Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 1
2 8. J Ú N Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
173. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
SMÁSKILABOÐ »4 LÍFRÍKIÐ UNDIRSTAÐA AUÐS»6
NÍU prósenta hagvöxtur á Indlandi
byggist á því að þvinga smábændur til
sjálfsvígs, að slíta rætur þjóðflokka við
land þeirra til að ryðja fyrir m.a. námum
og verksmiðjum.
Þetta fullyrðir baráttukona
fyrir umhverfisvernd í þróun-
arríkjunum, Vandana Shiva,
m.a. í bók sinni, Soil Not Oil.
Bókin er öðrum þræði
rökstuðningur fyrir breytt-
um landbúnaðarháttum, þar
sem sjálfbærni og hagsmunir fátæk-
ustu borgaranna eru settir í öndvegi.
Hagvöxtur
fellir bændur
Stjórnvöld í Íran voru búin að búa sig
undir hugsanleg mótmæli vegna for-
setakosninganna þar í landi í byrjun
mánaðarins með því að loka far-
símakerfinu, trufla fréttaútsendingar og
banna samskiptasíður á borð við You-
Tube og Facebook.
Þau voru aftur á
móti ekki búin að
átta sig á því að ný
tækni hafði tekið
við: Twitter, og
það fréttatíst var erfitt
að stöðva.
Mótmælendur
tísta á Twitter
ÞEIR voru hvergi bangnir þessir mótorhjólamenn sem fóru í ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Blue Mountain Adventure Tours í Landmannalaugar á
dögunum og létu sig ekki muna um að bruna yfir ána sem varð á vegi þeirra. Hermt er að ekki sé þægilegt að steypast í ískalt vatnið. | 24
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rennt á vaðið
„ÉG held að helsta
skýringin sé sú að
komin er upp allt
önnur staða og við-
horf í samfélaginu
eftir efnahags-
hrunið. Í andrými
dagsins í dag þykir
allt tortryggilegt,“
segir Gunnar I.
Birgisson, fráfar-
andi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnari þykja pólitískir andstæð-
ingar sínir og fjölmiðlar hafa farið
offari í málinu. Hann segir vonlaust
að verjast áhlaupi af þessu tagi.
„Þetta er eins konar múgsefjun. Það
er bara keyrt á mann án þess að
maður fái rönd við reist. Þetta hefur
verið mikið álag á fjölskylduna, konu
mína og ekki síst dóttur, sem komin
er sjö mánuði á leið. Hún hefur tekið
þetta mjög nærri sér. Fyrirtæki
hennar hefur beðið verulegan
hnekki af þessu máli og óvíst að hún
geti starfað áfram í faginu.“
Hann óttast ekki lögreglurann-
sóknina sem stjórn Lífeyrissjóðs
starfsmanna Kópavogsbæjar sætir.
„Við vorum ekki að fremja neinn
glæp. Hvað áttum við að hafa út úr
þessu, stjórnarmennirnir? Ekk-
ert.“ | 14
Allt tor-
tryggi-
legt
Nýr tíðarandi, segir
Gunnar I. Birgisson
Gunnar I.
Birgisson
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
BREYTINGAR á neyðarlögunum á
síðustu metrunum áður en þau
gengu í gildi í október fólust í því,
samkvæmt heimildum, að nánast alls
staðar þar sem Seðlabankinn kom
við sögu var hann strikaður út og
Fjármálaeftirlitið sett í staðinn.
Það varð því hlutverk FME en
ekki Seðlabankans að stofna skila-
nefndirnar sem var falið að reka
gömlu bankana, öfugt við það sem
lagt hafði verið upp með.
JP Morgan hafði verið Seðlabank-
anum og ríkisstjórninni til ráðgjafar,
en vegna þeirra vinnubragða sem
viðhöfð voru við uppskiptingu bank-
anna, þá fór erlendi bankinn fram á
vottorð um að ákvarðanir FME
væru honum óviðkomandi.
Tillögur JP Morgan voru lagðar
fram á fundi með ríkisstjórninni um
miðjan október og fólust í því að
stofnaður yrði nýr banki og ekki
fluttar neinar eignir yfir í hann, að-
eins innstæður og eitt skuldabréf,
sem væri forgangskrafa í þrotabú
gamla bankans. Nýi bankinn gæti
starfað eftir þjónustusamningi við
gömlu bankana. Og til þess að kröfu-
hafar gömlu bankanna brygðust ekki
ókvæða við, yrðu þeir kallaðir að
borðinu og fengnir til að taka þátt í
að búa til nýjan banka. | 12
Seðlabanki sniðgenginn
Ekki var farið að tillögum JP Morgan um stofnun nýs banka,
um enga yfirfærslu á eignum og samráð við kröfuhafa
TENGSL:GUÐMUNDUR OG JÚLÍUSVÍFILL
MANSTU
EFTIR
HALLÆRIS
PLANINU?
RODARTE
Kate &
Laura
vinna
verðlaun
SVEITAMAÐUR
GRÆJUKALL
BRÆÐUR
KVIKMYNDIR
Sumar skína,
aðrar falla
SUNNUDAGUR