Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 urinn við starf lágfiðluleikarans er sá að engin vika er eins. „Stundum er æfing á hverjum morgni og stundum sýning á hverju kvöldi, en oft aðeins tvær til þrjár á viku, og svo bætist fjölskyldulíf við allt sam- an,“ segir hún. „Ég fæ mikla ánægju út úr því að spila við lý- ríkina í óperum, auk þess sem það reynir meira á hlustunina að spila með söng. Við flytjum einnig sinfóníuverk, en það er allt önnur nálgun. Það er okkar sérgrein að hlusta á söngvarana, fylgja þeim eftir og upplifa með þeim – til þess að vera nákvæmlega með á nót- unum. Ekki síst í Puccini, sem gríp- ur gjarnan til hraðabreytinga í verkum sínum og þá reynir á sam- hæfinguna. Ef við fylgjum því ekki eftir, þá fer allt í vitleysu.“ – En hvaða ópera er í uppáhaldi? „Uppáhalds?“ svarar hún og skellihlær. „Uppáhalds!“ Hún hrist- ir höfuðið yfir óforskammaðri spurningu blaðamanns. „Mér finnst skemmtilegt að spila óperur eftir Wagner og Strauss. Það er mesta upplifunin. Þó að óperur Wagners séu langar og maður sé renn- sveittur eftir fimm tíma spila- mennsku, þá er það rík músík. Og þó maður kunni allt utanbókar, þá uppgötvar maður alltaf eitthvað nýtt. Tónlistin er bæði erfið og óað- gengileg – þess vegna er hún svona rík. Það er erfitt að fara beint inn í sal og hlusta á þessa tónlist, án þess að hafa heyrt hana áður, en fyrir okkur tónlistarmennina er hún mjög sterk.“ – Arían „E lucevan le stelle“ í Toscu er öllu aðgengilegri! „Já, já, það er skemmtilegt að spila þessa músík, en það má næst- um því segja að hún sé létt. Tosca, La Boheme, Madame Butterfly eru allt stórar óperur – tónlistin mjög heillandi. En svo þegar þær eru spilaðar aftur og aftur, þá gefa þær manni ekki eins mikið og Wagner.“ Hljómurinn Tvær sinfóníuhljómsveitir spila við óperurnar í París, ýmist við Ba- stilluóperuna eða Garnier, gömlu Parísaróperuna. „Þetta er í raun sama stofnunin, báðar hljómsveit- irnar, og við hana starfa margir stjórnendur og söngvarar, en það er bara einn kór.“ – Og þú spilar í báðum húsum? „Já, þessu er blandað saman. Það er flutt mikið af ballettum í gömlu óperunni og einnig óperur Mozarts. Ef sveitin er léttskipaðri, þá erum við í þeirri gömlu.“ – Hvernig er andinn í þessum húsum? „Andinn í Garnier er alveg stór- kostlegur. Þetta er eldgamalt hús, alltaf jafnfallegt og tilhugsunin mögnuð um alla þá listamenn sem hafa komið þar fram frá vígsluárinu 1875. Það er stærri bragur á öllu í Bastilluóperunni, hljómurinn er góður en hann hrífur ekki eins mik- ið. Í gamla daga var öll trésmíðin, öll gólfin, unnin sérstaklega með hljóminn í huga. Þeir hafa kannski kunnað þetta betur þá.“ Óperusveitin er talin ein af bestu hljómsveitum Frakklands. „Það komast í kringum 35 manns í inn- tökupróf fyrir hvert pláss, svo þetta er kannski heppni að hluta til,“ seg- ir Helga. „En þetta er líka spurning um að gera allt sitt besta á nokkrum mínútum – innan tímamarka. Um- ferðirnar voru þrjár, fyrst 35, svo 10 og loks þrír.“ – Hvað spilaðirðu? „Stamitz, fyrsta kafla úr lágfiðlu- konsert, svo Arpeggione eftir Schu- bert, brot úr fiðlusónötu eftir Bach og loks ýmsa lagbúta úr óperum. Lagaskráin er gefin upp nokkrum vikum á undan og það spila allir það sama.“ Kreppan Það var hrikalegt að fylgjast með tíðindunum að heiman í haust, að sögn Helgu. „Ég fylgist mikið með og hef legið yfir tölvunni,“ segir hún. „Maður vonast eftir því að það fari að rætast úr – svo maður segi ekki meir. Hér finnur fólk til með Íslendingum og spyr mig hvernig mér líði, hvort margir hafi ekki misst vinnuna og hvernig Íslend- ingar ætli að koma sér út úr þessu.“ – En hvernig er staðan í Frakk- landi? „Það er kreppa og sumir lenda illa í kreppunni. Mér sýnist hins- vegar að á Íslandi hafi orðið kreppa í kreppunni, áfallið varð miklu meira með bankahruninu, og það virtist koma öllum á óvart. Eftir að evran var tekin upp í Frakklandi er orðið dýrara að lifa, fólk gerir sér grein fyrir því, en það var mikilvægt skref fyrir Frakka að taka þátt í ESB, upp á efnahagslífið yfirleitt, auk þess sem samvinnan gerir okkur sterkari.