Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
HUGTAKIÐ líf-
fræðileg fjölbreytni
er fremur snúið
tæknilegt hugtak sem
erfiðlega hefur gengið
að innleiða í almenna
umræðu. Það nær
ekki einungis yfir
fjölda lífverutegunda
á tilteknu svæði held-
ur einnig erfðabreyti-
leika meðal ein-
staklinga og stofna og
fjölbreytileika lífverusamfélaga og
vistkerfa; þar með talin plöntu-
yrki, nytjastofnar og landbún-
aðarkerfi. Líffræðileg fjölbreytni
spannar með öðrum orðum öll
birtingarform og skipulagsstig lífs
á jörðinni. Áhersla er á breytileika
vegna þess að hann er hráefni að-
lögunar og þróunar lífvera og
samfélaga í óstöðugu umhverfi.
Ísland undirritaði Samninginn
um líffræðilega fjölbreytni í Rio
de Janeiro árið1992 og Alþingi
samþykkti hann tveimur árum síð-
ar. Aðildarþjóðir eru nú 191.
Samningurinn fjallar um vernd og
sjálfbæra nýtingu lífríkis jarð-
arinnar og sanngjarna skiptingu
arðs sem hlýst af nýtingu lifandi
auðlinda. Samningurinn var gerð-
ur til þess að sporna við ógnvekj-
andi rýrnun líffræðilegrar fjöl-
breytni af öllu tagi. Helstu orsakir
rýrnunarinnar eru rányrkja, eyð-
ing upprunalegra búsvæða, breyt-
ingar í landbúnaði og landnýtingu,
loftslagsbreytingar, mengun og
ágengar framandi tegundir. Sam-
kvæmt samningnum (grein 8h)
skal hver aðildarþjóð hindra inn-
flutning, hafa stjórn á og útrýma
ágengum framandi tegundum sem
ógna upprunalegu lífríki.
Útbreiðslusvæði tegunda
stækka og minnka eftir því sem
umhverfið breytist og tækifæri
opnast og lokast. Fjölmargar teg-
undir lífvera hafa numið land á Ís-
landi á umliðnum áratugum, af
eigin rammleik og
fyrir tilstuðlan
manna, og nokkrar
tegundir hafa yfirgef-
ið landið. Flestar að-
fluttar lífverur falla
tiltölulega átakalaust
að lífríki landsins og
verða smám saman
eðlilegur hluti af því,
þótt þær séu ef til vill
ekki allar jafn kær-
komnar. Sem dæmi
má nefna akurarfa,
engjamunablóm,
brandönd, glókoll og holugeitung.
Aðrar verða ágengar, þ.e. breiðast
hratt út og ryðja úr vegi eða
breyta með afgerandi hætti þeim
lífverum og samfélögum sem fyrir
eru. Ágeng tegund getur verið
mörg ár eða áratugi að hreiðra um
sig áður en skyndileg sprenging
verður í útbreiðslu hennar, stund-
um líkt við líffræðilega innrás.
Ágengar tegundir í villtri náttúru
eru sambærilegar við illgresi,
dýraplágur og sjúkdómsfaraldra í
manngerðum vistkerfum.
Höfundur þessarar greinar sat
nýlega fund evrópskra sérfræð-
inga um ágengar framandi teg-
undir. Þar kom m.a. fram að áætl-
aður kostnaður vegna þeirra í
Evrópu einni er um 14 milljarðar
evra (illgresi og dýraplágur með-
taldar). Innan ESB er nú rætt um
nauðsyn bindandi tilskipunar um
þessa plágu. Fyrir Bandaríkja-
þingi liggur frumvarp til laga sem
hefur það að markmiði að hindra
frekari innflutning og landnám
ágengra framandi tegunda. Þar er
talið að tjón vegna sebraskelj-
arinnar einnar, sem barst í vötnin
miklu frá Kaspíahafi fyrir um 20
árum, nemi um fimm milljörðum
dala árlega, sbr. grein í The Eco-
nomist, 4. maí sl. Þetta sýnir í
hnotskurn umfang vandans.
Dæmi um ágengar framandi
tegundir í villtri og hálfvilltri nátt-
úru hér á landi eru meðal annarra
minkur sem valdið hefur usla í
fuglalífi landsins og ríkissjóði
miklum útgjöldum, lúpína sem
víða breiðir sig yfir náttúruleg
gróðurlendi, skógarkerfill sem
leggur undir sig gömul ræktarlönd
og mosinn hæruburst sem breiðist
hratt út á háhitasvæðum og kæfir
upprunalegan mosagróður. Teg-
undir sem numið hafa land til-
tölulega nýlega og eru líklegar til
vandræða, verði ekki gripið til rót-
tækra aðgerða strax, eru meðal
annarra spánarsnigill, tröllahvönn
og kanína sem allar hafa valdið
miklu tjóni víða um heim. Líklegt
er að hlýnandi loftslag leysi úr
læðingi margar plöntutegundir
sem hingað til hafa ekki þrifist
nema í manngerðu umhverfi.
