Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ÉG mun ótrauður standa áfram fyr- ir því að kerfið verði endurskoðað til að skapa sátt meðal þjóðarinnar. Ég mun kalla til samráðs allra sem hags- muna eiga að gæta,“ sagði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um áform ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda. Lagði Jón áherslu á mikilvægi þess að endur- skoða þyrfti fiskveiðistjórn- unarkerfið, engin sátt væri um það. Þeir þingmenn sem héldu öðru fram væru veruleikafirrtir. Málshefjandi var Einar K. Guðfinnsson, fv. sjáv- arútvegsráðherra, sem kallaði eftir svörum um hvernig ríkisstjórnin ætl- aði að fara fyrningarleiðina og hvort sú leið væri líkleg til að efla stöðu sjávarútvegsins og byggðanna í land- inu. Sagði hann að stefnumörkun rík- isstjórnarinnar væri þegar farin að valda útgerðinni skaða, einkum myndu nýliðar í greininni, smærri byggðarlög og einyrkjar verða fyrir tjóni. Minnti Einar einnig á þær harðorðu ályktanir sem borist hefðu frá sveitarfélögum um allt land, þar sem varað væri við fyrningarleið. Kallaði Einar ennfremur eftir svör- um um hvenær fyrning aflaheimilda hæfist og hvernig yrði staðið að henni í smáatriðum. Sjávarútvegsráðherra vitnaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, bæði í sjávarútvegsmálum og efna- hagsmálum almennt, þar sem áhersla væri lögð á þjóðarsátt til að ná efna- hagslegum stöðugleika á ný. Minnti hann á ákvæði um að fiskurinn væri sameign þjóðarinnar, en jafnframt þyrfti að gæta atvinnufrelsis og jafn- ræðis við úthlutun aflaheimilda, ekki stæði til að kippa rekstrargrundvelli undan útgerðinni. Svaraði ráðherra því til að í stefnu- yfirlýsingu kæmi fram að innköllun aflaheimilda hæfist í september árið 2010 en fyrst yrðu skipaðir starfs- hópar og samráðs leitað við útgerðir, sjómenn, fiskvinnslu, sveitarfélög og verkalýðsfélög. Þeir þingmenn Samfylkingar sem tóku til máls í gær mæltu með fyrn- ingarleiðinni, og gagnrýndu málflutn- ing sjálfstæðis- og framsókn- armanna. Þingmaður VG, Atli Gíslason, tók undir með ráðherra um að engu yrði breytt nema með sátt við allt og alla. Einar K. sagði umræðuna ekki hafa kallað neitt nýtt fram, nema að aðeins einn flokkur virtist áhuga- samur um fyrningarleið, þ.e. Sam- fylkingin, sem hefði „talað sig inn í vitleysuna“ og einangrast í málinu. Aðeins gert með sátt  Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ætlar ekki að breyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu nema með þjóðarsátt  Samfylkingin einangruð í málinu, sagði Einar K. Morgunblaðið/Ómar Alþingi Það var fastar sótt að Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra á þingi í gær en þessi mynd ber með sér, þar sem brúnin er létt á samráðherrum hans. Veruleikafirrtur grátkór á þingi slóð: www.mbl.is/mm/frettir mbl.is | SJÓNVARP Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is NÍU þingmenn, sem buðu sig fram til Alþingis í vor, náðu ekki endurkjöri. Þeir eru nú að líta í kringum sig með aðra vinnu. Aðeins einn þeirra, Karl V. Matthíasson, veit að hvaða föstu starfi hann gengur en hjá öðrum gæti staðan skýrst fljótlega. Flestir segjast hafa nýtt góða veðrið síðustu daga og sinnt ýmsum viðhalds- verkefnum heima fyrir. „Ég hef bara verið að taka garðinn í gegn hjá mér og þökuleggja, stunda viðhaldsstörf eins og Steingrímur J. hefur verið að hvetja okkur að gera til að koma okkur út úr kreppunni,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæð- isflokki. Hann segir óráðið hvort hann fari aftur í lögmannsstörfin, mál hans muni skýrast fljót- lega. Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, segist vera að líta í kringum sig en hann hefur biðlaun í þrjá mánuði. Fyrsta verkefnið er út- varpsþáttur sem hann er með um sjávarútvegs- mál einu sinni í viku á Lýðvarpinu FM 100,5. Það heillar hann líka að fara aftur á sjóinn. „Annars eru íslenskir útgerðarmenn sjálfsagt ekki ólmir í að ráða Grétar Mar Jónsson um borð,“ segir hann og hlær. Kolbrún Halldórsdóttir, fv. umhverf- isráðherra, segist enn vera að ganga frá á skrif- stofu sinni. „Ég ætla að njóta góða veðursins og sonardóttirin mun fá betri tíma hjá ömmu sinni,“ segir Kolbrún. Hún hefur verið orðuð við umsókn um stöðu þjóðleikhússtjóra en segist munu hugsa sig tvisvar um áður en af því verð- ur. Erfitt sé að sækja um gegn sitjandi þjóð- leikhússtjóra sem aðeins hafi setið eitt tímabil. Guðjón A. Kristjánsson segist sinna ýmsum störfum sem formaður Frjálslynda flokksins, m.a. fjármálum, en ekkert fast starf liggi fyrir. Nú gefist tími til að sinna ýmsum verkum heima fyrir en hvort hann tæki boði um starf í sjávarútvegsráðuneytinu segist Guðjón aldrei neita góðu tilboði fyrirfram. Kjartan Ólafsson, Sjálfstæðisflokki, var í húsverkunum heima fyrir er náðist í hann í gær. Hann sagðist enn vera að taka til eftir Suðurlandsskjálftann í fyrra en væri byrjaður að þreifa fyrir sér um nýtt starf. Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, segist enn vera að ganga frá ýmsu sem sneri að þingmannsstarfinu og það taki einhverjar vik- ur. Hún er með biðlaun fram í október. Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, er einnig að ljúka verkefnum er tengjast fyrri þingstörfum. „Ég hef ákveðið að taka þetta rólega en vænti þess að einhvers staðar verði þörf fyrir mína starfskrafta,“ segir Ásta sem bendir á að stjórnmálin hafi verið hennar fjórði starfsvett- vangur. Hún starfaði m.a. sem hjúkrunarfræð- ingur, kennari og rak síðan eigið fyrirtæki. Karl V. Matthíasson, Frjálslynda flokknum, fékk launalaust leyfi í tvö ár frá störfum sínum fyrir þjóðkirkjuna, er hann fór síðast á þing árið 2007. Hann segist snúa aftur í haust sem prest- ur á sviði áfengis- og vímuvarnamála. Helga Sigrún Harðardóttir, Framsókn- arflokki, er nú varamaður á þingi. Hún segist ætla að halda áfram laganámi sínu við HR. Sinna viðhaldinu heima fyrir  Aðeins einn af þeim níu þingmönnum sem ekki náðu endurkjöri kominn með annað starf  Á bið- launum til þriggja og sex mánaða  Einn er að taka til heima hjá sér eftir Suðurlandsskjálftann í fyrra Í HNOTSKURN »Þingmennirnir fyrrverandi eru ábiðlaunum í þrjá eða sex mánuði, allt eftir starfsaldri á þingi. »Þiggja þeir þingfararkaup sem erum 520 þúsund krónur á mánuði. Ásta Möller Arnbjörg Sveinsdóttir Grétar Mar Jónsson Guðjón Arnar Kristjánsson Helga Sigrún Harðardóttir Kjartan Ólafsson Karl V. Matthíasson Kolbrún Halldórsdóttir Sigurður Kári Kristjánsson Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sté í pontu í gær til að ræða um fundarstjórn forseta. Sagði hann það vekja furðu sína að ekkert mál væri á dagskrá þingsins sem varð- aði stöðu heimila og fyrirtækja. Þess í stað væri m.a. verið að ræða meðhöndlun úrgangs, erfðabreytt- ar lífverur og kynjahlutföll í stjórn- um fyrirtækja. Allt væru þetta ágætis mál en brýnast væri að ræða og leysa brýnan fjárhags- vanda heimila og fyrirtækja í land- inu. „Vorum við ekki komin til að ræða um eitthvað allt annað?“ spurði Sigmundur Davíð. Undir þetta tóku Birkir Jón Jónsson og Eygló Harðardóttir, þingmenn Framsóknarflokksins. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, svaraði því til að forsætisráðherra myndi ræða stöðu efnahagsmála eftir helgina, en þingið er nú komið í langt helgarfrí. „Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“ Orðrétt á þingi um tónlistarhús ’ Þingheimur, borgin og í raunþjóðin öll þurfa að velta fyrir sérhvort ekki sé rétt að staldra við, end-urskoða áætlanir um tónlistarhúsiðeða fresta þeim um tíma. Þetta er ekki auðveld ákvörðun og langt frá því að vera sársaukalaus en það hlýtur að vera hægt að meta þetta eins og ann- að, í ljósi þeirra erfiðra ákvarðana um niðurskurð sem þarf að taka hér á næstu vikum og mánuðum. ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR ’ Við þurfum í komandi aðgerðumað hugsa fyrst og fremst um fólkfrekar en fasteignir... Málefni tónlist-arhúss við höfnina verði endurskoðuðog við þurfum að hafa allt uppi á borð- um. SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON ’ Ég tel það algjört glapræði viðþessar aðstæður að slá þessariframkvæmd á frest, útfrá atvinnustig-inu, og ekki síst vegna þess að það ergríðarlegur kostnaður þegar til fallinn vegna þessa verkefnis. Ég fullyrði að það mun verða miklu dýrara fyrir þjóð- arbúið að slá þessari framkvæmd á frest heldur en að halda henni áfram. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR ’ Hér fer fram skemmtileg um-ræða á milli Samfylkingarþing-manna. Ég tel að það eigi einmitt aðhugsa um fólk frekar en fasteignir...Nýbygging Landspítala háskólasjúkra- húss er líka dýr bygging og ég tel að það eigi að fara í hana því ég vil hugsa um fólk. Það felst líka í því að hugsa um fólk þegar maður hugsar um fast- eignir.... Það gæti verið áhugavert að heyra hvað háttvirtur þingmaður, Sig- mundur Ernir Rúnarsson, segði um Landspítalann háskólasjúkrahús. Á að fara í þá framkvæmd eða ekki? Ég segi já. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR ’Mér skilst að aðalhópur verka-manna verði Kínverjar, sem þarfað flytja til landsins vegna sérhæfðraverka við glerhjúpinn... Meginkostn-aðurinn felst í að kaupa gjaldeyri eða nota þann litla gjaldeyri sem við fáum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í þetta. Ég vil endilega að menn skoði að stöðva framkvæmdir og geyma þetta hús til minningar um bruðl og óráðsíu opinberra aðila. PÉTUR H. BLÖNDAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.