Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Fyrsti móðurkossinn Hryssan Orka frá Dallandi kastaði sínu fyrsta folaldi, háfættum fola. Faðirinn heitir Ómi. Sá litli var fljótur að brolta á fætur og tók hikandi skref að móður sinni, sem smellti kossi á piltinn og bauð hann velkominn í vorbjartan heiminn. Ljóst er að miklar vonir er bundnar við afkvæmið. Einar Falur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 19. maí Pepsi finnst á Ströndum Dropinn af Pepsi var dýr árið 1943. Í nóvember 1943 tilkynnti verðlags- stjórinn að hámarksverð á flösku af Pepsi-Cola bæri að vera í hæsta lagi 1 króna. Þá var krónan á svipuðu róli og danska krónan. Ein dönsk króna árið 1943 er sama og 19,51 kr. í dag, það er að segja 456 íslenskar á núgengi (19.5.2009). Nútímaauglýsingin kom til landsins með Pepsi-Cola. Menn höfðu aldrei séð neitt slíkt áður. Þjóðviljinn greinir frá þessu 28. júní 1944: „Pepsi-Cola Bæjarbúar hafa veitt eftirtekt nýstár- legu fyrirbrigði á Lækjartorgi. Í klukku- turninn er komin heljarstór mynd af flösku, svo stór að sæmilega sjónskýr maður sér hana allvel alla leið ofan af Arnarhóli. Þetta er auglýsing fyrir Pepsi- Cola, sem er fyrirmyndar svaladrykkur amerískur, ekki ósvipaður Coca-Cola.... En ekki verður sagt að þessi stóra aug- lýsing sé nein bæjarprýði – og frekar óþjóðleg, þótt hún væri fest upp á hátíð lýðveldisins. Ó. Þ.“ Meira: postdoc.blog.is Ómar Valdimarsson | 19. maí Kópavogur á betra skilið ...Bæjarstjórinn hér, Gunnar Birgisson, hafði einfaldlega rangt fyrir sér þegar hann sagði í Kast- ljósinu í kvöld að dóttir sín ætti ekki að gjalda faðernis síns. Bæjarstjóri, sem vill vera vandur að virðingu sinni og bera virðingu fyrir bæjarbúunum sem leggja honum til peninga til að reka bæ- inn, á einfaldlega að vera hafinn yfir all- an grun um spillingu. Sá grunur er augljóslega fyrir hendi þegar eldhússfyrirtæki dóttur hans fær borgaða reikninga upp á rúmar 50 millj- ónir á áratug - og þarf ekki að skila verk- um á móti. Kópavogsbær á betra skilið. Meira: umbiroy.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 20. maí Sumarspáin 2009 Júní-ágúst: 60-70% líkur eru á tiltölulega hlýju sumri á landinu í heild sinni. Úrkoma verður minni en vant er, sér- staklegar um landið suð- vestan- og vestanvert, en líklegast er þó að rigning verði nærri meðalsumri A- og NA-lands. Sé svo að hér verði ríkjandi veðurlag með loftþrýstingi í hærri kantinum og N- átt, seg það sig sjálft að hitinn verður ekki ofan meðallags á landinu nema þá ef til vill sunnanlands. Hlýrri sjórinn norðurundan en venja er til hjálpar þar lítt upp á sakirnar. N-átt er jú alltaf N-átt sérstaklega á sumrin. Meira: esv.blog.is ENDURREISN hlutabréfa- markaðar hefur verið umræðuefni undanfarinna mánaða og það með réttu. Á bak við öll þróuð efnahags- kerfi liggur öflugur hlutabréfa- markaður. Ljóst er að áður kröftug- ur hlutabréfamarkaður á Íslandi er nú einungis svipur hjá sjón, atvinnu- lífið er í lamasessi og félög á mark- aði hafa horfið. Kauphallarstarfsemi er nátengd atvinnu- og efnahagslífinu. Hún veitir fyrirtækjum súrefni til vaxtar og endurspeglar gang efnahagslífs- ins. Eins og bent hefur verið á er hlutabréfamark- aður leið fyrir fyrirtæki til að fjármagna sig og gefur markaðsaðilum og almenningi aukna