Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 12
12 Bankarnir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Endurreisnin se
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Þ
egar skýrsla OECD, Efnahags-
og framfarastofnunar Evrópu,
kom út í vikunni kom fram að
endurreisn bankakerfisins væri
forsenda viðreisnar efnahags-
lífsins á Íslandi.
Nú er þess beðið innan
bankakerfisins að gengið verði
frá mati á verðmætum þeirra
eigna sem fluttar voru yfir í
nýju bankana úr gömlu bönk-
unum.
En vandinn er þó mun víð-
feðmari og felst í misvægi í
gjaldeyrisjöfnuði bankanna, neikvæðum vaxtamismun, verð-
tryggingarójafnvægi og verðmatsóvissu, sem getur orðið veru-
leg fjárhagsleg byrði fyrir almenning og atvinnulíf í framtíð-
inni.
Bankar í öndunarvél?
Skuldahliðin á efnahagsreikningi nýju bankanna er að uppi-
stöðu til innstæður sem færðar voru úr gömlu bönkunum, nán-
ast alfarið í krónum. Auk þess færist eigið fé bankans skulda-
megin og myndar eiginfjárhlutfall, sem er að minnsta kosti 8%,
og hækkar eftir því sem áhættan er meiri. Skuldir bankanna í
erlendri mynt urðu hinsvegar eftir í gömlu bönkunum, en þær
voru að mestu við erlendar bankastofnanir og skuldabréf sem
keypt voru af erlendum bönkum og sjóðum.
Eignahliðin á efnahagsreikningi nýju bankanna er aftur á
móti að mestu í erlendri mynt, eða um 60%, og eru það einkum
lán til íslenskra fyrirtækja, auk bílalána og fasteignalána til al-
mennings. Þetta misvægi innlendrar og erlendrar myntar veld-
ur gengisáhættu í efnahag bankanna. Ef gengið styrkist rýrna
eignirnar en skuldir standa í stað, sem þýðir að tap myndast.
Það sýnir vel áhættuna við gjaldeyrisójöfnuðinn, að ef gengið
er út frá 10% eiginfjárhlutfalli bankanna og að gengi krón-
unnar styrkist um 15%, þá minnkar verðgildi bankans um
10,5%, sem þýðir að eigið fé hverfur og þar með framlag rík-
isins til bankanna. Í því felast því gríðarlegir hagsmunir fyrir
skattgreiðendur að rétt sé á málum haldið við gerð hins nýja
bankakerfis.
Þetta er ekki síst varhugavert, þar sem gengi krónunnar er
nærri sögulegu lágmarki og líklegt að gengi hennar eigi eftir að
styrkjast í framtíðinni, jafnvel til muna. Það er því ekki hægt
að fjármagna bankana og „koma þeim úr öndunarvélinni“, eins
og það er orðað, fyrr en búið er að jafna hlutfall erlendra eigna
á móti erlendum skuldum.
Sett var á laggirnar nefnd í tíð fyrri ríkisstjórnar, sem falið
var að koma með tillögur um úrbætur í þessum efnum, og þá
var stefnt að því að laga gjaldeyrisójöfnuðinn áður en gengið
væri frá stofnefnahagsreikningi bankanna. En samkvæmt
heimildum hefur verið fallið frá því. Nú er stefnt að því að ljúka
fyrst samningaviðræðum fjármálaráðuneytisins og kröfuhafa
gömlu bankanna um verðmat á eignum sem fluttar hafa verið
yfir í nýju bankanna. Í framhaldi af því stendur til að glíma við
önnur vandamál sem steðja að bankakerfinu. Eins og einn
bankamaður kemst að orði: „Svo dílum við við þetta.“
Neikvæður vaxtamunur
Annað vandamál sem grefur undan nýju
bönkunum er óhagstæður vaxtajöfnuður. Eins
og áður segir er um 60% af eignum bankanna í
erlendri mynt og bera þær aðeins um 3-4%
vexti. Vaxtagjöld nýju bankanna eru hins-
vegar jöfn innlánsvöxtum sem hafa allt þar til
nýverið tekið mið af stýrivöxtum Seðlabank-
ans, sem eru um 12%. Undanfarið hafa ríkis-
bankarnir gripið til þess að lækka innlánsvexti
til þess að draga úr neikvæðum vaxtamun af
þessum völdum.
