Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 27
Dans 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 SANNKÖLLUÐ dansveisla fór fram í Laug- ardalshöll helgina 9.-10. maí þegar haldið var eitt stærsta dansmót sögunnar hjá Dans- íþróttasambandi Íslands. Um 600 keppendur voru skráðir til leiks. Haldið var Íslandsmeist- aramót með grunnsporum í samkvæm- isdönsum og í línudönsum, ásamt bikarmeist- aramóti með frjálsri aðferð. Mótið er árlegt og er sannkölluð uppskeruhátíð dansiðkenda, danskennara og dansáhugafólks eftir veturinn, og er jafnframt síðasta mótið á þessu keppn- istímabili. Mikil spenna og eftirvænting var í lofti í Laugardalshöllinni og höllin fljót að fyllast af fólki. Umgjörð keppninnar var öll til fyr- irmyndar, helgin var tekin snemma og hófst kl. 9:30 báða keppnisdagana sem er nýjung og mæltist vel fyrir. Það voru fimm erlendir dóm- arar sem dæmdu um helgina; Manfred Gans- ter frá Þýskalandi, Stephen Sysum frá Eng- landi, Peter Ringgaard og Arne Ringgaard frá Danmörku og Stefano Fanasca frá Ítalíu. Von var á tveimur dómurum frá Þýskalandi sem forfölluðust, og Dan- irnir hlupu í skarðið. Eftir keppni í línu- dönsum var formleg setning mótsins með inn- marsi og fánahyllingu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra kom og setti mótið. Keppnin hófst snemma á laugardag með Íslands- meistaramóti í línudöns- um. Keppt var í þremur aldursflokkum, bæði í ein- staklingskeppni og í hópa- keppni. Það voru 85 línu- dansakeppendur sem tóku þátt. Keppni í línudöns- um er skipt upp í einstaklings- keppni; léttari og erfiðari og svo hópkeppni. Helstu úrslit línudansmóts- ins eru eftirfarandi: Úrslit Íslandsmeist- aramótsins í línudönsum: Hópkeppni yngri: 1. sæti Sveitastrákarnir frá dansfélaginu Ragnari, voru eini hópurinn í þess- um flokki og því sjálf- kjörnir Íslandsmeistarar. Hópkeppni eldri: 1. sæti Dífurnar, dansf. Hvönn. 2. sæti Silfur- stjarnan, umf. Skipa- skaga. 3. sæti S Group, dansf. Hvönn. Einstaklingskeppni léttari 18 ára og yngri: 1. sæti Arnar Hrafn Snorrason, dansfélagið Ragnar. 2. sæti Bergdís Fanney Einarsdóttir, dansf. Hvönn. 3. sæti Logi Sigurðsson, Dansf. Ragnar. Einstaklingskeppni léttari 19 ára og eldri: 1. sæti Jill Renea Robertsson, dansf. Hvönn. 2. sæti Anna Kristín Hauksdóttir, umf. Máni. 3. sæti Jóhanna Margrét Árnadóttir, dansf. Hvönn. Einstaklingskeppni erfiðari: 1. sæti Silja S. Þorsteinsdóttir, dansf. Hvönn. 2. sæti Hugrún Sigurðardóttir, dansf. Hvönn. 3.sæti Ármann Rögnvaldsson dansf. Hvönn. Eftir keppni í línudönsum hófst Íslands- meistaramót með grunnaðferð, mótið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í dans- íþróttinni og þeim sem dansa með grunn- sporum. Keppni með grunnaðferð er skipt nið- ur í flokka eftir aldri og getu, en styrkleikarnir með grunnaðferð eru 3; K-keppnisflokkur, A - þeir sem keppt hafa áður og B-byrjendur. Auk þessara þriggja flokka eru sérstakir flokkar, D-dömuflokkar fyrir þau danspör sem eru með tveim stúlkum í stað drengs og stúlku til að gefa sem flestum tækifæri. Gaman var að sjá hvað það er mikil fjölgun í þessum flokkum og greini- legt að dansinn er í upp- sveiflu. Það setti svip á keppnina að breytingar hafa orðið á klæðareglum, grunnflokkarnir mega nú vera í fleiri litum en svörtu, hvítu og gráu og ég verð að segja að það er mun skemmtilegra að horfa á litadýrð- ina. Eftir sem áður eru strangar reglur um notkun á skrauti, svo sem steinum, fjöðrum, andlits- farða og þess háttar sem er bara hið besta mál. Vegna fjölda styrkleikaflokka í hverjum aldursflokki verða einungis helstu úrslit talin hér upp, en öll úrslit keppn- innar er að finna á heimasíðu Dansíþróttasambands Íslands: www.dsi.is. Helstu úrslit Íslandsmeist- aramóts með grunnaðferð: Börn I K (9 ára og yngri). 