1 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 26. mars, 85. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Víkverji verður alltaf jafn undrandiþegar dómar í ofbeldismálum eru kveðnir upp. Síðast á þriðjudag dæmdi Héraðsdómur Suðurlands í máli tveggja átján ára pilta sem réð- ust að 16 ára dreng á leiksvæði við Sundlaug Selfoss. Piltarnir fengu skil- orðsbundna fangelsisrefsingu. Vík- verji er, eftir að hafa lesið dóminn, sammála dómara um að árásin virðist hafa verið tilefnislaus og mjög háska- leg. Annar piltanna notaði kúbein til að lumbra á drengnum. En Víkverji er ekki og mun aldrei verða sammála dómara sem dæmir slíka hrotta í skil- orðsbundið fangelsi. Allra síst þegar um endurtekin ofbeldisbrot er að ræða. x x x Víkverji er ekki refsiglaður enstundum verður ekki hjá því komist að grípa inn í og neyða menn til að þiggja nauðsynlega hjálp, ekki síst til að gæta öryggis borgaranna. Það að héraðsdómari á Suðurlandi skuli telja skilorðsbundið fangelsi nægjanlegt inngrip þegar um er að ræða hrotta sem ráðast tveir að ung- um pilti, skilur Víkverji ekki. Og þó, Víkverji skilur það svo að héraðsdóm- arinn hafi lýst yfir við hrottana að þeim væri hér eftir sem hingað til vel- komið að lemja á samborgurum sín- um, jafnvel með stórhættulegum vopnum. Víkverji er ekki að krefjast fangels- isdóms. Þvert á móti hefði Víkverji viljað sjá þessa ungu hrotta dæmda til meðferðar svo tekið yrði á þeim vanda sem greinilega hrjáir þeirra andlega líf. Víkverji telur að oftar mætti dæma ofbeldismenn til slíkrar meðferðar í stað fangelsisvistar sem engu skilar nema ef til vill harðari brotamönnum. x x x Morgunblaðið greindi frá því ádögunum að nú ætti að spara í krabbameinsleit, fækka leitarstöð- vum, lengja tímann milli skoðana hjá konum 40 ára og eldri og draga al- mennt úr starfseminni í sparnaðar- skyni. Víkverji spyr hvort menn séu ekki með öllum mjalla? Er ekki árang- urinn af starfi leitarstöðvarinnar ljós? Eða hefur verið tekin ný ákvörðun um að nú þurfi einfaldlega að fórna fleir- um, svona í ljósi kreppunnar? víkver- ji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 brotlegur, 4 fall, 7 málms, 8 fnykur, 9 veð- urfar, 11 afmarkað svæði, 13 skelfingu, 14 yndis, 15 gæslumann, 17 beitu, 20 tjara, 22 böggla, 23 um- berum, 24 smápeningum, 25 mjólkurafurðar. Lóðrétt | 1 fugl, 2 lag- vopn, 3 kaldakol, 4 dreyri, 5 heimilað, 6 hindra, 10 seytlaði, 12 nöldur, 13 reykja, 15 vatns, 16 litar rautt, 18 sálarfriður, 19 búa til, 20 brjóst, 21 léleg skrift. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 handbærar, 8 álmur, 9 lipur, 10 iða, 11 auðið, 13 rýrar, 15 stáls, 18 sakna, 21 tap, 22 feitu, 23 eflir, 24 hundeltur. Lórétt: 2 afmáð, 3 dýrið, 4 ætlar, 5 Alpar, 6 hása, 7 frír, 12 ill, 14 ýja, 15 sefa, 16 álitu, 17 stund, 18 spell, 19 köldu, 20 arra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. c3 d6 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 Bf8 14. Bd3 c6 15. b3 g6 16. Ba3 Dc7 17. Dc2 Bg7 18. Had1 Hac8 19. Bb2 Rh5 20. Bf1 bxa4 21. bxa4 d5 22. dxe5 Rxe5 23. Rxe5 Bxe5 24. c4 dxe4 25. c5 Bxb2 26. Dxb2 e3 27. fxe3 Hcd8 28. Rc4 Hxd1 29. Hxd1 De7 30. Rd6 Hd8 31. Dd4 Hf8 32. Bc4 Bc8 33. Hb1 Rg3 34. e4 Dg5 Staðan kom upp í blindskák á Amb- er-mótinu sem lýkur í dag í Nice í Frakklandi. Indverski heimsmeist- arinn, Viswanathan Anand (2.791) hafði hvítt gegn ungverska stórmeist- aranum Peter Leko (2.751). 35. Bxf7+! Hxf7 36. Dh8+! og svartur gafst upp enda verður hann skiptamun undir eftir 36…Kxh8 37. Rxf7+ Kg7 38. Rxg5. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vanderbilt. Norður ♠4 ♥5 ♦Á872 ♣ÁK76542 Vestur Austur ♠ÁD753 ♠10986 ♥ÁG862 ♥D1073 ♦– ♦G943 ♣D93 ♣G Suður ♠KG2 ♥K94 ♦KD1065 ♣108 Suður spilar 5♦ doblaða. Sveit Ralph Katz vann hina virðu- legu Vanderbilt-útsláttarkeppni á vor- leikum Bandaríkjamanna, sem lauk á sunnudaginn í Houston. Katz lagði John Diamond og félaga í 64 spila úr- slitaleik, 124-86. Með Katz spiluðu Ja- cobs, Levin, Weinstein, Elahmadey og Sadek. Með Diamond voru Platnick, Greco, Hampson, Gitelman og Moss. Spilið að ofan skóp 16 stiga sveiflu, sigursveitinni í hag. Á öðru borðinu enduðu Weinstein og Levin í 5♥ do- bluðum í A-V, sem unnust léttilega. Hinum megin keyptu Katz og Jakobs samninginn í 5♦ í N-S, líka dobluðum. Þótt samningurinn sé fagur sýnum tapast hann með hlutlausri vörn. En nei, Hampson í vestur tók á báða ásana sína og spilaði svo spaða upp í gaff- alinn, þannig að sagnhafi þurfti ekki að treysta á laufið. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Svörin berast hægt og viðbrögð þín gætu einkennst af fljótfærni. Forð- astu umfram allt árekstra við samstarfs- menn þína. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur ekkert að skammast þín fyrir og getur því alveg horft stoltur framan í heiminn. Veltu frekar vanda- málunum fyrir þér og flýttu þér hægt í leit að lausn þeirra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú munt líklega lenda í deilum um trúmál og heimspeki í dag. Láttu það bara eftir þér að brosa út í bæði. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Þú munt uppskera eins og þú sáir, vertu víðsýnn og jákvæður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ákjósanlegar dyggðir eru kyrrð, þögn og einfaldleiki. En það er mik- ilvægt að fá viðurkenningu, engu að síð- ur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er alveg sama hversu við- kvæm/ur þú ert, nú er tíminn til að tak- ast á við verkefni sem þú hefur lengi ótt- ast. Hver er sinnar gæfu smiður, og það á við þig eins og alla aðra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér finnst athygli annarra beinast að þér í of ríkum mæli. Gefðu þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Víkkaðu enn frekar út hring- inn þinn. Vertu áhugasamur; það má alltaf læra eitthvað nýtt af öðrum, hvort sem það er notað eða ekki. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú tileinkar sér hugarástand og framkomu þeirra sem eru í kringum þig. Kauptu blóm til þess að lífga upp á heimilið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ef þú sýnir öðrum samstarfs- vilja muntu koma miklu í verk. Pening- arnir fljúga út af reikningnum þínum í stað þess að koma reglulega inn á hann. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú nærð mestum árangri þeg- ar þú dregur þú út úr fjölmiðlaþrasi og leitar eftir innihaldsríkum og áþreif- anlegum áhrifavöldum. Breytt hugarfar kemur sér líka vel. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ágæt aðferð til að eyða yfirnógri orku er að búa til lista yfir allt sem þig langar til að afreka. Nú er auðvelt að verða óðagotinu að bráð, en reyndu að stilla þig um það. Stjörnuspá 26. mars 1876 Lúðurþeytarafélag Reykjavík- ur var stofnað, en það er talin fyrsta hljómsveit á Íslandi. Fé- lagið hélt fyrstu opinberu tón- leikana rúmu ári síðar í bæjar- þingssalnum í Hegningar- húsinu. 26. mars 1919 Ellefu póstmenn stofnuðu Póst- manna- félag Ís- lands á fundi í Pósthúsinu í Reykjavík. Það er eitt elsta fé- lagið innan BSRB. Félags- menn eru nú um þrettán hundruð. 26. mars 1920 Þór, fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga, kom til Vestmannaeyja. Þetta var fyrsta íslenska skipið sem fall- byssa var sett á. Þór strandaði í desember 1929. 26. mars 1947 Knattspyrnusamband Íslands var stofnað. Það er fjölmenn- asta sérsambandið innan ÍSÍ með meira en átján þúsund íþróttaiðkendur. 26. mars 1973 Flugvélin TF-VOR fórst í Búr- fjöllum, norður af Langjökli, og með henni fimm manns, meðal annarra Björn Pálsson flugmaður. 26. mars 1979 Bretinn Mickie Gee setti heimsmet í plötusnúningi á skemmtistaðnum Óðali og hafði hann verið að í 1.500 klukkustundir. Jafnframt var tekið við framlögum í söfn- unina „Gleymd börn ’79“. Eldra met var 1.176 klukku- stundir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „ÉG ætla að taka mér frí úr vinnunni og fara á hestbak í tilefni dagsins,“ segir Anton Antonsson, framkvæmdastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World á Íslandi. Ferðaskrifstofan er sú stærsta sem sendir ferðamenn til Íslands. ,,Ég ætla svo að halda fjölskylduveislu heima síðar um daginn.“ Spurður um eftirminnilega afmælisdaga segir Anton að þeir séu alla vega tveir, bæði fimm- tugs- og fertugsafmælið hans hafi verið afar eftir- minnilegt og skemmtilegt. ,,Þegar ég var fimmtugur fór ég ásamt fjöl- skyldu á ferðalag um Namibíu og það var frábært. Ótrúlega gaman að kynnast þessu framandi landi og þjóð í Afríku. Ég á góðar minningar líka frá því ég var fertugur. Ég er franskur og á sex systur. Við vorum ekki búin að koma öll saman lengi og þær héldu mér óvænta veislu með öllum æskuvinum og skólafélögum og var það ómetanlega gaman. Það mættu margir sem ég hafði ekki hitt í langan tíma.“ Anton hefur búið á Íslandi í 31 ár. Hann er kvæntur og á fjögur börn með konunni sinni, börnin eru frá 19 ára til 34 ára. Ferðalög inn- anlands sem utan og hestamennska eru aðaláhugamál Antons, sem segir Ísland vera uppáhalds landið sitt að ferðast um. Anton Antonsson verður sextugur í dag Ævintýraferð til Namibíu Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.