Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 22
Viðræður aðilavinnumark- aðarins um endur- skoðun kjarasamn- inga eru nú hafnar. Bæði atvinnurek- endur og launþegar leggja áherzlu á að ríkisvaldið komi að endurskoðuninni. „Við teljum okkur eiga ým- islegt vantalað við ríkisstjórnina hvað varðar efnahagsstefnuna, vaxtamál og ég tala nú ekki um það sem snýr að velferðar- kerfinu,“ sagði Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, í Morgunblaðinu í gær. Við endurskoðun samninganna hlýtur fernt að vera mönnum efst í huga. Í fyrsta lagi að lagfæra stöðu þeirra verst settu, sem margir hverjir ná nú ekki endum saman. Þeir, sem hafa hærri laun, geta ekki búizt við hækkunum. Í öðru lagi að vinna gegn at- vinnuleysinu. Það gerist ekki með launahækkunum, sem fyrirtækin geta ekki borið. Ef kostnaður fyr- irtækjanna hækkar vegna óskyn- samlegra launakrafna, munu fleiri missa vinnuna. Í þriðja lagi að ná niður vöxt- um í landinu eins og hægt er með ónýtan gjaldmiðil. Bæði al- menningur og fyr- irtækin eru að slig- ast undan háum vöxtum. Í fjórða lagi að vinna bug á verðbólgunni. Stöðugt verðlag er eitt allra stærsta hagsmunamál launafólks; mikilvægara en launahækkanir, sem fyrirtækin munu freistast til að velta út í verðlagið. Sömuleiðis hlýtur launafólk að gera þá kröfu til ríkisstjórn- arinnar að hún auki ekki á verð- bólguna að óþörfu með hækk- unum skatta og gjalda á neyzluvörur. Það er ekki raunhæft að engin velferðarþjónusta verði skorin niður. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er einn lykillinn að stöðugleika. Færa verður fórnir, meðal ann- ars í velferðarkerfinu, til að ná því. Endurheimt stöðugleika í efnahagsumhverfinu er lang- brýnasta hagsmunamál bæði fyr- irtækja og launafólks. Við núver- andi aðstæður hljóta allir að hafa skilning á því. Ef kostnaður fyrir- tækja hækkar vegna launakrafna munu fleiri missa vinnuna} Stöðugleikinn er brýnastur 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Allir fjölmiðlará Íslandihafa glatað trausti meðal al- mennings á undan- förnum mánuðum samkvæmt nýrri könnun MMR. Þessi niðurstaða ber vitni þeirri tortryggni, sem um þessar mundir ríkir á Íslandi. Stjórn- málamenn hafa fengið að finna rækilega fyrir henni og sömu sögu er að segja um ýmsar lyk- ilstofnanir samfélagsins. Það þarf því kannski ekki að undrast að þessi tortryggni nái einnig til fjölmiðla. Niðurstaða könnunar MMR er fjölmiðlum tilefni til að líta í eig- in barm og velta fyrir sér með hvaða hætti þeir geti gert betur. Morgunblaðið var á sínum tíma gagnrýnna en margir aðrir fjölmiðlar í garð íslenska fjár- málaundursins. Reyndu sumir að halda fram að sú gagnrýni væri sprottin af annarlegum hvötum. Eftir að bankarnir hrundu hefur verið leitast við að fjalla um alla þætti þess í Morgun- blaðinu, bæði með því að fara of- an í ástæður hrunsins og starfs- hætti á fjármálamörkuðum og með því að rýna í hvernig upp- byggingunni hefur verið háttað eftir hrunið og þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa boðað. Markmið Morgunblaðsins er að draga ekkert undan. Mik- ilvægt er fyrir íslenskt samfélag að rannsókn hrunsins fari fram fyrir opnum tjöldum og sömu- leiðis meðferð fyrirtækja, sem komin eru í þrot. Hlutverk fjöl- miðla er að veita aðhald í þessu ferli, krefjast upplýsinga, sem varða almenning, og spyrjast fyrir um stöðu mála. Morgunblaðið hefur ekki alltaf val- ið þægilegustu leið- ina í þessari viðleitni sinni; blað- ið birti til dæmis gögn úr lánabókum Glitnis og Kaupþings þótt ljóst væri að það yrði gagn- rýnt. Þær upplýsingar áttu hins vegar fullt erindi við almenning, vegna þess að þær gáfu innsýn í hvernig tengslum bankanna við stærstu eigendur sína var hátt- að. Í því andrúmslofti, sem nú rík- ir í samfélaginu, má sanngirnin hins vegar ekki gleymast. Í bæði Hafskips- og Geirfinnsmálinu var mikill þrýstingur á Morg- unblaðið að birta staðhæfingar, sem reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Blaðið