Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 13
m beðið er eftir
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Seðlabankinn
strikaður út fyrir
Fjármálaeftirlitið
EKKI VAR FARIÐ AÐ RÁÐGJÖF J.P. MORGAN
SEM FÓR FRAM Á AÐ BERA EKKI ÁBYRGÐ
Ráðgjafar frá JP Morgan bentu áað tilfærsla eigna úr gömlubönkunum í þá nýju skapaði alls-kyns tæknileg vandamál í nýju
bönkunum og yrði til þess að kröfuhöfum
fyndust þeir sviknir. Þetta kom fram á
fundi í forsætisráðuneytinu í október, þar
sem meðal annars voru viðstaddir ráð-
herrar þáverandi ríkisstjórnar, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Þeir lögðu áherslu á að afstaða er-
lendra kröfuhafa yrði höfð í huga þegar
stofnað yrði til nýju bankanna, því erfitt
væri að bæta úr því eftir á. En ekki var
farið að þeim ráðum þegar skipting milli
nýju og gömlu bankanna var framkvæmd.
Neyðarlögum breytt
Fyrstu drög að neyðarlögunum voru
samin árið 2006 sem liður í viðlagaæfingu
vegna þeirra þrenginga sem bankakerfið
hafði gengið í gegnum, en að því komu
starfsmenn ráðuneyta og Fjármálaeft-
irlitsins. Dustað var rykið af þeim til-
lögum í aðdraganda bankahrunsins í
fyrra, dagana áður en Glitnir var yfirtek-
inn á grundvelli neyðarlaganna.
Samkvæmt heimildum voru drögin út-
færð á töflufundi aðfaranótt 6. október
með mörgum starfsmanna Fjármálaeft-
irlitsins, fulltrúa fjármálaráðuneytisins,
Seðlabankans og forsætisráðuneytisins,
sem og utanaðkomandi ráðgjöfum frá JP
Morgan, sem á þeim tíma var Seðlabank-
anum til ráðuneytis. Þar var teiknað upp
hvernig flytja mætti innstæður og eignir
á milli nýju og gömlu bankanna og kom
hugmyndin frá JP Morgan um að skulda-
bréf færi í staðinn til gömlu bankanna.
Fram kemur í nýútkominni bók Guðna
Th. Jóhannessonar að síðustu lagagrein-
arnar í neyðarlögunum muni „hafa verið
samdar í Fjármálaeftirlitinu og við-
skiptaráðuneytinu um nóttina eða
snemma næsta dags [mánudaginn 6. októ-
ber sem þau voru lögð fram og samþykkt
á Alþingi].“ Þá var Jón Sigurðsson stjórn-
arformaður Fjármálaeftirlitsins og Björg-
vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Samkvæmt heimildum fólust breyting-
arnar á síðustu metrunum í því, að nánast
alls staðar þar sem Seðlabankinn kom við
sögu í neyðarlögunum var nafn hans
strikað út, og nafn Fjármálaeftirlitsins
sett í staðinn. Það varð því hlutverk Fjár-
málaeftirlitsins en ekki Seðlabankans að
stofna skilanefndirnar sem var falið að
reka gömlu bankana, þvert ofan í það
sem áður hafði verið lagt upp með – eft-
irlitsaðilinn skipaði nefndirnar sem hann
átti að hafa eftirlit með.
J.P. Morgan hafði verið Seðlabank-
anum og ríkisstjórninni til ráðgjafar og
fram kemur í Hruninu að það hafi verið
einn fulltrúi þessa alþjóðlega fjármál-
arisa, sem færði ráðherrunum „heim
sanninn um það að þeir yrðu að búa sig
undir fall bankakerfisins, að hluta eða
jafnvel í heild sinni.“
Heimildir Morgunblaðsins herma, að
vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð
voru við uppskiptingu bankanna hafi JP
Morgan farið fram á vottorð frá Seðla-
bankanum um að ákvarðanir Fjármálaeft-
irlitsins væru þeim óviðkomandi. Slíkt
vottorð var aldrei veitt.
Tillögur JP Morgan voru lagðar fram á
fundi með ríkisstjórninni um miðjan októ-
ber og fólust í því að stofnaður yrði nýr
banki og ekki fluttar neinar eignir yfir í
hann, aðeins innstæður og eitt skulda-
bréf, sem væri forgangskrafa í þrotabú
gamla bankans. Síðan gæti nýi bankinn
starfað eftir þjónustusamningi við gömlu
bankana. Ef þeim ráðum hefði verið fylgt,
þá hefði gengisáhættan verið úr sögunni.
Jafnframt var lagt til, að til þess að
kröfuhafar gömlu bankanna brygðust
ekki ókvæða við, yrðu þeir kallaðir að
borðinu og fengnir til að taka þátt í að
búa til nýjan banka. Sú leið var ekki farin
og raunin varð sú, að erlendu kröfuhaf-
arnir urðu æfir, meðal annars vegna þess
að ríkið leysti til sín eignir, sem í raun
voru eignir lánardrottna íslensku bank-
anna.
