Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
F
járöflunardagur fyrir barnaheimili
nunnunnar Victo í Afríkuríkinu
Tógó verður haldinn á Jacobsen í
Austurstræti á laugardaginn.
Victo kom hingað til lands á veg-
um Soleyogfelagar.is, sem stendur einnig fyrir
dagskránni um helgina. Markmiðið með fjár-
öflunardeginum er að safna fyrir nýju húsi
handa börnunum en núverandi húsakynni eru
bágborin. Sóley & félagar vonast einnig til að
fá fleiri styrktaraðila til liðs við sig. Uppihald
fyrir eitt barn er 6.000 krónur á mánuði og
nægir það fyrir fæði, klæði, skólagjöldum og
lækniskostnaði. Einnig er hægt að styrkja
barn að hluta eða gefa frjálst framlag. Á með-
an börnin njóta ekki fullrar framfærslu fram-
fleytir Victo þeim með þeim ráðum sem hún
hefur, eins og ræktun matvæla en einnig koma
til matargjafir og einstaka peningagjafir.
Eins og hjá fjölskyldu
Börnin sem eru hjá Victo eru frá því að vera
nýfædd til tvítugs. Hún leggur áherslu á það
að hlúa vel að einstaklingnum. „Börn á skóla-
aldri sækja skóla. Það er reglulega skipt á
bleyjum á litlu börnunum og leikið við þau svo
þau fái næga örvun og hlýju. Ég vil hafa þetta
eins og venjulegt heimili. Við eldum mat þegar
krakkarnir koma heim úr skólanum, pössum
að allir geri heimaverkefnin og svo leikum við
okkur líka. Þetta er heimili þeirra, ég vil að
þeim líði eins og hjá foreldrum,“ útskýrir syst-
ir Victorien eða Victo, eins og hún er alltaf
kölluð.
Victo fæddist fyrir rúmum fimmtíu árum í
höfuðborginni Lomé, dóttir lestarstöðv-
arstjóra og næst elst í sex systkina hópi. Victo
vissi strax í æsku að hún ætlaði að starfa meðal
hinna munaðarlausu og fátæku. Upphafið var
þegar Victo tók að sér stúlku að nafni Antoi-
nette þegar móðirin lést við barnsburð. Lengi
vel var þessi stúlka eina barnið í umsjá hennar
en það breyttist þegar Victo flutti fyrir um tíu
árum til Aneho til að kenna við barnaskólann.
Hún tók þá að sér nokkur stúlkubörn en núna
eru börnin í hennar umsjá um áttatíu talsins.
Þau búa ásamt Victo og fjórum öðrum nunnum
í hrörlegri kennaraálmu sem tilheyrir skóla í
bænum. Húsnæðið er því ekki sérstaklega
byggt sem barnaheimili og húsakosturinn er
þröngur. Margir deila herbergi og sem dæmi
sofa átta börn í herberginu hjá Victo sjálfri.
Victo leggur höfuðáherslu á örvun og ástúð í
samskiptum sínum við börnin, sem fá að dvelja
hjá henni þar til þau geta bjargað sér sjálf í
samfélaginu. „Tilgangurinn er að gera börnin
tilbúin til að takast á við lífið og tilveruna og
bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir hún og bætir
við að áríðandi sé að fá nýja húsnæðið og einn-
ig vanti pening fyrir mat.
Börnin eru köllun hennar
„Ég hef aldrei getað horft á börn þjást.
Þetta er köllun mín,“ segir Victo aðspurð um
af hverju hún hafi farið af stað með starfsem-
ina. „Það verður einhver að hugsa um þessi
börn, þau eru skilin eftir og það er enginn ann-
ar til staðar fyrir þau. Eiga þau bara að
deyja?“
Mæður barnanna á heimilinu eru í sumum
tilvikum andlega fatlaðar eða í eiturlyfjum,
önnur börn eru munaðarlaus eða foreldrarnir
hafa þurft að láta þau frá sér vegna fátæktar.
Oft eru feðurnir ekki inni í myndinni og al-
næmi hefur líka valdið skaða í landinu og ein-
hver barnanna eru smituð af HIV-veirunni.
