Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
Það má vel vera að Killshothafi gert mig að óforbetran-legum aðdáanda ElmoresLeonard fyrir 20 árum eða
svo, og John Madden hafi leikstýrt
Prime Suspect og fleira fáséðu efni í
sjónvarpi sem flokkast getur undir
góðgæti. Engu að síður stendur kvik-
myndagerð bókarinnar engan veginn
undir væntingum og rennir styrkari
stoðum undir þá kenningu að „meist-
araverk“ Maddens, Shakespeare in
Love, sé ofmetnasta Óskarsverð-
launamynd sögunnar.
Killshot segir af óförum tveggja
leigumorðingja mafíunnar, hins gam-
alreynda Armands „Blackbird“,
morðhunds af indíánakyni, og geðklof-
ans Richie (Gordon-Lewitt). Armand
forðast að skilja eftir lausa enda á
borð við lifandi sjónarvotta, en það
gerist þegar þeir klúðra verki. Fast-
eignasalinn Carmen Colson (Lane) og
maður hennar Wayne (Jane) sjá til
þeirra og verða hjónin, sem standa í
skilnaði, að leita á náðir vitnaverndar
FBI í snarhasti.
Myndin er tekin í vetrarríki norð-
urfylkja Bandaríkjanna, sem hæfir vel
efninu, en eykur á svart/hvíta flat-
neskju innihaldsins eins og það rennur
úr penna handritshöfundarins Hoss-
eins Amini og er hanterað af leikstjór-
anum. (Tarantino mun hafa komið að
lagfæringum á handritinu en það dug-
ar ekki til.) Killshot rennur hjá án þess
að örlög persónanna hafi minnstu
áhrif á sálarlíf áhorfandans og grág-
lettinn húmor Leonards er falinn í
svartnættinu. Carmen á sjálfsagt að
ná til manns en Lane er óvenju litlítil,
en fyrirgefst að nokkru þar sem hún
er eina óbrjálaða manneskjan innan
um rugludallana. Rourke, sem var í
endurnýjun lífdaga fyrir skemmstu í
The Wrestler, nær ekki að setja mark
sitt á myndina, sem hefði bjargað
miklu. Í staðinn er hann látinn undir-
leika og virðist áhugalítill um þann ill-
skeytta dólg, Svartþröstinn, sem var
mun áhugaverðari í bókinni. Það er
helst að Gordon-Lewitt lífgi upp á sel-
skapinn með ofstopafullum ofleik, en
hann túlkar svo andstyggilegt af-
styrmi að maður getur ekki beðið eftir
því að hann fái sinn skammt af blýinu.
Smárabíó, Regnboginn
Killshot
bbmnn
Leikstjóri: John Madden. Aðalleikarar:
Diane Lane, Mickey Rourke, Thomas
Jane, Joseph Gordon-Lewitt, Rosario
Dawson. 84 mín. Bandaríkin. 2008.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Svartþrösturinn
syngur ei meir
Killshot Diane Lane og Thomas Jane í hlutverkum sínum.
Rithöfundurinn Elmore Leonard
er bæði vinsæll sem reyfarahöf-
undur og uppspretta kvikmynda.
Leonard, sem er farinn að tifa á
níunda áratuginn, er enn frjór og
skemmtilegur og þegar búið að
kvikmynda á milli 30-40 skáld-
sagna hans, sem er trúlega ein-
stakt afrek. Myndirnar hafa
komið nokkuð reglulega síðustu
hálfa öldina og á meðal þeirra er
að finna verk á borð við 3:10 to
Yuma, (tvisvar), Hombre, Joe
Kidd, Get Shorty, Jackie Brown
og Out of Sight. Leikstjórarnir
hafa ekki verið af verri end-
anum; Martin Ritt, John Sturges,
Quentin Tarantino og Steven
Soderbergh, svo nokkrir séu
nefndir.
Mikið sótt í smiðju Elmores Leonard
ÞAÐ hefur ekkert dregið úr stórmennskubrjál-
æðinu hjá Michael Jackson. Hann hefur nú ákveð-
ið að koma fram á baki fíls á þeim tíu tónleikum
sem hann heldur í O2-höllinni í London í sumar en
verða þeir hans síðustu á ferlinum. „Hann ætlar að
hafa þetta stórkostlegustu sýningu sem haldin hefur ver-
ið. Í frumskógarþemanu vill hann ríða afrískum fíl skreytt-
um gulli á sviðinu og eiga páfagaukar og aðrir fuglar að fljúga
á eftir honum. Ef það fer samkvæmt áætlun gæti þetta orðið
stórkostlegt,“ er haft eftir manni í Daily Mirror.