“ Hún hlær. „Þá hef ég komið því á framfæri. Ég bíð spennt sem sagt. Þú mátt al- veg bæta því við.“ Helga býr rétt fyrir utan París, en er samt í hjólafæri við óperuna. „Það tekur 25 mínútur að hjóla heiman frá mér,“ segir hún. „Ég bý við skóg í jaðrinum á París, á róleg- um og barnvænum stað. Það er ekki auðvelt að finna húsnæði sem hent- ar þriggja barna fjölskyldu, því það er mjög dýrt, þannig að það vantar alltaf eitt herbergi. Við kjósum milliveginn, viljum frekar búa ná- lægt París heldur en að stækka við okkur. Svo erum við með íbúð mið- svæðis í Reykjavík, sem við búum í þegar við komum heim, en leigjum út þess á milli til að ná endum sam- an.“ Helga segist alltaf vera með ann- an fótinn á Íslandi. „Mér finnst ég eiga heima á báðum stöðum, þó að ég dvelji aldrei lengi í einu á Íslandi, þá fer ég á hverju ári. Ég fer með fjölskylduna þegar ég get, börn- unum þremur og manninum mínum finnst yndislegt að vera þar. En ég hef ekki hugsað mér að búa heima – ekki í bili. En örugglega seinna, að minnsta kosti til helminga.“ – Spilarðu heima? „Ég hef lítið spilað heima. Ég ætl- aði að gera það á mínum námsárum, en var alltaf upptekin við annað. Ég fór frekar í sumarfríunum upp á fjöll, þurfti að slaka á og fá að upp- lifa íslenska náttúru. Ég var leið- sögumaður fimm sumur fyrir Frakka, hætti því þegar börnin komu í heiminn, en byrja kannski aftur á því seinna.“ – Ertu mikið náttúrubarn? „Já, það má segja það. Ég fékk mikið út úr starfinu sem leiðsögu- maður, gekk mikið og lærði að meta náttúruna, enda er Ísland stórkost- legt land. Ef til vill skilur maður það betur í útlöndum hvað Ísland er sér- stakt og heillandi. Þessi stórbrotna náttúra og öll þessi birta á sumrin. Ég verð heilluð bara af því að koma til Reykjavíkur, stoppa og horfa á fjallasýnina. Það er nokkuð sem ég gerði aldrei þegar ég bjó þar. Ég stoppa og horfi bara – eins og túr- istarnir.“ Helga Guðmundsdóttir spilaði með Kristni Sigmundssyni þegar hann söng við Parísaróperuna. „Hann er mikils metinn hérna. Um leið og hann kemur upp á sviðið, þá segja allir við mig: „Frændi þinn er kominn.“ Og ég er mjög hreykin af því.“ – Eruð þið skyld? „Nei, ekki það ég veit. En hann er bara frændi minn, af því að ég er íslensk! Hann kemur af fjöllum ef hann les þetta,“ segir hún og hlær. „Og við vinkum hvort öðru um leið og hann stígur á svið – stóri frændi minn!“ Og hún hefur spilað með flestum stórsöngvurunum, svo sem Domingo og Pavarotti. „Það er alveg stórkostlegt að fá góða söngvara, ég tala nú ekki um góða stjórnendur. Ég nefni Ozawa, Georgiev og Seibel, sem stjórnaði Sinfón- íuhljómsveit Íslands einhvern tíma og stýrði þriðju sinfóníu Mahlers með ballett hjá okkur í vetur. Það eru margir góðir stjórnendur, en ekki nógu margir samt. Það munar öllu ef stjórnandinn er góður.“ – Sumir segja að tenórarnir séu óþolandi montnir. „Ekki bara þeir!“ segir Helga og hlær. „Ég held þetta eigi nú bara yfirleitt við um söngfólk – jafnvel kórinn líka! Það talar svo hátt, hefur svo miklar raddir, að það tekur mikið pláss. En þetta er oft gott fólk.“ – Söngvarar eru þá ólíkir tónlistarmönnum? „Já, eigum við ekki að segja það. Mér finnst það. Og það er skiljanlegt, þau eru á sviðinu og við spilum undir.“ – Og eruð í gryfjunni! „Já, fyrir utan það. Við erum grafin niður, hlustum og spilum með – erum þæg og góð.“ FÓLK, RADDIR OG HLJÓÐFÆRI Kristinn Sigmundsson Vilt þú... • Læra að hlaupa á léttari máta? • Hlaupa með minna álagi á fætur, liðamót og mjóbak? • Hlaupastíl með minni líkum á meiðslum? • Bæta hlaupatíma þína án meira álags? • Hlaupa þig í þína kjörþyngd og halda kjörþyngdinni með hlaupum • Hlaupa og bæta heilsu þína, þol og þrek? Hlaupastíls námskeið Skráning á www.smartmotion.org og hjá Smára í síma 896 2300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.