Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 15
2 fyrir 1 í Bláa lónið Gildir gegn framvísun miðans til 30. júní 2009 Frítt fyrir börn, 11 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum í einstakri íslenskri heilsulind Efldu lífsorkuna Lykill 1561 Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráðherra keypti fyrsta álf þessa árs af ungri stúlku, Guðrúnu Randý Sigurðardóttur. Í gær hófst formlega álfa- salan að þessu sinni og er þetta í tuttugasta skipti sem álfasalan fer fram. Á fréttamannafundi SÁÁ í gærmorgun var m.a. gerð grein fyrir nýjum upplýsingum um fíkni- áhættu og þar kom fram að á síðustu tíu árum hafa 2.559 nýir kannabisfíklar leitað sér meðferðar og að stærstum hluta voru þetta einstaklingar 25 ára og yngri. Á hverju ári koma á Vog 127 nýir ein- staklingar 19 ára eða yngri. árið 1982 eru sérstakir í huga þeirra sem starfa við áfengis- og vímuefnameðferð þar sem 6,6% allra í árganginum hafa farið í meðferð vegna kannabisfíknar. Mest fjölgun hefur orðið hjá ungu fólki meðal þeirra sem leitað hafa meðferðar undanfarin ár og álfasalan er eins og ætíð fyrir þann hóp. Hann verður boðinn til sölu um allt land og kostar 1.000 krónur. Sú nýbreytni var tekin upp að þessu sinni að bjóða upp á „sýndarálf“ á sérstakri Facebook- síðu sem sett hefur verið upp. sia@mbl.is Aukning amfetamínfíknar er litin alvarlegum augum, en faraldur ólöglegrar amfetamínneyslu hófst á Íslandi 1983. Síðan hefur neysla örvandi vímuefna aukist stöðugt og tók stökk með tilkomu E-pillunnar. Fíkn í örvandi vímuefni hefur hlut- fallslega aukist úr 10% í 30% á síðustu 20 árum. Um 70% greinast með fíkn í örvandi vímuefni. Árið 1998 kom kókaín fyrst í einhverjum mæli til Íslands og blandaðist og bættist við þann vanda vegna örvandi vímuefna sem fyrir var. Kók- aínneysla hefur aldrei verið meiri en á árinu 2008. Fram kom í blaðinu í gær að þeir sem fæddir eru Morgunblaðið/Eggert Álfurinn seldur fyrir unga fólkið HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur synjað frávísunarkröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar, Kristínar Jó- hannesdóttur auk Baugs Group og fjárfestingarfélagsins Gaums í Baugsmálinu. Sakarefnið er meiriháttar brot gegn skattalög- um á árunum 1998 til 2002. Rannsókn á bókhaldi og skatt- skilum Baugs hófst í nóvember 2003 og fékk Baugur afhenta endurálagningu frá ríkisskatt- stjóra fyrir árin 1998 til 2002 hinn 31. desember 2004. Baugur greiddi 142 milljónir króna í jan- úar 2005 vegna þessa. Jón Ásgeir og Kristín kærðu rannsókn máls- ins en höfðu ekki erindi sem erf- iði. Dómarar bæði í héraði og Hæstarétti töldu kæruna of seint fram komna þar sem rannsókn málsins var lokið og dóms- meðferð að hefjast. Var málum þeirra því vísað frá. Hafnaði frávís- unarkröfu MENNINGAR- og skemmtihátíðin „Vor í Árborg“ hefst í dag, en í henni verður íbúum bæjarfélagsins og gestum boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Tónlistarveisla verður í Iðu öll kvöld. Í kvöld verða stór- tónleikar kórs Fjölbrautaskóla Suð- urlands, á morgun verða rokk- tónleikar og á laugardagskvöld verður saga sveitaballanna rifjuð upp og mæta þar nokkrir höf- uðsnillingar sveitaballanna. Á vorhátíðinni verður einnig boð- ið upp á myndlistarsýningar, frítt verður í sund o.s.frv. Sjá nánar á www.arborg.is. Rifja upp sögu sveitaballanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.