Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 39
BÓKAÚTGÁFAN Crymogea, sem gaf á dögunum út stórvirkið Flora Islandica með jurtamyndum Egg- erts Péturssonar, hefur opnað skrifstofu og sýningarsal á Bar- ónsstíg 27 þar sem áður var hönn- unarbúðin Herðubreið. Þeir Krist- ján B. Jónasson og Snæbjörn Arngrímsson standa að útgáfunni. „Hér verða haldnar sýningar tengdar útgáfuverkum Crymogeu sem og sýningar ljósmyndara, hönnuða og myndlistarmanna sem vinna fyrir útgáfuna eða gefa út verk sín hjá henni,“ segir Krist- ján. Fyrsta sýningin verður opnuð nú á Hönnunardögum og er til- einkuð Flora Islandica. Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunn- arsdóttir hönnuðu bókina og fengu verðlaun FÍT 2009 fyrir hana í flokknum Grafísk hönnun fyrir prentmiðla. „Veggirnir verða þaktir blóma- myndum þar sem heilt eintak af óinnbundinni flórubók er skorið í sundur og hengt upp þannig að hægt er að sjá nær allar blóm- plöntur íslensku flórunnar í grasa- fræðilega réttu flokkunarkerfi.“ Ljósmyndun, list og hönnun Crymogea var stofnuð sumarið 2007 og fyrst og fremst ætlað að gefa út bækur um ljósmyndun, list og hönnun. Í undirbúningi eru bækur með RAX og Páli Stef- ánssyni auk nokkurra stórra al- þjóðlegra verkefna. Crymogea gefur einnig út í samstarfi við Listsjóð Dungal röð bóka um ís- lenska samtímalist. Crymogea heitir eftir höfuðriti Arngríms Jónssonar lærða, Cry- mogaea, sive rerum Islandicarum libri tres, sem kom fyrst út í Hamborg 1609. Þar er saga Ís- lands og íslenskrar menningar túlkuð í ljósi hugmynda end- urreisnarinnar. Arngrímur setti orðið saman úr grísku stofnunum crymos og gea, hrím og jörð, og bjó þannig til sérstakt orð um Ís- land: Crymogea. Crymogea opnar skrif- stofu og sýningarsal Kristján B. Jónasson Snæbjörn Arngrímsson MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 EFTIRMYND meistaraverks Pablos Picasso, Guernica, er nú til sýnis í London. Er ofið teppið, sem er jafn stórt málverkinu, til sýnis í Whitechapel Art Gallery. Vefverkið er í eigu Rockefeller-fjölskyldunnar en hef- ur í 24 ár hangið í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Picasso lauk við málverkið árið 1937 og minnist í því hryðjuverkanna er sprengjum var varpað á baskneska bæinn Guernica í borgarastyrjöldinni á Spáni. Á sjötta áratugnum fól Picasso tveimur vefurum að gera þrjár eftirmyndir verksins í fullri stærð, þar sem frummyndin væri of viðkvæm til að vera flutt á sýningar. Eitt veggteppi er í Japan og annað í Frakklandi. Vinnur sýningu um sögu málverksins Pólski skúlptúristinn Goshka Macuga fékk teppið lán- að og fellir það í sýningu sem hún vinnur um deilurnar sem málverk Picassos olli. Þar til sú sýning verður opn- uð, eftir tvær vikur, er veggteppið eitt og sér til sýnis. Reuters Ádeila Listakonan Macuga við hluta vefverksins. Ofin Guernica sýnd í London ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ S æ d ý r a s a f n i ð Frumsýning í Kassanum 27. mars Verk eftir Marie Darrieussecq. Leikstjóri: Arthur Nauzyciel Erum við óhult hér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.