Morgunblaðið - 28.06.2009, Side 14

Morgunblaðið - 28.06.2009, Side 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þ að dettur hvorki af honum né drýpur þar sem hann situr við borð á ver- öndinni við heimili sitt. Ég virði hann fyrir mér meðan ég nálgast húsið. Það er ekki að sjá að þessi maður sé nýstiginn út úr pólitískum fellibyl. Hann er spurður hvernig hann hafi það. „Bless- aður vertu. Ég er hertur í lífsins ólgusjó og læt þetta ekki buga mig,“ segir hann með þessari óvenju djúpu röddu sem maður tengir ósjálfrátt við heimabæ hans, Kópavog. Brosir út í annað. Gunnar I. Birgisson er hættur sem bæjar- stjóri eftir að snörp atlaga var gerð að honum á síðustu dögum og vikum. Atburðarásin var hröð og það hrikti í stoðum. Morguninn eftir að hann vék til hliðar bærist hins vegar ekki hár á höfði í garðinum hjá Gunnari. „Það er ekkert að veðri,“ segir hann og horfir til himins. „Það er að vísu heldur kalt til að sitja lengi hérna á pallinum en það gerir ekkert til – hann spáir hlýnandi.“ Að svo mæltu höldum við til stofu. Tilgang- urinn er að rekja úr Gunnari garnirnar á þess- um tímamótum á pólitískum ferli hans og bein- ast liggur við að spyrja hann fyrst hvaða tilfinningar bærist með honum. „Þær eru sérstakar eins og alltaf við svona aðstæður. Ég var ráðinn til að vera ár í viðbót og hefði viljað klára það með eðlilegum hætti. En ég hef áður sagt að pólitík sé skrítin tík og svo mikið er víst að maður ræður ekki alltaf för sjálfur. Það var krafa samstarfsflokksins að ég myndi víkja sem bæjarstjóri og það hef ég nú gert. Með því tel ég mig vera að setja hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og bæjarbúa ofar mínum eigin hagsmunum. Það var líka mikilvægt að halda samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks áfram enda hefur það gengið afar vel undanfarin nítján ár. Ég gat ekki hugsað mér að vinstristjórn kæmist til valda hér í bænum.“ Íbúum fjölgað um helming Þú komst inn í bæjarstjórn árið 1990 og þekk- ir fyrir vikið ekkert annað en samstarf við Framsókn. „Það er rétt. Þetta hófst með því að við Sig- urður heitinn Geirdal, sá mikli öðlingsdrengur, rugluðum saman reytum okkar. Við vorum ólík- ir karakterar en náðum afskaplega vel saman. Ímynd bæjarins var ekkert sérstaklega góð á þessum tíma og við byrjuðum á því að taka til í rekstri, efla þjónustu, endurbyggja gamlar göt- ur og horfa til framtíðar. Að vísu vorum við ekk- ert sérstaklega heppnir í upphafi því við lentum mitt í djúpri efnahagslægð. Á þessum tíma vildi enginn byggja í Kópavogi. Við keyptum land en komum lóðunum ekki út. Fyrir vikið fórum við í herferð með ímynd bæjarins og náðum að snúa þessu við á nokkrum árum. Eftir sjö til átta ár var Kópavogur orðinn allra bæja vinsælastur að búa í. Það segir sína sögu að þegar við tókum við bjuggu hér 16.200 manns en nú eru íbúarnir orðnir ríflega 30.000. Það hefur líka orðið gífur- leg fjölgun á fyrirtækjum. Árið 1990 voru fleiri störf en hendur en núna hefur þetta snúist við.“ Þú varst lengi í fyrirtækjarekstri samhliða störfum þínum hjá bænum, bæði með Klæðn- ingu og Gunnar og Guðmund. Það mæltist mis- vel fyrir. „Já, ég var ekki fyrr kominn í bæjarpólitíkina að menn byrjuðu að hamast á mér ef ég fékk einhver verkefni hjá bænum. Menn reyndu að gera það tortryggilegt og hafa gert allar götur síðan. Sigurður Geirdal varði það hins vegar alltaf og sagði eðlilegt að ég fengi að vinna fyrir bæinn eins og aðrir svo framarlega sem það væri á heiðarlegum og eðlilegum grunni.