Þrátt fyrir að dýraverndarlög banni notkun sumra dýrategunda
í slíkum sýningum er hinn 50 ára gamli söngvari staðráðinn í að fá
sitt fram. Fyrir utan allskonar dýr vill Jackson líka ráða 100 afríska
Masai-hermenn til að vera með sér á sviðinu. Umboðsmenn söngvarans
eru sagðir hafa miklar áhyggjur af brjáluðum hugmyndum skjólstæð-
ings síns og óttast að kostnaðurinn fari upp úr öllu valdi.
Vill fíl og fugla á sviðið
Reuters
RACE TO WITCH... kl. 8 LEYFÐ
WATCHMEN kl. 8 B.i. 16 ára
AKUREYRI
RACE TO WITCH... kl. 8 LEYFÐ
GRAN TORINO kl. 10:10 B.i. 12 ára
MARLEY AND ME kl. 10:10 LEYFÐ
SELFOSSI
RACE TO WITCH... kl. 8 LEYFÐ
DEFIANCE kl. 10:10 B.i. 16 ára
PINK PANTHER kl. 8 LEYFÐ
HE´S JUST NOT... kl. 10 B.i. 12 ára
KEFLAVÍKKRINGLUNNI
DUPLICITY kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 5:50D - 8D LEYFÐ DIGITAL
WATCHMEN kl. 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL
GRAN TORINO kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
SHOPAHOLIC kl. 5:50 LEYFÐ
RACE TO WITCH... kl. 5:50D - 8D - 10:20 LEYFÐ D
RACE TO WITCH... kl. 5:50 - 8 VIP
DUPLICITY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
WATCHMEN kl. 8 - 10:10D B.i. 16 ára D
WATCHMEN kl. 10:10 VIP
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
FRÁ TONY GILROY, EINUM AF
HÖFUNDUM BOURNE MYNDANNA
KEMUR FRÁBÆR MYND Í ANDA-
OCEANS ÞRÍLEIKSINS.
NEW YORK POST
90/100
VARIETY
YFIRNÁTTÚRULEG SKEMMTUN
FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA!
“ENN EITT DISNEY
MEISTARAVERKIД“
JAFNSKEMMTILEG
FYRIR UNGA SEM
ALDNA
”S.O.-FOX TV,
CINCINNATI
P.H.-HOLLYWOOD.COM
“FRÁBÆR FJÖLSKYDU-
SKEMMTUN Í ANDA
DISNEY HEFÐAR-
INNAR. DWAYNE “THE
ROCK”JOHNSON ER
FRÁBÆR.”
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
ELEGY kl. 8 B.i. 12 ára
GRAN TORINO kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
CHIHUAHUA kl. 5:50 LEYFÐ
DESPERAUX kl. 5:50 LEYFÐ
ÁLFABAKKA
MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ
SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI!
FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009!
ÓSKARSVERÐLAUNALEIKARARNIR
PENÉLOPE CRUZ OG BEN KINGSLEY FARA
Á KOSTUM ÁSAMT DENNIS HOPPER
OG PATRICIA CLARKSON Í ÞESSARI
MÖGNUÐU MYND FRÁ SPÆNSKA LEIK-
STJÓRANUM ISABEL COIXET
“BRILLIANT AÐLÖGUN Á EINNI
VIRTUSTU MYNDASÖGU ALLRA
TÍMA. GEFUR MYNDUM EINS OG
DARK KNIGHT LÍTIÐ EFTIR.”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
“VAKTMENN ER EIN ATHYGLISVERÐASTA
BÍÓMYND SÍÐARI ÁRA.”
“ÞESSI BANDARÍSKA YFIRBURÐA-BÍÓMYND
LÆTUR EKKI LÝSA SÉR Í ORÐUM.”
ÓHT, RÚV RÁS 2
“WATCHMEN ER AUGNAKON-
FEKT, VEL KLIPPT OG TEKIN...
PUNTUÐ MEÐ TÓNLIST
SNILLINGA...“
- S.V. MBL
KRINGLUNNI OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA,SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
SÝND Í ÁLFABAKKA
SAMbio.is
Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALIBYGGT Á
METSÖLUBÓKINNI
EKKI MISSA
AF ÞESSARI!SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND MEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA
Empire - Angie Errigo
VINSÆLASTA OG ÁN EFA
EIN ALLRA BESTA KVIKMYND
CLINT EASTWOOD FYRR OG SÍÐAR!
www.veggfodur.is
Fimmtudaginn 26. mars
er opið hús í skólanum
kl. 17:00 til 19:30
Kynnt er námsframboð
skólans, inntökuskilyrði,
húsnæði, félagslíf o.fl.
10. bekkingar sem eru að
útskrifast í vor og foreldrar
þeirra eru sérstaklega
hvattir til að koma.
Allir velkomnir.
Skólameistari.