Þá er um 30% eigna nýju bankanna í krónum,
sem eru að mestu verðtryggð lán til langs tíma.
Tekjur af þeim felast því í um 5% vöxtum og verðbót-
um sem miðast við verðbólgu. Verðbólgan hefur verið há
um nokkurt skeið og það hefur dregið úr neikvæðum vaxta-
mun. En ef hún hjaðnar, eins og þróunin var á fyrri hluta árs-
ins, en vaxtastigið helst hátt á sama tíma, þá getur það ýtt
enn frekar undir neikvæðan vaxtamun.
Áætlað hefur verið að neikvæður vaxtamunur bank-
anna geti numið allt að 5-7% á mánuði, en samkvæmt
heimildum innan úr bankakerfinu er sú tala nokkuð
lægri. En ekki þarf mikinn vaxtamun til þess að valda
miklum búsifjum. Ef bönkunum blæðir um 5 milljörðum
á mánuði, þá jafngildir það 6% halla á ríkissjóði. Nokkr-
ir viðmælenda telja að gríðarlegt uppsafnað tap sé í
bankakerfinu vegna vaxtamunarins.
Af þessum sökum er skiljanlegt að stjórnvöld vilji lækka
vexti hratt, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið
andsnúinn því. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri sagði á
blaðamannafundi þegar stýrivextir voru lækkaðir um 1% í júní-
byrjun að peningastefnunefndin þyrfti að sjá frekari vísbend-
ingar um aukið aðhald hins opinbera áður en frekari ákvarð-
anir yrðu teknar í peningamálum. Hann benti á að mikilvægara
væri að koma jafnvægi á krónuna, þar sem margir væru með
lán í erlendri mynt, og sagði jafnframt að það hefði „aldrei
staðið til að fara með vexti nálægt evrópskum vöxtum, því þá
þyrftum við að snarhækka þá aftur þegar höftunum yrði af-
létt.“
Þar stendur hnífurinn í kúnni
Ef nýju bönkunum blæðir með þessum hætti, má telja víst að
tapið lendi á ríkinu, því það eykur þörf bankanna fyrir endur-
fjármögnun sem er ærin fyrir. Og eftir því sem nýju bankarnir
tapa meira á neikvæðum vaxtamun og gjaldeyrisáhættu, þeim
mun meira eigið fé þarf að setja inn í þá.
Á það er þó bent, að enn eigi eftir að ganga frá samningum
við kröfuhafa gömlu bankanna um verðmat á eignum sem flutt-
ar eru yfir í nýju bankana. Í þeim samningum verði að gera
kröfu um ákveðna arðsemi og taka aukinn fjármagnskostnað
með í reikninginn, sem komi til lækkunar á verðinu. Enda sé
ekki eðlilegt að það lendi á íslensku þjóðinni að borga brúsann.
„Það á eftir að semja um þetta,“ segir bankamaður. „Þar stend-
ur hnífurinn í kúnni.“
Fram hefur komið hjá bankastjórum nýju bankanna að þar
sé til nóg af lausafé. Ástæðan fyrir því er sú að sparnaður al-
mennings og lífeyrissjóðanna er meira og minna geymdur sem
innistæður í nýju bönkunum, sem aftur geyma krónurnar í
Seðlabankanum. Það má segja að krónurnar séu læstar inni,
því bannað er að kaupa gjaldeyri, nema uppfyllt séu skilyrði í
gjaldeyrishöftunum, og markaður með hlutabréf hefur dregist
saman vegna óvissu. Auk þess er engin eftirspurn hjá atvinnu-
lífinu eftir lánum með vöxtum sem bera tveggja stafa tölu.