“ Eðlileg viðskipti Þú stóðst þessar skærur af þér en nú eru það viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur þinnar, Frjálsa miðlun, sem verða til þess að þú víkur sem bæjarstjóri. Ertu sannfærður um að þau viðskipti hafi verið eðlileg? „Algjörlega. Fyrir það fyrsta tók ég ekki við sem bæjarstjóri fyrr en árið 2005 en þessi við- skipti hafa staðið mun lengur. Í annan stað er það eins hjá Kópavogsbæ og annars staðar að einstaklingar og fyrirtæki eru ráðin til hinna ýmsu verkefna að undangengnum tilboðum eða verðkönnunum. Líki mönnum svo vel við ein- hvern er ekkert óeðlilegt að því samstarfi sé haldið áfram. Ég kom aldrei að þessum við- skiptum og datt ekki í hug að ýta fyrirtækinu að bænum. Dóttir mín á ekki að njóta þess að vera dóttir mín en hún á heldur ekki að gjalda fyrir það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spurt er um þessi viðskipti. Það gerðist einnig fyrir tíu ár- um. Þá var líka reynt að gera þau tortryggileg en Sigurður Geirdal svaraði því til að hann væri að hugsa um hagsmuni bæjarsjóðs en ekki að þóknast mér. Þetta fyrirtæki væri best í verði og gæðum og því væri eðlilegt að skipta við það. Það svar var tekið gott og gilt í það skiptið.“ Þú hafðir sumsé engin bein afskipti af þess- um viðskiptum við Frjálsa miðlun? „Engin. Eðli málsins samkvæmt vildi ég ekki koma nálægt þeim.“ Eitt af verkefnunum sem Frjáls miðlun fékk greitt fyrir var afmælisrit sem aldrei kom út. Var það ekki óheppilegt? „Það má vel vera. Annars hafði ég ekki hug- mynd um það mál. Var ekki í nefndinni og vissi ekki einu sinni að til stæði að gefa þetta rit út. Í þessu sambandi er mikilvægt að halda því til haga að heilmikil vinna hafði verið lögð í þetta rit, textinn var að mestu tilbúinn, búið að litgreina 200 myndir, hanna útlit og velja pappír í prentun. Það er ekki eins og vinnan hafi ekki verið unnin. Af einhverjum ástæðum þróaðist það síðan þannig að verkefnið datt upp fyrir.“ Skjóta fyrst og spyrja svo Hvers vegna vatt þetta mál svona upp á sig? „Ég held að helsta skýringin sé sú að komin er upp allt önnur staða og viðhorf í samfélaginu eftir efnahagshrunið. Í andrými dagsins í dag þykir allt tortryggilegt.“ Hefði þetta jafnvel farið öðruvísi hefði málið komið upp fyrir tveimur árum? „Örugglega. Ég hugsa að enginn hefði hlust- að á þessar ávirðingar þá. Nú er viðhorfið að skjóta fyrst og spyrja svo. Ég skil vel að þjóðin sé sár og reið eftir hrun efnahagskerfisins og glæfraskap bankanna. Almenningur situr uppi með hluta ábyrgðarinnar vegna þess ævintýris. Við verðum samt að stíga varlega til jarðar. All- ir menn eru saklausir uns sekt þeirra er sönn- uð.“ Hvernig upplifðir þú atburðarásina? „Þetta byrjaði með breiðsíðu í DV, þar sem farið var yfir viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ. Það er afar sérstakt að DV hafi fengið upplýsingar úr viðskiptamannabókhaldi bæjarins en það er önnur saga. Þarna voru við- skiptin frá 2003 til 2009 upp á krónu. Í fram- haldi af því kom fyrirspurn frá Samfylkingunni og þá byrjuðu fjölmiðlarnir að spila með og gera þetta tortryggilegt eins og hægt var. Rauði þráðurinn var sá að ég hefði verið að reyna að koma dóttur minni á framfæri. Ótrúlegustu menn létu til sín taka. Mér sárnaði t.d. við Ólaf Þór Gunnarsson, oddvita vinstri grænna, sem sagði á bæjarstjórnarfundi um daginn að ég hefði staðið með svipuna yfir starfsmönnum til að láta þá kvitta undir reikninga. Það er með ólíkindum hvað fólk hefur gengið langt.