Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ekki gleyma
Forystugreinar: Verk að vinna |
Stöðugleikinn er brýnastur
Pistill: Getum hundsað mótmæli
Kínverja
Ljósvaki: Hrafna hver?
Már sterkur í stól seðlabankastjóra
Saga færði lán til afskriftar
Mesti samdráttur í Japan
Bakkavör minnkar skuldir
VIÐSKIPTI»
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-.,
*/,-.,
**0-1*
+1-12/
*/-,2*
*2-323
**3-*+
*-1+/,
*/.-*+
*,.-00
4 564 +0# 7 +00/
*+,-,,
*/,-/3
**0-21
+1-.1,
*/-8*/
*2-2*.
**3-..
*-1112
*/.-,0
*,.-./
++2-,*.,
&9:
*+8-0,
*/8-.1
**0-/3
+1-303
*/-8,,
*2-221
**3-,2
*-11,3
*/3-+8
*,.-/8
Heitast 15 °C | Kaldast 8 °C
Hæg breytileg átt og
skýjað A-lands, annars
víða léttskýjað, líkur á
stöku síðdegisskúrum
sunnan til. Hiti 8 til 15. » 10
Kór Fjölbrautaskóla
Suðurlands flytur
lög Gunnars Þórðar-
sonar á tónleikum í
Iðu á Selfossi
í kvöld. »37
TÓNLIST»
Frumlegur
snillingur
SJÓNVARP»
Popppunktur fer aftur í
gang í júní. »36
Ásgeir H. Ingólfs-
son, sem staddur er í
Cannes, segir að
nýjasta mynd
Quentins Tarantinos
komi á óvart. »40
KVIKMYNDIR»
Tarantino
kom á óvart
TÓNLIST»
Jóhanna Guðrún slær
Egóið ekki út. »38
FÓLK»
Beyonce Knowles kaupir
sér of lítil föt. »39
Menning
VEÐUR»
1. Brá að heyra í syninum
2. Munnmök engin fyrirstaða
3. Bjargaði lífi ... með borvél
4. Rannsaka óeðlilegar millifærslur
Íslenska krónan veiktist um 1,31%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VEIÐIMAÐUR lenti í óvæntum átökum við him-
brima á Hlíðarvatni í Selvogi síðastliðinn mánu-
dag. Hann var að veiða Skollapollana austan meg-
in í Botnavíkinni þar sem eru gjöfulir veiðistaðir.
Tveir himbrimar syntu í grenndinni og lífið var
yndislegt.
Þá tók fiskur fluguna, einkrækju númer 14 á 4,5
punda taumi, og bjó veiðimaðurinn sig undir að
draga aflann. Skyndilega þyngdist heldur betur
átakið.
„Ég áttaði mig ekki á því fyrst að fuglinn var
með bleikjuna. Ég hélt að þetta væri lax eða eitt-
hvað svoleiðis, en þetta var bara pundari,“ sagði
veiðimaðurinn. Annar himbriminn hafði ráðist á
fiskinn, tekið hann þversum í gogginn og var rok-
inn af stað með fenginn. „Hann húrraði öllu út af
hjólinu þegar hann fór með hana fyrst. Það var
bara komið á tamp! Tveir til þrír snúningar eftir.
Ég dró þetta inn og hann kom alltaf á eftir.“
Himbriminn missti takið en réðst aftur að
bleikjunni og voru hvorki veiðimaðurinn né fugl-
inn á því að gefa sitt eftir. Veiðimaðurinn sagði að
himbriminn hefði verið gríðarlega aðgangsharður.
„Hann gerði fjórar atlögur að bleikjunni. Ég
náði henni alltaf frá honum aftur þangað til í rest-
ina. Þá var hann bara tvær stangarlengdir frá
mér og náði bleikjunni. Hann vann!“
Veiðimaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns
getið, kvaðst aldrei hafa lent í neinu viðlíka áður.
En víst er að viðureignin, sem stóð í einar fimm
mínútur, verður honum mjög eftirminnileg.
Himbriminn vann!
Stangaveiðimaður og himbrimi tókust á um bleikju í Hlíðarvatni á dögunum
Eftir endurteknar atlögur og mikil átök náði himbriminn bleikjunni
Morgunblaðið/Einar Falur
Hlíðarvatn Horft er í átt að Skollapollum þar
sem veiðimaður og himbrimi tókust á um bleikju.