„Ég vil þakka Íslendingum fyrir að taka á
móti mér og leyfa mér að sjá hvernig þið lifið
og vinnið,“ segir hún og leggur áherslu á að
hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún
finni þrátt fyrir ástandið í íslenskum efnahags-
málum. „Það kemur virkilega við hjartað á
mér,“ segir nunnan sem vonar að samstarf Ís-
lands og Tógó eigi aðeins eftir að eflast.
„Það hefur verið tekið sérstaklega vel á móti
mér hvar sem ég hef komið,“ segir Victo en
hún heimsótti m.a. leikskóla og skóla meðan á
Íslandsdvölinni stóð. Hún sá líka eitthvað af
landinu, þar á meðal Gullfoss og Geysi og veitti
íslensku fjöllunum einnig sérstaka athygli.
„Það er svo merkilegt að sjá að það er vatn
hérna út um allt! Í bænum sem ég bý er vatn af
skornum skammti en hér er það allsstaðar.“
Tónleikar á laugardaginn
Fjáröflunardagurinn verður eins og fyrr
segir á laugardaginn. Dagskráin er tvískipt. Á
milli 12 og 18 verður fjölbreytt dagskrá þar
sem söngkonan Ellen Kristjánsdóttur og dæt-
ur hennar verða áberandi en einnig verður
hægt að fræðast um Tógó og starfsemina.
Ókeypis er inn og allir velkomnir. Kl. 22 verð-
ur skipt um gír en þá hefjast styrktartónleikar
þar sem fram koma Mammút, Sykur, DJ Ya-
maho og Karíus og Baktus. Aðgangseyrir er
1.500 kr. Allir sem koma að tónleikunum gefa
vinnuna og rennur ágóðinn til Victo og starf-
semi hennar.
Áhersla á örvun og ástúð
Systir Victo frá Tógó gleymir
ekki sínum minnsta bróður en
með aðstoð Íslendinga langar
hana að byggja barnaheimili og
verður haldin fjáröflun á
Jacobsen á laugardaginn.
Morgunblaðið/Eggert
Í faðmi íslenskrar fjölskyldu Elín Ey, Elísabet Eyþórsdóttir, Victo, Sigríður Eyþórsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir.
TÓGÓ er lítið land, aðeins stærra en Danmörk
og með lítið eitt fleiri íbúa en þar búa ríflega
sex milljónir manna. Tógó liggur á milli Benín
og Ghana í Vestur-Afríku. Sjávarhéruð Benín,
Tógó og austurhluta Ghana gengu undir nafn-
inu Þrælaströndin meðan þrælaverslunin í
Vestur-Afríku stóð sem hæst, frá sautjándu og
fram eftir nítjándu öld. Til þessa svæðis geta
flestir svartir íbúar Norður-, Mið- og Suður-
Ameríku rakið ættir sínar.
Tógó varð nýlenda Þjóðverja seint á
nítjándu öld. Við lok fyrri heimsstyrjaldar var
Tógó sett undir Þjóðabandalagið og skiptu
Frakkar og Bretar með sér umsjón landsins.
Svo fór að Bretar felldu sinn hluta undir Gull-
ströndina, nýlendu sína sem seinna var kölluð
Ghana. Frakkar gerðu þá umsjónarsvæði sitt
að sinni nýlendu en Tógó fékk sjálfstæði árið
1960.
Landið hennar Victo
Systir Victo Nunnan sem leggur þeim
sem minna mega sín lið.