“ Hafa farið offari Finnst þér þínir pólitísku andstæðingar hafa farið offari í þessu máli? „Það er alveg ljóst. Þeir hafa farið út yfir öll mörk. Það er með ólíkindum að ráðast svona á eina fjölskyldu en tilgangurinn virðist hafa verið að skapa þannig pressu og andrými að ég færi frá. Það er mjög alvarlegt ef þetta á að vera lín- an í pólitískri umræðu í þessu samfélagi. Ég skil alveg að menn vilji koma sér að í póli- tík en það verður að vera með málefnalegum rökum. Málefnafátækt vinstrimanna hérna í Kópavogi hefur verið með ólíkindum, sér- staklega á þessu kjörtímabili. Það hefur ekkert uppbyggilegt komið úr þeirri áttinni. Helstu baráttumál hjá þeim hafa verið að drepa ketti í bænum og verð á jólakökusneiðum hjá eldri borgurum.“ Hafa fjölmiðlar líka farið of geyst að þínu áliti? „Já, það hafa þeir gert. Fjölmiðlarnir kyntu undir umræðunni og af hálfu sumra þeirra hafa þetta verið pólitískar ofsóknir af verstu sort. Eins og við þekkjum hefur ritstjóri DV talað um að „taka menn niður“. Ef það er orðið æðsta takmark fjölmiðla veit ég ekki hvert sú ágæta stétt er komin. Hvað varð eiginlega um fagleg vinnubrögð? Annars er þetta mál greinilega spunnið upp með mjög faglegum hætti. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir því. Meira að segja Morgun- blaðið lét draga sig inn í það með allskonar sér- kennilegum fréttaskýringum og fyrirsögnum. Það kom mér mjög á óvart.“ Mikið álag á fjölskylduna Er vont að verjast þessu? „Það er vonlaust. Þetta er einskonar múgsefj- un. Það er bara keyrt á mann án þess að maður fái rönd við reist. Þetta hefur verið mikið álag á fjölskylduna, konu mína og ekki síst dóttur, sem komin er sjö mánuði á leið. Hún hefur tekið þetta mjög nærri sér. Fyrirtæki hennar hefur beðið verulega hnekki af þessu máli og óvíst að hún geti starfað áfram í faginu.“ Var tilgangur minnihlutans í bæjarstjórn að þínu mati að sprengja samstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks eða koma þér frá? „Ég held að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið að sprengja samstarfið. Atburðarásin var reyndar mjög einkennileg í alla staði á vettvangi bæjarstjórnar. Samfylkingin lagði fram tillögu þess efnis að PricewaterhouseCoopers, sem annast hefur endurskoðun fyrir bæinn, gerði út- tekt á viðskiptunum við Frjálsa miðlun sem var gott og blessað. Tíu dögum síðar voru þeir hjá PWC allt í einu ekki nógu góðir lengur til að gera þetta og Samfylkingin vildi fá Deloitte í verkið. Mér þótti þetta undarleg tillaga og grunaði strax að eitthvað lægi þar að baki. Síðan kom þessi skýrsla, lituð og full af get- gátum. Bærinn m.a. sakaður um hugsanlegt lögbrot. Það er raunar búið að hrekja því ákvæðið sem vitnað var til gildir ekki um sveit- arfélög. Lögmannsstofan LEX hefur tætt þetta í sig og hrakið lið fyrir lið. Skýrslan kom á þriðjudegi. Venjan er að Mér líður vel í hjarta Gunnar I. Birgisson steig upp úr stóli bæjarstjóra í Kópavogi í vikunni eftir snarpar deilur um viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Hann segir ekkert hafa verið bogið við þessi viðskipti en breytt viðhorf í samfélaginu hafi reynst honum erfitt. „Nú er viðhorfið að skjóta fyrst og spyrja svo.“ Gunnar undrast heift pólitískra andstæðinga og fjöl- miðla, það hafi bersýnilega átt að koma sér frá. Hann er þó hvergi af baki dottinn og snýr aftur í bæjarstjórn í haust. Morgunblaðið/Eggert Álag „Þetta hefur verið mikið álag á fjölskylduna, konu mína og ekki síst dóttur, sem komin er sjö mánuði á leið. Hún hefur tekið þetta mjög nærri sér,“ segir Gunnar I. Birgisson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.