fjár- festingar- og sparnaðarmöguleika. Stórt þjóðhagslegt hlutverk Nú blasir við það stóra verkefni að sameinast um að byggja upp gott og öflugt þjóðfélag á ný og tryggja að atvinnustarfsemi nái fyrri styrk. Nán- ast útilokað er að endurreisa atvinnulífið hratt án þátttöku allra fjárfesta og virk þátttaka þeirra er illmöguleg án öflugrar kauphallar. Skráning í kauphöll leyfir fyrirtækjum í landinu að virkja það afl sem í þjóðinni býr, er leið við að fá margar hendur til að leggja hönd á plóginn. Að sama skapi gefur skráning á markað almenningi tækifæri til að fá hlutdeild í ávinningnum af endurreisninni. Þetta ber sérstaklega að hafa í huga þegar félög sem lent hafa í ríkiseigu eru seld. Skráning á markað er eini raunsæi kosturinn við að koma at- vinnustarfsemi í dreift eignarhald. Hún er einnig öruggasta leiðin til að tryggja gegnsæi í söluferl- inu og til að forðast tortryggni í framhaldinu sem væri til þess fallin að grafa undan endurreisn- arstarfinu. Við erum nú hluti af einni stærstu kauphall- arsamstæðu í heimi, NASDAQ OMX. Þó Kaup- höllin sé ung að allri gerð, er hún á við það besta sem þekkist í heiminum og hér er öll sérþekking sem til þarf. Þó að markaðurinn hafi laskast tölu- vert höfum við því alla burði til að byggja hann upp á nýtt þannig að hann nýtist íslensku efna- hagslífi til framtíðar. Að þessu vinnum við í Kaup- höllinni þessa dagana. Valkostur í uppbyggingunni Miðlun fjármagns til atvinnulífsins er alvarlega skert um þessar mundir og nauðsynlegt er að opna fyrir þessa lífæð aftur eins fljótt og hægt er. Hlutabréfamarkaður getur gegnt mikilvægu hlutverki við að losa þessa stíflu enda er hann gegnsær, en van- nýttur, valkostur við að koma á sam- bandi milli fjármagnseigenda og at- vinnulífsins í landinu. Það vill líka oft gleymast að skráning á markað greiðir fyrir annarri fjármögnun til fyrirtækja, því lánveitendur kunna vel að meta að fyrirtækin lúta upp- lýsingaskyldu á markaði sem gerir starfsemi þeirra gegnsærri en ella og gerir kröfu um öguð vinnubrögð. Ef illa færi fyrir skipulegum skulda- og hlutabréfamarkaði, þá myndu valkostir fyr- irtækja til vaxtar snarminnka og uppbygging efnahagslífsins torveldast. Gegnsæi í viðskiptum myndi líka skerðast. Allir njóta ágóðans af öflugra atvinnulífi; almenningur, fyrirtæki og þjóðfélagið allt. En er eftir einhverju fjármagni að slægjast fyr- ir fyrirtækin? Þó að fjármálakreppan hafi valdið miklum búsifjum er ljóst að mikið fjármagn liggur nú á bankabókum og nýtt fjármagn heldur áfram að streyma í lífeyrissjóði landsmanna. Fjárfestar fá með lækkandi vöxtum minnkandi áhuga á bankabókum og meiri áhuga á annars konar fjár- festingum. Þó mikið fjármagn muni vafalaust leita af bankabókum í skuldabréf er jafnljóst að fjár- festar vilja ákveðna fjölbreytni í eignasöfn sín. Gjaldeyrishöftin skerða mjög möguleika til fjár- festinga erlendis. Fyrir fyrirtæki í traustum rekstri, þ.m.t. þau sem njóta hins lága gengis krónunnar, og fyrirtæki með trúverðuga framtíð- arsýn felast því ótvíræð tækifæri í skráningu á markað. Skráning er einnig styrkleikamerki, yf- irlýsing fyrirtækjanna um að reksturinn þolir rýni markaðarins. Markaðurinn hentar allskonar fyrirtækjum Félög hafa mismunandi ástæður fyrir því að vera á markaði. Ekki stefna öll fyrirtæki á hraðan vöxt, en