Eitt vandamálið enn við stofnefnahag bankanna er aðferða-
fræðin sem fylgt var við verðmat á eignum sem fluttar voru úr
gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Þar var gengið út frá svo-
nefndu „gangvirði“ af hálfu Fjármálaeftirlitsins, en í því fólst
að gengið væri út frá því að ekki þyrfti að losa eignir í bráð né
með nauðungarsölu. En slíkt mat leiðir ekki aðeins til hærra
verðmats en ella, samkvæmt því sem fram kemur hjá Fjár-
málaeftirlitinu sjálfu, heldur stenst það ekki alþjóðlega reikn-
ingsskilastaðla.
Verðmæti eignanna sem fluttar hafa verið yfir í nýju bank-
ana er mjög á reiki. Það sýnir vel hversu „fljótandi“ það er, að
útlánum með mikilli tapáhættu hefur í sumum tilfellum verið
„skilað“ aftur í gömlu bankana.
Á það er bent að verðmatið fer einfaldlega eftir því hvaða
forsendur menn gefa sér og að ekkert sé fast í hendi. Nýju
bankarnir hafi gert eigið mat á því hvers virði eignirnar eru og
vinni eftir því, en það vanti fjármagnsmarkað til að geta varið
stöður eða komið í veg fyrir gjaldeyris- eða vaxtaáhættu.
„Öll þessi óvissa hefur auðvitað gert okkur mun erfiðara fyr-
ir,“ sagði Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, í við-
tali í Morgunblaðinu í vikunni. „Við erum því að reyna að vinna
úr þessari stöðu, að ná samkomulagi með leiðréttingarákvæði í
uppgjörinu sem gera okkur kleift að leiðrétta það eftir því
hvernig hlutirnir þróast. Það er ofboðslega mikil óvissa um
matið. Það er því miður staðreynd
málsins.“
Nokkrar leiðir hafa komið
til skoðunar til lausnar á
gjaldeyrisójöfnuðinum í
bönkunum.
Sú leið sem
flestir nefna er að fá viðskiptavini, einstaklinga og fyrirtæki,
sem skulda í erlendri mynt í bönkunum, til að skipta lánunum
yfir í krónur.
Það á þó vitaskuld ekki við þá viðskiptavini sem eru einnig
með tekjur í erlendri mynt, svo sem sjávarútvegsfyrirtæki og
önnur útflutningsfyrirtæki, enda æskilegt að tekjur og gjöld
séu í sömu mynt.
„Með einum eða öðrum hætti þurfa bankarnir hinsvegar að
fá viðskiptavini til að skuldbreyta yfir í krónur,“ að sögn heim-
ildarmanns úr bankakerfinu, og er það að hans mati „risastóra
pólitíska spurningin“.
Enda var ástæðan fyrir því, að margir lántakendur fóru þá
leið að taka lán í erlendri mynt til að byrja með, sú að vextirnir
voru lægri og gengið var út frá því að gengissveiflurnar jöfn-
uðust út yfir langt tímabil. Ef þeir verða „þvingaðir“ yfir í
krónur á versta tíma, þegar gengi krónunnar er nálægt sögu-
legu lágmarki, þá eru allar forsendur brostnar fyrir upphaflega
gjörningnum. Þeir þyrftu því að taka á sig mikið gengistap og í
ofanálag fara inn í mun óhagstæðara vaxtaumhverfi.
Borgarastyrjöld í landinu
Sú útfærsla hefur verið til skoðunar er að lántakendum verði
„ýtt“ yfir í krónur þegar vextir koma til endurskoðunar, sem í
flestum tilfellum er á fimm ára fresti. Annars verði fjármagns-
kostnaðinum ýtt inn í erlendu vextina, sem gæti numið 10%
álagi á grunnvexti.
„Landslagið er gjörbreytt,“ segir bankamaður um þessa leið.