lét ekki undan þrýstingnum um að birta þessar staðhæfingar. Nú hefur blaðið sömuleiðis lagt áherslu á að birta ekki frétt- ir nema hafa öruggar heimildir fyrir sannleiksgildi þeirra. Á þeim vinnubrögðum verður eng- in breyting. Fjölmiðlar ávinna sér ekki traust með því að berja sér á brjóst. Það gera þeir með vönd- uðum og ágengum vinnubrögð- um. Það gera þeir með því að vera á vaktinni á hverjum degi. Það gera þeir með því að spyrja erfiðra og óþægilegra spurninga og hætta ekki fyrr en þeir fá svör. Það gera þeir með því að taka undanbragðalaust á þeim málum, sem varða hagsmuni al- mennings. Þessu hlutverki ætlar Morgunblaðið áfram að gegna. Það er verk að vinna. Óánægja almenn- ings beinist einnig að fjölmiðlum} Verk að vinna Þ rátt fyrir dýrkun á norræna ofur- kyninu höfðu leiðtogar nasista ekki allt of mikið álit á grönnum sínum, Dönum. Í leiðbeiningum sem þýsk- ir hermenn fengu áður en þeir lögðu landið undir sig 1940 var þeim m.a. sagt að íbúarnir myndu vafalaust verða þægir við hernámsliðið. Það væru Danir yfirleitt allir ef þeir fengju nóg að borða. Og landsstjóri Hitlers í Danmörku, Werner Best, talaði síðar opin- berlega um „þetta hlægilega, litla land“. Hvenær er þjóð lítil og hlægileg, jafnvel fyr- irlitleg? Ekki voru Danir það 1940, þeim var einfaldlega nauðgað af hernaðarlega risa- veldinu. Seinna í stríðinu sýndu Danir með ýmsum hætti að þeir létu ekki kúga sig og ekki má gleyma að þeim tókst að koma nær öllum dönskum gyðingum í skjól í Svíþjóð. Það var reisn yfir þeirri björgun. Öðru hverju reynir á sómatilfinningu smáþjóða í sam- skiptum við stórþjóðir. Ég held að fáir gleymi því hvernig Jiang Zemin, forseta Kína, var fyrir fáeinum árum sýnd sú einstaka tillitsemi að nokkrir andófsmenn úr röðum Falun Gong-hreyfingarinnar, sem komu til að minna á mannrétt- indabrot í Kína, voru kyrrsettir í Keflavík til að þeir trufl- uðu ekki hátignina. Þeir ætluðu að standa í gulu búning- unum sínum og bregða upp mótmælaspjöldum þar sem ekið var með forsetann. Hér er rétt að rifja upp að þúsundir liðsmanna Falun Gong sitja í fangelsum í Kína og vitað er að margir þeirra hafa verið pyntaðir og sumir myrtir. Ráðamenn okkar afsökuðu sig með því að við yrðum að sýna gestunum kurteisi, annað væri brot á siðareglum í samskiptum ríkja. En sums staðar þar sem leiðtogar alræðisríkja koma í heimsókn er talið að réttur fólks til að sýna hug sinn með friðsömum mótmælum sé mikilvægari en siðareglur í samskiptum ríkja. Tjáningarfrelsi eigi að ríkja í lýðræðisríkjum. Og sómatilfinning. Hvað með það, segir vafalaust einhver, ekki stýrum við því hvernig stjórnarfar ríkir í Kína. Við eigum nóg með okkur. Rétt og rangt, við getum vel lagt okkar litla lóð á vogarskálarnar til að reyna að bæta heim okkar allra, líka heim Kínverja og Tíbeta. Sagt er að utanríkismálanefnd Alþingis sé „að íhuga“ hvort til greina komi að hún eða fulltrúi hennar hitti Dalai Lama að máli þegar hann kemur hingað í nokkurra daga heimsókn. Ekki opinbera heim- sókn, rétt er það, Ísland viðurkennir ekki útlagastjórn Tíbets. En ráðamenn okkar geta sýnt hug sinn og fagnað af heilum hug trúarleiðtoganum og þjóðhöfðingjanum sem alls staðar boðar frið. Forseti, ráðherrar og þingmenn geta hundsað mótmæli Kínverja og hyllt Dalai Lama með því að eiga með honum fund. Þeir geta sagt að við látum ekki viðskiptahagsmuni í Kína (og siðareglurnar) taka af okkur ráðin. Nema okkur finnist að Ísland sé hlægilegt og lítið land, að við eigum bara að vera södd og þæg – og þegja. kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Getum hundsað mótmæli Kínverja Sterkasti fiskstofninn í NA-Atlantshafi FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is N orsk-íslenski síld- arstofninn er nú stærsti einstaki nytja- stofn í Norð- austur-Atlantshafi. Í fyrra var stærð hrygningarstofnsins metin um 12,6 milljónir tonna og hef- ur stofninn ekki verið metinn svo stór síðan fyrir hrun. Er það mat