Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
KANADÍSKI
tónlistarmað-
urinn Gonzales
sló heimsmet í
lengd tónleika
eins flytjanda í
fyrradag með 27
klst., 3 mínútna
og 44 sekúndna
löngum tón-
leikum. Fyrra
met átti indverski
söngvarinn Prasanna Gudi, 26 klst.
og 12 mín.
Gonzales, réttu nafni Jason Char-
les Beck, hélt tónleikana í Ciné 13
Théatre í París, lék á píanó og söng
heil 300 verk. Á efnisskránni voru
m.a. lög eftir hann sjálfan, Gershwin
og Beethoven, Britney Spears, Neil
Young og Bee Gees.
Tónleikarnir hófust á sunnudags-
kvöldi og lauk á þriðjudagsmorgni.
Tónleikagestum mun hafa fækkað
nokkuð meðan á tónleikum stóð en
tónleikunum var streymt á netinu og
auk þess verður gerð heimild-
armynd um þá. Starfsmenn Guin-
ness heimsmetabókarinnar voru á
staðnum og veittu leyfi fyrir 30 sek-
úndna hléi milli verka og 15 mín. hléi
á þriggja klst. fresti. Gonzales brá á
leik í hléum og rakaði sig, fór í nátt-
föt og fékk sér morgunkorn.
Sló tón-
leikamet
1623 mín. og 44 sek.
einleikstónleikar
Heimsmetshafinn
Gonzales
NICHOLAS
Maw, eitt þekkt-
asta tónskáld
Breta eftir seinni
heimsstyrjöldina,
er látinn, 73 ára
að aldri. Þekkt-
ustu verk Maw
eru Odyssey og
ópera byggð á
skáldsögu Willi-
ams Styron, Sop-
hie’s Choice.
Tónlist Maw heyrði undir póst-
móderníska nýrómantík en hann
samdi bæði kammer- og kórtónlist,
óperur, einleiksverk og barnatónlist.
Odyssey er talið hans merkasta
verk, var heil 14 ár í smíðum. Verkið
er 96 mín. langt og talið lengsta sin-
fóníuverk allra tíma þar sem aldrei
er gert hlé á flutningnum. Verkið
var frumflutt árið 1987 á tónlistarhá-
tíðinni BBC Prom í Lundúnum.
Nicholas
Maw allur
Nicholas Maw
heitinn
HEIMILDARMYNDIN
Steypa verður á dagskrá Sjón-
varpsins í kvöld kl. 19.35. Í
Steypu er fylgst með sjö ís-
lenskum myndlistarmönnum
um tveggja ára skeið, lista-
mönnum sem tengjast hver
öðrum á ýmsan hátt.
Listamennirnir eru Ás-
mundur Ásmundsson, Gabríela
Fiðriksdóttir, Gjörningaklúbb-
urinn, Huginn Þór Arason,
Katrín Sigurðardóttir, Margrét H. Blöndal og
Unnar Örn Jónasson Auðarson.
Myndina gerðu Markús Þór Andrésson og
Ragnheiður Gestsdóttir og tónlistin er eftir Ólaf
Björn Ólafsson.
Myndlist
Fylgst með sjö
myndlistarmönnum
Ásmundur
Ásmundsson
TÓNLEIKAR verða haldnir í
Selfosskirkju í dag kl. 16 til
styrktar munaðarlausum börn-
um í Kongó. Fram koma Davíð
Ólafsson, Garðar Thor Cortes,
Gissur Páll Gissurarson, Gísli
Stefánsson, Hlín Pétursdóttir,
Jórukórinn frá Selfossi, Ing-
ólfur Þórarinsson, Stefán Stef-
ánsson o.fl. Miðaverð er 2.000
kr. en 1.500 kr. fyrir aldraða og
öryrkja.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til reksturs
barnaþorps í Kongó á vegum Alþjóðlegu barna-
hjálparinnar, ICC. ICC eru samtök sem reka
barnaþorp og starf fyrir munaðarlaus börn í á
annan tug landa víðs vegar um heiminn.
Tónleikar
Til styrktar
munaðarlausum
Stúlka úr barna-
þorpinu í Kongó
KIRKJUKÓR Hveragerðis-
og Kotstrandasókna heldur
tónleika í Hveragerðiskirkju á
sunnudagskvöld kl. 20 undir
yfirskriftinni „Hin hliðin á
kirkjukórnum“. Þrír kór-
félagar syngja einsöng, en eitt
laganna er eftir Áskel Jónsson
sem er afi einnar af kórfélög-
unum. Flutt verða tvö lög eftir
Þórhall Hróðmarsson félaga í
kórnum, auk lags eftir Ingunni
Bjarnadóttur móður Þórhalls. Fluttur verður
sálmur við texta séra Jóns Ragnarssonar. Kórinn
flytur svo syrpu af fjórum uppáhaldslögum eftir
Sigfús Halldórsson. Kórfélagar leika einnig á
hljóðfæri en stjórnandi er Smári Ólason.