1. sæti Ævar Þór Helga- son – Jóhanna Guðrún Jó- hannsdóttir, Dansdeild ÍR. Þau voru eina parið sem keppti í þessum flokki og því sjálfkjörnir íslandsmeist- arar í standard og suður- amerískum dönsum. Börn II K (10-11 ára) Það var gífurleg keppni í þessum flokki og hart bar- ist um fyrstu sætin. Í standard dönsunum voru helstu úrslit: Í 1. sæti, Pétur Fannar Gunn- arsson – Aníta Lóa Hauksdóttir frá Dansdeild ÍR. Í 2. sæti Davíð Bjarni Chiarolanzio – Rakel Matthíasdóttir frá DÍH. Í 3. sæti Höskuldur Þór Jónsson – Margrét Jóhannsdóttir frá DÍH. Í suðuramerísku dönsunum voru sömu þrjú pörin í efstu sætunum. Í 1. sæti Davíð Bjarni Chiarolanzio – Rakel Matthíasdóttir frá DÍH. Í 2. sæti Höskuldur Þór Jónsson – Mar- grét Jóhannsdóttir. Í 3. sæti Pétur Fannar Gunnarsson – Aníta Lóa Hauksdóttir frá Dansdeild ÍR. Unglingar I K (12-13 ára) Í 12-13 ára var keppnin ekki síður hörð en í yngri flokkunum, í standard dönsum voru í 1. sæti Daníel Aron Chiarolanzio – Perla Steingrímsdóttir frá DÍH. Í 2. sæti Teitur Gissurarson – Aníta Hlín Guðnadóttir frá DÍK. Í 3. sæti Magnús Eðvald Halldórsson – Anna Sóley Sveinsdóttir frá DÍK. Í suðuramerísku dönsunum voru sömu þrjú pörin og í standard dönsunum. Daníel og Perla lentu í 1. sæti og urðu því tvöfaldir Ís- landsmeistarar. Magnús og Anna Sóley fóru upp um eitt sæti, í annað sæti, og í 3. sæti voru Teitur og Aníta Hlín. Unglingar II K (14-15 ára) Í standard döns- unum voru helstu úrslit; Í 1. sæti Bergþór Kjartansson – Stella Kar- en Árnadóttir frá DÍH, í öðru sæti Guðjón Bergmann Ágústsson – Berlind Einarsdóttir frá DÍK. Í 3. sæti Kristófer Aron Garcia – Arna Rut Arnarsdóttir frá DÍK. Í suðuramer- ísku dönsunum voru sömu 3 pörin í efstu sæt- unum, í 1. sæti og því tvöfaldir Íslandsmeist- arar Bergþór og Stella Karen, í 2. sæti Guðjón og Berglind, og í 3. sæti Kristófer og Arna Rut. Ungmenni K (16-18 ára) Það voru einungis 2 pör sem kepptu í þessum flokki í standard dönsum. Í 1. sæti Ármann Jónsson – Erna Dögg Pálsdóttir frá Dansf. Ragnari. Í 2. sæti Snæbjörn Þorri Árnason – Auður Eyleif Ein- arsdóttir frá Dansf. Ragnari. Í suðuramer- ískum dönsum voru fleiri pör sem kepptu. Í 1. sæti Maríusz Daniel Kujawski – Guðný Ósk Karlsdóttir frá Íþróttaf. Akur. Í 2. sæti Ár- mann Jónsson – Erna Dögg Pálsdóttir frá Dansf. Ragnari. Í 3. sæti Aðalsteinn Gíslason – Kristrún Sveinbjörnsdóttir frá Dansf. Ragn- ari. Fullorðnir K(19+) Í þessum flokki mega þau pör sem dansa í 16-18 ára einnig taka þátt, en þau voru eins og í flokknum á undan aðeins 2 pör í standard dönsum. Í 1. sæti Ármann Jónsson – Erna Dögg Pálsdóttir frá Dansf. Ragnari. Í 2. sæti Snæbjörn Þorri Árnason – Auður Eyleif Einarsdóttir frá Dansf. Ragnari. Í suðuramerísku dönsunum voru í 1. sæti Mar- íusz Daniel Kujawski – Guðný Ósk Karlsdóttir frá Íþróttaf. Akur. Í 2. sæti Ármann Jónsson – Erna Dögg Pálsdóttir frá Dansf. Ragnari. Í 3. sæti Aðalsteinn Gíslason – Kristrún Svein- björnsdóttir frá Dansf. Ragnari. Öll önnur úrslit Íslandsmeistaramótsins með grunnaðferð, úr flokkum –A, –B, og –D er að finna eins og áður sagði á heimasíðu Dans- íþróttasambands