Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 16

Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 16
16 Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is H vað er góður stjórnandi? Er hann aðeins sá sem hefur fengið stöðu- hækkun á eftir stöðu- hækkun án þess að vanhæfi hans komi í ljós eins og meg- inregla dr. Laurence Johnston Peter segir til um? Eða er góður stjórnandi sá sem brýtur allar reglur og lögmál með það að markmiði að viðhalda frjósemi hugans, og fyrirtækisins? Snýst það að vera stjórnandi fyrst og fremst um að viðhalda óbreyttu ástandi eða taka af skarið þegar stað- ið er frammi fyrir breytingum? Eða á hann bara að halda mannskapnum á lífi andlega? Staðalímynd stjórnenda Með aukinni fagmennsku í at- vinnulífinu og meiri sérhæfingu hef- ur það orðið vinsælla að gera grín að vinnuumhverfi fólks, sérstaklega skrifstofufólks, en líklega eru þó fáar starfsstéttir undanþegnar gagnrýni. Hefur grínið verið svo arðbært að um þetta efni hafa verið gerðir sjón- varpsþættir eins og The Office með Ricky Gervais í hlutverki stjórans Davids Brent, mannsins sem nánast aldrei getur klárað heila setningu, sem og kvikmyndir eins og Office Space. Á vinnustað Brents fljúga óborganlegir frasar eins og „þú verð- ur að vera 100% á bakvið þann sem þú vilt stinga í bakið“ og „reyndu að komast hjá því að ráða óheppið fólk, hentu helmingnum af ferilsskránum í ruslið án þess að lesa þær“. Stjórn- unarstíll hans er vissulega afar óæskilegur og sennilega ekki líkleg- ur til árangurs heldur. Margir virðast þó kannast við að hafa unnið með stjórnendum sem að einhverju leyti minna á David Brent eða Lumbergh úr Of- fice Space. Frasar sem gætu sem best verið ættaðir frá undirsátum þessara vafasömu stjórnenda eru reglulega í umferð á skrifstofum landsins. Þannig ganga sérfræðingar að sunnan undir heitinu SAS utan höfuðborgarsvæðisins og iðulega er vísað til stjórnenda sem jakkafata innan þess. Áhrif frá vinnustöðum Frasar úr vinnustaðagrínþætt- inum Næturvaktinni hafa náð gríð- arlegum vinsældum. Það er kannski ekki síst vegna þess að persónurnar eru fólki eins og ljóslifandi vinnu- félagar. Setningar eins og „þarf eitt- hvað að ræða það frekar“, „já, sæll“ og „já, fínt“ og „út úr bænum bara“ hafa því náð því stigi að lifa sjálf- stæðu lífi utan sjónvarpsþáttarins, enda er vísað í afar minnisstæðar persónur. Góðir stjórnendur eru augljóslega mikilvægir en þeir slæmu eru líklega eftirminnilegri. Þá geta afleiðingar slæmrar stjórnunar verið mjög al- varlegar. Til dæmis er bandaríska orðatiltækið „going postal“ rakið til raða ofbeldisverka sem starfsmenn bandaríska póstsins framkvæmdu upp úr 1983. Árið 1993 hafði orða- tiltækið fest sig í sessi enda höfðu ell- efu árásir verið staðfestar á póst- húsum Bandaríkjanna og höfðu þá 35 manns látið lífið í árásunum. 1993 brugðust stjórnendur bandarísku póstþjónustunnar loksins við og reynt var að bæta vinnuumhverfið og féllu árásirnar niður fram til ársins 2006. Stjórnendur í Vinsældir Ricky Gervais í hlutverki David Brents ásamt meðleikendum sín- um í sjónvarpsþættinum Skrifstofan sem lýsir daglegu lífi á skrifstofu papp- írsheildsölunnar Wernham Hoggs. Stjórnendur í atvinnulíf- inu eru ekki þeir öfundsverðustu um þessar mundir. Eftir margra ára gott gengi er á brattann að sækja og sú þrautaganga getur reynst mörgum stjóranum erfið. Meginregla Peters „Í stigskiptu kerfi er tilhneig- ingin sú að sérhver starfsmaður fái á endanum stöðu sem hann ræður ekki við“. Árið 1968 skrifuðu Dr. Laurence Johnston Peter og Raymond Hull bókina um Meginreglu Pet- ers. Bókin snýst meðal annars um að innan hvers valdakerfis fái fólk stöðuhækkanir til samræmis við hæfni sína, þangað til loksins að það fær starf sem það ræður ekki við. Eftir það situr fólkið fast og hreyfist hvorki upp né niður. Meginregla Dilberts „Stjórnun er náttúruleg leið til þess að fjarlægja fífl úr verkflæð- inu“. Í teiknimyndasögunum um Dil- bert eftir Scott Adams er það Dogbert sem lætur þessa fleygu setningu falla og tekur þar með snúning á meginreglu Peters. Meginmunurinn er sá að Dog- bert vill meina að starfsmenn fái stöðuhækkun í stjórnendastöðu til þess að þeir valdi sem minnst- um skaða og þar er byggt á því að stjórnendur séu oft úr tengslum við það sem gerist á gólfinu. Meginregla Parkinsons „Verkefni tekur alltaf allan þann tíma sem er ætlaður því“. Þessi meginregla hefur verið út- færð á ýmsan máta og virðist vera nokkuð mikið til í henni. Þannig kannast sumir við hana sem bílskúrslögmálið og er þar vísað í það að bílskúrar enda