Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 136. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «SYSTIR VICTO FRÁ TOGO HEFUR ALDREI GETAÐ HORFT Á BÖRN ÞJÁST «SAMSTARF HJALTALÍN OG DANÍEL BJARNASON ANDARUNGARNIR eru nú komnir á Tjörnina í Reykjavík. Þar synti stolt ungamamma í gær með stóra hópinn sinn inn í sumarið og gladdi sú sjón augu mannfólksins. Stokköndin verpir gjarnan um mánaðamót apríl og maí. Hún verpir fyrst anda hér á landi og oft þar sem stutt er í vatn. Stokkendur eru frjósamar og verpa 8-12 eggjum í hreið- ur sín. Stokkönd er ein stærsta og algengasta andartegundin hér. Steggurinn er stundum kallaður grænhöfði vegna höfuð- litarins en hann og kollan skarta bláum vængspegli. ANDARUNGARNIR ERU KOMNIR Á TJÖRNINA Morgunblaðið/Ómar Stokköndin verpir 8-12 eggjum í hreiðrið og er ein stærsta og algengasta andartegundin hér á landi ÞVÍ var haldið fram að nýr banka- stjóri Seðlabankans yrði skipaður fyrir lok maí. Tveir umsækjendur af átta eru taldir eiga möguleika. Hverjir eru kostir þeirra og gallar? VIÐSKIPTI Styttist í skipun seðlabankastjóra MAREL Food Systems hefur geng- ið frá endurfjármögnun allra skammtímaskulda. Ýmis skilyrði hvíla á nýjum skuldabréfaflokki fyrirtækisins. Fjármögnun tryggð til 2011 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ATHYGLI umheimsins beinist að Íslandi nú um stundir og þið hafið því einstakt tækifæri til þess að koma ykkur á framfæri. Þið þurfið hins vegar að hafa hraðar hendur, vegna þess að augnaráð heimsins færist hratt yfir,“ segir David Hoskin hjá Eye-for-Image, en hann var meðal fyrir- lesara á málþingi sem Útflutningsráð, Almannatengsla- félag Íslands, Ferðamálastofa og fleiri stóðu fyrir í gær. Að mati Hoskins hefur Ísland sem vörumerki ekki beðið hnekki vegna efnahagshrunsins síðasta haust. „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að Ísland var sem vörumerki fyrir hrunið ekki sérlega þekkt eða sterkt,“ segir Hoskin og nefnir máli sínu til stuðnings að í huga flestra tengist Ís- land nú annars vegar fiskveiðum og hins vegar fjármálum. „Fyrir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ísland. Þið þurfið þess vegna að koma ykkur saman um hvað þið viljið standa fyrir og tala síðan einni röddu. Vegna smæðar landsins hafið þið einmitt einstakt tækifæri til þess að stilla saman strengi ykkar og koma skýrum skilaboðum á framfæri erlendis, en það þarf að gerast hratt.“ Hann mælir með því að farið verði í alþjóðlega markaðsherferð. Í máli Geoffs Saltmarsh kom fram að ferðum breskra ferðamanna til Íslands hefði fjölgað um 20% síðan í haust. Segir hann ímynd Íslands enn sterka í huga Breta og áhuga þeirra fyrir Íslandi síst minni en áður. Það álit hans helst í hendur við nýja viðhorfskönnun um Ísland sem gerð var í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi í febrúar sl. Ímynd Íslands sterk þrátt fyrir hrunið  Áhugi Breta á Íslandi er síst minni en áður var Morgunblaðið/RAX Ísland Náttúran kemur fyrst upp í hugann hjá 54,5% Breta, þegar þeir eru spurðir um Ísland og Íslendinga. Danir: Lítil þjóð sem bjargar sér Bretar: Hrífandi og indælir Þjóðverjar: Falleg hús, lífsgæði Bretar: Senda vetrarföt til aldraðra Þjóðverjar: Þægilegir og gestrisnir Einstakt tækifæri Íslands | 6 Lagadeild Metnaður og gæði Engin skólagjöld Umsóknarfrestur til 5. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.