Í HNOTSKURN
»Himbriminn er stór norður-amerískurfugl og verpir hvergi í Evrópu nema á
Íslandi. Þeir halda sig mikið á stórum vötn-
um og þykja árásargjarnir og heimaríkir.
»Hlíðarvatn er yfir 3,3 km2 stórt stöðu-vatn í Selvogi. Það þykir mjög gjöfult
en aðallega veiðist þar bleikja, bæði sjó-
bleikja og vatnableikja. Þar er veitt á 14
stangir á vegum nokkurra stangaveiði-
félaga. Mikil ásókn er í veiðileyfin.
NÍU af þeim
þingmönnum
sem leituðu eftir
endurkjöri í vor
náðu ekki inn á
Alþingi. Aðeins
einn þeirra, Karl
V. Matthíasson,
gengur að föstu
starfi sem prest-
ur á sviði áfengis- og vímuvarn-
armála.
Hinir átta eru að líta í kringum
sig eftir vinnu og hjá sumum
þeirra munu málin skýrast fljót-
lega.
Morgunblaðið sló á þráðinn til
þingmannanna í gær og kom þá í
ljós að flestir þeirra hafa nýtt góða
veðrið síðustu daga til þess að
sinna ýmsum viðhaldsverkefnum
heima fyrir. Hjá sumum höfðu
þessi verk dregist vegna anna við
þingstörfin. Þá eiga nokkrir þing-
menn ólokið verkefnum sem tengj-
ast þingmennskunni.
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var
að taka til heima hjá sér á Selfossi.
Þar fór allt úr skorðum í Suður-
landsskjálftanum í fyrra og margt
sem enn var eftir að laga. | 12
Þingmenn
komnir í
viðhaldið
Aðeins einn af níu
kominn með starf
EKKERT skal fullyrt um það hvort Elvis heitinn Pres-
ley var góður í raungreinum og heldur ekki hvort góðir
söngvarar leynast í 4. bekk X – eðlisfræðideild –
Menntaskólans á Akureyri. Nemendur bekkjarins voru
engu að síður í hlutverki kóngsins frá Memphis í gær á
Dimission þegar stúdentsefnin kvöddu kennara sína á
síðasta degi fyrir upplestrarfrí. Enn er haldið í þann
gamla sið að brautskrá stúdenta frá MA þjóðhátíð-
ardaginn, 17. júní. Þá setja stúdentar jafnan skemmti-
legan svip á bæjarlífið og sú var einnig raunin í gær.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Elvis á götum Akureyrar
Skoðanir
fólksins
’Óhófleg áfengisneysla veldur mis-miklum skemmdum á heilanum,allt frá vægum viðsnúanlegum breyt-ingum í verulega rýrnun og skemmdirá taugavefnum. Einkennin geta að
sama skapi verið allt frá vægum starf-
rænum truflunum í elliglöp á lokastigi.
» 24
ÞÓRARINN TYRFINGSSON
’Útbreiðslusvæði tegunda stækkaog minnka eftir því sem umhverf-ið breytist og tækifæri opnast oglokast. Fjölmargar tegundir lífverahafa numið land á Íslandi á umliðnum
áratugum, af eigin rammleik og fyrir
tilstuðlan manna, og nokkrar tegundir
hafa yfirgefið landið. Flestar aðfluttar
lífverur falla tiltölulega átakalaust að
lífríki landsins og verða smám saman
eðlilegur hluti af því. » 26
SNORRI BALDURSSON
’Ungt fólk sem fetar sig til sjálf-stæðis þarf á von að halda. Ást-fangið fólk þarf á von að halda. Öllhjónabönd þurfa á von að halda. Upp-alendur þurfa á von að halda. Sjúkir
þurfa á von að halda og syrgjendur
þurfa á von að halda. Og þannig mætti
lengi halda áfram. Ef við töpum von-
inni er fátt eftir. » 26
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON
’Útgerðarmenn, sem fengu fría út-hlutun á kvóta, gerðu aflaheimild-ina að leigu- og söluvöru til að afla sérvasapeninga á kostnað annarra út-gerðarmanna. Nú vill ríkisstjórnin
banna þetta peningaplokk, sem löngu
er tímabært. » 25
GUÐVARÐUR JÓNSSON