yf- irleitt alltaf fullir af rusli alveg sama hve rúmgóðir þeir eru. Uppruna reglunnar má rekja til Cyril Northcote Parkinson sem starfaði lengi sem opinber starfs- maður í Bretlandi en árið 1955 skrifaði hann hnyttna grein í tímaritið The Economist um þessa tilhneigingu verkefna til að taka eins langan tíma og hægt er. Önnur meginregla Parkinsons „Útgjöld munu alltaf aukast þar til þau ná tekjunum“. Með öðrum orðum, ef launin hækka þá verður lífstíllinn bara kostnaðarsamari. Líklega efast fáir Íslendingar um gildi þess- arar meginreglu. Meginregla Greshams „Slæmir peningar útrýma góðum peningum“. Þessi regla er kannski nokkuð lýsandi fyrir ástandið í heiminum í dag en hún heldur því fram að slæmar eignir útrými góðum eignum, eða peningum, þar sem fólk sitji fremur á góðu peningunum heldur en þeim slæmu. Hækk- andi verð á gulli gæti ver- ið ein birtingarmynd þessarar reglu og hið sama má að sjálfsögðu segja um fall krón- unnar. Meginregla Paretos „80% af afleiðingunum stafa af 20% af orsökunum“. Reglan er frá hagfræðingnum Vilfredo Pareto sem hafði árið 1906 komist að þeirra niðurstöðu að 20% þegna Ítalíu áttu 80% af auðæfum landsins. Það er skemmst frá því að segja að margir aðrir rannsakendur fundu keimlíkar hlutfallslegar niðurstöður í eigin rannsóknum. Það virðist vera rík tilhneiging til þess að stór hluti árangurs stafi af litlum hluta vinnuframlagsins. Meginregla Suttons „Til að leysa vandamál ætti helst að reyna að finna hvort vandinn stafi af líklegustu útskýring- unni“. Meginreglan er rakin til banka- ræningjans William Sutton sem benti á hið augljósa þegar hann var spurður um af hverju hann rændi bara banka en þá svaraði hann um hæl „því þar eru pen- ingarnir“. Ólíklegustu menn hafa tekið sér þetta spakmæli til fyr- irmyndar síðan. Sutton neitaði því hinsvegar síðar að hafa látið þessi orð falla og sagði setn- inguna vera afsprengi blaða- manns sem vantaði gott efni. Þekktar meginreglur Þ að sem hefur nýst mér best er Pareto-lögmálið sem byggist á því að sum verkefni eru mik- ilvægari en önnur og að 80% árangurs næst í 20% verk- efna sem eru forgangsverkefni. Ég kenni tímastjórnun hjá Stjórn- unarfélagi Íslands, sem í rauninni er ekki tímastjórnun því engin stjórnar tímanum, en hinsvegar er um að ræða verkefnastjórnun. Vandamálið er hinsvegar að þú hef- ur í raun aldrei tíma til þess að gera allt sem þú telur að þurfi að gera. Á námskeiðinu erum við með tuttugu ráð sem hægt er að nota til að ná meiri árangri. Ráð númer þrettán er að setja lokatíma á verk- efni því annars er hægt að vinna endalaust í því. Til dæmis hef ég tekið eftir því að fólk vinnur mjög markvisst þegar sumarfrí eru að nálgast. Þá ýtir fólk öllu því sem ekki skiptir miklu máli til hliðar og einbeitir sér að aðalatriðunum.“ Thomas Möller segir að einn mesti tímaþjófurinn í dag sé tölvu- pósturinn. Aðalþróunin í dag er sú að fyrirtæki hreinlega loki fyrir vef- póst í nokkra klukkutíma. „Í gamla daga kom pósturinn í umslögum einu sinni á dag. Í dag pípir póst- urinn í hvert skipti sem ný skilaboð koma og þetta er bara truflun. Ég hvet fólk til þess að loka bara fyrir póstinn hluta af deginum og vinna bara eins og venjulega því tölvu- póstur er gríðarleg truflun og hann er ekki endilega það mikilvægasta,“ segir Thomas. Thomas segir jafnframt að áreit- ið á stjórnendur í dag sé mjög mik- ið og að rannsóknir hafi sýnt að fólk í stjórnunarstöðum sé að með- altali truflað á ellefu mínútna fresti. Við þetta bætist svo tölvu- Þörf á meiri aga Thomas Möller, hagverkfræðingur, MBA og leiðbeinandi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tímastjórnun Thomas Möller, hagverkfræðingur, MBA og leiðbeinandi hjá Stjórnunarfélagi Íslands segir Drucker hafa verið mikinn frumkvöðul. Peter Ferdinand Drucker lést 11. nóvember árið 2005, þá 95 ára að aldri. Hann hefur verið talinn til frumkvöðla stjórnunarfræðanna en ferill hans á því sviði hófst árið 1942. Það var bílarisinn General Mot- ors, sem nú berst reyndar í bökk- um, sem leitaði til Druckers ári síð- ar með það að markmiði að endurskoða ákvarðanferli og upp- byggingu fyrirtækisins, sem þá var eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Drucker, sem var fæddur 1909 og uppalinn í Austurríki, var eðli málsins samkvæmt heillaður af áhrifum yfirvalds á fólk og mót- uðust kenningar hans mikið af þeirri umgjörð sem hann bjó við þangað til hann flutti frá Þýska- landi. Drucker kláraði dokt- orsgráðu sína í Frankfurt árið Frum- kvöðullinn í stjórnun- arfræðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.