Bónus
Gildir 21. - 24. maí verð nú áður mælie. verð
Myllu heimilisbrauð, 375 g ................... 98 135 261 kr. kg
ÍF frosinn heill kjúklingur ....................... 450 598 450 kr. kg
Kjörfugl ferskur heill kjúklingur .............. 498 598 498 kr. kg
Kjörfugl ferskar kjúklingabringur ............ 1.498 1898 1.498 kr. kg
GV ferskar grísakódilettur ...................... 798 898 798 kr. kg
GV ferskar grísalundir ........................... 1.298 1.498 1.298 kr. kg
GV ferskir grísaskankar ......................... 198 220 198 kr. kg
KF ungnauta.borgarar, 10x120 g........... 1.198 1.498 998 kr. kg
KS ferkst lambaprime ........................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg
Bónus hrásalat, 350 g ......................... 139 159 397 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 21. - 23. maí verð nú áður mælie. verð
Nauta Rib-eye, kjötborð........................ 2.498 3.098 2.498 kr. kg
Svínahnakki úrb., kjötborð .................... 898 1.498 898 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði .................... 798 1.398 798 kr. kg
Lambafille m/fitu úr kjötborði ............... 2.898 3.498 2.898 kr. kg
Fjallalambs lambalæri, frosið................ 1.150 1.437 1.150 kr. kg
Fjallalambs lambahr., frosinn................ 1.254 1.568 1.254 kr. kg
Fjallalambs lambasvið, frosin................ 479 684 479 kr. kg
Hamborgarar, 4x80 g, m/brauði............ 396 548 396 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 21. - 24. maí verð nú áður mælie. verð
Ferskur kjúklingur, heill ......................... 699 998 699 kr. kg
Nautaat fille ........................................ 2.209 3398 2.209 kr. kg
Hagkaups lambagrilllæri....................... 1.429 2.199 1.429 kr. kg
Holta kjúklingalundir ............................ 1.739 2.899 1.739 kr. kg
Holta kjúklingabringur .......................... 1.889 2.998 1.889 kr. kg
Nautalundir innfluttar ........................... 2.999 3.998 2.999 kr. kg
Grand orange helgarsteik ..................... 1.574 2.098 1.574 kr. kg
Myllu risabrauð.................................... 189 199 189 kr. stk.
Dr. Martens kókosvatn, 500 ml ............. 389 499 389 kr. stk.
Ítalía grillkrydd..................................... 359 449 359 kr. stk.
Krónan
Gildir 20. - 24. maí verð nú áður mælie. verð
Krónu kjúklingabringur ......................... 1.498 2.215 1.498 kr. kg
Krónu lambagrillsneiðar, læri ................ 1.698 1.998 1.698 kr. kg
Krónu kryddaðar grísakótelettur............. 1.298 1.698 1.298 kr. kg
Grísakótilettur...................................... 899 1.498 899 kr. kg
Lambainnralæri ................................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg
Lambainnralæri, kryddað...................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg
Goða grillpinnar grísa, 3 stk. ................. 998 1.129 998 kr. stk.
Ísl matv. ýsuflök, roð/beinlaus .............. 898 998 898 kr. kg
Krónu appelsínusafi, ferskur ................. 199 239 199 kr. ltr
Krónu salernispappír, 16 stk. ................ 499 629 499 kr. pk.
Nóatún
Gildir 20. - 24. maí verð nú áður mælie. verð
Lambalærissneiðar .............................. 1.499 2.498 1.499 kr. kg
Lambalærissneiðar, kryddaðar .............. 1.499 2.498 1.499 kr. kg
Nóatúns lærissneiðar, salt/pipar ........... 2.158 2.698 2.158 kr. kg
Nóatúns framhr.jasn., salt/pipar ........... 1.698 1.998 1.698 kr. kg
Kindainnlærispjót, Las Vegas ................ 598 798 598 kr. stk.
Matfugl kjúklingapinnar, piri.................. 2.698 2998 2.698 kr. kg
Matfugl kjúklingapinnar, BBQ................ 2.698 2998 2.698 kr. kg
Almondy daim terta ............................. 798 998 798 kr. pk.
Snúinn súrdeigshleifur.......................... 199 299 199 kr. stk.
Sprite/sprite zero, 2 ltr ......................... 139 235 139 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 21. - 27. maí verð nú áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingabringur, úrb. ................. 1.724 2.873 1.724 kr. kg
Jacobs pítubrauð fín/gróf, 400 g........... 215 269 538 kr. kg
Orville örb.popp, 281 g ........................ 259 349 922 kr. kg
Maarud skrúfur m/salti, 100 g .............. 298 398 2.980 kr. kg
Maarud Bacon Snakk, 125 g ................ 298 398 2.980 kr. kg
Pataks korma sósa, 540 g .................... 375 485 695 kr. kg
Pataks indv. naan brauð, 280 g............. 349 489 1.247 kr. kg
C-11 þvottaefni, 700 g......................... 429 598 613 kr. kg
Þrif þjarkur hreinsiefni, 550 ml.............. 379 549 690 kr. ltr
Þrif eldhúshreinsir, 550 ml.................... 379 598 690 kr. ltr
Helgartilboðin
Svín, kjúklingur og lamb á lækkuðu verði