vís- indamanna að stofninn sé mjög sterkur, en hann hefur verið vaxandi á síðustu árum. Eftir hrun norsk-íslenska stofns- ins í lok sjöunda áratugarins, með til- heyrandi áfalli fyrir íslenskt atvinnu- líf, hefur stofninn hægt og bítandi náð sér. Í byrjun þessarar aldar fór síldarinnar að verða vart að nýju inn- an íslenskrar lögsögu og árið 2006 hófu Íslendingar að nýju veiðar úr stofninum innan lögsögunnar. Fyrstu skipin hófu síldveiðar ársins í vikunni, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Hornafirði. Samkvæmt tillögum Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins er heimilt að veiða 1643 þúsund tonn í ár og er aflamark Íslendinga 238 þúsund tonn fyrir árið 2009 samkvæmt núgildandi samkomulagi milli ríkjanna sem nýta stofninn. Verðmæti þess afla gæti numið um 12 milljörðum króna. Af þessum afla mega Íslendingar veiða 44.361 lest innan norskrar lögsögu. Kvóti Íslendinga á síðasta ári var um 220 þúsund tonn, en eftir er að veiða um 12 þúsund tonn frá síðasta ári. Síldin sunnar og vestar Á þriðjudag lauk árlegum leið- angri Hafrannsóknastofnunarinnar á Árna Friðrikssyni, en leiðangurinn er hluti af sameiginlegri leit og berg- málsmælingum Íslendinga, Norð- manna, Færeyinga, Rússa og Evr- ópusambandsins á útbreiðslusvæði norsk íslensku síldarinnar og kol- munna. Niðurstöðurnar eru notaðar við mat á stærð stofnanna, en einnig er stuðst við sýni úr afla og fleiri gögn. Útbreiðsla síldarinnar var svipuð og í maí síðustu tveggja ára eða mun sunnar og vestar en áratug- ina þar á undan. Alls mældust 1,4 milljónir tonna innan íslensku landhelginnar nú í samanburði við 1,4 og 2,4 milljónir tonna árin á undan. Líkt og árið 2008, var leiðangurinn um viku fyrr á ferðinni þetta árið í samanburði við fyrri ár og síld enn að ganga inn á miðin í fæðuleit. Síld úr 2002 árgang- inum var mest áberandi en síld úr 1998 og 1999 árgöngunum var einnig áberandi, og þá einkum á syðri hlut- anum. Lítið af kolmunna Í upphafi leiðangurs Hafró var far- ið með landgrunnskantinum fyrir suðvestan og sunnan land til að kanna útbreiðslu ungkolmunna. Frá því um miðjan síðasta áratug var mikið af ungkolmunna á þessum slóðum, sem gaf fyrirheit um nýlið- un. Núna fannst hins vegar enginn kolmunni fyrr en komið var á Ís- lands-Færeyjahrygginn en þar var magnið minna en undanfarin ár. Talið er að stofninn sé nýttur um- fram afrakstursgetu. Í fyrra var gert ráð fyrir að hrygningarstofn kol- munna yrði rétt yfir varúðarmörkum í byrjun þessa árs. Ljósmynd / Guðmundur Bjarnason. Norsk íslensk Síldin er mæld og vigtuð og sýni tekin m.a. til að kanna aldur og ástand auk þess sem magn er metið með bergmálsmælingum. Stofn norsk íslensku síldarinnar nálgast sögulegt hámark og skil- yrði virðast fyrir góðri vertíð í sumar. Fiskifræðingar sakna þess þó að síldin skuli ekki vera farin að ganga á sínar gömlu sumarslóðir úti fyrir Norðurlandi. Íslendingar veiddu um 112 þúsund tonn af makríl í fyrrasumar og hef- ur sjávarútvegsráðuneytið heimilað að veiða sama aflamagn í ár. Fyrri hluta síðasta sumars fékkst makríll sem meðafli með síldinni, en er leið á var makríllinn nánast hreinn í afl- anum. Íslendingar hafa til þessa ekki fengið að taka þátt í stjórnun makrílveiða þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í síðasta mánuði gerðist það hins vegar að Íslandi barst boð frá ESB, Færeyjum og Noregi um þátttöku í fundi um stjórn veiðanna í London í lok júní og hefur boðið verið þegið. Með fundarboði hinna strandríkj- anna telur Ísland að mikilvægt skref sé stigið í þá átt að koma við- ræðum um stjórn makrílveiða í við- eigandi farveg. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en ekki er ólíklegt að það verði ámálgað við Íslend- inga að þeir dragi úr makrílveiðum. Í vetur er leið sátu Íslendingar slík- an fund sem áheyrnarfulltrúar, en var gert að sitja frammi á gangi þegar kom að ákvarðanatöku. RÆÐA MAKRÍL ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.