Nokkrir talsmenn ræktenda
hafa markvisst reynt að afflytja
umræðu um ágengar framandi
tegundir. Þeir aðhyllast það sjón-
armið að allar lífverur sem geta
þrifist hér á landi séu velkomnar
og ganga sumir svo langt að kalla
það fólk „tegundarasista“ (sbr.
kynþáttahatara) sem talar á móti
óheftri notkun og útbreiðslu
ágengra framandi tegunda, svo
sem lúpínu. Þetta er auðvitað frá-
leitt því fæstir hafa nokkuð á móti
landnemategundum sem falla vel
að því lífríki og landslagi sem fyr-
ir er. Stjórnvöld hafa þó fyrir vik-
ið verið tvístígandi í þessum mál-
um og ekki enn áttað sig á því að
það er heilbrigt og eðlilegt að
sporna gegn innflutningi og út-
breiðslu ágengra tegunda rétt.
Líffræðileg fjölbreytni og
ágengar framandi tegundir
Eftir Snorra
Baldursson » Fjölmargar tegundir
lífvera hafa numið
land á Íslandi á umliðn-
um áratugum, af eigin
rammleik og fyrir til-
stuðlan manna, og
nokkrar tegundir hafa
yfirgefið landið.
Snorri Baldursson
Höfundur er líffræðingur.
Til að komast af í
þessum heimi þurfum
við á von að halda.
Því ekkert gerist án
vonar. Hún er drif-
kraftur lífsins. Án
hennar getum við
bara pakkað saman
og gleymt þessu.
Þegar við förum að
heiman vonumst við
til að skila okkur aft-
ur heim, ekki satt?
Þegar við förum að sofa á kvöldin
vonumst við til að vakna aftur
morgunin eftir. Þegar síminn
hringir og við svörum megum við
eiga von á að heyra rödd í síman-
um. Þegar við leggjum fé í banka
vonumst við til að ávaxta það og
geta síðan tekið það út aftur, þótt
margir hafi vissulega orðið fyrir
miklum vonbrigðum á því sviði á
undanförnum mánuðum. Þegar við
kaupum hús vonumst við að sjálf-
sögðu til þess að það haldi vatni
og vindum. Þegar við kaupum bíl
vonumst við til þess að hann komi
okkur á milli staða án þess að bila.
Þegar klukkan er eitt megum við
eiga von á því að hún verði tvö
eftir sextíu mínútur. Þannig von-
um við að tíminn haldi áfram og
að við séum ekki stöðugt að upp-
lifa okkar síðasta.
En ekkert af ofantöldu er fyr-
irfram öruggt. Og þannig getur
vonin sannarlega brugðist okkur.
Þannig togast vonin í lífi okkar
stöðugt á við kvíðann. Samt höld-
um við af stað út í
daginn í góðri trú og í
von um að allt fari nú
vel.
Vonin vekur
bjartsýni og eykur
þrek og þor
Vonin vekur bjart-
sýni og eykur þrek og
þor en kvíðinn dregur
úr okkur og vekur
ótta. Öll þurfum við á
von að halda, annars
komumst við ekki af.
Barn sem leikur sér
þarf á von að halda. Ungt fólk
sem fetar sig til sjálfstæðis þarf á
von að halda. Ástfangið fólk þarf á
von að halda. Öll hjónabönd þurfa
á von að halda. Uppalendur þurfa
á von að halda. Sjúkir þurfa á von
að halda og syrgjendur þurfa á
von að halda. Og þannig mætti
lengi halda áfram. Ef við töpum
voninni er fátt eftir. Vonin umlyk-
ur okkur á bak og brjóst, er allt í
kringum okkur. En hún er spurn-
ing um hugarfar, spurning um val,
lífsafstöðu. Tækifærin eru allt í
kringum okkur. En stundum
sjáum við ekki ljósið sem umlykur
okkur fyrr en myrkrið skellur á.
Enginn vonar það sem hann sér,
getur þreifað á eða veit fyrir víst.
Því að það eru staðreyndir, eitt-
hvað sem liggur fyrir og þarf ekki
að deila um. Trúin er hinsvegar
fullvissa um það sem menn vona,
sannfæring um þá hluti sem eigi
er auðið að sjá.
Höldum því fast í trúna og höf-
und hennar og fullkomnara svo við
missum ekki vonina og þar að leið-
andi ekki sjónar á lífinu. Leyfum
voninni að lýsa okkur fram veginn
og vera okkur leiðarljós til fram-
tíðar.
Trú, von og
kærleikur
Gleymum ekki að það er aðeins
þrennt sem virkar sem varanlegur
drifkraftur í þessum heimi. Það
eru trúin, vonin og kærleikurinn.
Og þeirra er reyndar kærleikurinn
mestur.
Keppum því að því að vera kær-
leiksríkir vonarneistar í umhverfi
okkar sem láta stjórnast af ávöxt-
um kærleikans, samstöðu, upp-
örvun og jákvæðni, auðmýkt, gjaf-
mildi og þakklæti.
Og hverju ætli við höfum svo á
því að tapa að fela Guði framtíð
okkar og líf, í von um að hann
muni vel fyrir sjá?
Í Guðs friði.
Höldum í vonina
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Vonin vekur bjart-
sýni og eykur þrek
og þor en kvíðinn dreg-
ur úr okkur og vekur
ótta. Trúin, vonin og
kærleikurinn eru þeir
drifkraftar sem virka
best.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.