Íslands, www.dsi.is. Þar eru allir flokkar, fyrir fyrsta til sjötta sæti. Bikarmót með frjálsri aðferð. Samhliða Íslandsmeistaramótunum fór fram bikarkeppni fyrir þá sem keppa með frjálsri aðferð og er efsti styrkleikaflokkurinn í samkvæmisdönsum. Það var keppt bæði í standard dönsum og suðuramerískum döns- um. Yngsti flokkurinn sem keppti með frjálsri aðferð var flokkur Unglingar I F eða 12-13 ára. Elsti flokkurinn sem keppti með frjálsri aðferð var flokkur fullorðinna eða 19 ára og eldri. Það var hart barist og mikil keppni í þessum flokkum. Í flokki 19 ára og eldri í standard dönsum Í 1. sæti Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Þau sigruðu einnig í flokki ungmenna og eru okkar sterkasta standard par í dag. Í 2. sæti Jón Eyþór Gott- skálksson – Denise M. Yaghi frá DÍH. Eru mjög fallegt par, mættu passa að detta ekki í sundur. Í 3. sæti Freyþór Össurarson – Eyrún Stefánsdóttir frá Dansf. Rvk. Þeim hefur farið mikið fram og áttu 3. sæti skilið. Í suðuramer- ískum dönsum voru í 1. sæti Sigurður Þór Sig- urðsson – Hanna Rún Óladóttir frá DÍH. Þau eru að taka þátt í sínu fyrsta bikarmóti saman. Hanna var klárlega með mestu útgeislun dömu á gólfinu. Í 2. sæti Jón Eyþór Gottskálksson – Denise M. Yaghi frá DÍH. Þau komu á óvart í 2. sæti. Mér hefur alltaf fundist standard dans- arnir vera þeirra sterkari hlið. Í 3. sæti Að- alsteinn Kjartansson – Rakel Guðmundsdóttir frá DÍH. Fannst þau eiga meira inni. Var æð- islegt að sjá t.d. í sömbu hjá þeim hvað þau blanda grunnsporum flott inn í raðirnar sínar. Mætti vera léttara yfir þeim, þau hafa fullt að gefa. Í lok mótsins var valinn nýr afrekshópur DSÍ fyrir árið 2009. DSÍ færði þeim íþrótta- peysur til að nota á keppnum erlendis, en þau 3 pör sem höfnuðu í þremur efstu sætunum á nýloknum Íslandsmeistaramótum í suður- amerískum dönsum og í standard dönsum og í 10 dönsum með frjálsri aðferð voru valin í hóp- inn. Þetta eru alls tólf pör, eða 24 dansarar. Þetta Íslandsmeistaramót og lokamót vetr- arins var glæsilegt í alla staði og mjög skemmtilegt. Athyglisvert var að sjá að ein- ungis karlmenn voru dómarar í ár, spurning hvort það hafi haft einhver áhrif ? Gaman var að sjá svo mikinn fjölda á áhorfendabekkjum sem raun var, og góð breyting fyrir yngstu keppendurna að byrja mótið fyrr og enda fyrr á kvöldin. Umgjörð keppninnar var í alla staði góð, og gekk eins vel og kostur var á. Ég óska DSÍ innilega til hamingju með þetta glæsilega mót og mótanefnd fyrir vel unnin störf. Öllum Íslandsmeisturum óska ég til hamingju með árangurinn og hlakka jafnframt til næsta vetr- ar, að sjá þá byrjendur sem tóku sín fyrstu spor nú í vor halda áfram að blómstra næsta vetur. Gleðilegt sumar. Fullorðnir F, ballroom 2. sæti Jón Eyþór Gottskálksson - Denise M. Yaghi. Börn I A, 1 sæti standard, Elvar Kristinn Gapunay - Sara Lind Guðnadóttir. Unglingar II F, 1. sæti Valentin Loftsson - Tinna Björk Gunn- arsdóttir. Unglingar I K, 1. sæti Daníel Aron Chiarolanzio - Perla Steingríms- dóttir. Fullorðnir F, Standard 1. sæti Sig- urður Már Atlason - Sara Rós Jak- obsdóttir. Spenna á einu stærsta dansmóti Dansíþróttasambands Íslands Íslandsmeistaramót með grunnaðferð og í línudöns- um. Bikarmót með frjálsri aðferð DANS Laugardalshöll, Reykjavík Hildur Ýr Arnarsdóttir | danshusid@islandia.is Börn II K, 1. sæti, standard, Pétur Fann- ar Gunnarsson - Aníta Lóa Hauksdóttir. Ljósmynd/Jón Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.