Tónleikar
Hin hlið kirkjukór-
anna í Hveragerði
Smári
Ólason
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ORÐIÐ ópera nær ekki fyllilega að
lýsa verkinu. Ég vildi leita til baka í
uppruna tónlistarinnar, í músurnar
níu, dætur Seifs, sem hver stóð fyrir
sína listgrein eins og dans, skáld-
skap, drama og tragedíu,“ segir
Sunleif Rasmussen, færeyska tón-
skáldið, höfundur óperunnar Í
óðamansgarði, sem frumsýnd verð-
ur á Listahátíð í Þjóðleikhúsinu á
föstudagskvöld kl. 20.
Sunleif er vafalítið mesta tónskáld
Færeyinga í dag; hann hlaut tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs árið
2002 fyrir sinfóníuna Oceanic Days.
Óperan er sú fyrsta sem Fær-
eyingar eignast og var frumflutt í
Þórshöfn 2006. Uppfærslan á
Listahátíð er samvinnuverkefni
Þjóðpallsins, færeyska þjóðleikhúss-
ins, og Þjóðleikhússins á Íslandi.
Tónskáldið leitaði einnig í fær-
eyska danshefð og mátaði listagyðj-
urnar grísku við hana.
„Í færeyska dansinum eigum við
fjórar músur: dansinn, sönginn,
dramað og skáldskapinn. Ég vildi að
óperan byggðist á þessum fjórum
þáttum, þótt hún byggðist ekki á
dönsunum sjálfum og yrði nútíma-
legt verk. Ég vildi einfaldlega nýta
þá saman í eitt sviðsverk.“
Söguna sótti Sunleif í smásagna-
safn Williams Heinesen, Fjandinn
hleypur í Gamalíel, en óperutextann
gerði Dánial Hoydal.
Adam, Eva og freistingarnar
„Þetta er í raun sagan af Adam og
Evu í Edensgarði. Í upphafi sög-
unnar eru persónurnar börn, en í óp-
erunni eru þau unglingar í upphafi.
Þau uppgötva kynferði sitt og lang-
anir. En óði maðurinn í garðinum –
hver veit hvort hann hefur nokkurn
tíma verið til, eða hvort hann er fant-
asían í þeirra hugarheimi.“
Unga fólkið, Stella og Marselíus
horfast í augu við leyndardóma lífs-
ins og ástina á sama tíma og þau feta
sig eftir drungalegum og um leið
heillandi garði brjálæðingsins. „Sag-
an er ákaflega ljóðræn og það er tón-
listin mín líka, og sennilega valdi ég
söguna þess vegna.“
Sagan er sögð á þrjá vegu sam-
tímis; í tónlistinni, í leiklistinni og í
dansi. „Þessi þrískipting var mér
mikilvæg. Allt sem hefði flokkast
sem resitatív eða söngles í hefð-
bundinni óperu er lesið af leikurum í
verkinu mínu. Þeir eru manneskjur
af holdi og blóði og mikilvægar í
framvindunni. Arían er sá staður í
óperunni þar sem framvindan stöðv-
ast og persónurnar tjá ákveðna
stemningu. Ég nýti aríuna til að
túlka innri raddir persónanna og til-
finningar. Dansinn er svo hugar-
heimur þeirra og fantasían. Persón-
urnar tala mikið um það að fljúga og
fljúga á vit drauma sinna. Í handriti
óperunnar tek ég einungis fram í
hvaða ákveðnu atriðum ég vil hafa
dansarana, dansahöfundurinn ræður
því svo hvað hann gerir annars og í
uppfærslunni hér er meiri dans en í
frumuppfærslunni.“
Þjóðirnar sameinast á sviðinu
Það er Lára Stefánsdóttir sem
semur dansana við sýningu Listahá-
tíðar, en Frank Fannar Pedersen og
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
dansa. Leikararnir eru færeyskir,
þau Gunnvá Zachariasen og Hans
Tórgarð. Eyjólfur Eyjólfsson, Þóra
Einarsdóttir og Bjarni Thor Krist-
insson syngja, færeyska kamm-
ersveitin Aldubáran leikur og Bern-
harður Wilkinson stjórnar, en
leikstjóri er Ria Tórgarð.
