Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VELFERÐARSJÓÐUR barna ætlar að styrkja skipuleggjendur sumarnámskeiða fyrir börn með myndarlegum fjárframlögum þannig að þátttaka verði miklu ódýrara fyrir börnin. „Markmiðið er að öll börn, óháð efnahag, geti skemmt sér í sumar. Verkefnið heitir Sum- argleði til þess að börnin geti verið glöð og kát í sumar, hvernig svo sem fjárhagur foreldra þeirra er,“ segir Þórey Edda Elísdóttir stang- arstökkvari sem stýrir verkefninu. Að sögn Þóreyjar Eddu hefur verkefnið ver- ið kynnt öllum sveitarfélögum og öðrum sem hugsanlega halda sumarnámskeið fyrir börn. ,,Við gerum hins vegar ákveðnar kröfur. Sjóð- urinn er tilbúinn að greiða niður gjöld að stórum hluta ef um heilsdagsnámskeið er að ræða í eina eða tvær vikur, ef boðið er upp á holla máltíð á námskeiðinu og ef námskeiðið er fjölbreytt með fræðandi ívafi og því stjórnað af fullorðnum.“ Hjálparstarf kirkjunnar veitir með aðstoð Velferðarsjóðs barna styrki til barnafjöl- skyldna úti á landi og eru styrkirnir kallaðir sumargjafir. Börnin geta valið sér dvöl í sum- arbúðum eða annað sem hentar þeim betur. Börn hafa til dæmis valið reiðnámskeið eða reiðhjól. Mæðrastyrksnefnd mun úthluta sumar- styrkjum með aðstoð Velferðarsjóðs barna til barnafjölskyldna í Reykjavík og fá börnin viku- dvöl í sumarbúðum. ingibjorg@mbl.is Greiða niður sumarnámskeið  Með styrkjum frá Velferðarsjóði barna geta skipuleggjendur sumarnámskeiða fyrir börn boðið lægri þátttökugjöld  Börnin eiga að vera glöð og kát, hvernig svo sem fjárhagur foreldranna er Í HNOTSKURN »Velferðarsjóður barnavar stofnaður árið 2000 af Íslenskri erfðagreiningu og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. »Stofnfjármagnið, rúmurhálfur milljarður, kom frá Íslenskri erfðagreiningu. »Markmið sjóðsins er aðhlúa að velferð og hags- munamálum barna á Íslandi. »Markmiðinu skal náð meðbeinum fjárframlögum og styrkjum. »Sérstakt fagráð kemurm.a. með tillögur um út- hlutun styrkja. Morgunblaðið/hag Á sumarnámskeiði Með lágu þátttökugjaldi gefst fleirum kostur á að sækja námskeið. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is GERT er ráð fyrir því að tæplega helmingi byggðakvótans svokall- aða verði úthlutað til byggðarlaga í sumar en rúmlega helmingur fari til strandveiða auk áður ákveðins viðbótarkvóta. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um strand- veiðar var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna síðdegis í gær og verður væntanlega lagt fram á Alþingi einhvern næstu daga. Tíminn er naumur því kynnt hafa verið áform um að strand- veiðar samkvæmt nýjum kvóta- flokki hefjist 1. júní. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir því í frumvarpsdrög- unum að lögin gildi aðeins í sumar. Verði þetta fyrirkomulag til reynslu og gildi ekki til frambúðar nema um það verði tekin ný ákvörðun. Steingrímur J. Sigfússon, þáver- andi sjávarútvegsráðherra, kynnti fyrir kosningar áform um að leggja af byggðakvótann og taka í staðinn upp strandveiðar á litlum handfærabátum í sumar. Jafn- framt boðaði hann aukningu um 2.500 tonn. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við niðurfellingu byggðakvótans, meðal annars í Vesturbyggð þar sem hann er mikilvæg undirstaða atvinnu á Bíldudal. Samkvæmt nýju útfærslunni haldast 45% af byggðakvótanum, eða um 2.700 tonn, og verður skipt á svipaðan hátt og verið hefur. 55% kvótans fara í strandveiðarn- ar, tæp 3.400 tonn, og að auki við- bótin þannig að hátt í sex þúsund tonn verða til úthlutunar til svo- kallaðra strandveiða. Byggðakvóti áfram TVÖ þúsund fermetra fiskeldisbygging á Lambanesreykjum í Fljótum í Skagafirði er stór- skemmd eftir að eldur kom þar upp í gær og tug- ir þúsunda bleikjuseiða drápust. Brunavarnir Skagafjarðar fengu tilkynningu um að eldur væri í útihúsum í Fljótum rétt eftir klukkan tólf í gær. Slökkviliðsmenn voru sendir af stað frá Hofsósi og Sauðárkróki. Vernharður Guðnason, slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki, segir að skömmu síðar hafi komið í ljós að eldurinn var í fiskeldisstöð og talið hugsanlegt að menn væru þar inni. Var þá allt lið Brunavarna kallað út og óskað eftir aðstoð Brunavarna Fjalla- byggðar á Siglufirði, voru það alls um 35 menn. Menn sem höfðu verið að vinna í stöðinni í gærmorgun voru ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp og var hún því mannlaus. Mikill eldur var í suðurhluta byggingarinnar þegar slökkvi- liðið kom á vettvang og reykur um allt. Það tók hálfan annan tíma að slökkva mesta eldinn en slökkviliðið var á staðnum fram á kvöld. Í húsinu voru hættuleg efni sem notuð eru við eldið en engin slys urðu á fólki. Lögreglan rannsakar upptök eldsins. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Seiðin drápust og hús fóru illa í eldsvoða í Fljótum DALAI Lama, andlegur leið- togi Tíbeta og friðarverðlauna- hafi Nóbels, mun líklega heim- sækja Alþingi meðan á dvöl hans hér á landi stendur. „Það kom fyr- irspurn frá þeim sem skipuleggja heimsókn Dalai Lama hingað hvort það væri hugsanlegt að hann gæti hitt utanríkismálanefnd,“ segir Árni Þór Sigurðsson alþing- ismaður sem kynnti málið fyrir nefndinni í gær. „Ég get ekki sagt að það verði formlegur fundur en hins vegar er líklegt að hann muni heimsækja þingið eða skoða og þá hugsanlega hitta einhverja fulltrúa úr utanrík- ismálanefnd eða aðra þingmenn til skrafs og ráðagerða,“ segir Árni. Hann segir að það geti vel verið að Kínverjar mótmæli þessu. „En Kínverjar stjórna því auð- vitað ekki hverja íslenskir alþing- ismenn hitta og hverja ekki. Við lítum svo á að hann sé fyrst og fremst trúarleiðtogi og nóbels- verðlaunahafi.“ ingibjorg@mbl.is Dalai Lama til Alþingis Heimsóknin rædd í utanríkismálanefnd Dalai Lama Meiri þægindi og aukið geymsluþol Nú er MS rjóminn í ½ l umbúðum með tappa. 12 daga geymslu - þol H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 – 0 4 8 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.