geta engu að síður séð sér hag í að fara á markað, t.d. til að dreifa eignarhaldi eða fá verð- mat á hlutabréfin. Slík fyrirtæki geta átt fullt er- indi í kauphöll og höfðað til fjölmargra fjárfesta. Fyrirtæki sem eru í traustum og stöðugum rekstri og fyrirtæki sem greiða út arð reglulega og geta vaxið hægt en örugglega með efnahagslíf- inu eru heppileg í flest eignasöfn. Vera á markaði eykur einnig að öðru jöfn traust til félaga og auð- veldar þeim að ná fleiri fjárfestum að borðinu, er- lendum sem innlendum, Það er gæðastimpill fyrir fyrirtæki að vera á markaði og skapar opnara samband við fjárfesta og viðskiptaumhverfið. Hér er fjöldi öflugra fyrirtækja í fjölbreytilegum at- vinnugreinum og færa má rök fyrir að skráning á markað henti þörfum og framtíðarsýn margra þeirra. NASDAQ OMX kauphöllin á Íslandi hefur um- gjörð og vörur sem henta smáum sem stórum fyr- irtækjum. Það eru til tæki og tól til að greiða fyrir eflingu atvinnulífs og mikilvægt er að virkja þau. NASDAQ OMX rekur tvo mismunandi markaði sem henta mjög breiðum hópi fyrirtækja, Að- almarkaðinn og First North. Aðalmarkaðurinn er hefðbundinn kauphallarmarkaður en First North er markaður sem er sniðinn fyrir smærri fyr- irtæki, sprotafyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og fyrirtæki sem sjá sér hag í því að vera á markaði en telja skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar vera of stórt skref að sinni. Vera á First North hefur flesta þá kosti sem fylgja hefðbundinni skráningu þar sem sýnileiki og traust eru að- alsmerki, regluverk léttara og kostnaður lægri. First North er næststærsti markaður sinnar gerðar í Evrópu, eingöngu AIM markaður kaup- hallarinnar í London er stærri. Virkur verðbréfamarkaður flýtir efnahagsbata Það leikur lítill vafi á að með því að virkja hluta- bréfa- og skuldabréfamarkað getum við hraðað efnahagsbata, stuðlað að dreifðu og almennu eign- arhaldi atvinnustarfsemi og aukið gegnsæi og traust. Mikilvægt er að þessi sjónarmið séu höfð í huga þegar leiðin út úr núverandi erfiðleikum er vörðuð. Eftir Þórð Friðjónsson » Það er gæðastimpill fyrir fyr- irtæki að vera á markaði og skapar opnara samband við fjár- festa og viðskiptaumhverfið. Þórður Friðjónsson Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar. Þjóðhagslegt mikilvægi kauphallar á Íslandi BLOG.IS Þór Saari | 19. maí Þinghúsbréf 3 Fyrsti „alvöru“ vinnudag- urinn í þinginu var í dag, þ.e.a.s. það var haldinn hefðbundinn þingfundur sem hófst með s.k. óund- irbúnum fyrirspurnartíma (30 mín.) en þar mega þingmenn spyrja ráðherra um hvað sem er (held ég). Spurningin má taka tvær mínútur og svar ráðherra tvær. Þá má þingmaðurinn koma með andsvar við svari ráðherra sem má taka eina mínútu og ráðherra má svo svara því með einnar mínútu svari. … Eins tók ég til máls vegna frumvarps fjármálaráðherra um hið s.k. eignaum- sýslufélag en þar hafði umræðan þróast út í vægast sagt undarlegan farveg yfir nánast tómum þingsal. Mjög einkennileg umræða um mál sem er mjög mikilvægt en umræðan endaði úti á túni. Hægt er að sjá alla umræðuna á vef Alþingis fyrir þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum en hér er linkurinn á mitt innlegg. Svona líða nú dagarnir. Meira: thorsaari.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.