Fulltrúar erlendu bankanna voru því
frá upphafi þeirrar skoðunar að neyð-
arlögin hefðu verið „afleikur“ vegna þess
að „íslenska ríkið hafi leyst til sín eignir
sem í raun voru eignir lánardrottna ís-
lensku bankanna og með því að gera ís-
lenskar innstæður að forgangskröfum í
þrotabú hefðu þeir mismunað kröfuhöfum
gróflega.“
Aðrar heimildir innan úr stjórnkerfinu
herma að JP Morgan hafi síðar fallið frá
þessari leið, en hún var þó síðar farin í
yfirtöku á Straumi. Ef til vill voru hægari
heimatökin þar, því ekki var eins mikið af
innstæðum í Straumi, auk þess sem mikil
áhersla var lögð á að halda viðskipta-
bönkunum þremur gangandi.
Seðlabankinn sniðgenginn
Daginn eftir að neyðarlögin voru sett,
þriðjudaginn 7. október, lagði Geir H.
Haarde til á fundi nokkurra ráðherra að
þriggja manna stýrihópur yrði skipaður
til að hafa yfirumsjón með efnahags-
aðgerðum stjórnvalda, að því er fram
kemur í Hruninu. Það áttu að vera
fulltrúar forsætisráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis, og
lagði Geir til að Davíð Oddsson yrði for-
maður hópsins. Ráðherrar Samfylking-
arinnar sem viðstaddir voru báðu um
fundarhlé en höfnuðu svo með öllu tillög-
unni.
Ráðgjafafyrirtækið McKinsey var síðar
fengið að borðinu ásamt bresku lögfræði-
fyrirtæki, og „control tower“ var settur
upp í Borgartúni, þar sem Ásmundur
Stefánsson var settur yfir stýrihóp um
viðbrögð við bankahruninu. Eftir það kom
Seðlabankinn ekki að ákvörðunum, for-
sætisráðuneytið bar ábyrgð á þeim. Þó
má segja að hvergi hafi verið til jafnmikil
þekking á kerfinu í heild sinni og í Seðla-
bankanum.
En það fór ekkert á milli mála á þess-
um tíma að Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri naut einskis trausts hjá ráð-
herrum Samfylkingarinnar og kemur það
glöggt fram í skeyti Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, sem birt er í Hruninu, þar
sem hún segir að Davíð Oddsson „verði
að fara“ og að persóna hans „sé allt of
fyrirferðarmikil í þeirri atburðarás sem
nú gengur yfir“.
Ef til vill var málamiðlun stjórnar-
flokkanna því sú, að ýta Seðlabankanum
til hliðar, til að losna við Davíð Oddsson,
en taka Fjármálaeftirlitið að borðinu í
staðinn. Seðlabankanum var meira og
minna haldið utan við atburðarásina í
október þegar fjármálakerfi landsins fór
á hliðina og margt bendir til að það megi
rekja til óvildar í garð eins manns. Eins
og það er orðað, þá var nær eina hlutverk
Seðlabankans í atburðarásinni að halda
greiðslumiðlun við útlönd gangandi.
385.000.000.000
Í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var gert
ráð fyrir að eiginfjárframlag ríkisins yrði 385 milljarðar króna en sú
upphæð hefur eitthvað lækkað.
40%
Samkvæmt mati Wyman voru um 40% af eignum nýju bankanna
þriggja flokkaðar sem slæm lán, sem þýðir að þau hafa verið lengur
en 90 daga í vanskilum.
179,18
Miðgengi evrunnar þegar markaðir voru lokaðir á föstudag.
60%
Áætlað er að um 60% af eignum nýju bankanna séu í erlendri mynt
og gefi því aðeins 3-4% ávöxtun.
280-300%
Heildarskuldir hjóna og sambúðarfólks 35 ára og yngri eru á bilinu 280% til
300% af ráðstöfunartekjum og þar af eru íbúðarskuldir um eða yfir 200%.
Nú er beðið eftir því að gengið verði frá verðmati á eignum sem fluttar voru úr gömlu bönkunum
yfir í þá nýju, en þær koma til mótvægis við þær skuldbindingar sem felast í innstæðum í nýju
bönkunum.
Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun um hvaða eignir færu yfir í nýju bankana eftir hrunið síðasta
haust, en þeirri reglu var meðal annars fylgt að eignir sem ekki tengdust Íslandi yrðu eftir.
Deloitte var svo falið að verðmeta eignirnar og átti að byggja stofnefnahagsreikning bank-
anna á þeim grunni, en ráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman var falið að fara yfir það mat.
Verðmatið sem Deloitte skilaði loks af sér 22. apríl er hinsvegar ekki föst tala, heldur er mat-
ið á ákveðnu verðmætabili. „Á milli hæsta og lægsta mats er himinn og haf,“ eins og einn
bankamaður komst að orði.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig leyst verður úr þeirri stöðu, en viðræður standa yfir við
kröfuhafa gömlu bankanna af hálfu fjármálaráðuneytisins og er gengið út frá því að niðurstöður
liggi fyrir 17. júlí.
Ýmsar leiðir hafa verið nefndar. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að skuldabréfið sem lagt verði í
gömlu bankana verði með afleiðu, þannig að áhættan sitji áfram hjá kröfuhöfunum og þeir hafi
hagsmuni af því að vel gangi.
Ljóst er að eignirnar verða keyptar með afföllum. Og samkvæmt heimildum er vilji til þess
innan bankanna og þykir sjálfsagt, að gerð verði ávöxtunarkrafa til eignanna, sem tryggi arð-
semi og standi undir fjármagnskostnaði, sem vaxið hefur gríðarlega á undanförnum misserum.
Morgunblaðið/Sverrir
ÓVISSA UM VERÐMAT EIGNA