„Fjármögnunarkostnaður hefur hækkað, sem þýðir að álagið
hækkar, nema menn finni aðra uppsprettu fjármagns. Það þarf
engan geimvísindamann til að reikna það út.“
Einn viðmælandi blaðsins komst svo að orði, að ástæðan fyr-
ir því að þessi leið var ekki tilkynnt fyrir kosningar, væri sú að
þá hefði orðið borgarastyrjöld í landinu.
Og stóri ókosturinn við tillöguna er einmitt hversu skammt
hún nær, því víst er að margir munu kikna undan slíkri hækk-
un á vaxtakostnaði og afborgunum – ekki síst eftir það sem á
undan er gengið.
Samkvæmt heimildum hefur því einnig verið til skoðunar að
bjóða þeim sem skulda í erlendri mynt að flytja sig yfir í krón-
ur en að fjármagnskostnaður haldist sá sami, þ.e. afborganir
verði þær sömu eftir sem áður. Það myndi þá fela í sér lækkun
á höfuðstól lánanna sem því nemur eða að fólk greiði sömu
vexti og það greiddi af erlendu lánunum.
Þetta kæmi út á eitt fyrir nýju bankana, sem fengju sömu
tekjur af útlánunum og áður. En áhættunni vegna misvægis í
gjaldeyrisjöfnuði væri eytt, auk þess sem komið væri til móts
við hóp sem hefur tapað miklu vegna bankahrunsins.
Lögð er áhersla á að jafnræðis verði að gæta í slíkum að-
gerðum. En þegar hafi verið komið til móts við fjármagnseig-
endur með því að tryggja innistæður þeirra. Þeir sem skuldi í
erlendri mynt hafa hinsvegar orðið verst úti í bankahruninu.
„Það halda margir að þessi hugmynd feli í sér að verið sé að
gefa afslátt með því að færa niður höfuðstólinn,“ segir heimild-
armaður innan bankakerfisins. „En það er aðeins verið að
myntbreyta láni, þannig að höfuðstóllinn verði lægri en vaxta-
byrðin hærri. Afborganirnar breytast ekkert við það.“
Forsendan fyrir því að hægt sé að koma til móts við þá sem
skulda í erlendri mynt með þessum hætti er sú að búið sé að
semja við kröfuhafa gömlu bankanna. „Við verðum að vita á
hvaða verði við keyptum lánið.“
Ekki óskaplega mikill áhugi
Enn einn möguleikinn sem er til skoðunar er sá að eiginfjár-
hlutinn í nýju bönkunum verði í erlendri mynt, til þess að draga
úr gengisáhættunni, en ljóst er þó að það myndi duga skammt.
Þá yrði farin sú leið að fá inn fjármögnun í erlendri mynt.
Einnig hefur verið rætt að sameina aftur gömlu og nýju
bankana, en það myndi þó ekki duga til að leysa vandann, því
gengisáhættan yrði eftir sem áður til staðar. Kröfuhafar gömlu
bankanna hafa heldur ekki sýnt því
mikinn áhuga eins og nýverið
kom fram í máli Indriða Þor-
lákssonar, aðstoðarmanns
fjármálaráðherra, sem
sagði á sinn hógværa
hátt: „Það hefur ekki
verið óskaplega
mikill áhugi hjá er-
lendu kröfuhöfunum
að taka yfir bank-
ana.“
Hvaða leið sem far-
in verður við endur-
reisn íslensks banka-
kerfis, þá er ljóst að
nýir bankar þurfa að vera
starfhæfir. „Í því felst óhjá-
kvæmilega að þeir uppfylli lág-
marks arðsemiskröfur,“ segir
viðmælandi úr bankakerfinu – eins
og það sé sjálfgefið.
Endurreisn íslenska bankakerfisins er ekki lokið, þrátt fyrir að tæpir
níu mánuðir séu liðnir frá hruninu. Á meðan er íslenskt efnahagslíf í biðstöðu.
Ýmis ljón eru í veginum, eins og fram kemur í fréttaskýringu, sem byggð
er á samtölum við heimildarmenn innan bankakerfisins.