Ljóðræna í Edensgarði
Færeyska óperan Í óðamansgarði eftir Sunleif Rasmussen frumsýnd í kvöld
Fyrsta óperan sem Færeyingar eignast Sótt í færeyskan og forngrískan arf
Morgunblaðið/Eggert
Frændur Söngur, dans og leikur, þar sem þjóðirnar sameinast á sviði.
urmundsson um tímann, ástina og
dauðann í ljóðum Stefáns Harðar
Grímssonar, Soffía Auður Birgisdóttir
fjallar um sjálfsæviskrif Einars Braga
og Fjölnir Torfason talar um ættir og
uppruna hans.
„Einar Bragi var nátengdur Suð-
ursveit. Hann var skyldur Suðursveit-
ungum, var hér á sumrin sem ungling-
ur og taldi Suðursveit vera sína aðra
heimahaga, ásamt Eskifirði þar sem
hann fæddist og ólst upp,“ segir Soffia
Auður en hún veitir Þórbergssetri for-
stöðu. Setrið stendur fyrir málþinginu,
ásamt Rithöfundasambandinu en það
eignaðist fyrir skömmu húsið Slétta-
MÁLÞING um skáldið Einar Braga
(1921 - 2005) og atómskáldin er haldið
í Þórbergssetri í Suðursveit í dag og á
morgun. Fjallað verður um ritstörf
Einars Braga sem og fleiri at-
ómskálda út frá ýmsum sjón-
arhornum.
Meðal fyrirlesara eru Pétur Gunn-
arsson, Svavar Steinarr Guðmunds-
son, Eysteinn Þorvaldsson, sem
fjallar um ljóð Einars Braga, Að-
alsteinn Ásberg Sigurðsson, sem
fjallar um ljóðaþýðingar hans, og Jór-
unn Sigurðardóttir, sem fjallar um
Einar Braga og samískar bók-
menntir. Þá fjallar Guðbjörn Sig-
leiti sem er skammt frá Hala.
„Frænka Einars Braga gaf húsið í
minningu foreldra sinna og Einars
Braga, til að heiðra minningu hans.
Þar geta rithöfundar nú dvalist og
fengið góðan vinnufrið,“ segir Soffía
Auður.
Áhrif á íslenskar bókmenntir
Hún segir dagskrá málþingsins fjöl-
breytilega. „Enda höfundarferill hans
afar fjölbreytilegur. Menn þekkja
Einar Braga kannski fyrst og fremst
sem ljóðskáld, einn af módernistunum,
atómskáldunum, en hann skrifaði líka
héraðssögur, endurminningar og var
geysilega ötull þýðandi. Hann þýddi
Strindberg og Ibsen, fyrir utan að
hann þýddi mjög mikið af erlendum
ljóðum. Mörg yngri skáld hafa talað
um að þau hafi fengið aukinn áhuga á
ljóðlist við að lesa þýðingar Einars
Braga. Hann kom víða við á sínum
ferli, var um tíma ritstjóri tímaritsins
Birtings og hefur haft mikil áhrif á ís-
lenskar bókmenntir.“ efi@mbl.is
„Nátengdur Suðursveit“
Einar Bragi Málþing helgað verkum
hans er haldið í Þórbergssetri.
Málþing um Einar Braga og atómskáldin í Þórbergssetri
Í HNOTSKURN
» Tveggja daga málþing umEinar Braga og atóm-
skáldin hefst á Þórbergssetri í
Suðursveit í dag.
» Fluttir verða fjölbreyti-legir fyrirlestrar um lífs-
starf Einars Braga, út frá
ýmsum sjónarhornum.
„Verkið er eins og listin er, síbreytilegt,“ segir Bernharður Wilkinson
hljómsveitarstjóri, en hann stjórnaði einnig frumuppfærslu verksins í
Færeyjum fyrir þremur árum. Hann kveðst þekkja Sunleif vel og segir að
óperan Í óðamansgarði sverji sig í ætt við önnur verk tónskáldsins. Ég er
ekki frá því að ef ég heyrði nýtt verk eftir hann, myndi ég þekkja það sem
hans höfundarverk. Hann sækir innblástur í færeyska náttúru og menn-
ingu og rödd hans í tónlistinni er persónuleg og sterk.“
Sækir innblástur í færeyska náttúru
Tónskáldið Sunleif Rasmussen
sótti í safn Williams Heinesens.
Það sem við erum
að gera fer kannski
svolítið framhjá þessari
spurningu, hvort þetta sé
klassík eða popp... 36
»